Dagur - 10.03.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 10.03.1981, Blaðsíða 4
HMfíUR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 , Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Skógerð haldist í landinu Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið á skóverksmiðjan Ið- unn á Akureyri við mjög mikla rekstrarerfiðleika að etja. Hefur verið ákveðið að loka verksmiðj- unni, nema til komi einhverjar að- gerðir hins opinbera til bjargar skógerð í landinu, þar sem ekki sé unnt að reka fyrirtækið ár eftir ár með gífurlegum rekstrarhalla. Verði skóverksmiðjunni iðunni lokað lýkur merkum þætti í atvinnusögu okkar, þar sem þetta er eina skógerð landsins. Verði verksmiðjunni lokað missa 50 manns atvinnu sína. Tilmæli um aðgerðir af hálfu hins opinbera hafa enn ekki fengið hljómgrunn meðal ráðamanna. Samt vill eng- inn að skógerð leggist niður í landinu. Það skýtur óneitanlega skökku við, að á sama tíma og talað er um að leggja stórfé til nýiðnaðartæki- færa, sem sum hver hafa hæpinn rekstrargrundvöll, þá skuli opin- berir aðilar ekki hafa skilning á því, að hagur geti verið af því að hafa skógerð í landinu. Þegar veiðarfæraiðnaður landsmanna var að leggjast niður var gripið til opinberra aðgerða og aðlögunar- gjald látið renna til greinarinnar. Ef gripið yrði til einhverra svipaðra aðgerða til styrktar skógerð mætti auka svo hagkvæmni og hagræð- ingu í rekstrinum að fyrirtækið færi að bera sig á ný. Ýmiss konar aðrar aðgerðir koma til greina og er meðal annars bent á þær í greinargerð með tiliögu til þingá- lyktunar sem Guðmundur Bjarna- son og fleiri þingmenn Norður- landskjördæmis eystra hafa lagt fram á Alþingi. Þar er skorað á ríkisstjórnina að láta nú þegar fara fram könnun á því með hvaða hætti hægt verði að styrkja rekstrargrundvöll skóiðnaðar og stuðla að áframhaldandi skógerð í landinu. I greinargerð með tillögunni segir ennfremur, að skógerð á hinurn Norðurlöndunum eigi við svipaða erfiðleika að stríða, en þar hafi verið reynt að snúast til varnar og aðstoða viðkomandi aðila til að halda rekstri áfram, bæði af félagslegum áslæðum svo og með öryggissjónarmið í huga. Ekki er óeðlilegt að íslend- ingar hugsi eitthvað svipað og reyni í lengstu lög að halda gang- andi sinni einu skóverksmiðju, jafnvel þó það kosti einhver fjár- útlát ai hálfu hins opinbera. Það hlýtur einnig að vera mikil- vægt fyrir Akureyrarbæ að sem fjölbreyttastur iðnaður blómgist og því ekki óeðlilegt að ætlast til þess að einhver eftirgjöf á gjöld- um komi lil, þó ekki sé annað. „Það hefur ætíð þurft þrek til að lifa sómasamlega hér á landi i — segir Helgi Tryggvason á Bifröst í afmælisviðtali við Erling Davíðsson ■ I I Fágætt er það og skemmtilegt að hitta níræðan mann jafn hressan og heilbrigðan á sál og líkama og Helga Tryggvason, Þingvallastræti 4 á Akureyri. Kannski kannast menn enn betur við manninn ef hann er nefndur Helgi á Bifröst. Hann er hár, grannur og spengilegur, ennþá léttur til gangs, fríður maður sýnum og andlega heill. Ég leit inn til hans fyrir nokkrum dögum og áttum við eftirfarandi samtal: Hvar ertu upp runn- inn, Helgi? Á Méðalheimi á Svalbarðsströnd, þar fæddist