Dagur - 26.03.1981, Síða 7
Karlakór Akureyrar:
Tónleikarnir
endurteknir
Karlakór Akureyrar hélt tón-
leika í samkomuhúsinu á Akur-
eyri um síðustu helgi, en vegna
stórhríðarinnar gat fjöldi
styrktarfélaga ekki komið á
tónleikana.
Nú hefur verið ákveðið að halda
aðra tónleika með vorinu, þar sem
ónotaðir miðar á nýafstaðna tónl-
eika verða í fullu gildi. Auglýsing
um þá tónleika birtist þegar þar að
kemur, en á þessari stundu er með
öllu ómögulegt að dagsetja fyrir-
hugaða tónleika.
Leikfélag
Skagfirðinga:
Brúðuheimilið
eftir Ibsen.
Leikstjóri Sól-
heild Linge.
Leikfélag Skagfirðinga, sem var
stofnað 1968 frumsýndi Brúðu-
heimilið eftir Henrik Ibesn í Mið-
garði fimmtudaginn 19. marz s.l.
Leikstjórinn Solhild Linge er
norsk kona með háskólanám í
leikhúsfræðum frá Bergen og Osló.
Sólhild kom til íslands 1978 og
hefur dvalið hér síðan og kennt við
grunnskóla í Skagafirði. Þetta er
annað leikverkið sem Sólhild Linge
leikstýrir hjá Leikfélagi Skagfirð-
inga. Á barnaári stjómaði hún
leiksýningum Leikfélagsins á
Kardimommubænum og nú leik-
stýrir hún Brúðuheimili íbsens
með farsælli og skynsamlegri reisn
og tekst mæta vel að láta þetta unga
áhugamannaleikfélag ná góðum og
giftudrjúgum árangri með sýningu
þessa öndvegisverks leikbók-
menntanna.
Með aðalhlutverkin fara: Kristj-
án Sigurpálsson — Þorvaldur
Helmer lögfr., Jóhanna Þórarins-
dóttir — Nóra, Helgi Baldursson —
Rank læknir, Edda Jónsdóttir —
frú Kristín Linde og Knútur Ólafs-
son — Krogstad, málafærslumað-
ur.
í minni hlutverkum eru: Guðrún
Oddsdóttir — Anna María, barn-
fóstra, María Valgarðsdóttir —
Helena, stofustúlka og Herdís S.
Gunnlaugsdóttir — SENDILL. Og
svo þrjú börn Helmershjóna, Lárus
D. Pálsson, Knútur G. Knútsson og
Klara Kristjánsdóttir.
Það er ekki ætlun mín að gefa
einstökum leikendum neinar
einkunnir en heildarsvipur þessar-
ar leiksýningar Leikfél. Skagf. var
mjög góður, enda margir leikar-
arnir nokkuð sviðsvanir og hafa
leikið árlega hjá Leikfél. Skagf. frá
því það hóf starfsemi, bæði Kristj-
án Sigurpálsson, Knútur Ólafsson
og Guðrún Oddsdóttir.
Mikla athygli vakti leikur Jóh-
önnu Þórarinsdóttur sem mun vera
nýliði á leiksviðinu en lék Nóru af
mikilli hófstillingu og mannúðar-
fullum skilningi.
Þökk sé Leikfélagi Skagfirðinga,
leikstjóra og leikendum öllum fyrir
ágæta leiksýningu og þann stórhug
að taka slíkt átakaverk til um-
fjöllunar, sem Brúðuheimili Ibsens
hlýtur jafnan að vera. q ()
Leiðrétting á
myndatexta
{ síðasta blaði var mynd af Árna
Ingimundarsyni þar sem sagt var að
verið væri að afhenda honum silf-
urskjöld frá stjórn KA, en það var
ekki rétt því silfurskjöldinn fékk
hann fýrr um daginn, en þegar
myndin var tekin var verið að af-
henda honum blóm fyrir leik KA og
Víkings, en Árni var heiðursgestur á
þeim leik, sama dag og hann varð
sextugur. Árni er hér með beðinn
velvirðingar á þessum mistökum.
Fokhelt einbýlishús
til sölu við Rimasíðu 15, Afhendist í haust.
180 ferm. með bílskúr.
Upplýsingar í síma 25131 og 22351 á kvöldin.
Haraldur og Guðlaugur s.f.
Ferða-
kynning
Starfsfólk Samvinnuferða Landsýnar í Reykjavík og
Akureyri verður á Hótel K.E.A. milli kl. 14-18 laug-
ardaginn 28. mars með nýju sumarbæklingana og
allar upplýsingar. Sýnd verður ný kvikmynd frá
Portórós, Rímíni og sumarhús í Danmörku. Öllum
gestum verður boðið til getraunaleiks og verður
Lundúnaferð í verðlaun.
Hittumst á Hótel K.E.A. á laugardaginn.
Samvinnuferðir — Landsýn
Skrifstofa Hótel K.E.A. opið milli kl. 16-18, sími
23727.
STÓR-
TÓNLEIKAR
verða í
NÝJA BÍÓI
laugardaginn 28. mars kl. 20.30
UTANGARÐSMENN
FRÆBBLARNIR
ÞEYR
auk þess verða óvæntar
uppákomur.
MIÐAVERÐ AÐEINS
KR 50 . . . .
% ÞETTA er einstakt tækifæri.
Miðasala við innganginn
Mætum öll
S.H.A.
Góðir
Akur-
eyringar
Mánudaginn 6. apríl opna ég hárgreiðslustofu að
Hafnarstræti 101, Amaróhúsinu (hárgreiðslustofa
Soffíu).
Allar tegundir hársnyrtinga fyrir konur og karla.
Opið verður frá 9-3 mánudag-föstudags. (ath. opið
í hádeginu) og laugardaga í apríl kl. 9-12.
Tek niður pantanir 1. og 2. apríl í síma 21750.
Verið velkomin.
Oddný Jónsdóttir
Annar vélstjóri
Vantar annan vélstjóra á 150 tonna togbát, sem
gerður er út frá Ólafsfirði. Upplýsingar í síma
62347, Ólafsfirði, eftir klukkan 7 á kvöldin.
Framtíðarstarf
Starfskraft vantar strax til verslunar- og lagerstarfa.
Þeir, sem hug hafa á að koma til greina sendi bréf á
afgreiðslu DAGS, Tryggvabraut 12, fyrir 31. mars,
merkt 5919. í bréfinu þurfa að vera uþplýsingar um
aldur og fyrri störf.
Vegagerð ríkisins
auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar:
Verkstjóra slitlagsflokks.
Flokksstjóra slitlagsflokks.
Vandvirkni og reglusemi áskilin. Æskileg reynsla í
vegagerð, stjórnun og járniðnaðarmannastörfum.
Umsóknir sendist V.R. pósthólf 38, Akureyri fyrir 7.
apríl 1981.
BÍLARAF
STARTARAR OG
ALTERNATORAR
ÖLL ÞJÓNUSTi
VARÐANDI RAF
KERFIBIFREIÐA
norðurljós s
RAFLAGNAVERKSTÆÐ
FURUVÖLLUM 13 SÍMI 21669
Frá Kjörbúðum
K.E.A.
*
G0N5ŒTRR
800 g og 2 kg pokar.
Glæsileg framleiðsla frá K.S.Þ. Svalbarðseyri
Styðjið íslenska framleiðslu.
PApWR.,7;