Dagur - 10.03.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 10.03.1981, Blaðsíða 6
Árekstrar Um helgina urðu átta árekstrar á Akureyri — stórir og smáir. Eigna- tjón var mikið, en meiðsl á fólki ekki umtalsverð. Ölvun var lítil um helgina og enginn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur. Að sögn lögreglunnar er það nokkuð óvenjulegt — Skógerð... (Framhald af bls. 1). vegna aðildar að EFTA, verndar- ráðstafanir af hálfu EBE, sam- keppni frá láglaunalöndum og fleira. Skógerð á hinum Norður- löndunum eigi við svipaða erfið- leika að stríða, en þar hafi verið reynt að snúast til varnar og að- stoða viðkomandi aðila til að halda rekstri áfram, bæði af félagslegum ástæðum svo og með öryggissjón- armið í huga. Ekki sé óeðlilegt að íslendingar hugsi eitthvað svipað þessu og reyni í lengstu lög að halda gangandi sinni einu skó- verksmiðju, jafnvel þó það kosti einhver fjárútlát af hálfu hins op- inbera. í tillögunni er nefnt sem dæmi að veittur verði fjárfestingastyrkur eða lán til að auka hagræðingu og hag- kvæmni í rekstri, veitt verði aukin og hagkvæmari afurðalán, orku- verð verði lækkað og að notuð verði heimild í lögum til að leggja aðlögunar- eða jöfnunargjald á innfluttar samkeppnisvörur. Þá megi athuga möguleikana á að lækka eða fella niður enn frekar en gert hefur verið tolla og að- flutningsgjöld á hráefni, tækjum og vélum, svo og opinber gjöld á starfseminni. Um þessar mundir sé mikið leit- að eftir nýiðnaðartækifærum og fjármagni varið af hálfu ríkisins til rannsókna og athugana á ýmsum möguleikum þar að lútandi. Sum þessara nýiðnaðartækifæra veiti álíka mikla atvinnu og skóiðnað- urinn og því vakni sú spurning hvort ekki eigi að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að gamlar og grónar iðngreinar leggist niður jafnframt því sem hugað sé að nýj- um atvinnumöguleikum. Norðurlandameistara - mót í golfi á Akureyri? Golfklúbbi Akureyrar hefur borist um það ósk frá Golf- sambandi íslands að halda Norðurlandameistaramót í golfi á Akureyri 1982. Til þess að það sé mögulegt verður að hraða framkvæmd- um við golfvöllinn verulega í sumar ef taka ætti því boði. Óneitanlega yrði það G.A., íþróttalífi bæjarins og Akur- eyrarbæ mikill heiður að standa fyrir slíku stórmóti. Golfvöllur G.A. að Jaðri hef- ur verið notaður undanfarin 10 ár af félögum klúbbsins og gestum. Það þykir gott að leika golf á þessum velli, sem er yfir- leitt nothæfur frá miðjum maí og fram í október. Völlurinn er enn 9 holu völlur, 2945 m. á lengd, byggður í fjölbreyttu landslagi og þykir fremur erfið- ur á íslenskan mælikvarða. Nú er verið að stækka völlinn í 18 holu völl og er búið að ganga að mestu frá 7 flötum en 2 eru enn í vinnslu.Gert var ráð fyrir að 18 holu völlur yrði tek- inn í notkun sumarið 1982. Á vallarsvæðinu er félags- heimili G.A., allrúmgóður sai- ur, afgreiðsla og snyrting auk íbúðar fyrir húsvörð. Við félagsheimilið eru geymslu- skápar fyrir félagsmenn og að- staða til fataskipta auk áhalda og efnisgeymslu. Helstu fram- kvæmdir hin síðari ár hafa verið fólgnar í uppbyggingu teiga, gerð sandgryfja, lagfæring á svæðinu utan brauta og lagn- ingu á vatnsvökvunarkerfi um völlinn. Samsöngur karla- kórsins Geysis Svalbarðseyr Hlé á borunum Hlé var gert á