Dagur - 26.03.1981, Page 5
DAGUR
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ASKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Samstaða er nauð-
synleg
Nú er mjög um það rætt að breyta
kosninga- og kjördæmaskipan
landsins, þannig að hlutur íbúa
suðvestanlands verði réttur nokk-
uð frá því sem nú er. Um þetta er
ekki nema gott eitt að segja, svo
framarlega sem þess verði jafn-
framt gætt, að rétta hlut íbúa
strjálbýlisins, en þeir standa mjög
hölium fæti á fjölmörgum sviðum.
Það er viðbúið að strjálbýlið muni
ávallt eiga nokkuð undir högg að
sækja, þar sem allar helstu
stjórnsýslustofnanir og önnur
þjónustufyrirtæki eru staðsett á
Reykjavíkursvæðinu. Því væri al-
gjör jöfnun kosningaréttar mikill
ójöfnuður gagnvart íbúum dreif-
býlisins. Sem betur fer hafa flestir
skilning á þessu atriði málsins.
Jöfnun kosningaréttarins þýðir
hins vegar ekki sjálfkrafa jöfnun
aðstöðu á öðrum sviðum. Það er
viðbúið að fyrir réttindamálum
dreifbýlisins þurfi að berjast með
oddi og egg og mikilvægt að menn
geri sér grein fyrir því, að sú bar-
átta getur orðið erfiðari eftir að
hlutföllum milli landsbyggða- og
höfuðborgarþingmanna hefur
verið raskað frá því sem verið hef-
ur. Ef vel ætti að vera þyrfti að rétta
hag strjálbýlisins áður en
kosningaréttur verður jafnaður.
Þar sem viðbúið er að róðurinn
verði þyngri fyrir landsbyggðina,
þegar annaðhvort verður búið að
fjölga þingmönnum á Reykjavík-
ursvæðinu eða fækka þingmönn-
um á landsbyggðinni, er nauð-
synlegt að efla samstarf og sam-
vinnu milli byggðarlaga og héraða
úti um land. Mynda þarf stórar og
sterkar heildir því að öðrum kosti
er við því að búast að valdið safn-
ist meira en góðu hófi gegnir á
einn stað á landinu.
Megingalli litlu kjördæmanna
var sá, að þau gátu aldrei treyst á
meiri liðsstyrk á Alþingi en þau
höfðu sjálf yfir að ráða. Kostur
stórra kjördæma er hins vegar sá,
að miklar líkur eru til að í hópi
þingmanna þess séu menn úr öll-
um flokkum og kjördæmið eigi
fulltrúa í öllum helstu nefndum
þingsins. Þegar slíkur hópur
þingmanna beitir sér í málum eru
góðar horfur á að þau nái fram að
ganga. Atvinnumál Norður-Þing-
eyinga eru gott dæmi um það,
hvernig hægt er að virkja stóran
hóp þingmanna til hagsbóta fyrir
smæstu byggðarlögin. Afskekkt
og lítil byggðarlög njóta þannig
stóru kjördæmanna, en gjalda
þeirra ekki. Þannig er um alla íbúa
kjördæmanna, ef rétt er að málum
staðið.
Sjöfugur
Skúli Magnússon
Á morgun, 27. mars, er vinur
minn, Skúli Magnússon, kenn-
ari, sjötugur.
Skúli er Hörgdælingur,
fæddur í Hátúni þar sem fqr-
eldrar hans, Magnús bóndi
Friðfinnsson og kona hans
Friðbjörg Jónsdóttir, bjuggu.
Þau fluttu er hann var ungling:
ur að Skriðu í Hörgárdal, sem er
gamalt ættaróðal Skúla í móð-
urætt.
Eftir að hafa lokið stúdents-
prófi frá M.A. 1935 fór Skúli til
Kaupmannahafnar til náms í
sálarfræði.
Þarkvæntist hann 1938, heit-
konu sinni og fyrrverandi
skölasystur Þorbjörgu Pálsdótt-
ur, dóttir Þorsteinsínu
Brynjólfsdóttur og Páls Gísla-
sonar, stórbónda að Víðidalsá í
Steingrímsfriði.
Vegna stríðsins 1938 kom
Skúli heim og settist í
Kennaraskólann og lauk þaðan
prófi 1940.
