Dagur - 02.04.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 02.04.1981, Blaðsíða 6
Athugasemd við grein Sturlu Sighvatssonar I Degi þann 3. febr. 1981 Texti við línurit um hvíldarástand er ekki fullkomlega réttur. Línurit- ið sjálft er vafalaust rétt en álykt- unin, sem af því er dregin, er ekki rétt. Sagt er, að efnaskiptabreyt- ingarnar sýni, að líkaminn slaki mjög vel á við umrætt hvíldar- ástand. Hið sanna er, að línuritið sannar ekki slökunarástand líkam- ans, a.m.k. ekki eitt sér. Minnkandi súrefnisnotkun getur stafað af — og stafar oft af — allt öðrum ástæðum. Vel menntaðir læknasérfræðing- ar í sérgrein, sem að vísu fyrirfinnst ekki hérlendis, skilja þetta og vita. Þar sem engir þannig sérfræðingar fyrirfinnast hérlendis er tilgangs- laust að koma með rök og skýring- ar, og yrðu flestir engu nær. Und- irritaður vill helst vera laus við vonlausar rökræður en skrifar samt þessa athugasemd til að mótmæla óvönduðum vinnubrögðum. Und- irritaður er áhugamaður um flug og flugmál og þar sem umræðuefni þessarar athugasemdar er nátengt þeim málum hefur undirritaður þessa vitneskju og er siðferðilega skyldugur til að mótmæla. Haukur Antonsson, Dalvik. Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar: NÁMSKEIÐ í KRISTI- LEGU BARNASTARFI Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar gegnst í samvinnu við Æsku- lýðssamband kirkjunnar í Hóia- stifti fyrir námskeiði í kristilegu barnastarfi laugardag eftir páska. Námskeiðið verður hald- ið á Akureyri og hefst á föstu- — Borstangirnar (Framhald af bls. I). holunni, eða rétt um l til 2 sekúndulítrar, en það er ,,ágætis rakvatn handa sveitarstjórninni", eins og fréttaritarinn orðaði það. Hitastigið hafði hækkað smám saman í holunni og að sögn jarð- fræðings, sem fréttaritarinn ræddi við, voru menn orðnir bjartsýnni á að holan gæfi meira vatn þegar neðar drægi. Þessi hola er rétt hjá sundlaug- inni á Svalbarðsströnd og er önnur hitaveituholan, sem hefur verið boruð fyrir íbúa Svalbarðsstrandar. Fyrri holan er notuð til upphitunar húsa og gefur um I0 sekúndulítra af sjálfrennandi vatni. Fréttaritarinn sagði að það yrði mikið áfall fyrir íbúa á Svalbarðs- strönd ef holan yrði dæmd ónýt, enda er það kostnaðarsamt fyrir lítil sveitarfélög að láta bora holur sem þessa. Möðruvallaklaustursprestakall. Guðsþjónusta og aðalsafn- aðarfundur i Glæsibæjar- kirkju n.k. sunnudag 5. apríl kl. 11 f.h. Messa í Möðru- vallakirkju sama dag kl. 2 e.h. Heimsókn guðfræði- nema. Stud. theol Bragi Skúlason predikar. Sóknar- prestur. Svalbarðskirkja sunnudaga- skóli n.k. sunnudag kl. II f. h. Fermingarbörn mæti klukkustund fyrr. Grenivíkurkirkja Guðsþjónusta n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Hálsprestakall. Illugastaða- kirkja guðsþjónusta laugar- daginn 4. apríl. kl. 15.00. Hópur guðfræðinema kem- ur í heimsókn. Bragi Skúla- son predikar. Draflastaða- kirkja guðsþjónusta á Draflastöðum n.k. sunnu- dag 5. apríl kl. I4.00. Sókn- arprestur. Sjötiu ára verður 5. apríl n.k. Laufey Tryggvadóttir. Hún tekur á móti gestum laugar- daginn 4. apríl á heimili sínu Helgamagrastræti 2. St. Georgsgildið. Fundur mánudaginn 6. apríl kl. 8,30. Stjórnin. I.O.O.F. 2 — 162438 Vi st. Brynja nr. 99. Fundur á Hótel Varðborg mánudag 10. apríl kl. 8.30. Æ.t. Kvöldvaka aldraðra á vegum Grenivíkur og Laufássafn- aða verður haldinn í skóla- húsinu Grenivík föstudags- kvöldið 3. apríl kl. 8.30. Sóknarprestur. Vinarhöndin, styrktarsjóður Vistheimilisins Sólborgar vill minna á sig og sítt hlut- verk. Fé úr sjóðnum er m.a. veitt til kaupa á tækjum fyrir Sólborg, að styrkja náms- fólk, sem þar ætlar að vinna. Minningarspjöld sjóðsins eru seld hjá Huld, Bókvali, Ásbyrgi, Júdit, Oddeyrar- götu 10, og Judith, Langholti 14. Minningarspjöld kvenfélagsins Hlífar fást í bókabúðinni Huld, í símaafgreiðslu sjúkrahússins og hjá Lauf- eyju Sigurðardóttur Hlíðar- götu 3, Allur ágóði rennur til bamadeildar F.S.A. Kökubasar og hlutavelta og kaffisala verður í Freyvangi laugardaginn 4. apríl kl. 3 e.h. Slysavarnardeildin Keðjan. Fcrmingarguðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 10.30 f.h. Sálmar 504, 256, 258. Leið oss ljúfi faðir. Blessun yfir barnahjörð. B.S. dagskvöldi 24. apríl og lýkur laugardagskvöld, 25. apríl. Á námskeiðinu verður fjallað um