Dagur - 11.06.1981, Blaðsíða 9

Dagur - 11.06.1981, Blaðsíða 9
Sigurður Jóhannesson. Nýr forseti bæjarstjórnar Sigurður Jóhannesson. fulltríii Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar, var kjörinn forseti bæj- arstjórnar á síðasta fundi hennar. Sigurður tók við af Frey Ófeigs- syni. Fyrsti varaforseti var kjörinn Ingólfur Árnason og annar vara- forseti Soffía Guðmundsdóttir. Á sama fundi voru kjömir sem aðal- menn í bæjarráð þau Sigurður Óli Brynjólfsson, Freyr Ófeigsson, Soffía Guðmundsdóttir, Ingólfur Árnason og Sigurður J. Sigurðsson. Sýning gamalla kirkjumuna Á vegum Prestafélags hins forna Hólastiftis verður efnt til sýning- ar í Minjasafninu á Akureyri. Tilefnið er það, að þúsund ár eru liðin frá því að fyrstu kristni- boðarnir, Þorvaldur viðförli og Friðrik biskup, komu út hingað til þess að boða kristni. Þarna verða meðal annarra dýr- gripa altaristaflan úr Möðruvalla- kirkju í Eyjafirði, hökull sem Jón biskup Arason skrýddist, mikill og forkunnarfagur kaleikur úr Hóla- dómkirkju, margskonar silfurmun- ir, kirkjuklukkur o. fl. Sýningin verður opnuð með guðsþjónustu í Minjasafnskirkj- unni n.k. sunnudag kl. 5 e.h. Síðan verður hún opin hvern dag frá kl. 2-5 til 28. júní. í lok hvers opnun- artíma verða stuttar helgistundir í Minjasafnskirkjunni: Rætt um grundvöll að kvenna- framboði Jafnréttishreyfingin hefur opið hús á mánudagskvöldum í júní í tré- smíðasalnum, Ráðhústorgi 3. Þar er m.a. verið að ræða hvort grund- völlur sé fyrir kvennaframboði í væntanlegum bæjarstjórnarkosn- ingum - og hvers vegna. Hlé verður á opnu húsi í júlí og ágúst, en í september verður tekin upp um- ræða um jafnréttislögin og fyrir- hugaðan fund með Jóhönnu Sig- urðardóttur, alþingismanni og fleirum. Héraðssýning kynbóta- hrossa Héraðssýning kynbótahrossa verð- ur haldin á Vindheimamelum dag- ana 13. og 14. júní. Jafnframt hér- aðssýningunni verða haldnar inn- anhéraðskappreiðar. Keppt verður í 150 m. skeiði og 250 m. foia- hlaupi. Dagskráin verður í stórum dráttum sú, að á laugardaginn kl. 10 verða kynbótahross leidd til dóms og dómnefnd starfar allan daginn. Klukkan 17 verða undan- rásir kappreiða, ef þörf krefur. Á sunnudag kl. 14 verða kynbóta- hross sýnd og dómum lýst af for- manni dómnefndar, Þorkeli Bjarnasyni. Coca-cola golfmótið: VIKINGAR Á föstudagskvöldið lékú í 1. deild í knattspyrnu Þór og Víkingur úr Reykjavík. Vík- ingar höfðu fengið gott start í mótinu, aðeins tapað 1 stigi gegn Fram. Leikið var á maiarvelli Þórs í norðan nepju og var kuldinn það mikill að íþróttafréttaritarar þurftu að vera betur búnir en þegar þeir voru að fylgjast með skíðamótum i vetur. Víkingarnir voru í miklum vígahug í þessum leik og unnu Þór auðveldlega, skoruðu þrjú mörk gegn engu. Víkingar byrjuðu leikinn af nokkrum krafti þrátt fyrir að þeir léku á móti golunni. Þeir náðu oft á tíðum að spila vel sín á milli og sköpuðu sér nokkur marktækifæri. Þórsarar byggðu sóknarloturnar á löngum spörkum fram á sína fljótu framherja Jón Lár. og Guð- mund Skarphéðinsson, og með hraða og hárðfylgi komu þeir varnarmönnum Víkings nokkr- um sinnum í opna skjöldu. Fyrsta mark leiksins kom á 27. mín. Þá léku Vikingar upp hægri kantinn og gefinn var góður bolti fyrir markið þar sem hinn marksækni Lárus Guð- mundsson var réttur maður á réttum stað og skoraði hann með viðstöðulausu skoti. Fyrri hálfleik lauk án þess að fleiri mörk væru skoruð, en þá höfðu Þórsarar verið óheppnir að jafna ekki, því þegar á hálfleik- inn leið komu þeir meira inn í leikinn og sköpuðust nokkur marktækifæri við mark Víkinga. Annað markið kom á 25. mín. síðari hálfleiks. Þá sóttu Vík- ingar stíft að Þórsmarkinu og gefinn var hár bolti upp að markinu, sem lenti í stöng og boltinn barst til Lárusar sem renndi honum á ÓmarTorfason sem skoraði. Aðeins einni mín. síðar end- aði góð sókn Þórsara með skalla frá Guðjóni í hornið. Línu- vörðurinn taldi hins vegar að IVIGAHUG Öll mörkin skoruð í syðra markið Keppni er nú hafin í þriðju deild í