Eftir það kenndi hann eitt ár í
Vestmannaeyjum en flyst 1941
til Akureyrar og kenndi í 37 ár
við Gagnfræðaskóla Akureyrar,
einnig við Iðnskólann og
Tækniskólann seinni árin. Auk
þess var hann prófdómari í sögu
við Menntaskólann á Akureyri.
Með prúðmannlegri og alúð-
legri framkomu sinni aflaði
Skúli sér virðingar samkennara
sinna og nemenda.
Nemendur hans hafa sagt
mér að hann hafi haft aðal góðs
kennara, agavandamál þekkt-
ust ekki í tímum hjá honum og
hann hélt athygli nemendanna
óskiptri.
Eftir samkennara hans hef ég
að víðtækur skilningur Skúla á
íslensku máli og islenskum
kveðskap, þekking hans á sögu,
bókmenntum og humaniskum
fræðum og síðast en ekki síst
skilningur hans á getu nemenda
sinna hafi gert hann að afburða
kennara.
Gamla ættaróðalið, Skriða,
átti alltaf mikil ítök í Skúla. Á
honum sannaðist að „Römm er
sú taug er rekka dregur föður-
túna til.“ í Skriðu dvaldi hann
löngum á sumrin með fjöl-
skyldu sinni við heyskap og
önnur bústörf og átti lengi hálfa
jörðina á móti Finni bróður
sínum. Öll ræktun er honum
mjög að skapi og rík í eðli hans.
Hann hefur komið sér upp reit í
gamla fjölskyldulandinu og fet-
að þar í fótspor langalangafa
síns, Þorláks Hallgrímssonar,
sem fyrstur manna gróðursetti
tré á íslandi og var einnig með
þeim fyrstu að rækta kartöflur
hér á landi.
I reitnum sínum hafa þau
hjónin, Þorbjörg og Skúli, átt
margar góðar stundir við gróð-
ursetningu runna og trjá-
plantna, sem eru nú óðum að
vaxa úr grasi.
Skúli er, eins og áður er sagt,
ágætur íslenskumaður, talar og
ritar mjög vandað mál. Það er
því eðlilegt að tómstundirnar
hafi farið í lestur góðra bóka.
Nú síðustu árin hefur hann
fengist við þýðingar. Fyrir síð-
ustu jól kom út bókin Ríki
mannsins, drög að geðheilsu-
fræði eftir Vibeke Engelstad,
sem Skúli þýddi úr norsku, frá-
bærlega vel, að dómi gagnrýn-
enda.
Við Skúli kynntumst fljótlega
eftir að ég kom til Akureyrar
fyrir nær 30 árum. Voru það
skyldleikar konu minnar og
hans, sem þar lágu áð baki. Það
leyndi sér ekki hvern mann
Skúli hafði að geyma. Prúð-
mennskan og góðvildin eru
honum svo eðlislægar að manni
líður ávalt vel í návist hans.
Skúli er hamingjumaður í
einkalífi sínu og hefur lagt
sömu alúð við heimilið og allt
annað sem hann hefur lagt
hönd á. Þau hjónin, Þorbjörg og
Skúli, hafa verið einstaklega
samhent í lífinu, staðið saman í
blíðu og stríðu og skapað sér
menningarlegt heimili, sem enst
hefur með sama blæ alla tíð.
Börnin fimm, sem öll eru stúd-
entar frá M.A., bera foreldrun-
um ótvírætt vitni um góðar
erfðir og gott fordæmi í upp-
vextinum. Magnús læknir á
Húsavík, Margrét kennari í
Reykjavík, Páll prófessor við
Háskóla íslands, Þórgunnur er
að ljúka námi í bókmenntum
við Háskólann í Árósum, Skúli
nemur líffræði við Háskóla Is-
lands. Barnabörnin eru tíu.
Þorbjörg og Skúli fluttust til
Reykjavikur fyrir tveim árum í
nágrenni barna sinna, sem flest
eru búsett þar. Þau hafa komið
sér vel fyrir að Meistaravöllum
13. Á heimili þeirra þar ræður
sama gestrisnin ríkjum og var á
heimili þeirra hér á Akureyri.
Til þeirra er alltaf gott að koma
og okkur hjónum tekið með
opnum örmum.
