Dagur - 12.05.1981, Síða 1

Dagur - 12.05.1981, Síða 1
IMGUR 64. árgangur Akureyri, þriðjudagur 12. maí 1981 37. tölublað E^^gswB3æt«^agssiigBS3as-aHi^3SEM«»i8^g^^----------------- TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI HJALTEYRI LIFNAR VIÐÁNÝ - ÞAR SEM ÁÐUR VAR KALLAÐ DRAUGAÞORP ER NÚ AÐ BYGGJAST UPP ATVINNUSTARFSEMI OG BÚIÐ ER I ÖLLUM HÚSUM NEMA EINU „Þetta er allt í áttina hjá okkur og hér er vaxandi búseta. Menn eru að sjálfsögðu mjög ánægðir með þessa þróun og þeir sem búa á Hjalteyri una yfirleitt glaðir við sitt,“ sagði Ingimar Brynjólfsson, oddviti í Arnarneshreppi við Eyjafjörð í viðtaii við Dag, en sem kunn- ugt er tilheyrir Hjalteyri þeim hreppi. Hjalteyri hefur lítið verið í fjölmiðlum að undanförnu og er af sem áður var, þegar Hjalteyri var á hverri forsíðunni af annarri í Reykjavíkurblöðunum. Þá var ekki verið að fjalla um hægfara/ en jákvæða þróun eins og nú á sér stað á Hjalteyri, heldur kaup eins banka á hluta af byggðarlagi, hálfgerðu draugaþorpi. Hrepp- urinn keypti síðan af bankanum og undir það síðasta hafa einstaklingar keypt af hreppnum og nú er svo komið, að búið er í öllum húsum á Hjalteyri nema einu. íbúarnir eru 62 að tölu. Það er ekki langt síðan enga atvinnu var að hafa á Hjalteyri, nema sjósókn. Nú er þetta að breytast. „Fiskverkun hófst hér í júlí í fyrra er útibú Kaupfélags Eyfirð- inga á Dalvík hóf að kaupa fisk til verkunar hér og einnig að flytja hingað hráefni til þurrkunar. Fyrst var þetta skreiðarverkun, en í febrúar s.l. hófst hér saltfisk- verkun. Nú er jöfnum höndum unnið við að verka í skreið og salt. Þegar mest hefur verið að gera, hafa unnið við fiskverkunina 12 manns og auk þess var vinna við að koma upp skreiðarhjöllum. Það má eiginlega segja, að engin atvinnustarfsemi hafi verið rekin hér síðan 1966, þegar Kveldúlfur hætti hér rekstri, en félagið var með umfangsmikla fiskverkun, ekki síst síldarsöltun. Þó má nefna að einstaka sjómenn hafa verkað sinn eigin fisk og K.Jóns- son og Co leigði um nokkurn tíma gömlu verksmiðjuhúsin til geymslu á síld og skapaðist þá vinna fyrir 2-3 menn við að ann- ast hana,“ sagði Ingimar oddviti. „Þá má nefna, að KEA kom á fót hér verslun um miðjan des- ember í fyrra. Hún er talvert not- uð af heimamönnum og fólk kemur líka úr sveitinni til að versla hér. Ef hins vegar allir úr sveitinni versluðu hér þá væri mikil verslun. Verslun hófst hér 1880 og var sem sagt endureist einni öld síðar, eftir að hafa legið niðri í 2-3 ár. Verslunin er opin í tvo tíma fyrir og tvo tíma eftir hádegi og ein húsmóðir á staðn- um annast reksturinn. Verslunin er í húsi sem hreppurinn á og nefnist Mikligarður og stendur uppi á brekkunni," sagði Ingimar Brynjólfsson. Hann nefndi einnig, að fjórar trillur væru nú gerðar út frá Hjalteyri, auk 10 tonna báts, sem fór suður á vertíð. Nokkuð hefur verið um að smábátar frá Akur- eyri hafi lagt upp afla á Hjalteyri. Aflabrögð voru léleg frá áramót- um og fram í mars, en glæddust mikið í apríl. Það sem gerir lönd- un og fiskverkun mögulega eru nýlegar hafnarframkvæmdir, en að þeim hefur verið unnið í þrjú Segja má, að stóriðja hafi verið rekin á Hjalteyri þegar fiskverk- unin stóð í sem mestum blóma. Nú hafa menn sýnt Hjalteyri áh- uga með annars konar stóriðju í huga, þ.e. orkufrekan iðnað. Ingimar var spurður hvernig Hjalteyringum litist á það: „Við fengum erindi frá staðar- valsnefnd, eins og fjölmörg önnur sveitarfélög, og höfum svarað því til, að við séum til viðræðu um málið.“ Fjölmenni tók á móti Kolbeinsey Þegar Kolbeinsey ÞH 10 sigldi inn á höfnina á Húsavík biðu fjölmargir bæjarbúar á bryggjunni til að fagna hinu nýja og glæsilega skipi, en Slippstöðin á Akureyri afhenti skipið í heimahöfn á sunnudag. AU- margir gestir fóru með skipinu frá Akureyri til Húsavíkur, þ.