Dagur


Dagur - 12.05.1981, Qupperneq 8

Dagur - 12.05.1981, Qupperneq 8
Rekstrarfé var af skornum skammti — hjá Kaupfélagi Þingeyinga Aðalfundur Kaupfélags Þingey- inga var haldinn á Húsavík fyrir skömmu. Fundinn sat 121 full- trúi ásamt stjórn, kaupfélags- stjóra og nokkrum gestum. Formaður félagsstjórnar, Teitur Björnsson, setti fundinn og minntist látinna félaga. Fram kom í skýrslu hans að fjárfest- ingar á liðnu ári hefðu verið í minna lagi eða 184 milljónir gkr., enda var rekstrarfé mjög af skornum skammti mestan hluta ársins. Kaupfélagsstjóri, Hreiðar Karls- son. flutti skýrslu og rakti árs- reikninga félagsins. Taldi hann að verslunarárferði hefði verið að ýmsu leyti erfitt — sérstaklega væru vextir af vörubirgðum þung- bærir hjá strjálbýlisversluninni. Fram kom að heildarvelta verslun- ardeildanna hafði vaxið um 54,7% samtals 1.171 milljón gkr. Bók- fræður halli samkvæmt rekstrar- reikningi var 28 milljónir gkr. Úr stjórn félagsins áttu að ganga þeir Böðvar Jónsson og Egill Gúst- afsson og voru báðir endurkjörnir. Mörg mál voru rædd á fundin- um, s.s. ullarviðskipi og málefni þvottastöðvar. Fóðurframleiðsla og graskögglagerð komu og til um- ræðu. Einnig var fjallað um stefnumótun samvinnuhreyfingar- innar og samþykkt ályktun um það efni. Úthlutað var úr menningar- sjóði K.Þ. Meðal þeirra er hlutu styrk úr sjóðnum er Kristín Geirs- dóttir, Hringveri, Tjörnesi og var henni með honum veitt viður- kenning fyrir rannsóknir á nokkr- um atriðum íslendingasagna. Nið- urstöður hennar birtust í Skírni fyrir 2 árum og vöktu verulega at- hygli. ÞJ. * *>&?*** *' * fiilllli ' * • •• f síðustu viku var haldið á Akureyri námskeið fyrir slökkvi- liðsstjóra og yfirmenn f slökkviliðum viðs vegar að af landinu á vegum Brunamálastofnunar rfkisins. Námskeiðið stóð frá mánudegi til föstudags og voru þátttakendur 22 að tölu. Var bæði um að ræða verklega og fræðilega kennslu. Meðal annars var kennd reykköfun og þessi mynd var tekin við slökkviæfingu inni á flugvelli, þar sem barist var við oliueld i bílhræi. Þátttakendur luku lofsorði á námskeiðið, en bentu á það í leiðinni, að víðast hvar úti á landi væru fá og úr sér gengin tæki til slökkvistarfa, þannig að sú reynsla sem þeir öðluðust nýttist ekki til fulls. Mynd: á.þ. MILLJONA SPARNAÐUR MEÐ TILKOMU HITAVEITUNNAR frá árinu áður og nam 6.427 milljónum gkr. í iðnaðar- og þjón- ustudeildum nam veltan 608 milljónum gkr., sem er um 69% aukning. Hjá bifreiða- og flutningadeildum var veltan 192 milljónir gkr. og hafði vaxið um 44%. Sala afurðarreikninga varð 2.487 milljónir gkr. og var það 41% aukning frá siðasta ári. Launa- greiðslur á vegum félagsins námu Gerð hafa verið frumdrög að byggðaþróunaráætlun fyrir Suður-Þingeyjarsýslu austan Vaðlaheiðar, þ.e. svokallað Húsavíkursvæði. Einn fundur hefur þegar verið haldinn um málið á Húsavík fyrir tilstuðlan Fjórðungssambands Bæjarráðs- menn telja hunda Á fundi í bæjarráði Dalvíkur, sem haldinn var fyrir skömmu, voru taldir upp 16 hundar, seni bæjarráðsmenn vissu um, og rætt var um hvort rétt væri að framfylgja núverandi banni við hunda- haldi eða hvort ætti að leyfa það með ákveðnum skilyrð- um. Engin ákvörðun var tek- in á fundinum. Samkvæmt heimildum Dags á Dalvík eru skiptar skoðanir um það á Dalvík hvort eigi að framfylgja settum reglum, en margir hundanna ganga lausir um kaupstaðinn og oft fá þeir heimsóknir vina og kunningja frá nærliggjandi sveitabæjum. „Málið er viðkvæmt og menn hafa ekki treyst sér til að láta fjarlægja þessa hunda“, sagði viðmælandi blaðsins á Dalvík og vildi ekkert segja um hvenær bæjarráð afgreiðir hundamálið endanlega. Kyndingarkostnaður íbúðar- húsa á svæði hitaveitu Dalvíkur nemur aðeins um 18,4% af kyndingarkostnaði með olíu. Norðlendinga og Byggðadeildar Framkvæmdastofnunar ríkisins. Þá er einnig hafinn undir- búningur að gerð Byggðaþróunar- áætlunar fyrir Siglufjörð og hefur fundur verið haldinn með heima- mönnum til undirbúnings málinu. Jakob Árnason og Inga Rarnara Stefánsdóttir, sem átt hafa og rekið Bóka- og