Dagur


Dagur - 27.02.1981, Qupperneq 7

Dagur - 27.02.1981, Qupperneq 7
Hverskonar fólk stendur að rekstri Rauða hússins? Guðmundur Oddur: Það eru skáld, myndlistarmenn, tónlistar- menn og heimspekingar. Guðbrandur: Fyrir það að þessi söfnuður er svona ólíkur í eðli sínu en hefur getað komið sér saman um þetta allt saman þá hljóta áhuga- mál hvers og eins að segja verulega til sín. Hvernig hyggist þið fjármagna starfsemina? Kristján: Við sem að þessu stöndum greiðum skatt mánaðar- lega auk þess að leggja fram eigin vinnu. Galleri Háhóll og Listhúsið hafa nú hœtt starfsemi sinni. Teljið þið að Rauða húsið geti að einhverju leyti fyllt í skarðið? Guðbr.: Alls ekki þar sem við viljum fyrst og fremst sýna nýlist. Aðalatriðið er að bjóða upp á það sem ekki hefur sést hér áður. Kristján: Við munum gera ákveðnar kröfur til þeirra sem óska eftir að fá að sýna hjá okkur. Nú að undanförnu hefir mikið verið um það rœtt að hér á Akureyri vanti góðan sýningarsal. Hvað viljið þið um það segja? Guðmundur Oddur: Akureyri hefur ekki aðstöðu til að taka við stærri sýningum svo .sem yfirlits- sýningum einstakra listamanna, sýningum frá söfnum og farand- sýningum öðrum sem kunna að bjóðast. Rauða húsið leysir ekki vanda Akureyringa i þessum efn- um. Þetta gallerí hefði orðið til þótt gallerí Háhóll og Listhúsið hefðu starfað áfram. Galleríinu í Rauða húsinu er alls ekki ætlað að taka við því hlutverki sem Listhúsið og Gallerí Háhóll gegndu. Við erum með önnur markmið í huga. Við rekum þeita af okkar eigin áhuga og þegar menn koma til starfa af hreinni hugsjón þá látum við okkar eigin smekk ráða. „Sýnum augum lítur hver á silfrið". Við ætlum okkur ekki að reyna að hafa vit fyrir einum eða neinum. Fólk er velkomið að koma og sjá hvernig okkar smekkur er. Sem sagt þetta „Rauða hús“ er aðeins viðbót við það sem var. SJÓNMENNTIR Helgi Vilberg RAUÐA HLJSIÐ Athyglisvert er að orðið nýlist er ekki bein þýðing á neinu erlendu hugtaki. Uppruna orðsins mé rekja til nafnleysis á einskonar tilrauna- deild við Myndlista- og handíða- skóla Islands sem stofnuð var árið 1976. Orðið nýlist er nú notað sem samheiti liststefna og strauma i al- þjóðlegri myndlist allt frá poplist sjötta áratugsins og fram til þessa dags. Segja má að alþjóðleg list hafi haft meiri áhrif á unga íslenska myndlistarmenn en menningararfur þjóðarinnar. Það sem raunverulega aðskilur nýlist og hefðbundna list er að listamaðurinn er ekki lengur bundinn af því að vinna verk sín á léreft, í stein eða plötu. Listamann- inum er frjálst að nota hver þau meðul sem honum þóknast til að tjá sig, svo framarlega að hann hafi eitthvað að tjá. Hann getur meira að segja sjálfur verið listaverk. Af- leiðingar þessa eru þær að múrar milli listgreina hafa rofnað. Tónlistarmaðurinn hefir svo dæmi sé tekið, leitað fyrir sér við mynd- gerð sbr. John Cage, sem kom hingað tii lands á listahátið í fyrra. Svona mætti lengi telja. Margir nýir miðlar hafa komið til sögunnar sem ýmsir listamenn hafa notað til list- sköpunar t.d. Ijósmyndir, kvik- myndir, myndscgulbönd (video), uppákomur (happenings), gjörning- ar (performance), bækur, umhverf- isverk o. fl. Af þessu lciðir að ásjóna listarinnar hefir breyst og samfara því innihaldið. Slikt kallar eðlilega á breytt viðbrögð njótenda slíkrar listar. Magnús Pálsson, sem sýndi í Rauða húsinu fyrir skemmstu, vinnur verk sín fyrir hugann en ekki endilega fyrir augað. Hann skapar það sem ekki er til nema í tónum. Þar er um að ræða svokallaða hug- myndalist (conseptualism). í tilefni af opnun Rauða hússins tók ég tali þá Guðbrand Siglaugs- son, Guðmund Odd Magnússon og Kristján Jósteinsson. Rauða húsið. Teikning eftir Guðmund Odd. Hver var hvatinn að stofnun þessa gallerís? Guðbrandur: Fyrir það fyrsta höfum við aðstandendur Rauða hússins dvalið annars staðar en hér í bæ um lengri eða skemmri tíma og komist í kynni við ýmsa hluti sem ekki hafa verið á boðstólum hér. Auðvitað söknuðum við þess að geta ekki hlaupið til og skoðað sýningar sem heyra undir það sem venjulega kallast nýlist. Nú, hér hafa að vísu verið hangandi einhverjar sýningar en það hafa nær eingöngu verið olíumálverk að ég held. En nær ekkert af því sem ungir listamenn hafa verið að fást við hin síðari ár. Hugmyndin að koma á fót einhverju svona galleríi hafði legið í loftinu nokkuð lengi. Þegar ég kom úr annarri sveit haf- andi ekki getað rætt um menning- una á Akureyri rauk ég til og kall- aði á nokkra vini og kunningja og viðraði þessa hugmynd við þá. Það varð að ráði