ég 9. mars 1891. For- eldrar mínir voru Jóhannes Tryggvi Guðmundsson frá Hró- arsstöðum í Fnjóskadal og María Kristjánsdóttir frá Fagrabæ, kona hans. Við vorum átta systkinin en þrjú dóu fyrir mitt minni. Bræður mínir sem upp komust voru: Guðmundur Tryggvason skip- stjóri í Garðshorni, Kristján Tryggvason bóndi í Ytri-Skjald- arvík og Siguróli Tryggvason skipstjóri á Akureyri. Ólöf systir mín. ekkja Valsteins Jónssonar í Krossanesi, lifir enn og á heima hér á Akureyri. Foreldrar mínir fluttu frá - Meðalheimi vestur yfir fjörðinn, að Sílastöðum í Kræklingahlíð vorið 1899 og þar ólst ég upp. Manstu þegar þið fluttuð? Ja, hvort ég man. Ég var þá átta ára og man þann atburð í smáat- vikum enn í dag. Við fluttum um miðjan maí og þá var fjörðurinn spegilsléttur. Pabbi átti ofurlitla bátkænu, gaflbyttu og hún var svo lítil að ég færi ekki óbundinn uni borð í aðra eins en á þessu fóruni við vestur yfir fjörðinn, faðir minn, móðir mín, Ólöf systir og ég. En maður einn sem Bjarni hét og átti heima í Meðalheimi réri vestur yfir á stærri bát og flutti kúna okkar og kvígukálf í bátnum. Okkur gekk vel vestur yfir og við lentum í Fögruvík, sem er í Sílastaðalandi. Þaðan gengum við heim í Sílastaði, þar sem við áttum eftir að dvelja um margra ára skeið. En í Fögruvík var sjó- búð, léleg að vísu en faðir minn hressti upp á hana og við rérum fleiri haustvertíðir úr Fögruvík, frá veturnóttum og fram undir jól. Okkar jörð var sú eina í efri bæjarröðinni í Kræklingahlíð, sem átti land að sjónum. Sjómennskan hefur ekki heillað þig? Nei, það var nú eitthvað annað. Eg var sjóveikur og mér leiddist að róa og allt er viðkom sjónum. Bræður mínir -voru hins vegar gefnir fyrir sjómennskuna og undu sér hvergi betur en á sjó, enda tveir þeirra skipstjórar á fiskiskipum. Þetta skipti alveg í tvö horn hjá okkur bræðrum. Já, ég kynntist þessu þvi við pabbi rérum á allstórum árabáti, beitt- um í sjóbúðinni og fiskuðum stundum ágætlega. Það nægði þó ekki til þess að vekja áhuga minn. Mér fannst allt liggja öfugt fyrir mér þegar ég var á sjónum, gagnstætt því sem var við búskapinn. Ég hafði yndi af búskapnum, bæði skepnunum og ég hafði sér- stakt yndi af heyskap. Sauðfé hefur alltaf verið mínar uppáhaldsskepnur og hef ég oft fengið að heyra það á ferðalög- um, að ég nemi óþarflega oft staðar af því eina tilefni að horfa á sauðfé við veginn, Og um hey- skapinn er það að segja, að ég vann að honuni mér til sálubótar hjá Sigfreð bónda í Lögmanns- hlíð sumar eftir sumar, þegar ég var að öðru leyti hættur störfum. Þarna var stundum við hey- skapinn með okkur dr. Kristinn Guðmundsson ráðherra og síðar ambassador og það munaði uni hann. Hann var mikill á velli og ekki loppinn, alveg framúrskar- andi skemmtilegur maður sem öllum þótti vænt um. Við fluttum árið 1908 á næsta bæ norðan við okkur í Kræk- lingahlíðinni, Garðshorn og þurftum við ekki í það sinn að róa yfir fjörð með farangur okkar. Þar bjuggu foreldrar mínir næstu árin. Hvenær festir þú ráð þitt? Ég kvæntist 1921. Konan mín hét Kristín Jóhannesdóttir frá Hnjóti í Örlygshöfn, Patreksfirði. Þá var ég búinn að eiga heima á Akur- eyri og stunda margskonar vinnu þar í þrjú