knattspyrnu, en þar er leikið í mörgum riðlum eftir landshlutum. Á laugardaginn léku t.d. Dagsbrún úr Glæsibæjarhreppi og Magni frá Grenivík. Magnamenn byrjuðu leikinn af fullum krafti og skoruðu þrjú fyrstu mörkin. Fyrsta markið kom eftir góða fyrirgjöf frá Þormóði þjálfara liðsins, en hann gaf vel fyrir markið og Hringur Hreinsson skallaði í netið. Annað markið var sjálfs- mark hjá Dagsbrún þegar varnarmaður ætlaði að gefa á markmanninn en sá bolti fór beinustu leið innfyrir marklín- una. Þriðja markið gerði Hringur eftir varnarmistök hjá Dagsbrún. Þá var komið að Dagsbrún að skora. Þeirra fyrsta mark gerði Jóhann með skalla, og annað markið kom skömmu síðar og var þar að verki Valdemar Freysson. Rétt fyrir leikslok handlék einn Magnamanna boltann inni í vítateignum og vítaspyrna var umsvifalaust dæmd. Valdemar Freysson skoraði örugglega úr henni og tryggði um leið Dagsbrún ann- að stigið í leiknum, en hann fór þrjú mörk gegn þremur. öll mörkin voru skoruð í syðra markið á Dagsbrúnarvelli, en kunnugur sagði að þar væri yfirleigt öll mörk skoruð, en mjög erfiðlega gengi að hitta ytra markið. Önnur úrslit í þriðju deild urðu þau, að Árroðinn vann HSÞ b, USAH sigraði Reyni frá Árskógsströnd, og KS og Tindastóll gerðu jafntefli. Varnarmenn Vfkings taka hressilega á móti þeim Guójóni Guómundssvni og Áma Stefánssyni. Ljósm. Kristján. Næstu leikir íl.deild Næstu leikir í 1. deildinni verða um næstu helgi. Á laugardaginn leikur Þór við ÍA á Þórsvellin- um, en síðast þegar þessi lið léku saman í 1. deild hér á Ak- ureyri sigraði Þór með 3 mörk- um gegn 1, en þá voru Sigþór Ómarsson og Sigurður Lárus- son „aðal prímusarnir" í liði Þórs. en þessir menn leika nú með Akranesi. Á sunnudaginn leikur KA við Víking í Reykjavík, en það verður gaman að sjá hvernig KA tekst í viðureigninni við þá. ranglega hefði verið að markinu staðið og var það dæmt af, og sennilega réttilega þar sem línuvörðurinn var í bestu að- stöðu til að sjá aðdraganda marksins. Þriðja mark Vikinga kom svo skömmu síðar en þá ætlaði Þórarinn að gefa boltann á Eirík markmann, en f.v. Þórs- arinn Hafþór Helgason komst inn í sendinguna og náði bolt- anum, renndi fyrir markið á Lárus sem skoraði sitt fimmta mark í deildinni. Víkingar voru mun betri í þessum leik og unnu verð- skuldaðan sigur. Þeir leika vel saman og eru tvímælalaust besta aðkomuliðið sem hér hef- ur sést á þessu leiktímabili. Vorhappdrætti lyftingarmanna JÓNÞÓR BESTUR! Lyftingaráð Akureyrar gengst nú á vordögum fyrir glæsilegu happdrætti. Margir stórgóðir vinningar verða í boði og er lieildarupphæð vinninga 28.000,00 kr. Þar ber fyrst að geta ferðar til eyjarinnar Krítar fyrir tvo og er sú ferð farin á vegum Ferðaskrifstofu Akur- eyrar. Vinningar verða cinnig glæsileg hljómflutningstæki frá versluninni Akurvík, mokka- fatnaður frá SfS o. fl. Lyftingamenn munu sjálfir ganga í hús í bænum og selja miða og verða þeir allir auð- kcnndir með merki ráðsins. Miðarnir kosta 25,00 kr. og dregið verður úr selduni miðum þann 15. júlí. Unglingalandsliðsmaðurinn Jón Þór Gunnarsson varð sigurvegari í opna Coca-cola golfmótinu sem fram fór á Jaðarsvellinum um síðustu helgi. Þetta var 36 holu mót og var leikið með og án forgjafar. Jón Þór lék 36 holurnar á 155 höggum og hafði umtalsverða yfirburði. f 2. sæti varð Magnús Birgisson sem lék á 163 höggum og Sigurður H. Ringsted varð 3. með 165 högg. í keppni með forgjöf sigraði ungur piltur, Jón G. Aðal- steinsson, sem lék á 142 höggum nettó, annar varð Jón Þór Gunnarsson á 147 höggum og Sverrir Þorvaldsson varð þriðji á 148 höggum. Alls tóku 29 k-eppendur þátt í mótinu sem fór fram í ágætu veðri, en mjög kalt var. Lyftingamenn ætla að ganga i hús og selja happdrættismiða. o__________ Næsta mót kylfinga á Akur- eyri fer fram annan laugardag og er það Jónsmessukeppnin svokallaða, en þá fara kylfingar yfirleitt á kostum. Jón Þór Gunnarsson sigraði iirugg- lega í Coca-cola golfkeppninni. DAGUR•9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.