Dagur - 10.03.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 10.03.1981, Blaðsíða 8
RAFGEYMAR [ BÍUNN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI mmmmmmmmmmmmmmmm SLÆMT ÁSTAND MANNVIRKJA I HLÍÐARFJALLI Samkvæmt upplýsingum sem DAGUR hefur aflað sér er mikil þörf á að ráðist verði í endur- bætur á vélum og byggingum í Hlíðarfjalli. Viðgerð á þaki og gluggum Skíðastaða er brýn nauðsyn. Báru- járnið á þaki hússins er að lang- „Allir í verkfair Um mánaðamótin hófust æfing- ar hjá Leikfélagi Akureyrar á næsta verkefni sem er gaman- leikurinn „Allir í vcrkfall“ eftir Duncan Greenwood. Leikstjóri verður Svanhildur Jóhannes- dóttir. Gert er ráð fyrir að verkið verði frumsýnt um eða eftir páska. Leikendur í þessunt ærslaleik verða Marinó Þorsteinsson, Þórey Aðalsteinsdóttir. Gestur E. Jónas- son, Guðrún Alfreðsdóttir, Theo- dór Júlíusson. Kristjana Jónsdóttir og Sunna Borg. Leikmynd gerir Hallmundur Kristinsson. Nú er búið að sýna Skáld-Rósu 13 sinnum og hefur aðsókn verið mjög þokkaleg þegar á heildina er litið. Það fer eftir aðsókn hversu lengi verkið verður sýnt. en rétt er að hvetja þá sem ætla að sjá þessa ágætu sýningu að láta það ekki dragast mjög lengi. (skappleikar á Leirutjörn fþróttadeild hestamannafélags- ins Léttis efnir til ískapplcika á Leirutjörn laugardaginn 28. ntars n.k. Fyrirhugað er að keppa í tölti, fimmgangi, gæðingaskeiði, 150 m. skeiði og 200 m. skeiði. Síðar verð- ur auglýst hvenær þátttökutilkynn- ingar þurfa að berast. Síðustu ískappleikar voru haldnir i fyrra og voru þá um 60 skráðir til leiks. Fyrstu kappleikarnir voru haldnir í mars 1979 og voru það jafnframt fyrstu ískappleikarnir sem haldnir hafa verið hér á landi. mestu leiti það sama og var á gamla sjúkrahúsinu þegar það var flutt upp í fjall. Það er nú orðið svo ryðgað og þunnt að víða sést í gegnum það, enda húsið hriplekt þegar rignir. Það er nú árvisst að plötur og plötupartar losna og fjúka jafnvel alveg af í suðvestan stórviðrum. Gluggar í húsinu eru margir mjög lélegir enda sumir úr gamla sjúkrahúsinu og komnir verulega til ára sinna. í eigu Skíðastaða er ein jeppa- bifreið af Landrovergerð. Hún hefur verið mikið notuð við alls konar aðstæður enda er hún orðin léleg. Viðgerðarmaður bílsins sagði nýlega, þegar bíllinn var í viðgerð vegna bruna á rafkerfi, að nú borgaði sig ekki að tjasla meira í þennan bíl. Lagt er til af ráða- mönnum Skíðastaða að keyptur verði nýr bíll af Toyota gerð með drifi á öllum hjólum. Húsnæðisleysi hefur einnig háð starfsmönnum Skíðastaða. Geymslur fyrir snjótroðarana og önnur verkfæri Skíðastaða hafa verið hingað og þangað um bæinn, nú seinast á Galtalæk, en samningur við Flugbjörgunarsveit- ina rennur út innan eins árs og fæst ekki franilengdur. Slippstöðin h.f.: Verður samið um smíði 3ja báta? Samningar e.t.v. undirritaðir í vikunni „Við höfum verið í viðræðum við Vestmannaeyinga um smíði á þremur 150-180 tonna bátum. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að segja neitt til um hvaða lyktir verða á þessum viðræðum, en e.t.v. verður skrifað undir samninga í þess- ari viku. Rætt hefur verið um smíði á togara fyrir Þingeyr- inga og við treystum á að verði af smíði hans og umræddra báta. Þessi togari er af sömu gerð og Húsavíkurtogarinn og þá gætum við smíðað tvö skip af sömu gerð. Nú er verið að smíða togara fyrir Skag- strendinga, sem er 8. nýsmíðin á síðustu 5 árum og ekkert skipanna hefur verið eins,“ sagði Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri Slippstöðvar- innar. Gunnar sagði einnig að rætt hefði verið unr að Slippstöðin af- henti bátana þrjá á tímabilinu apríl til september 1982. Kaup- verð er 16 milljónir króna eða 1600 milljónir gkr. Vestmanna- eyingarnir könnuðu á s.l. ári skipakaup frá Póllandi og var boðið þar upp á svipaða stærð skipa fyrir um 13 milljónir króna, en hins vegar eru íslensku skipin mun betur búin og gert ráð fyrir öllum nýjasta búnaði og besta sem völ er á. Ef Slippstöðin fengi smíði á bátunum fyrir Vestmannaeying- ana, og einnig togarann fyrir Þingeyri er ljóst að stöðin hefur næg verkefni á næstunni. Þá verður unnt að vinna að smíði togarans í skipasmíðahúsinu, en bátarnir yrðu settir sarnan úti á görðunum. „Ef það skýrist ekki alveg á næstu dögurn hvort verð- ur af smíði allra þessara skipa er ljóst að miki! óvissa ríkir í fram- tíðinni," sagði Gunnar, en smíði togarans fyrir Skagstrendinga lýkur um næstu áramót og Húsa- víkurtogarinn er að verða tilbú- inn. jf . 'v ■■ ■> ... Xý >.- >. **<£-**?** pHki Séð yfir athafnasvæði Slippstöðvarinnar. Akureyrarbær færir út kvíarnar: Vill kaupa hlut Smára í Kaupangi Á síðasta bæjarráðsfundi gerði Helgi Bergs, bæjarstjóri grein fyrir könnun, sem gerð var að beiðni mcirihluta bæjarráðs á leigu og/eða kaupum á skrif- stofuhúsnæði í Kaupangi við Mýrarveg. í fyrsta lagi er um að ræða leigu á 167,5 m2 húsnæði á annarri hæð hússins af Lögfræðiskrifstofu Gunnars Sólnes s. f. I öðru lagi er urn að ræða möguleika á kaupum á ca 180 m2 húsnæði á sömu hæð af Smára h.f. Bæjarráð samþykkti með 4 atkvæðum gegn 1 að leggja til við bæjarstjórn að keypt yrði húsnæðið af Smára h.f. og verði bæjarstjóra falið að semja um kaupin á grundvelli þeirra um- ræðna, sem fram fóru á fundinum. Tillaga um að taka á leigu hús- næðið af Lögfræðiskrifstofu Gunnars Sólnes s. f. hlaut 2 at- kvæði, án mótatkvæða, og féll því vegna ónógrar þátttöku. Sigurður Óli Brynjólfsson vísaði á fundinum til bókunar sinnar 19. febrúars.l. varðandi afstöðu sína til þessa máls. Á þeim fundi sam- þykkti meiri hluti bæjarráðs að fela bæjarstjóra að kanna kaup og/eða leigu á umræddu húsnæði. Sigurð- ur Óli óskaði þá að bókað yrði að hann teldi það ranga stefnu hjá bæjarráði að hugsa til kaupa á skrifstofuhúsnæði utan miðbæjar- svæðisins. Málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í dag. Vantar bryggju og vöruskemmu Á síðasta ári losaði og lestaði Skipaafgreiðsla K.E.A. alls 37 þúsund tonn, en afgrciðslan hefur uniboð fyrir Skipaútgerð ríkisins og Skipadcild S.f.S. Þetta er örlítil minnkun frá