Við sendum hlýjar afmælis-
kveðjur suður yfir heiðar til
Skúla og fjölskyldu hans.
Hjörtur Eiriksson.
■UM HELGINA'
Leikfélag M.A.:
Frumsýning á sunnudagskvöldið
Næstkomandi sunnudagskvöld kl.
20.30 frumsýnir Leikféíag
Menntaskóians á Akureyri
bandaríska gamanleikritið „Er á
meðan er“ eftir Kaufman og Hart.
n.
snwiiiiÉMt«
Leikstjóri að þessu sinni er Guð-
rún Alfreðsdóttir, en hún hefur
leikstýrt vfðsvegar um land.
Margir nemendur M.A. hafa
starfað við uppfærslu leikritsins,
eða um 40 manns, þar af eru
leikendur 19.
„Er á meðan er“ hefur áður
verið sett upp hjá L.M.A. en það
var árið 1964, þá við mikla að-
sókn og góðar undirtektir.
Leikrit þetta er mjög þekkt
fyrir kímni og gamansemi bæði
hér á landi sem annarsstaðar. I
verkinu draga höfundar fram
mynd af bandarísku þjóðfélagi á
kreppuárunum. Þó að gaman-
semin skipi öndvegi í leikritinu er
óhætt að segja að á bak við hverja
setningu búi djúp alvara.
„Er á meðan er“ er 34. verkefni
L.M.A. og annað leikritið sem
leikfélagið sýnir eftir Kaufman
og Hart. Hitt var „Gestur til mið-
degisverðar“ sem sýnt var 1958.
Næstu sýningar verða í Sam-
komuhúsinu á mánudags- og
þriðjudagskvöld og hefjast kl.
20.30. Sýningarfjöldi er óákveð-
inn.
Rauða húsið:
Magnús Tómasson sýnir
Laugardaginn 28. mars verður
opnuð sýning á verkum Magnúsar
Tómassonar í Rauðahúsinu hér á
Akureyri. Sýningin mun standa tii
5. apríl og verður opið alla daga
frá 16.-22. Boðskort verða ekki
send út, en öllum er boðið að
koma. Magnús mun sýna verk,
sem voru á sýningu Vetrarmyndar
á Kjarvaisstöðum fýrir nokkru,
auk þess mun hann sýna áður
óbirt verk.
Magnús hefur lengi fengist við
myndlist og er af fróðum talinn í
hópi þeirra er fremstir fara á því
sviði í landinu. Reykjavíkurborg
hefur heiðrað hann með því að
hafa hann á launum við listiðkun
sína og er hann fyrsti myndlista-
maðurinn sem nýtur þeirrar ný-
breytni borgarinnar.
Magnús Tómasson, sem var
einn af stofnendum SUM, sem
starfaði fyrir allnokkrum árum,
hefur haldið fjölmargar sýningar
bæði hér á landi svó og í útlönd-
um. Hann hefur einnig unnið
nokkuð við leikhús og þá sem
leikmyndateiknari og er skemmst
að minnast leikmyndar hans við
Beðið eftir Godot sem Leikfélag
Akureyrar setti upp hér í fyrra.
Sýningar í Rauða húsinu, sem
þegar eru orðnar þrjár, hafa allar
gengið mjög vel. Fjölmargir hafa
komið að skoða og lítillega hefur
verið selt af verkum.
Á næstunni munu enn um sinn
verða sýningar en í bígerð er
kvikmyndavika pn nákvæm dag-
setning hefur enn ekki verið
fundin. Þá er og ætlunin að
upplestur verði innan tíðar. Allar
uppákomur, hverju nafni sem
þær kallast verða tilkynntar op-
inberlega þegar nær þeim dregur.
Sjálfstœðishúsið:
Gítartónleikar
á laugardaginn
Á laugardaginn kl. 14 mun Pétur
Jónasson halda gítartónleika í
Sjálfstæðishúsinu. Pétur hóf gít-
arnám við Tónlistarskólann í
Garðabæ 9 ára gamall og var
kennari hans Eyþór Þorláksson,
gítarleikari. Vorið 1976 lauk Pét-
ur einleikaraprófi frá skólanum
og burtfararprófi ári síðar.
