Dagur


Dagur - 26.03.1981, Qupperneq 6

Dagur - 26.03.1981, Qupperneq 6
Akureyrardelld S.H.A.: Stefna heilbrigðrar skynsemi Hefur stýrt kórnum í 35 ár Kirkjukór Lögmannshlfðarkirkju heidur tónleika f Akureyrarkirkju sunnudagskvöldið 29. mars klukkan 20.30. Stjórnandi er Áskell Jóns- son, sem hefur stýrt kómum f 35 ár og verið organisti Lögmannshliðar- kirkju jafnlengi. Þess má geta að á tónleikunum mun sonur Áskels, Hörður, og kona hans Inga Rós Ingólfsdóttir, leika samleik á selló og orgel. Á efnisskrá kórsins er ýmisleg erlend og innlend kirkju- tónlist. Aðalviðfangsefnið verður Messa nr. 2 í G-dúr eftir Franz Schubert. Áskell Jónsson. Borgarbió sýnir í kvöld kl. 9 myndina Xanadu með Olivia Newton-John, Gene Kelly og Michael Beck í að- alhlutverkum. Sonni Mal- one er prýðilegur málari og að sögn einhver fljótvirkasti * maður, sem til er í þeirri grein. Hann hefur verið í þjónustu auglýsingastofu Simpsons, unað þar illa og farið úr vistinni. Hann kynnist Danna McGuire sem lék áður í hljómsveit með Glenn Miller og Sonni fagurri stúlku sem segist heita Kíra. Kl. 11 sýnir bíóið myndina Ljúf leyndarmál. Bráðskemmtileg djörf mynd í léttum dúr. JudO (Framhald af bls. 5). íþróttinni og var þetta jafnframt hans fyrsta mót. Andstæðingar hans 5 talsins voru allir hærra gráðaðir en hann, en þrátt fyrir það þá lét hann sér ekki muna um að vinna fjóra þeirra á „ippon“ (10 stig, fullnaðarsigur) og einn á „wasaari" (7 stig), og hreppti þar með íslandsmeist- aratitilinn. Baldur er greinilega mjög efnilegur judomaður, glímur hans einkenndust af mjög mikilli ákveðni og rósemi, sem er sjaldgæft að sjá jafnt hjá byrjendum sem lengra komn- um. g.b.a. Herstöðvaandstæðingar hafa löngum átt þungan róður og raðir þeirra sem af alefli hafa tekið þátt í baráttunni verið þunnskipaðar. Þetta á ekki síst rætur sínar að rekja til þess að margir virðast álíta að Herstöðvaandstæðingar séu einhver vinstri öfgahópur eða útibú frá Alþýðubandalaginu. En þetta er rangt. Herstöðvaandstæðingar eru allra flokka fólk sem á sér það sameiginlega markmið að aflétta setu erlends herliðs á íslensku landi. Og það er öðru nær en að hér sé um öfga- stefnu að ræða. Stefnan gegn hernum er stefna mannúðar, friðar og þjóðfrelsis. Hún er umfram allt stefna heilbrigðrar skynsemi. Afstaða almennings til hersins á Miðnesheiði virðist nokkuð breyti- leg. Þegar friðvænlegt er í heimin- um og varnarmál og vígbúnaður lítt til umræðu er að sjá sem mörg- um íslendingum standi á sama um herinn og segja eitthvað á þessa leið: „mega þeir ekki vera greyin, þeir eru þó alltént skárri en árans Rússarnir.“ En þegar íslendingar sjálfir eiga í erjum, eins og t.d. í síðasta landhelgisstríði bregður svo við að herinn verður hinn óvinsæl- asti og á sér fáa formælendur. Þetta 4 4 •54 t.Vf ».4« Uli' stafar af því að mönnum verður ljóst, þegar á reynir að herinn er ekki hér okkur til hjálpar, rökin sem eiga að réttlæta hersetuna reynast rista ansi grunnt. Það sem helst gerir hernum kleift að sitja hér er að fólk sættir sig við ríkjandi ástand, ef það ekki bein- línis kemur við pyngju þess eða hagsmuni, nennir ekki að karpa um hermálið, beinir orku sinni að málum sem virðast meira brenn- andi í augnablikinu eins og launa- og kjaramálum eða togarakaupum afskekktra byggðarlaga. Þær raddir heyrast nú æ oftar að herinn fari héðan aldrei, nema meirihluti þjóðarinnar krefjist þess. Það hefur sýnt sig á undanförrium áratugum að engu máli skiptir hvort hægri eða vinstri stjórn situr í landinu, herinn er jafnfastur í sessi hvort sem er. Sést það best á því að Alþýðubandalagið sem hefur flokka helst hampað andstöðu við herinn þegar það er í stjórnarand- stöðu hefur átt sæti í þremur ríkis- stjórnum síðasta áratug og enn situr herinn sem fastast. Herstöð vaandstœöingar hafrta þvi forsjá stjórnmálaflokka en leggja áherslu á að þjóðaratkvœðagreiðsla um hermálið eitt og sér sé það eina sem sýnt geti vilja þjóðarinnar. Við getum alclrei haft annað en gott af því að vita hvar við stöndum í þessu máli. í þjóðaratkvæðagreiðslu fá kjós- endur tækifæri til þess að greiða atkvæði um það hvort þeir vilja að fslendingar haldi áfram að vera þátttakendur í því vitfirrta víg- búnaðarkapphlaupi sem nú fer æ harðnandi og stefnir öllu lífi í voða. í heimi þar sem hundruð milljóna manna svelta heilu hungri og eru algerlega sviptir því sem við Kvenfélagið Framtfðin heldur kvöldverðarfund í Smiðj- unni mánudaginn 30. mars klukkan 7.30. Þátttaka til- kynnist í síma 22606, 23527 og 22764 fyrir laugardag. