Dagur - 10.03.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 10.03.1981, Blaðsíða 1
Fermingar-yí gjafir Í MIKLU ÚRVAU GULLSMIÐIR v SIGTRYGGUR & PÉTUIÍ1 ; AKUREYRI Blönduvirkjun: Undirskriftalistar til ríkisstjórnar Skíðafþróttin á sífellt meiri vinsældum að fagna meðal fólks. Um helgar er fjöldi fólks í Hlíðarfjalli — annaðhvort á göngu- cða svigskíðum eða cinfaldlega á tveimur jafn- fljótum. Þessir ungu menn voru „á uppleið" þegar myndin var tekin af þeim um síðustu helgi. Vilja að ríkið styrki einu skógerð landsins Undanfarna daga hafa fylgjend- ur Blönduvirkjunar í Norður- landskjördæmi vestra staðið fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings virkjuninni. Listana átti svo að afhenda fulltrúum ríkisstjórnarinnar eftir hádegi í dag og búist var við umræðum Suður til stuðnings virkjun „Það er geysilega mikill hugur í ntönnum og sýnir best áhugann, að fólk skuli yfir- leitt leggja út í þessa undir- skriftasöfnun og ferðalög suður í því vetrarríki sem nú er“, sagði Grímur Gíslason, gjaldkeri á Blönduósi og einn þeirra sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni til stuðnings Blönduvirkjun. ,,Það er ljóst að þátttaka í undirskriftasöfnuninni er mjög rnikil og fast að 80% kjósenda í A.-Húnavatnssýslu hafa skrifað undir", sagði Grímur ennfrem- ur. Samkvæmt upplýsingum sem Dagur fékk í morgun, höfðu þegar borist suður eitthvað yfir 3250 undirskriftir, en til saman- burðar má nefna að tæplega 5.800 kusu í síðustu forseta- kosningum í Norðurlandskjör- dæmi vestra. Búist var við fleiri listum suður þegar líða tæki á daginn, en ófærð hamlaði tals- vert söfnun undirskrifta. í morgun fór 40 manna rúta frá Blönduósi og allmargir fóru suður á einkabílum í gær. til að leggja máli þessu lið. um Blönduvirkjun utan dag- skrár á Alþingi. Eftir því sem næst verður komist hefur undirskriftasöfnunin gengið mjög vel, þrátt fyrir það að hún hófst ekki fyrr en fyrir um það bil viku síðan. Mun t.d. mikill meiri- hluti kjósenda í Húnavatnssýslum hafa undirritað skjalið og hefur heyrst talað um 70-80% kjósenda í sýslununt. í skjalinu er skorað á ráðamenn orkumála að taka ákvörðun ufn Blönduvirkjun sem næsta skref í orkumálum og lögð er áhersla á að samningum við heimamenn verði hraðað. Þykir ýmsum sem síðustu áföll í rafmagnsmálum, þegar línubilun varð á Skarðsheiði, með þeim afleiðingum að rafmagns- laust varð á Vesturlandi, Vest- fjörðum og Norðurlandi vestra, sýni ljóslega kosti Blönduvirkjunar með tilliti til staðsetningar í dreifi- kerfinu. Þá má geta þess, að á miðviku- dag og fimmtudag verða viðræðu- fundir rnilli fulltrúa hreppanna sem hagsmuna eiga að gæta og ráðgjafanefndar ríkisstjórnarinnar um samningamálin og bætur fyrir landsspjöll, þannig að mikil hreyf- ing er á Blönduvirkjunarmálinu um þessar mundir. Ellefu tonna bátur frá Grímsey sökk í gærkvöldi við svokallaðar Flesjar, sem eru syðst á eyjunni. Tveir menn voru um borð í bátnum og var báðum bjargað. Að sögn heimamanna mátti litlu muna að verr færi. Grímseyjarbátar réru í gær og voru flestir komnir til hafnar, er skilaboð bárust frá Siglufjarðar- radíói þess efnis að Valþór EA hefði strandað og leki væri kominn að bátnum. Um borð var Haraldur Guðmundur Bjarnason og fleiri þingmenn í Norðurlandskjör- dæmi eystra hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem Jóhannesson og með honum piltur frá Akureyri. Magnús EA, skip- stjóri Sigfús Jóhannsson, fór þegar á vettvang og bjargaði skipverjum. en Valþór EA sökk skömmu síðar. Þegar rætt var við fréttaritara DAGS í Grímsey í morgun var ekki vitað með vissu hvað