ár. Meðal annars var ég vinnumaður hjá Þorgrímssyst- kinunum, sem svo voru kölluð en þau hétu Pétur, Friðrik og Magðalena, börn Þorgríms og Guðrúnar og bjuggu þau með kýr og hesta í Innbænum. Friðrik var þekktur úrsmiður en Pétur hafði einkum búskapinn. En eftir þessa vinnumennsku mína vann ég hvað sem fyrir kom, enda var vinna ekki of mikil og nokkurt kapp um að fá vinnu, en síður spurt hver vinnan var. En það fyrsta sem ég gerði þegar við Kristín höfðum ruglað saman reitum okkar var það að ég keypti mér kú. Heyið átti ég frá því um sumarið, því ég notaði frítíma mína til þess að heyja og átti kýrfóðrið að mestu. Þetta voru mikil happakaup því ég fór strax að selja mjólk. Ég hafði næga peninga og okkur leið ágætlega. Varstu ekki snemma orðaður við bíla? Já, ég lenti í því sumarið 1927 að vinna með Steingrími Kristjáns- syni bílstjóra við að flytja möl í hús sem verið var að byggja við Eyrarlandsveg. Húsið átti Jóh- annes Jónasson fiskimatsmaður en hann og Hjalti nokkur frá Siglufirði áttu vörubíl, árgerð 1925 og á honum var mölin flutt á Hvenær stofnaðir þú Bifröst? Árið 1930 var byggður báru- járnsskúr þar sem Bifröst er nú og þar stofnaði ég þessa vöru- Helgi Tryggvason. byggingarstað neðan af Oddeyr- artanga. En þá var enginá Eyrar- landsvegur og lækur rann eftir gilinu norðan við. En við kom- unist á vörubílnum með sandinn og mölina upp í brekkuna þar sem núna er Hótel KEA og þar tóku hestakerrur og hestar við. Við Steingrímur voru lengi í þessu verki og ég lét migdreyma um að geta ekið svona farartæki en hafði lengi vel ekki kjark til að trúa því að ég gæti það. Á end- anum lærði ég þó hjá Kristjáni Kristjánssyni á BSA, sem var þá orðinn einskonar bílakonungur á Akureyri, tók síðar við marg- nefndum vörubíl, sem Jóhannes fiskimatsmaður átti þá einn og síðan ók ég öðrum bílurn til 1930. Jóhanna Tryggvadóttir: í u mm hh wam am wmm ■hhhib ■■■ ■■■ mmm mmm mmm m m Hugrenningar á al- þjóðaári fatlaðra Hvað er barnið milt, litla vangefna barnið mitt? Ég fer að leita og lendi inni í dimrnri vistarveru. Þar sé ég mörg hundruð börn. Þau horfa á mig öll þessi börn, stjörf og þögul i rökkrinu. Eg sé slrax að þarna er barnið mitt. innan um öll þessi þöglu börn. Enginn hreyfir sig. Dimm;t vistarveran, þögnin og börnin gerðu mig lémagna af ör- vænlingu og ég tók til fótanna og kom þá inn i stóra upplýsla vistar- veru. Það birlist mér mikill fjöldi af glaðværu fólki. Ég æddi um og sagði í sefellu: „Hafið þið séð börnin sem bíða í niyrkrinu. Þeim var gleynit. Hver vill hjálpa þeim?" En livar sem ég nálgaðist þetta fólk sló á það þögn. Þá skynjaði ég það, að frá allri birtunni sem lék um þetla fólk, þá átli það ekkert að gefa þeirn börnttm seni sátu i myrkrinu og biðu. Þannig var staða vangefinna í gegnum aldir. Fordómar og flótti hjá heilbrigðu fólki gagnvart van- gefnum. Hinn almenni borgari var verndaður fyrir því að þurfa ekki að umgangast slíka einstaklinga. Það gat valdið óþægindum eða Jóhanna TryRgvadóttir. ónotalegum kenndum, álíka og að sjá niýs. En staðan er að breytast. örlítill sólargeisli leikur itm dimmu vistarveruna. Börnin eru ekki eins þögul. Frá þeim berst lágværkliður slitrótlra orða