Dagur - 11.06.1981, Blaðsíða 12

Dagur - 11.06.1981, Blaðsíða 12
MIKIÐ KAL OG GRÓÐUR- LEYSI „Það hafa verið mikil harðindi hér og mikið kal. Á mörgum jörðum er helftin af túnunum ónýt. Hins vegar skiptist kalið mjög mikið á milli bæja. Á sum- um er 10% túna kalin en á öðr- um er kalið 70 til 80%,“ sagði Einar Gislason, Syðra-Skörðu- gili, Skagafirði „Við sjáum fram á mikil vand- ræði ef ekki fer að skipta til hins betri. Ég veit varla um neinn ein- asta mann hérna, sem er farinn að bera á tún því það er stöðugur þurrkur og frost um nætur,“ sagði Einar og bætti því við að þeim bændum, sem hefðu orðið illa úti vegna kals, væri ráðlagt að hefja ræktun á grænfóðri. Fé á gjöf Cili, Svartárdal 9. júní. Hér um slóðir er kalt og gróðurlítið. Víða er mikið kalið og það má segja að fé hafi verið á gjöf fram undir þennan tíma. Annars má segja um kalið að það sé ekki komið í ljós hve miklar skemmdirnar verða — því ræður veðurfar næstu daga. En gróðri fer heldur aftur því hér er frost á hveri nóttu eins og víða annarsstaðar á Norðurlandi.F.B. 70% heyfengur Túnsbcrgi 9. júní. Óhætt mun að segja að illa horfi með kartöfluræktun og hey- skaparhorfur á Svalbarðsströnd. Tún eru víða mjög ljót, kal tals- vert, og sagði mér glöggur bóndi í Fnjóskadal að hann álíti að heyfengur austan Vaðlaheiðar verði ekki nema 70% í sumar miðað við meðalár sem er auð- vitað ekki nógu gott. Kartöfluniðursetning fór fram á eðlilegum tíma en meðalhiti í maí var aðeins 4,8 stig sem er 1,5 stigi undir meðalhita í þessum mánuði. Það sem af er júní hefur hiti verið við frostmark á hverri nóttu þannig að útlitið varðandi kartöfluupp- skeruna er langt frá því að vera gott, þótt menn séu ekki farnir að örvænta enn sem komið er. S.L. Spretta nánast engin Ylra-Felli, Aðaldal 7. júní. Tíðarfarið er ölium hér efst í huga enda er það erfitt og óálit- legt. Spretta er nánast engin. Hiti hefur verið rétt fyrir ofan frostmark dögum saman og s.l. nótt var t.d. sex stiga frost á Staðarhóli. Gróðri hefur í raun og veru farið aftur að undan- förnu. Tún litu ekki svo illa út í vor, en eitthvað af þeim mun hafa skemmst um sumarmálin. Víða eru kalskellur. Ég hef ekki haft fregnir af stórfelldu kali, en að sjálfsögðu eru líka til staðar gamlar skemmd- ir. Skepnur eru enn á gjöf hjá mér, en nágranni minn sleppti þeim fyrir mánuði síðan og hætti að gefa. En aðstæður manna eru misjafnar eins og gengur. I.K. f vikunni kom nýleg flugvél til Akureyrar og bættist við í flug- flota F.N. Vélinni flugu þeir Sigurður Aðalsteinsson og Jóh- annes Fossdal frá Bandaríkjun- um, en vélin var í eigu aðila í Suður-Ameríku, Vélin er af Mitsubitchi gerð. Sigurður Aðalsteinsson sagði að þessi vél, sem ber 10 farþega auk flugmanns, væri töluvert hrað- fleygari en Fokker og nýja vélin fer milli Reykjavíkur og Ólafsfjarðar á 30% skemmri tíma en Tvin Otter. Nýja vélin í flugskýli á Akureyrarflugvelli. F.v.: amerískur maður sem annast þjálfun flugmanna á vélina, Cunnar Karlsson, Jóhannes Fossdal og Sigurður Aðalsteinsson. IVIynd áþ. Byssubófar“ í 33 Skagafirðinum! Maður nokkur sem var á ferð- inni í Skagafirði aðfaranótt s.l. mánudags varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu austan- vert við Héraðsvötn. Klukkan mun hafa verið um eitt um nóttina er maðurinn ók fram á nokkuð gamla rauða Skodabifreið með K-númeri sem lagt hafði verið þar í vegkantinn. Þegar örstutt var á milli bifreið- anna kom skyndilega hönd út um opinn glugga Skodabifreiðarinnar og var lítil byssa í hendinni. Var henni miðað þvert yfir veginn þannig að viðmælandi Dags varð að aka í „gegn um mið“ byssunnar. „Að sjálfsögðu varð mér á að beygja mig niður um leið og ég sá þetta og var ég samanhnipraður undir stýri er ég ók fram hjá Skodabifreiðinni," sagði sá sem fyrir þessu varð. Hann bætti við, að enginn skothvellur hafi heyrst og þegar hann var kominn úr skotlínunni steig h'ann bensín- gjöfina í botn til að komast sem fyrst frá þessum ófögnuði. Ekki vildi viðmælandi okkar fullyrða að hér hafi verið um alvöruskammbyssu að ræða sem notuð var til þess að hræða hann, enda gildir það einu. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það við fullorðið fólk hversu hættulegur leikur hér var iðkaður, það má sennilega ekki mikið út af bera til þess að athæfi sem þetta geti kostað útafakstur eða eitthvað þaðan af verra. Staðarvals- nefnd í heimsókn Staðarvalsnefnd um orku- frekan iðnað heimsækir Eyjafjörð og Húsavíkur- svæðið í næstu viku. Nefndin kemur til Akureyrar mánudaginn 15. •júní. Farið verðut til Dagverðareyrar og skoðaðar aðstæður út með Hörgárbrú, farið til Hjalteyrar og á Gálmaströnd, komið við á Árskógsströnd, Svalbarðseyri og í Reykjahreppi og fundur verður með atvinnumálanefnd og bæjarráði Akureyrar. Þriðjudaginn 16. júní verður svo farið til Húsavíkur og komið við á Tjörnesi. nefndarmenn munu ræða við sveitarstjórnar- menn og með í för verða fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga og iðnþró- unarfulltrúi sambandsins. KOMU RfÐANDI TIL KIRKJU Séra Þórsteinn Ragnarsson á Miklabæ bauð skagfirskum hestamönnum til messu um síð- ustu helgi. Hestamennirnir komu til Miklabæjar úr þremur hrcppum — Lýtingsstaða-, Seylu- og Akrahreppi. Alls munu þetta hafa verið um 60 hestamenn. Hrossaræktardeild- in í Akrahreppi bauð öllum kirkjugestum í kaffi í Héðins- minni eftir messu. Messan hófst klukkan tvö, en prestur kom ríðandi á móti mönn- um og fylgdi þeim til kirkju. Þar voru hrossin geymd í hólfi meðan gengið var til messu í blíðskapar- veðri Knattspyrnu- kappi í bflveltu Nýleg bifreið af Subaru gerð valt á „Drottningarbrautinni“ rétt fyrir hádegi s.l. þriðjudag, en síðan hafnaði bifreiðin á fjórum hjólum utan vegar. Tildrög óhappsins voru þau að ökumaðurinn, knattspyrnukapp- inn kunni Jóhann Jakobsson, var að huga að barni sem var í aftursæti bifreiðarinnar. Þegar hann leit fram á veginn sá hann að næstu bílar fyrir framan höfðu svo gott sem staðnæmst, og sá Jóhann ekki önnur ráð til að forða árekstri en að beygja snöggt til hliðar. Við það valt bifreiðin og hafnaði síðan sem fyrr sagði á fjórum hjólum utan vegar mjög mikið skemmd. Jóhann kvartaði um eymsli í baki eftir óhappið, mun hafa hruflast eitthvað, en þurfti ekki að fara á sjúkrahús. Barnið sakaði ekkert þannig að óhætt mun að segja að betur hafi farið en ástand bifreið- arinnar gaf til kynna eftir veltuna. £7 T crp " N 1 o 1 11 $ S Jii # Verktaka- skammtur hinn seinni Nú má enginn skilja um- fjöllun Dags um verktaka og samskipti þeirra við íbúða- kaupendur sem svo að hinir fyrrnefndu séu allir óalandi og óferjandi. Sem betur fer er málið ekki svo slæmt — en hitt er staðreynd að of mörg- um verktökum, sem hafa byggt íbúðarhúsnæði í því skyni að selja það, hefur liðist að draga framkvæmdir úr hófi. Á þetta sérstaklega við um bílaplön, grófjöfnun lóða og fleira. Þessi mál verður að taka föstum tökum. Það er hart til þess að vita að Pétur og Páll geta farið að byggja raðhús eða fjölbýlis- hús án þess að leggja fram nokkra tryggingu. Slíkt getur orðið til þess að sárasaklaust fólk, sem hafði það eitt í huga að koma þaki yfir höfuðið á sér, verði fyrir miklu fjár- hagslegu tjóni. ( því sam- bandi nægir að minna á rað- húslð við Litluhlíð 2. § Oplægöur akur Fram til þessa hafa neytenda- samtökln einkum beitt sér fyrir athugun á verði vara í matvöruverslunum. Slíkt er góðra gjalda vert og hefur án efa orðið til að vöruverð er víða lægra en ella. Á forsíðu Dags leggur byggingafulltrúi bæjarins til að neytendasam- tökin gangi í málið og beiti sér fyrir löggjöf um samskipti kaupenda og seljenda. Hver veit nema neytendasamtök- unum takist að fá löggjafann til að rumska. Hér er á ferð- inni stórt „neytendamál" og þess virði að það sé kannað. % Frábær frammistaða Það hefur vart farið fram hjá neinum, að Akureyringurinn Kristján Jóhannsson hefur undanfarið sungið aðalhlut- verkið í óperunni La Bohem, sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu. Það hefur tæpast heldur farið fram hjá neinum, hversu frá- bæra dóma Kristján hefur fengið fyrir frammistöðu sína. Hver gagnrýnandfnn á fætur öðrum hefur farið slíkum orðum um frammistöðu Kristjáns, að jafnvel örgustu óperu- og sinfóníuandstæð- ingar hljóta að fyllast forvitni um það, hvað það er sem getur slegið svo í gegn. Þó Kristján sé orðinn eða að verða alþjóðaeign sökum listar sinnar, finnst mörgum Akureyringum hann vera fuil- trúi bæjarins. Þætti þeim því gaman að fá þennan fulltrúa sinn til að syngja fyrir sig, þegar hann heimsækir fæð- ingarbæ sinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.