Haustið 1978 hóf Pétur fram-
haldsnám við hinn þekkta gítar-
skóla Estudio de Árte Guitar-
ristico í Mexikó og var einka-
kennari hans argentíski gítarleik-
arinn Manuel Lopez Ramos.
Burtfararprófi lauk Pétur í ágúst
á síðasta ári. Pétur hefur haldið
einleikstónleika í Mexxxíkóborg,
Reykjavík, ísafirði, Akranesi og
Höfn í Hornafirði og hlotið lof-
samleg ummæli gagnrýnenda.
Auk þess hefur hann gert út-
varpsþætti fyrir Radio Educación
í Mexíkóborg og svo íslenska rík-
isútvarpið.
Á efnisskránni eru verk eftir:
Luysde Narváez, Manuel Ponce,
J. S. Bach, William Walton, H.
Villa-Lobos og Isaac Albeniz.
Tónleikarnir hefjast klukkan 14
eins og fyrr sagði.
Rósmundur G. Ingvarsson:
Hagsmunir hinna fáu eru miklir
Hóli 16. mars ’81.
Hr. ritstjóri!
í morgun heyrði ég í hljóðvarpi
lesið úr forystugrein blaðs þíns um
Blönduvirkjun. Sumt af því sem
þar var sagt, er að mínum dómi
villandi og sumt beinlinis rangt.
Einnig hefi ég einu sinni áður heyrt
ranga túlkun þessa máls í forystu-
grein blaðsins. Ég sé blaðið sjaldan
og hefi ekki fylgst með skrifum
ykkar um Blönduvirkjunarmálið
en heyri stöku sinnum lesið úr for-
ystugreinum.
I greininni, sem lesið var úr í
morgun, var (ef ég man rétt) sagt
eitthvað á þá leið, að andstaðan
gegn Blönduvirkjun sé fámennur
hópur, en mun hávaðasamari en
þeir sem mæla með virkjuninni.
Varðandi hávaðasemina er stað-
reyndum hér algerlega snúið við.
Talsmenn virkjunarinnar hér í
Norðurlandskjördæmi vestra, hafa
talað og skrifað hálfu meira um
málið eða jafnvel margfalt meira
en hinir sem hafa verið í andófi.
Þeir hafa skrifað fjölmargar greinar
í Tímann og fleiri blöð virkjuninni
til framdráttar. Þeir hafa haldið
fjölmenna áróðursfundi. Þeir hafa
talað í útvarp. Þeir hafa sent frá sér
fjölmargar fundasamþykktir frá
bæjar- og sveitarstjórnum, félögum
o.s.frv., margfalt fleiri en andstæð-
ingamir. Og síðast en ekki síst hafa
þeir safnað undirskriftum og farið í
„kröfugöngu" til Reykjavíkur og
truflað störf alþingis. Það sem
bændur og náttúruverndarmenn
hafa látið frá sér fara til mótvægis,
hefur í öllum tilfellum verið minna
og í sumum tilfellum margfalt
minna.
Rétt er að taka fram að við sem í
andófinu stöndum, erum ekki að
vinna gegn því að Blanda verði
virkjuð, heldur gegn eyðingu þess
gífurlega landsvæðis sem ráðgert
hefur verið að færi undir virkjun-
arlón, en það er a.m. 56 ferkm. úr-
vals graslendi sem engin leið er að
bæta fyrir.
Varðandi undirskriftasöfnun
sem „Blöndungar“ gengust fyrir og
framkvæmd var í rafmagnsleysi og
ófærð að þeirra sögn, er það að
segja m.a., að orðalag yfirskriftar-
innar var þannig að næstum allir
gátu skrifað undir með sæmilega
góðri samvisku (sérdeilis í raf-
magnsleysi). Söfnun virðist aðal-
lega hafa farið fram í kaupstöðum,
kauptúnum og þorpum í kjördæm-
inu og þeim sveitum sem ekki eiga
aðild að viðkomandi afréttum. Að
langmestu leiti er þetta fólk sem
kemur málið harla lítið við fremur
en t.d. Akureyringum. Hinir, sem
eiga hagsmuna að gæta varðandi
þessa fyrirhuguðu landeyðingu,
eru sjaldan spurðir álits en verða
samt fyrir skítkasti á opinberum
vettvangi, og það að ósekju.