og barnsaugun mæna á sólargeislann. Það er að rofa aðeins til í huga hins alménna borgara. Hann þarf ekki lengur þessa miklu vernd. í stað fordóma, örlar á skilningi. Ég fer aftur af stað að hitta fólkið í bjarla salnum. Geng um og segi: „Börnin eru enn í myrkrinu." Þá skeður það að einhver snýr sér að mérogsegir: „Hvareru þessi börn? ég vissi ekkert um þati." Fleiri snúa sér að rnér og enn fleiri. Um þessa björtu vistarveru óma þýðar ákafar raddir. „Hvar eru þessi börn? Ég vil hjálpa þeim." í dimmtt vistarver- unni verður litli geislinn að miklu geislaflóði seni hrekur burl myrkr- ið og þöglu börnin eru umvafin birtu og yl. Þögnin er rofin. ---------Af eigin lífsreynslu nieð þroskaheft barn, hef ég skynjað, hversu tilvera þessara einstaklinga var alltof' lengi í ein- angrun og þögn. Hve örlög þeirra hafa tekið langan tínfia að opna augu samfélagsins og' stjórnvalda til skilnings á mannréttindum! Að vera vangefinn einstaklingur. en teljast þó lítt eða ei^i félágshæf- ur á meðal hinna skynbor.nu, er hlutskipti þeirra. Nauðsynin er. að fá nieðferð — þjálfun og kennslu, cftir því sem þroski, þrek og geta þeirra leyfir og þá um leið að öðlast þann möguleika, að vera þátttak- andi í samfélaginu. — Lesandi góður — vangefni er fötlun. Þessir einstaklingar eru ekki allir eins. Mörgum þeirra er hægt áðihjálpa og þjálfa til sjálfsbjargar, 'öðrum niinna. Ég endurtek:: Einangrun, þögn og vonleysi eru á undanhaldi. en við hefur tekið bjartsýni, kjarkur og trú á endurhæfingu hins fatlaða. Þökk sé þeini, sem berjast fvrir þann málstað. I I I I I I I I s i B I B I V flutningastöð, Bifröst, sem enn starfar og er á sama stað. Fyrst voru bílarnir tveir og þrír en svo fjölgaði þeim smám saman og auk þess fengu aðrir bíleigendur að vera með mér á stöðinni og ég annaðist afgreiðslu fyrir þá líka. Ég stjórnaði þessu fyrirtæki í 30 ár og til gamans má geta þess, ekki síst vegna þeirra mörgu sem leggja áherslu á langt sumarfrí, að í þessi þrjátíu ár serrt ég átti og rak Bifröst tók ég mér engan einasta frídag — ekki einn einasta —. Samt er ég nú orðinn þetta gamall og er sæmilega lifandi enn. KEA keypti stöðina þegar ég hætti og um hana var stofnað hlutafélag sem enn starfar. Það var yfirleitt skemmtilegt að reka bifreiða- stöðina, ég kynntist mörgum góðum manninum bæði hér í bæ og út urn allt land og mér lánaðist það vel að treysta mönnum til góðra hluta því það kom sjaldan fyrir að þeir brygðust. Settist eftir það í helgan stein? Þólt ég væri þá sjölugur vann ég dálítið næslu árin og það var þá sem ég byrjaði á ný þar sem frá var horfið í Kræklingahiíðinni, að slunda heyskapinn hjá bónd- anum í Lögmannshlíð. Ég held ég hafi nú gerl dálítið gagn en að hálfu leyli var þelta skemmtun. En nú er ég fyrir löngu sestur í helgan stein og læt dagana líða án þess að slunda nokkur störf. Ég les enn lítils háttar, hlusta á út- varp og fylgisl með fréttum í sjónvarpi og cf eitthvað er þar annað sem vekur forvitni mína. Hvað finnst þér um mannlífið? Það hefur tekið ótrúlega miklum breytingum en mér líkar það yf- irleitt vel og ég er frernur ánægð- ur með það. Oft hefur verið dekkra framundan en nú, og var þá meiri ástæða