á.m. nokkrir þingmenn kjördæmisins. Sóknarprestur þeirra Húsvíkinga blessaði og bað skipinu farsældar og nokkur ávörp voru flutt við mót- tökuathöfn á bryggjunni, þar sem lúðrasveit lék. Um kvöldið hélt bæjarstjórn Húsavíkur hóf fyrir gesti og áhöfn og kom m.a. fram í ræðu Bjarna Aðalgeirssonar, bæj- arstjóra, að tilkoma skipsins yki mjög atvinnuöryggi á Húsavík og gert væri ráð fyrir að það yki sjávarafla sem þar kæmi á land um 40%. Fjölmargar ræður voru fluttar og luku menn lofsorði á skipið og allan frágang þess. rHVMia' Hér sést hluti þeirra Húsvfkinga sem fögnuðu komu Kolbeinseyjar á sunnudag. Mynd: H.SV. Bundið slitlag á 50 kílómetra milli Akureyrar og Húsavíkur — samkvæmt Vegaáætlun til næstu þriggja ára Nú hefur verið gengið frá tillög- um um skiptingu á vegafé og vegaáætlun mun verða lögð fram næstu dagana. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir þó nokkurri aukningu bundins slit- lags á Norðurlandi, þó mörgum finnist eflaust að hraðar mætti vinna að þeim málum. Það sem einkum vekur athygli í þessari áætlun er það, að á næstu þrem- ur árum, að þessu ári meðtöldu, er gert ráð fyrir að leggja bundið slitlag á helming leiðarinnar milli Akureyrar og Húsavikur, eða á um 50 kílómetra. Á þessu ári verða lagðir 10 kílómetrar af bundnu slitlagi á Að- aldalsveg, frá Tjörn og norður, en eins og áður sagði eiga 50 km að vera komnir með bundið slitlag á leiðinni milli Akureyrar og Húsa- víkur árið 1983. Af öðrum helstu framkvæmdum í vegamálum á Norðurlandi eystra má nefna, að stefnt er að því að ljúka við veginn um Víkurskarð á næstu fjórum árum og ljúka á við Sléttuveg, svonefndan hafísveg, á næsta sumri. Aðrar helstu framkvæmdir við lagningu bundins slitlags eru þær, að ljúka á við að leggja á veginn milli Dalvíkur og Akureyrar á næstu þremur árum, auk kaflans frá Dalvík að Hóli, sem er um einn kílómetri að lengd. Á þessu ári verður lagt bundið slitlag á rum- lega 9 kílómetra langan kafla á Dalvíkurveginum. í ár verður hafist handa við lagningu bundins slitlags sunnan Akureyrar frá flugvelli að vega- mótum og síðan frá vegamótum að Hvammi og Teigi að Kristnesvegi. Samtals eru þetta um tveir kílómetrar. Á áðurnefndu þriggja ára tímabili verður lagt bundið slitlag á rösklega 5 kílómetra lang- an kafla á Hörgárdalsvegi og þá má nefna það, að árið 1982 á að leggja bundið slitlag á 4,5 km í þéttbýlinu í Mývatnssveit og þar um kring. Auka f ram- leiðsluna á frönskum kartöflum Nú er verið að athuga mögu- leika á því að auka veru- lega afköst kartöfluverk- smiðjunnar á Svalbarðseyri. Frönsku kartöflunum, sem þar eru framleiddar, hefur verið tekið mjög vel og hefur verksmiðjan ekki undan að framleiða, að sögn Svein- bergs Laxdals, fréttaritara Dags á Svalbarðseyri. Sveinberg sagði, að undan- farið hefði verið unnið á tveim- ur vöktum í sextán tíma á sól- arhring, þ.e. frá klukkan 7 á morgnana til klukkan 11 á kvöldin. Auk þess befur verið unnið á einni vakt á laugardög- um. Sjö manns starfa á hvorri vakt, auk fjögurra við frystingu og pökkun, þannig að verk- smiðjan hefur skapað verulega atvinnu á staðnum. í ráði er að koma við meiri sjálfvirkni við frystinguna og pökkunina. Sveinberg sagði, að þegar á heildina væri litið hefði starf- semin gengið betur en bjartsýn- ustu menn hefðu átt von á. Markaðurinn hefði tekið vör- unni vel og kartöflurnar hefðu dugað vel til þessarar fram- leiðslu. AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 23207

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.