blaðasöluna að Brekkugötu 5 hér í bæ, hafa nú selt verslunina í hendur Jó- hönnu Þorsteinsdóttur og Óttari Einarssyni, sem munu reka hana áfram á sama stað og undir sama nafni. Bóka- og blaðasalan hóf starf- semi sína í september 1961 og hefur haft á boðstólum m.a. pappír og ritföng, erlendar bækur og tímarit, Þannig kostar um 16.900 kr. að hita upp meðalstórt húsnæði, um 500 rúmmetra, á ári með olíu, en aðeins 3.114 kr. á ári með hitaveitunni. Mismunurinn er 13.786 kr. á ári. Þessar upplýsingar komu fram hjá Valdimar Bragasyni, bæjar- stjóra á Dalvík, í viðtali við blaðið Norðurslóð. Þar kemur einnig fram, að á svæði hitaveitunnar er upphitað húsnæði alls rösklega 242 þúsund rúmmetrar og íbúðarhús- næði þar af tæplega 145 þúsund rúmmetrar. Samkvæmt opinberum tölum þarf 13 lítra af gasolíu á ári ritvélar og reiknivélar, skák- og skólavörur o. fl. Einnig hefur verslunin flutt inn ódýr píanó frá Póllandi og BRIO-kerrur og barnavagna frá Svíþjóð. Bóka- og blaðasalan hefur um langt skeið verið umboðsaðili fyrir Mál og menningu og annst alla þjónustu við félagsmenn á svæðinu og verður svo áfram. Hinir nýju eigendur Bóka- og blaðasölunnar hyggjast reka versl- unina með svipuðu sviði og verið hefur og mun Jóhanna Þorsteins- dóttir veita henni forstöðu. til að hita upp rúmmetra húsnæðis, sem þýðir að það myndi kosta 8 milljónir 196 þúsund krónur að hita upp húsnæðið á ári miðað við verð á gasolíu í dag. Hitaveita Dal- víkur selur 38 sekúndulítra af vatni og miðað við gjaldskrá nemur kostnaður húseigenda 1 milljón 402 þúsund krónum á ári. Mismunur- inn fyrir húseigendur á Dalvík nemur 6 milljónum 194 þúsund kr. sem er hærri upphæð en nemur öllum álögðum gjöldum bæjarfé- lagsins á íbúana. £7 £ Veskja- þjófnaður í banka Einn af góðkunningjum blaðsins þurfti að fara j banka í gær, aldrei þessu vant fremur gleðilegra erinda, eða til að leggja inn peninga á sparisjóðsbók. Hann útfyliti þar til gert eyðublað og fór síðan til gjaldkerans með bóklna. Upphæðin var stimpluð í bókina og þegar okkar maður ætlaði að draga upp veskið sitt til að greiða gjaldkeranum áttaði hann sig á að hann hafði lagt það á borðið, þar sem hann fyllti út eyðublaðlð. Þegar þangað kom var veskið horfið — ein- hver hafði hreinlega stollð þvf á þeim örfáu augnablik- um sem liðu frá því það var skilið eftir. (því voru 1.300 kr í peningum og 2.600 kr. í strikuðum ávísunum, auk ýmiss konar plagga s.s. öku- skírteinis og reikninga. Þeg- ar hins vegar kunningi okkar kom heim var þegar búið að hringja og tilkynna að veskið hefði fundist fyrir utan Amtbókasafnið. Sá sem stal því var þá búinn að hirða úr því peningana, en skildi ann- að eftir. Rétt er að vera vel á varðbergi gagnvart þjófnuð- um sem þessum, því það getur verið alveg með ótík- indum hvað sumt fólk leggur sig niður við. £7 • Ferðalög og f járhagur Að undanförnu hefur nokkuð verið um það rætt og ritað að fjárhagur landsmanna væri með verra móti, enda hefði atvinna dregist saman. Því miður er alltof mikill sann- leikur fólginn í framanrituðu en ýmislegt bendir þó til að fjárhagsvandinn sé minni en menn hafa ætlað. Það kom t.a.m. fram í útvarpi um s.l. helgi, í máli tveggja ferða- skrifstofumanna, að vel gengi að selja í sólarlanda- ferðir og fjölmargir iands- menn færu á eigin vegum til útlanda. Fram til þessa hafa t.d. utanlandsferðir verið taldar sæmilegur mælikvarði á fjárhagsgetu almennings, en slíkar ferðir skera menn venjulega niður ef endar nást ekki saman með góðu móti. % Snyrtum garða Síðustu daga hefur mátt sjá karla og konur á kafi í vinnu í görðum sínum Rusli hefur verið fleygt og í stuttu máli þá hafa margir garðar í bænum tekið stakkaskiptum síðustu daga. En betur má ef duga skal og ef menn vilja afla sér aukinnar þekkingar í garð- yrkju skal bent á fræðslu- fundi í garðyrkju, sem garð- yrkjustjóri og garðyrkjufélag- ið auglýsa í blaðinu í dag. Byggðaþróunaráætlanir fyrir Húsavíkursvæði og Sigluf jörð Bóka- og blaðasalan skiptir um eigendur

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.