Hagsmunir fara saman sagði
blaðið í forystugreininni. Hags-
munir hinna fáu eru miklir í þessu
máli það er sótt á um að taka af
okkur land sem er gild stóð undir
okkar atvinnurekstri. Hagsmunir
hinna mörgu er hinsveg-
ar litlir, því þeim verður séð fyrir
nægu rafmagni hvort sem Blöndu-
virkjun verður næsta stórvirkjun
eða ekki. En það er sjálfsagt klókt
hjá „Blöndungum" að hafa orðalag
undirskriftaplaggsins þannig að
allir gætu skrifað undir það, en
túlka síðan eins og þeim best hent-
ar. í raun og veru hefur frekju-
gangur „Blöndunga“ keyrt svo
mjög úr hófi, að ekki er óeðlilegt að
þeir, sem í þessu standa af hálfu
þeirra sem hafa hagsmuna að gæta,
hugsi sem svo að kröfuhópurinn
eigi ekki skilið að látið sé að vilja
hans í málinu.
Aðalatriði þessa stórmáls, sem
fyrirh. Blönduvirkjun hlýtur að
teljast, er hvort réttlætanlegt er að
eyða svo miklu graslendi á sama
tíma og verið er að vinna að því
fyrir stórfé frá almenningi, að auka
og bæta gróður á landinu okkar.
Hvort réttlætanlegt sé að eyðileggja
eins mikið eða meira graslendi
heldur en hægt er að græða upp.
Þar að auki er ekki hægt að búa til
jafngott graslendi eins og þama er
áætlað að eyðileggja.
Ég tel þessa landeyðingu alls
ekki forsvaranlega. Hins vegar má
segja að betri sé hálfur skaði en
allur og því eru fulltrúar viðkom-
andi sveitarfélaga nú á samninga-
umleitana-fundum með fulltrúum
ríkisins að kanna hvort samkomu-
lags möguleikar eru á grundvelli
tillagna um að þrengja að lóninu
með stíflugörðum, sem jafnframt
gera lónið hagkvæmara og án þess
vatnsforði verði minni.
Hr. ritstjóri. Vinsamlega bið ég
þig að gera bragarbót í forystu-
greinum blaðs þíns og — eða birta
þessa aths. í blaðinu.
Með kveðju,
Rósmundur G. Ingvarsson.
Hóli, Tungusveit, Skagafiröi.
Gamla
myndin
Þessi mynd var tekin af flokki drengja 13-14 ára á febrúarmóti 1972.
Hermannsmótið um helgina
Um helgina verður haldið í
Hlíöarfjalii Hermannsmótið
svokallaða, en það er opið
punktamót í stórsvigi og
svigi, og verður allt besta
skíðafólk landsins á meðal
keppenda.
Keppt er um glæsilegan bikar
sem f.v. nemendur Hermanns
Stefánssonar íþróttakennara
gáfu á sínum tíma, og er nú
keppt um þennan bikar í sext-
ánda skipti. Árni Óðinsson frá
Akureyri hefur oftast unnið
bikarinn.
Á laugardag verður keppt í
stórsvigi og hefst keppnin kl.
Snörp vióureign. Brynjar kastar andstæðingi sinum á móti, sem fór fram i síðasta
mánuði.
íslandsmótið í judo
Sunnudaginn 8. mars var
haldinn í Reykjavík fyrri
hluti íslandsmótsins í judo.
Keppendur voru allmargir
eða um 40 talsins og var
keppt í öllum þyngdarflokk-
um karla.
Aðeins einn keppandi frá
J.R.A., tók þátt í þessu móti,
Brynjar Aðalsteinsson, keppti
hann í h- 65 kg, þyngdarflokki,
en í þeim flokki voru 6 kepp-
endur og því skipt í tvo riðla.
Brynjari gekk vel framan af,
vann sinn riðil, en náði ekki að
vinna sigur á Jóhannesi Har-
aldssyni U.M.F.G. í úrslita-
glímunni, sem var mjög jöfn,
hvorugur skoraði stig, urðu því
dómarar að skera úr um sigur
og dæmdu þeir Jóhannesi sigur.