starfsaðferðir, söngva, helgi- leiki, leikbrúður, föndurvinna verður, kynnt efni og hjálpargögn o. fl. Leiðbeinendur verða Unnur Halldórsdóttir og Ragnar Snær Karlsson au k annarra. Kennsla fer mikið fram í umræðuformi til að gefa þátttakendum færi á að kenna, leiðbeina og skiptast á hugmynd- um og segja frá reynslu sinni. Námskeiðið er ætlað öllum áhuga- mönnum um kristilegt æskulýðs- starf. Þátttöku ber að tilkynna til æskulýðsfulltrúa kirkjunnar, Hafnarstræti 107, Akureyri, sími: 96-24873, kl. 13-16. Sé æskulýðs- fulltrúi í ferðum svarar þar vænt- anlega enginn, en formaður ÆSK sr. Pétur Þórarinsson, Hálsi í Fnjóskadal, tekur einnig við innritunarbeiðnum og veitir upplýsingar. Sími hans er um mið- stöð á Akureyri: 23100. Þátttak- endur utanbæjar, sem ekki hafa möguleika á gistingu á Akureyri, geta óskað eftir að þeim sé útvegað húsnæði meðan á námskeiði stendur. Æskilegt er að innritun fari fram sem fyrst. Ofær í hálfan mánuð Á mánudag í þessari viku opn- aðist Ólafsfjarðarmúli, en hann hafði þá verið lokaður síðan 16. mars. Að sögn heimamanna hefur Ólafsfjarðarmúli sjaldan eða aldrei verið lokaður jafn lengi og hafa sumir á orði að ófærðin í vetur, sanni það í eitt skipti fyrir öll, að jarðgöng verður að gera svo Ólafsfirði séu tryggðar samgöngur á landi allt árið um kring. Jón Friðriksson, bæjarstjóri á Ólafsfirði, sagði að ráðamenn bæj- arins væru ekki ánægðir með þátt Vegagerðar ríkisins í snjómokstri í Múlanum, en hins vegar skildu þeir mæta vel að það væri ekki neinn leikur að halda opnu með jafn litl- um tækjakosti og Vegagerðin hefur yfir að ráða. Ólafsfirðingar hafa lagt á það áherslu að hjá þeim verði snjóblás- ari, en til þessa hefur sú málaleitan ekki náð fram að ganga. Jón sagðist hafa heyrt það á einstaklingum á Ólafsfirði að þeir hefðu áhuga á að kaupa og reka sjálfir snjóblásara, en Jón gerði ekki ráð fyrir að neitt yrði úr þeirri ráðagerð. .........'W>' 1 '» 1 Friðrik Árnason, Baldur Heiðar Birgisson og Elvar örn Birgisson héldu tombólu og gáfu ágóðann kr. 140,60 til Dvalarheimilisins Hlíðar. Eg þakka innilega öllum þeim, sem minntust móð- ur minnar, Guðrúnar Guðnadóttur, á margvíslegan hátt á hundrað ára afmœli hennar 29. mars. Sér- stakar þakkir fœri ég lœknum og starfsfólk Kristneshœlis fyrir frábœra hjúkrun og alla um- önnun á liðnum árum. F. h. Guðrúnar Guðnadóttur og allra œttingjanna. EIRÍKUR G. BRYNJÓLFSSON Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför dóttur okkar og systur, GUÐRUNAR ÓSKAR, Kristinn Skúlason, Anna Pétursdóttir og Pétur Kristinsson. Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9 myndina í Sælu og réyk. Sprenghlægileg ærslamynd með tveim vinsælustu grín- leikurum Bandaríkjanna, Tommy Chong og Cheech Marin (Halli og Laddi Bandaríkjanna) Næsta mynd kl. 9 verður myndin Leikur Dauðans með Bruce Lee og Gig Young í aðal- hlutverkum. Hinn skjóti frami og frægð Kung Fu- kvikmyndaleikarans unga, Bylly Lo, hefur ekki farið fram hjá glæpahring einum, sem leggur sig aðallega fram um að hagnast á frægu fólki. Kl. 11 sýnir bíóið myndina Banvænar býflugur. Það er í byrjun febrúar í New Orle- ans er mikið um að vera, allir eru af kappi að búa sig undir Mardi Gras, uppskeruhátíðina. Fjögurra daga stanslaus hátíðahöld, ferðamenn allsstaðar að og öll hótel yfirfull. Við árós- ana, um 40 mílur frá borg- inni finna strandgæslumenn leifar af suður-amerískum bananabát, sem hafði rekist á stórt olíuskip, en það skrítna er, að engin lík hafa fundist, báturinn virðist hafa rekið mannlaus. Nýja bíó sýnir í kvöld kl. 9 myndina Eyja hinna dauða- dæmdu með Don Marshall, Phyllis Davis og Ena Hart- man í aðalhlutverkum. Þeg- ar dauðadómur var felldur niður var Términaleyja gerð að nýlendu fyrir dauða- dæmda afbrotamenn. Engir fangaverðir voru á eyjunni, enda óþarfi, því gerðar höfðu verið ráðstafanir, svo flótti væri útilokaður. Á eyj- unni eru aðeins fjórar konur en tveir tugir karlmanna og af skiljanlegum ástæðum voru stúlkurnar það eftir- sóknarverðasta, sem fyrir- fannst á eyjunni í augum karlmannanna. Sýningum fer að fækka. Næsta mynd verður sagan um O, með Corinne Clery, Udo Kier og Anthony Steel í aðalhlut- verkum. O finnur hina full- komnu fullnægingu í al- gjörri auðmýkt. Hún er bar- in til hlýðni og ásta. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.