að finna húsnæði er hentað gæli þeirri starfsemi sem við ætluðum okkur að reka og duttum ofan á þetta hús eftir nokkrar bréfasendingar og þess háttar. Þannig að þið eruð kannski helst að svala eigin forvitni? Kristján: Já, fyrst og fremst erum við að sinna eigin áhugamálum og hlutast til um að fá hingað nýlist sem ekki hefur verið á boðstólum hér að neinu ráði. Hinsvegar er ekki þar með sagt að við verðum ekki með neitt annað á boðstólum. Guðbrandur: Við erum nú í og með að skemmta sjálfum okkur auk þess að kynna bæjarbúum ný- list. Kristján: Við teljum okkur ekki vera að sinna neinu björgunarhlut- verki fyrir bæjarbúa. Markmiðið er að í Rauða húsinu fari fram víðtæk starfsemi, ekki einvörðungu bund- in myndlist heldur er meiningin að hafa á boðstólum bækur, textíl o. fl. sem ekki hefur fengist hér í bæ. Einnig höfum við áhuga á að fá upplesara og tónlistarfólk. Ráðgert er að efna til kvikmyndasýninga og svona mætti lengi telja. Guðbrandur Siglaugsson. Guðmundur Oddur Magnússon. /M Kristján Jósteinsson. — Auóvitað sé ég að hún er of stór, en finnst þér hún falleg? Harðir kostir Gamall Skoti kom til augnlæknis til að láta athuga í sér augun. Læknirinn skoðaði hann vandlega og kvað svo upp úrskurð sinn: „Það er ekki efamál, McTavish, whiskyið á sök á þessu. Þér verðið að hætta að drekka, ef þér viljið komast hjá því að verða blindur. Þér eigið um þetta tvennt að velja“ „Það er og“ sagði McTavish eftir nokkra umhugsun, „en ég er nú svo gamall sem á grönum má sjá, og ég veit ekki nema ég sé búinn að sjá allt sem mig langar til að sjá.“ * Vissirðu að til þess að fá skjaldar- merki á peningi upp 50 sinnum í einni striklotu í peningsvarpi þyrftu milljón menn að varpa 10 vörpum hver á mínútu í 40 stundir á viku — og þá mundu ein slík röð koma fram að jafnaði á 9 alda fresti. '9C s||B lua J!UJB3uiui.(mi9)| IS=JLA (i ja | jb uiiojsSuiujoj) |nBJt|BU|.)(lsp|g 'UID 11 uuunpjods 9o uid cc uuunjoq 'iud 9j jba juunppsS b uuisnBjj luipjDjipia^ •jp 9f jiijd ijp|D jSui -UI|DI! BpjDA uiujQa 'uuununuisjnpiv •jn3Bps!|D!uijv •jjjBjs v OJD „J|01" nuigjo | „nf|3Ap8BQ“ p JIUSnBQ — Mér er nákvæmlega sama, hvort þú stekkur eða ekki, en komdu að minnsta kosti með kúlupenna fyrirtækisins. íÞRórriR íþróttafélögin, lifandi eða dauð? Sigbjörn Gunnarsson íþróttafélögin tvö, KA og Þór geta líkast til státað af því að hafa innan sinna vébanda flesta félagsmenn allra frjálsra félaga hér á Akureyri. Samt sem áður eru flestir félaga lítt virkir, þ.e.a.s. taka lítinn sem engan þátt í al- mennu félagsstarfi. Starfsemi félaganna má einkum skipta í tvo flokka. í fyrsta lagi miðast starf- semin við æfingar og keppni í íþróttum og þar starfar meirihluti virkra félaga og eru flestir þeirra innan þrítugsaldurs. í öðru lagi er um að ræða forystustörf, sem einkum miða að fjáröflun til að gera fyrrnefnda hópnum iðkun sína mögulega. Eftir stendur þá hópur, ef til vill helmingur félaga, sem eru óvirkir. Þessir félagar verða eink- um varir við að þeir séu félagar þegar innheimta félagsgjalda fer fram, eða þá að til þeirra er höfðað þegar falast er eftir fjárframlög- um eða slíkri aðstoð. Þó má ekki gleyma því að menn gleðjast mjög þegar félaginu gengur vel í íþróttakeppni og eru miklir félagar þann daginn. Spurningin er því þessi. Er ekki á einhvern hátt hægt að hlaða uppi almennri starfsemi í félögunum og virkja þar með fleiri félaga. í því sam- bandi má t.d. nefna að félögin gengjust fyrir bridgekvöldum, skákkvöldum, gerðu félögum sínum kleift að iðka hressingar- leikfimi og ýmiss konar íþróttir, stæðu fyrir kvikmyndasýningum og fundum um iþróttamál og þannig mætti lengi telja. Á þenn- an hátt álít ég að félagið mundi betur ná til sinna fjölmörgu félaga, sem eru nánast óvirkir. Sé slík starfsemi fyrir hendi hygg ég að félögunum mundi reynast mun auðveldara að virkja félag- ana til starfa, t.d. við uppbygg- ingu íþróttasvæða og á annan hátt. KA hefir örlítið farið inn á þessar brautir veit ég, með því að standa fyrir morgunkaffi á sunnudögum í KA-miðstöðinni, og veit ég að það spjall sem þar fer fram hefir skilað og muri skila öflugri KA-félögum í framtíð- inni. Mér er ókunnugt um hvort Þórsarar hafa farið inn á sömu brautir, en það sem ég hefi viljað reyna að benda íþróttafélögunum á Akureyri á með þessu spjalli er að þau verða að efla almenna starfsemi sína og reyna að virkja fjölmarga félaga, sem eru reiðu- búnir til starfa í félögunum, en þurfa til þess einhvern hvata. DAGUR•7

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.