til að líta með kvíða fram til komandi daga. Viðfangsefnin eru margvísleg eins og ætíð og oft standa menn frammi fyrir miklum erfiðleikum, ýmist einir eða hafa stuðning af öðrum. Það hefur ætíð þurft þrek til að lifa sómasamlegu lífi hér á landi og trausta skapgerð hefur þurft til að standa af sér storm- ana, hvaðan sem þeir koma. En nú eru tækifærin og mögu- leikarnir margfalt fleiri en áður svo hver maður á að geta valið sér viðfangsefni við hæfi. Allir virð- ast hafa nóg að bíta og brenna og ofneyslan þjáir fleiri en skortur- inn áður, þannig snúast hlutirnir stundum við. Var fátæktin algeng í Kræklingahlíð? Hún var það og sögð landlæg þar í sveit. Bændur fóru oft í kaup- staðinn og fengu sér vel í staup- inu, en sinntu þá ekki eins vel búum sínum og þeir hefðu annars getað. En ég man eftir Guðmundi Hannessyni, sem pabbi sótti einu sinni rétt eftir aldamótin til Ak- ureyrar og auðvitað ríðandi. Þeg- ar hann hafði skoðað sjúklinginn og gert það fyrir hann sem hann gat, kom hann út og virti um- hverfið fyrir sér. Hann taldi sveitina hafa mikla möguleika til búskapar og benti á hve mikið væri hægt að rækta þegar búið væri að þurrka upp allar mýrarn- ar. Ég sá þetta allt fyrir mér þegar hann var að útskýra mál sitt og það var fögur sýn, sem varð að veruleika eftir hálfa öld segir Helgi Tryggvason að lokum og þakka ég viðtalið. Helgi Tryggvason og Kristín Jóhannesdóttir kona hans eignuðust átta börn og eru fjögur þeirra á lífi en þau eru: Sigþrúð- ur, gift Kristjáni Jónssyni, verk- smiðjueiganda Akureyri, Helga, gift Marteini Sigurðssyni bílaaf- greiðslumanni, Tryggvi flugmað- ur, kvæntur Petru Konráðsdóttur Ijósmóður og María gift Dúa Eð- valdssyni iðnverkamanni. Kristín Jóhannesdöttir andaðist árið 1959. Helgi á Bifrösl liefur ætíð og er enn hinn traustasti maður í ölluni samskiplum og fyrirgreiðslumað- ur í eðli sínu og starfi. Sem gamall rnaður er hann óvenjulega ern, gamansaniur, niinnugur og ekki er langt síðan ég sá hann grípa í verk sem ungur væri. í gær, mánudaginn 9. niars átti Helgi Tryggvason 90 ára afmæli. Margir minnast hans með hlýjum huga á þessum tímamótum og þakklæti fyrir vel unnin slörf og margan greiða. Þegar við minnumsl Helga Tryggvasonar er auðvelt að hafa hugfast, að dugnaður og dreng- skapur þarf að vera uppislaða og ívaf í því samfélagi okkar, þar sern við erum öll að reyna að slá vefinn og viljum bæði fegra hann og treysta. Heill þér níræðum, Helgi Tryggvason. E.D. fl ■ fl I I I I I ! i ■ i i i i i ■ I i i i ■ i ■ i i i i I i i ■ I i i i i I i i i ■ b i Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum á æfingu f blaki hjá ÍMA. Þeir taka þátt í íslandsmóti annarrar dcildar, svo og í öórum flokki. Þá kcppir ÍMA einnig í íslandsmóti söniu flokka fvrir stúlkur. IMA hefur gengið vel í þessum keppnuhi, enda inikið lagt á sig á æfinguni. Þjálfari ÍMA Magmis Ólafsson er lengst til vinstri í aftari röð. Mvnd Ó. Á. FIRMAKEPPNIIINNAN HÚSSKNATTSPYRNU Um helgina gekkst knatt- spyrnudeild Þórs fyrir firma- keppni í innanhússknatt- spyrnu. Tuttugu lið tóku þátt í keppninni, og léku þau í fjórum riðlum. Tvö fyrstu liðin í hverjum riðli komust síðan í úrslitakeppnina, þó