olli því að Valþór strandaði á Flesjunum, en það mun væntanlega koma fram í sjóprófum. Valþór var búinn að vera að veiðum í allan gærdag og um borð var töluvert af fiski. skorað er á ríkisstjórnina að láta nú þegar fara fram könnun á með hvaða hætti hægt sé að efla og styrkja rekstrargrundvöll skóiðnaðar og stuðla að áfram- haldandi rekstri skógerðar í landinu. Sé þörf sérstakrar lagasctningar í þessu sambandi skuli ríkisstjórnin láta útbúa slíka Iöggjöf og leggja fyrir Al- þingi hið fyrsta. I greinargerð með tillögunni segir meðal annars. að skógerð sé með eldri iðngreinum í landinu, en nú sé svo komið á þessari öld iðn- aðar, að aðeins ein skóverksmiðja. Iðunn á Akureyri, sá starfrækt í landinu. Þegar starfsemi Iðunnar hafi staðið nieð sem mestum blóma hafi unnið hjá fyrirtækinu um 120 nianns, en vegna mikilla erfiðleika í rekstri og samdráttar í frantleiðslu og sölu sé starfsfólk nú um 50 manns. Nú sé svo koniið eftir ;tð verksmiðjan hafi verið rekin með rekstrarhalla nokkur undanfarin ár. að með bréfi til félagsmála- ráðuneytisins í október 1980 hafi Iðnaðardeild Sambandsins til- kynnt að ákveðið hafi verið að hætta starfsemi skóverksmiðjunnar og segja upp starfsmönnum. Flutningsmenn tillögunnar telja að hér sé um að ræða verulegt félagslegt vandamál, þar sem starfsmenn Iðunnar séu margir fullorðnir og eigi án efa erfitt með að fá vinnu við sitt hæfi. ef rekstr- inurn verði hætt. Stjórnvöld verði að leita allra hugsanlegra leiða til að koma I veg fyrir að iðngreinin verði lögð niður. Ástæður fyrir samdrætti í ís- lenskri skógerð séu vafalaust ntargvíslegar, en nefna rnegi t.d. lækkaða innflutningstolla af skóm (Framhald á bls. 6). Bátur sökk GLÆSILEG FERÐAGETRAUN Það mun ekki væsa um lescndur Dags á þessari strönd. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar efnir til stórglæsi- legrar ferðagetraunar fyrir lesendur Dags í tveimur næstu blöðum. Vinningurinn verður ferð fyrir tvo til Búlgaríu þar sem dvalist verður í þrjár vikur á Grand Hotel sem er á Svartahafsströndinni Varna Drushba. Vinningshafi getur farið utan á tímabilinu frá 25. maí til 14. september og inni- falið cr hálft fæði. Þeir sern standa að þessari ferðagetraun í samvinnu við Dag, auk Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar, eru Ferðamálaráð Búlgaríu, Balkantourist og Balkanairlines, auk Flugleiða. Getraunin verður með þeim hætti, að í næsta blaði birtast 10 spurningar, sem fjalla um Búlg- aríu á einn eða annan hátt, og jafnmargar spurningar birtast siðan í þriðjudagsblaðinu eftir viku. Þeir sem hafa kynningar- bækling um Búgaríu frá Ferða- skrifstofu Kjartans Helgasonar við hendina þegar spurningunum er svarað, ættu að reynast það auðvelt. Bæklinginn er hægt að fá hjá gullsmiðunum Sigtryggi og Pétri í Brekkugötu á Akureyri. Síðast liðin fjögur ár hafa sífellt fleiri íslenskir ferðamenn farið til Búlgaríu á vegum Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar. Einkum hefur verið farið á baðströnd sem er skammt norðan við stórborg- ina Varna. Á þessu ári verður fjölbreytni ferða til Búlgaríu enn meiri en áður og t. d. er hægt að búa í smáhýsum á baðströnd. sem er róniuð fyrir fegurð. Frá við- komustöðum i Búlgaríu býður Ferðaskrifstofa Kjartans upp á margs konar skoðunarferðir til nærliggjandi staða, bæði innan- lands og utan. Auk Búlgaríuferða býður Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar, sem hefur aðsetur í Reykjavík, upp á ýmiskonar ferðir. sem ekki er rúm til að rekja hér. •t. ii Ai# ■ 8 >7 RITSTJÓRN: 24166 OG 23207

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.