Dagur - 12.05.1981, Side 7

Dagur - 12.05.1981, Side 7
(Framhald af bls. 5). á móti framlagi sem nam um 5 m. gkr. á síðasta ári. I landgræðslu áætlun er gert ráð fyrir því að hluti landeigandans í kostnaði verði einnig aukinn, þannig að hann sjái alfarið um girðingar- kostnaðinn Með þessu móti ætti að vera hægt að rækta um 10 km. á ári af skjólbeltum og er það um tíföldun frá því sem áður var; VINNA í ELDRI SKOGARREITUM Verulegt átak í grisjun eldri skógarreita hefur ekki verið gert síðan 1977, en það ár var sérstak- ur vinnuflokkur eingöngu í þessu viðfangsefni. Grisjun eldri skóg- arreita er mjög umfangsmikið verkefni, sem virðist alltaf verða útundan þrátt fyrir góðan ásetn- ing. Eins og er er grisjun algjört uppfyllingarverkefni, sem hlaup- ið er í þegar stund gefst frá öðrum tímabundnum verkum. Varla verður ráðin bót á þessu fyrr en ráðin verður sérstakur vinnu- flokkur í þetta verkefni, eða félagið standi undir heilsárs starfsemi, þannig að grisjun gæti farið fram síðari hluta vetrar. Helstu verkefni á sviði grisjunar og umhirðu var í reit félagsins á Hánefsstöðum. Einnig var tölu- vert grisjað í Kjarnaskógi og lít- ilsháttar í Vaðlareit. Viðhald girðinga var frekar lít- ið enda veturinn 1977-’80 óvenju snjóléttur. Mesta viðhald var á girðingu félagsins um Vaðlareit og í Leyningshólum. Á öðrum stöðum var lítið sem ekkert við- hald. Kostnaður við þennan verkþátt var á árinu 1980 ca. 1.400.000 gkr. FRAMKVÆMDIR Á árinu var gerður samningur mifi skólanefndar Laugalands- skóla á Þelamörk og Skógræktar- félagsins um leigu á landi til skógræktar. Þetta land var girt á síðasta ári og vonandi verður hægt að hefja útplöntun í svæðið nú 1 sumar. Styrkur fékkst í girð- inguna frá Landgræðsluáætlun. Þetta friðaða svæði er milli 100-300 ha. og vel fallið til skógr- æktar. Tel ég að á þessu svæði hafi félagið ærin verkefni næstu árin. Þess má og geta að Skógrækt ríkisins hefur nú fengið full afnot af Vaglajörðinni og er ekki ólík- legt að ætla að á Þelamörkinni verði verulegar gróðurfarsbreyt- ingar á næstu árum. FRAMKVÆMDIR VIÐ PLONTUUPP- ELDI Ráðist var í byggingu 300 m2 gróðurhúss í uppeldisstöðinni. Einnig var þar unnið viðbótar- land fyrir græðireiti. Byggt var við vélageymslu og unnið var við að koma upp bráðabirgða kæli. Allar þessar framkvæmdir við uppeldisstöð miða að því að gera plöntuuppeldið öruggara. Ljóst er að plöntuþörfin fyrir bæ og hérað er mikil og verður að kappkosta að félagið sinni þessari þörf. Einnig er Ijóst að ný svæði á vegum félagsins þurfa mikinn fjölda plantna á næstu árum. Leiðrétting f minningargrein um Jóhannes Kristjánsson, forstjóra, 1 Degi 7. maí s.l. urðu þau leiðu mistök að nafn annars tengdasonar hans mis- ritaðist. Var hann sagður heita Pét- ur Guðmundsson, sem átti að vera Ketill Guðmundsson. Er beðist velvirðingar á þessu. Húsnæði fyrir starfsmann Þriggja herbergja íbúð óskast til leigu frá 1. júní n.k. Upplýsingar gefur hótelstjóri í síma 22200. Hótel K.E.A. Húsnæði óskast Fjórðungssjúkrahúsið óskar eftir að taka á leigu íbúðir eða raðhús, til afnota fyrir starfsfólk sjúkra- hússins. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma 22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Garðplöntur til sölu Nokkrar tegundir af barrtrjám, lauftrjám og runnum verða til sölu út maí í Aðalstræti 62. Afgreitt verður á fimmtudögum og föstudögum kl. 20.00 til 22.00. Eigum nú til á lager sorptunnur og grindur Sandblástur og málmhúðun sími22122 Múrarar Orlofssjóður M.F.A. leikir hjólhýsi í sumar. Upplýs- ingar veitir Hannes Óskarsson í síma 25126. Furu og greni panell Antik-panell: Furu og greni 5” og 6” Sléttur panell: Furu og greni 5” og 6” Hagstætt verö. FURUVELLIR 5 AKUREYRI . ICELAND P. O. BOX 209 SlMAR (96)21332 og 22333 ^¥g GI N G A V E R K T A K A R Kvenfélag Svalbarðsstrandar auglýsir eftir umsóknum um rrámsstyrk úr sjóðnum Helgu. Skilyrði styrkveitingar eru þau að umsækjandi sé búsettur á Svalbarðsströnd eða ættaður þaðan og að hann stundi framhaldsnám í einhverri eftirtal- inna greina: Hannyrðum, listiðnaði, hjúkrun og aðhlynningu aldraðra, kennslu og starfsþjálfun vangefinna og fatlaðra, söng, tónment eða íþróttum. Nánari upplýsingar gefa Sigríður í síma 23964, Herdís í síma 24920 og Anna María í síma 25256. Skriflegar umsóknir sendist formanni félagsins önnu Maríu Snorradóttur Smáratúni 16b, Sval- barðseyri fyrir 15. jún n.k. STJÓRNIN. Bifreiðaverkstæðið Þórshamar auglýsir Vantar nokkra bifvélavirkja til vinnu, j sem fyrst. Þórshamar sími 22700. WC F.S.A. Laus staða Staða yfirlæknis á svæfinga- og gjörgæsludeild F.S.A. er laus til umsóknar. Umsóknir sendist stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1981. Upplýsingar um stöðuna veitir Ásgeir Höskuldsson framkvæmdastjóri sjúkrahússins. Hér er um að ræða tækifæri til að vinna við stofnun nýrrar og sjálfstæórar deildar í nýrri byggingu, sem tekin verður í notkun seint á þessu ári. Óskum eftir að ráða tvo trésmiði og tvo verkamenn Upplýsingar á staðnum á skrifstofutíma. Börkurs.f. Fjölnisgötu 1, Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir fóstrum til starfa á deild og við forstöðu dagvistarstofnana. Upplýsingar eru veittar á Félagsmálastofnun Akur- eyrar kl. 10-12 alla virka daga. Sími 96-25880. Akureyringar Aðalfundur Garðyrkjafélags Akureyrar verður haldinn í Gróðrastöðinni fimmtudaginn 14. maí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Sýndar litskuggamyndir. Stjórnin. Nauðungaruppboð Annað og síðasta á fasteigninni Víðilundi 4a, Ak- ureyri, þingl. eign Áslaugar Kristjánsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands, Skúla J. Pálmasonar, hrl., Ólafs B. Árnasonar, hdl., Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Jóns Kr. Sólnes, hdl., Ragnars Steinbergssonar, hrl. og Kristjáns Ólafssonar, hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 18. maí 1981 kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Frá Kjörmarkaöi KEA Hrísalundi Strásykur2kg....................... kr. 12,65 Molasykurlkg....................... kr. 12,85 Púðursykur 500 g .................. kr. 5,30 Sólgrjón 950 g..................... kr. 9,90 Sólgrjón 475 g..................... kr. 5,00 Pop mais 2 LBS..................... kr. 7,50 pr, :---——--------- | KjöniTarkaösverö er: | lycmleg búbót] DAGUR.7

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.