þannig að liðin sem sigruðu í sínum riðlum léku um fyrsta til fjórða sætið, og þau sent urðu í öðru sæti í sínuni riðl- Gönguskíðakennsla Skíðaráð Akureyrar býður upp á gönguskíðakennslu fyrir al- menning. Verður kennslan 1 Kjarnaskógi meðan nægur snjór er þar. Verður það á mánudögum og föstudögum kl. 20.15. Þar mun finnski skíða- kennarinn Jouko Parviaenen kenna, auk þess niunu drótt- skátar aðstoða. Nauðsynlegt er fyrir hina fjölmörgu seni eignast hafa gönguskíði að læra að smyrja þau og nota. Þá býður Skíðahótelið upp á vikunámskeið sem byrja á mánudögum. kl. 17.00. Æfingatafla fyrir þá seni æfa á gönguskíðuni á vegum skíða- ráðs: Mánudaga i Hlíðarfjalli kl. 16.00. Mióvikudagur og Fimnitudagur kl. 20.15 í Kjarnaskógi á nieðan nægur snjór er. Föstudaga kl. 20.00 þrekæfingar í iþróttahúsi Glerárskóla. Nýir menn til Þórs Karl Lárusson forniaður knattspyrnudeildar Þórs tjáði íþróttasiðunni að góður liðs- auki hefði bæst í raðir Þórs- ara. Það voru þeir Guðjón Guðjónsson úr FH og Kristinn Arnarson úr Víkingi Ólafsvfk. Báðir þessir ntenn hafa leikið í unglingalandsliðinu, og þykja vel liðtækir knattspyrnumenn. Guðjón er að hefja nám í raf- virkjun hér í hæ, en Kristinn er nemi í MA. íþróttasiðan býður þá velkomna í hæinn og óskar þeim alls hins besta með sínu nýja félagi. um léku um fintmta til átt- unda sæti. Úrslitakeppnin var nijög skemmtileg og spennandi. og mörg liðin í þeirri keppni voru skipuð leikmönnuni sent leika nteð meistaraflokki félaganna hér i bæ. Þá skiptust sum liðin greinilega milli fýlaga þannig að uppgjör milli KA og Þórs var stunduni um að ræða. Nokkuð var um það að tvö fyrirtæki sameinuðust og léku þannig undir merki tveggja firma. Ekki voru allir sáttir við að svo eigi að vera í keppni seni þessari. Það var sameiginlegt lið frá Sport- húsinu og Björgvin Leonards- svni. rafverktaka. sem sigraði í keppninni en liðið vann alla sína andstæðinga og var áber- andi best. enda valinn maður í hverju rúmi. Það lið var skipað eintómuni KA mönnum. öfugt við liðið seni varð í öðru sæti. en það var skipað Þórsurum úr fyrirtækj- ununi Vör og Norðurljósinu. Þegar þessi lið léku saman var greinilegt að áhorfendur skipt- ust í andstæðar fylkingar, eða þá sem héldu með Þór og þá sem héldu með KA. Annars urðu úrslit í úrslilariðli þessi: SÍS a - SlippsiöA h. 2-1 Slippsioö a Morsunhlaö 052 ísleiulinsur 3-3 Slippstöö h Morsunhlaö 0« íslendinsur Slippstöö a Slippstoö h 4-2 Morsunhlaö íslendinsur SÍS a 1-3 Vör og Noröurljós H-100 ög Gunnar óskarsson 3-1 Sporthúsos Björcvin l.eonards- son — Bilaleisa Ak. oa Börkur 5-3 H-100 og Gunnar óskarsson Bilaleisa Ak. og Börkur 3-2 Vör og Noröurljós - Sporthús og Björgvin Leonardsson 1-3 Sporlhúsog Björgvin Leonards- son -- H-100 os Gunnar Óskarsson \ ör og Noróurljós Bilaleiea Ak. oe Börkur m m .#5. Œir Sigurlið í (irmakcppni Þórs, sameiginlegl lió Sporíhússins og Björgvins Leon- ardssonar rafverklaka. 1. Sporthúsue Björgvin Leonardsson. 2. \'ör og Norðurljós. 3. H-100 og (iunnar Óskarsson. 4. Bílaleiga Akuréyrar og Börkur. 5. SÍS a. 6. Slippstöð a. 7. MorKiinblart ng íslendingur. 8. Slippstöð h. 4•DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.