borunum með jarðbornum Narfa á Svalbarðs- eyri í síðustu viku, en þá var búið að bora síðan um miðjan janúar og borinn kominn niður á 1200 metra dýpi. Narfi er nú við Kröflu að hreinsa út holur, en að því loknu verður aftur hafist handa við borun hol- unnar á Svalbarðseyri og jafnvel borað niður á 1800 metra dýpi. Reiknað er með að komið verði niður á vatnsæð á borstaðnum og að þar megi fá talsvert vatn. Nú seytlar lítilsháttar úr holunni af 52° heitu vatni. Holan sem boruð var fyrir tveimur árum og nýtist nú til fORÐDjfáSINS1 gefur vatn með svipuðu hitastigi, en það vatn er nú fullnýtt. Karlakórinn Geysir heldur sam- söng í Akureyrarkirkju sunnu- daginn 15. mars n.k. Verða þar tvennir tónleikar kl. 16.30 og kl. 21.00. Eru tónleikar þessir fyrir styrktarfélaga og aðra þá sem áhuga hafa á að hlýða á karla- kórssöng. Söngstjóri kórsins að þessu sinni er Ragnar Björnsson skólastjóri Minna sprengt á öskudag Að sögn Ólafs H. Oddssonar, hér- aðslæknis, virðist svo sem bæjar- búar hafi tekið tillit til tilmæla hans og fleiri aðila úr heilbrigðisstéttum þess efnis, að draga úr hávaða á öskudag. Mun minna var um skot- hvelli og smásprengjur en í fyrra, en hávaði af slíku var farinn að setja ljótan svip á öskudaginn. Vildi Ólafur koma á framfæri þakklæti til bæjarbúa vegna þessa. Nýja tónskólans í Reykjavík. Hefur hann komið nokkrum sinnum í vetur til æfinga og verður hér þessa viku. Er hér farið inn á nokkuð nýjar leiðir með kórstjórn að fá til menn utan Akureyrar til þessara hluta. Við aðstoð á æfingum í vetur hefur kórinn notið Áma Ingi- mundarsonar auk annarra en hann hefur veitt kórnum mesta aðstoð. Undirleikari kórsins er Bjarni Jónatansson kennari við Tónlistar- skólann á Akureyri. Fyrri hluti söngskrár kórsins er að mestu byggður upp á íslenskum þjóðlögum en í síðari hluta eru á efnisskrá lög eftir bæði innlenda og erlenda höfunda. Þá má geta þess að frumflutt verður lag eftir Sigvalda Snæ Kaldalóns. Fjórir einsöngvarar eru með kórnum að þessu sinni, þeir Ragnar Einarsson, Sigurður Sigfússon, Sigurður Svanbergsson og örn Birgisson. Lausir aðgöngumiðar verða seldir í Bókval og við innganginn. Lionsklúbbur Akureyrar: 25 ára af mæli 'SÍMI Lionsklúbbur Akureyrar á aldar- fjórðungsafmæli þann 10. mars. Klúbburinn var stofnsettur þann 10. mars 1956 af eftirtöldum sextán mönnum, sem alTir eru Akureyr- ingum að góðu kunnir: Albert Sölvason, Ásgeir Valdi- marsson, Bjarni Rafnar, Eyþór H. Tómasson, Friðjón Skarphéðins- son, Geir S. Björnsson, Gunnar Þórsson, Haukur P. Ólafsson, Jón G. Sólnes, Jónas G. Rafnar, Jónas H. Traustason, Ólafur Sigurðsson, Sigtryggur Júlíusson, Sveinn MLiiUIÍ Akureyrarkirkja. Messað n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Kristinn Jóhannsson ritstjóri predik- ar. Samleikur á lágfiðlu, fiðlu og selló. Guðrún Þórarinsdóttir, Ólöf Jóns- dóttir og Sigurlaug Arn- grímsdóttir. Föstumessa í Akureyrarkirkju niðvikudag kl. 8,30 e.h. Stjórutjarnarskóli. Fjölskyldu- guðsþjónusta í Stórutjarnar- skóla fimmtudagskvöldið 12. mars n.k. kl. 20.30. Gunnar Gunnarsson menntaskólanemi predikar. Fólk á skólasvæði Stóru- tjarnarskóla, hvatt til að sækja guðsþjónustuna. Sóknarprestar. Kökubasar verður í Kristni- bosðhúsinu Zion laugardag- inn 14. mars n.k. kl. 4.00 e.h. K.F.U.K. Náttúrugripasafnið. Sýningar- salurinn opinn á sunnudög- um kl. 1-3 sd. Tekið á móti hópum utan þess tíma. Haf- ið samband við gæslumann- inn, Kristján Rögnvaldsson, í síma 24724. wm I.O.O.F. Rb 2 = 130311 —'/: = Atk. 9 III □ RÚN 598113137 = 2 □ RÚN 59813117 = 2 Kiwanisklúbburinn Kaldbakur. Fundur fimmtudaginn 12. mars í Kiwanishúsinu kl. 19.15. Lionsklúbbur Akureyrar. 