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. —Athugið: í Aug- lýsingu í síðasta blaði mis- ritaðist nafn félagsins og stóð „Kvenfélagið Baldurs- brá“ í stað „Kvenfélagið Framtíðin". Eru hlutaðeig- andi beðnir velvirðingar á mistökunum. IOOF 2— 1623278‘/2 — 9 = III fþróttafélagið Eik. Heldur að- alfund sinn mánudaginn 30. mars kl. 20.30 að Sólborg. Stjórnin. Kökubasar. N.L.F.A. heldur kökubasar að Hótel K.E.A. sunnudaginn 29. mars n.k. kl. 15.00. Allur ágóði rennur í byggingasjóð. OLD „ sovfftknD/ Nýjabíó sýnir í kvöld kl. 9 mynd- ina Alien. Næsta mynd verður Gömlu kærastarnir með Richard Jordan og Talia Shire í aðalhlutverk- um. Dianne félagsfræðingur að mennt og með ástlaust og misheppnað hjónaband að baki, er vonsvikin og ráða- laus. í leit að skýringú á mistökum sínum er henni hugsað til fortíðarinnar — til gömlu kærastanna. Og hún ákveður að leita þá uppi. Kl. 3 á sunnudag verður sýnd myndin Köngulóarmaður- inn britist á ný. íslendingar teljum sjálfsögð lífs- gæði kostar byssubófaleikur stríðs- herranna fjárhæðir sem á nokkrum árum gætu komið öllu þessu fólki til mannsæmandi lífs ef þeim væri til þess verið. Eða — á hinn bóginn — hvort við notum tækifærið til þess að leggja okkar litla lóð á vogarskálina í baráttu þjóða heimsins gegn yfir- gangi stórveldanna og stríðsvélum þeirra. Akureyrardeild SHA. Fimm börn Þau sitja i brekkunni saman syngjandi lag tvœr stúlkur, þr'tr drengir með bros um brár, sem blóma leita í dag. Þau vita’ekki’að heimurinn hjarir á heljarþröm. — Þau elztu tvö eru aðeins fjögra, og öllum er gleðin töm. Því allt, sem frá manni til moldar við morgni hlœr, umhverfis þau í unaði vorsins ilmar, syngur og grœr. Hér syngja þau söngva lífsins, sumarsins börn, óhrœdd við daginn, sólgin i sólskin, með sakleysið eitt að vörn. Gegn öllu sem lífinu ógnar um allan heim. Ég heimta af þér veröld, lát vor þeirra lifa og vaxa í friði með þeim. A göngu í miðbœnum. Mynd: á.þ. Skipulagning lykilorðið Feðgar frá Sauðárkróki sýna óvenju mikla útsjónarsemi í byggingu tveggja einbýlishúsa í Mývatnssveit Fyrr í mánuðinum voru afhentar tvær leigu/söluíbúðir í Mývatns- sveit. íbúðirnar, sem eru í einbýlis- húsum, voru byggðar af feðgum frá Sauðárkróki, en þeir afhentu þær þremur mánuðum fyrr en áætlun Húsnæðismálastjórnar gerði ráð fyrir. Ástæðan fyrir því hve vel gekk er m.a. sú að þeir feðgar skipulögðu vinnu sína út í ýtrustu æsar og sagði Mývetningur sem DAGUR ræddi við, að byggingameistarar gætu margt af þeim feðgum lært. Tæknideild Húsnæðismálastofn- unar barst beiðni frá Skútustaða- hrepp á síðasta ári um að teikna tvær leigu/söluíbúðir og var valin teikning af rúmlega 100 fermetra einbýlishúsi. Tilboð voruopnuð 19. júní. Lægsta tilboðið kom frá Friðriki og Ólafi frá Sauðárkróki, en það nam 82,9% af áætlun stofnunarinnar, næst lægsta til- boðið hljóðaði upp á 94,3%. Verksamningur við feðgana var undirritaður þann 7. júlí og þess má geta að þeir lækkuðu tilboð sitt gegn því að klæða veggi með timbri og gera létta milliveggi í stað þess að hlaða þá. í verksamningi sagði að skiladagur ætti að vera 31. maí í vor, en feðgarnir luku báðum húsunum um síðustu mánaðarmót og eru þau nú fullbúin. Ljóst er að sparnaður húskaup- anda vegna vinnuhraða verktaka skiptir þúsundum nýkróna, en hagnaður verktakans er einkum fólginn í tímasparnaði og minni uppihaldskostnaði. „Iðnaðarmannavinna er þarna að öllu leyti til fyrirmyndar," sagði starfsmaður Húsnæðismálastofn- unar, sem DAGUR ræddi við. „Það sem gerir það að verkum að þeim tekst að skila verkinu svona fljótt er einkum fólgið í undirbún- ingunum áður en verkið er hafið. Þeir tóku sér í byrjun rúma viku til að skipuleggja vihnuna og kaupa a.m.k. það efni sem þurfti að nota fyrstu byggingarstigin. Efnið var flutt í einni ferð frá Sauðárkróki austur í Mývatnssveit. í stuttu máli er skipulagning lykilorðið.“ Einbýlishúsin eru 113 m2 brúttó, á einni hæð. í húsunum eru fimm herbergi og eldhús. fÓRO ÖflfiSlNS fs/MI 6-DAGUR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.