Seinni hluti mótsins fór síðan
fram sunnudaginn 15. mars, og
var þá keppt í opnum flokki
karla, þyngdarflokkum kvenna
og þyngdarflokkum unglinga.
Sem fyrr fór aðeins einn
keppandi frá J.R.A., Baldur
Baldursson, keppti hann í flokki
pilta í -r 60 kg., þyngdarflokki, í
þeim flokki voru 7 keppendur
og var skipt í tvo riðla.
Baldur er svo til nýbyrjaður í
(Framhald á bls. 6).
Hvað er að gerast?
Þrátt fyrir ófarir KA í hand-
boltanum um síðustu helgi,
leynist ennþá vonarneisti um
fyrstu deildar sæti á næsta
keppnistímabili. Um helgina
kemur Týr úr Vestmannaeyj-
um og leikur við KA á föstu-
dagskvöldið og Þór á laugar-
daginn. Ef KA sigrar Tý hafa
þessi lið tapað jafnmörgum
stigum, en Týr á þá eftir að
leika tvo leiki og verður að
vinna þá báða til að fá jafn-
mörg stig og KA.
Ef bæði Akureyrarliðin, Þór
og KA, vinna Tý, verða vonir
Vestmannaeyinga að engu um
fyrstu deildar sætið. Miðað við
gengi KA á heimavelli í vetur
verður að telja þá sigurstrang-
legri, þar eð þeir hafa engum
leik tapað á heimavellinum, en
aðeins unnið einn á útivelli.
Staðan á toppi annarrar
deildar er mjög flókin og gæti
þurft að leika „slatta“ af auka-
leikjum til þess að fá úr því
skorið hverjir leika í fyrstu deild
á vetri komanda, en tvö efstu lið
deildarinnar flytjast beint upp í
fvrstu deild.
11.30 og á sama tíma á sunnu-
dag ennþá verður keppt í svigi
og að sjálfsögðu keppt bæði í
karla og kvennaflokki.
Þá er einnig fyrirhugað
punktamót í stökki, og Akur-
eyrarmót í göngu.
Úrslit í
Ak. móti
Úrslit í Akureyrarmóti i svigi, sem
haldið var 14. og 15. mars. 12 ára og
yngri.
7 ára drengir.
1. Gunnlaugur Magnússon 72.68
2. Stefán Þór Jónsson 77.13
3. Gunnar Ellertsson 77.40
7 ára stúlkur.
1. Harpa Hauksdóttir 73.48
2. Linda Pálsdóttir 91.01
3. Sísí Malmquist 95.11
8 ára drengir
1. Sævar Guðmundsson 69.40
2. Magnús Karlsson 72.59
3. Birgir Öm Tómasson 78.57
8 ára stúlkur
1. María Malmquist 71.60
2. Mundina Kristinsdóttir 93.50
3. Harpa örlygsdóttir 102.04
9 ára drengir
1. Sigurbjörn Þorgeirsson 67.43
2. Vilhelm Már Þorsteinss. 69.54
3. Viðar Einarsson 71.48
9 ára stúikur
1. Rakel Reynisdóttir 72.45
2. Asa Þrastardóttir 73.19
3. Sigriður Harðardóttir 74.01
10 ára drengir
1. Jón Ingi Ámason 62.52
2. Jón Harðarson 67.12
3. Kristinn Svanbergsson 68.52
10 ára stúikur
1. Sólveig Gísladóttir 66.60
2. Þorgerður Magnúsdóttir 70.46
3. Jórunn Jóhannsdóttir 78.78
11-12 ára drengir
1. Hilmir Valsson 60.86
2. Gunnar Reynisson 63.68
3. Aðalsteinn Ámason 63.92
11-12 ára stúlkur
1. Gréta Björnsdóttir 69.20
2. Arna ívarsdóttir 69.84
3. Helga Sigurjónsdóttir 70.71
Mars mót í skióagöngu.
15-16 ára drengir. (5 km)
1. Björgvin Birgisson 24.04
2. Jón Einarsson 25.08
13-14 ára drengir, (5 km)
1. Jón Stefánsson 20.08
2. Gunnar Kristinsson 22.35
11 ára drengir. (2.5 km)
I. ÁsgeirGuðmundsson 15.08
4•DAGUR
DAGUR.5