25 ára afmælishófið föstudag 13. mars kl. 7.30. — Nei, úrið mitt er farið að ganga aftur, Viggó! Hjálpræðisherinn. Miðvikudag- inn 11. mars kl. 20.30. Gaspel kynning í Strand- götu 21. Föstudag 13. mars kl. 17,00. Opið hús fyrir börn í Strandgötu 21. Sunnudag 15. mars kl. 13.30 er sunnu- dagaskóli og kl. 17,00vitnis- burðarsamkoma. Mánudag- inn 16. mars kl. 16,00 heimilissambandið og kl. 20,30 hjálparflokkurinn. Verið velkomin. Fíladelfía Lundargötu 12. Fimmtudagur 12. mars. Biblíulestur kl. 8,30, allir velkomnir. Sunnudagur 15. mars. Sunnudagaskóli kl. 11,00 f.h., öll börn velkomin. Almenn samkoma kl. 17,00. Gestir frá Reykjavík tala, allir velkomnir. Kristniboðshúsið Zíon. Sunnu- daginn 15. mars sunnudaga- skóli kl. 11. Samkoma kl. 20.30. Bogi Pétursson kynnir Gídeonfélagið. Fórn tekin til félagsins. Ræðumaður Björgvin Jörgenson. Allir velkomnir. Hinn 27. febrúar voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju ungfrú Sigrún Arnþórsdóttir og Aðalgeir Guðmundsson verkamaður. Heimili þeirra verður í Sandgerði Glerárhverfi Ak- ureyri. Tómasson, Tómas Steingrímsson og Vésteinn Guðmundsson. Fyrstu stjórn klúbbsins skipuðu: Jón G. Sólnes, formaður, Friðjón Skarphéðinsson, ritari og Eyþór Tómasson, gjaldkeri. Núverandi félagar og stjórn klúbbsins þakka þessum gömlu kempum fyrir gott starf og framtak í málum Lionshreyfingarinnar. Haldið verður upp á þennan merka áfanga í sögu klúbbsins á tvennan hátt: a) Vistheimilinu Sólborg verða færðar 27.000,- nýkrónur (2,7 millj. gamlar krónur), en það er ágóðinn af sölu konudagsblóma þann 2. febrúar s.l. b) Afmælishátíð, sem haldin verður í Sjálfstæðishúsinu föstu- daginn 13. mars 1981 kl. 19.30. Vistheimilið Sólborg hefur margt á prjónunum þessa dagana. f byggingu er á þess vegum fyrsti verndaði vinnustaðurinn á íslandi fyrir þroskahefta. Vistheimilið stendur og fyrir kaupum húss, er nota á sem sambýli fyrir allt að 19 vistmenn Sólborgar. Þeir. sem í þetta sambýiishús flytja, hafa notið ýmissar þjálfunar á Sólborg og er að mati starfsfólks stofnunarinnar best þjónað með því að búa utan veggja heimilisins. Þetta örláta framlag Akureyr- inga er því mjög tímabært til stuðnings við hið mikla framtak í þágu þroskaheftra nú á ári fatlaðra. Lionsklúbbur Akureyrar kann bæjarbúum heilhuga þakkir fyrir stuðning þeirra nú sem fyrr við þennan verðuga málstað. Félagar fjölmennið á afmœlis- hátíð okkar. Stjórnin. Öllum þeim sem sýndu mér vinsemd á sjötugs- afmceli mínu 5. mars fœri ég bestu þakkir. JÓHANNES EIRÍKSSON. J€ X Húseigendur athugið! Viljum leigja fjögurra herbergja íbúð strax eða fljótlega fyrir fimm manna fjölskyldu í raðhúsi eða fjölbýlishúsi. Góðri umgengni heitið. Vinsamlegast hafið samband við Jón Arnþórs- son sem gefur nánari upplýsingar. Iðnaðardeild Sambandsins, Akureyri, simi 21900. xv 6•DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.