fyrra ári, en ástæðan er sú að scmcnt er nú flutt laust til Akureyrar og sífellt aukast flutningar á lausu fóðri. Að sögn Jóns Samúelssonar, af- greiðslustjóra hjá Skipaafgreiðslu. K.E.Ai. voru skipaviðkomur alls 169 á síðasta ári, sem er 37 fleiri en árið á undan. Skip Skipaútgerðar ríkisins komu oftast eða 97 sinnum, sem er 87% aukning frá 1979. Jón sagði að Skipaafgreiðsla K.E.A. byggi við erfiða aðstöðu bæði hvað varðar geymsluhúsnæði og athafnapláss, en bryggjuaðstað- an sagði Jón að væri sér á parti, þar sem hún er nánast engin. en slíkt hlýtur að vera slæmt þegar skipa- afgreiðsla á i hlut! „Ný flutningatækni útheimtir StrandferAaskip við bryggju. Vörugeymslur eru nokkru noröar. Mynd: á.þ. góðar bryggjur og vöruskemmur nálægt þeim. Slíka aðstöðu eru af- greiðslur Eimskips og Hafskips búnar að fá, en við erum enn á hrakhólum mcð hvort tveggja. Við væntum úrbóta, sem vonandi koma fyrr en síðar,“ sagði Jón Samúels- son að lokum. \h\ % Vígbúnaðar- kapphlaupið Um helgina var dreift í hús á Akureyri dreifibréfi, sem ýmis félagasamtök hafa gefið út. Þar segir m.a. að árið 1980 hafi verið í fyrsta skipti varið yfir einum milljarði dollara á dag til vígbúnaðar í heimin- um eða um einum og hálfum dollara á viku á hvern íbúa jarðarinnar. Sama ár var var- ið u.þ.b. helmingi meira fé til vígbúnaðar í Bandaríkjunum, en til menntamála og heii- brigðismála samanlagt. Sjálfsagt eru Sovétmenn engir eftirbátar . Banda- ríkjamanna í þessum efnum. § Afkoma kaupfélaga f síðasta hefti Samvinnunnar er viðtal við Erlend Einars- son, forstjóra Sambandsins, þar sem m.a. er rætt um af- komu kaupfélaganna 1980. Hann segir um þetta mái: „Það veldur miklum áhyggj- um, að versiun kaupfélaga í dreifbýli hefur varla nokkurn rekstrargrundvöil. Hávaxta- kostnaðurinn veldur gífur- legri aukningu á rekstrar- kostnaði verslunarinnar. í dreifbýli, þar sem vörubirgðir þurfa að vera miklu meiri og veituhraðinn er mjög lítill, er vaxtabyrgðin sérstaklega mikil. Verðlagsyfirvöld hafa ekki tekið neitt tillit til há- vaxtanna og ekki hefur verið leyfilegt að færa upp vöru- birgðir á móti verðbólgunni. Mér virðist augljóst að þessar ákvarðanir yfirvalda eiga enga stoð í lögum. Hvað myndi t.d. einstklingur segja, ef hann væri skyldaður með boði þeirra að selja bifreið, sem hann keypti fyrir einu til tveimur árum síðan, á sama verði og hann keypti hana á. Því verður ekki trúað, að stjórnvöld ætli sér að brjóta niður þá burðarása byggðar- laganna sem kaupfélögin eru — og það með ákvörðunum í verðlagsmálum sem ekki fást staðist lagalega séð.“ I lok svars síns krefst Erlendur þess fyrir hönd samvinnu- hreyfingarinnar, að þetta hróplega ranglæti verði af- numið nú þegar. § lllagengurað berja saman fjárhags- áætlun Heyrst hefur að bæjarráði Akureyrar gangi illa að koma saman fjárhagsáætlun, sem unnið er að þessa dagana. Ástæðan er einfaldlega sú að rekstur bæjarins er orðinn svo mikill hluti af tekjunum að það vantar fé til fram- kvæmda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.