Dagur - 11.06.1981, Page 5

Dagur - 11.06.1981, Page 5
Fundur um flug- sögu og minjar Norðurlaudsmeistararnir 1981. Aftari röð frá vinstri: Þórarinn B. Jónsson, Magnús Aðalbjörnsson, Gunnlaugur Guðmundsson. Fremri röð frá vinstri: Páll Jónsson, Stefán Ragnarsson, Pétur Guðjónsson. Ljósm. Norðurmynd. Sveit Stefáns Ragnarssonar Norðurlandsmeistari í bridge Séra Benjamín áttræður Séra Benjamín Kristjánsson. fyrverandi prófastur, er áttræð- ur í dag, en hann fæddist 11. júní 1901 að Ytri-Tjörnum Foreldrar hans voru hjónin Kristján Helgi Bejamínsson, bóndi og hreppstjóri á Ytri-Tjörnum, og Fanney Friðriksdóttir frá Brekku í Kaupangssveit. Benjamín varð stúdent frá Reykjavík 1924 og kandídat frá guðfræðideild H.í. 1928, auk þess sem hann nam guð- fræði í Kaupmannahöfn og London. Séra Benjamín varð prestur Sambandssafnaðarins í Winnipeg í Kanda 1928-1932. Honum var veitt Grundarþing í Eyjafirði 1932 og var þar sóknarprestur allan sinn prestskap eða til 1967 og þar af prófastur frá 1962. Jafnframt preststörfum var hann mikilvirkur rithöfundur og skeleggur baráttu- maður fyrir hugsjónum sínum. Hann kvæntist Jóníu Björns- dóttur frá Karlsstöðum í Fljótum, en hún lést árið 1977. Benjamín dvelur nú í Lauga- landi við Eyjafjörð hjá bróður sín- um, séra Bjartmari Kristjánssyni, og mágkonu. Hann sýndi Degi ávallt mikla tryggð og ræktarsemi og skrifaði fyrir blaðið. Dagur sendir honum árnaðaróskir íslcnska Flugsögufélagið heldur fund áhugamanna um flugsögu og flugminjar á Hótel Varöborg laug- ardaginn 13. júní n.k. kl. 14.00. Fundarefni verður m.a. að sagt verður frá starfi félagsins, nefndar- formenn gera grein fyrir verkefnum nefnda o. fl. Almennt rabb um flug- sögumál og flugvélaflök yfir kaffi- bolla og sýnd gömul íslensk kvik- mynd af fyrsta flugdegi á íslandi, en hann var haldinn á Sandskeiði 1938. fslenska Flugsögufélagið var stofnað í júní 1977 af nokkrum áhugamönnum um íslenska flug- sögu. Eru félagar nú rúmlega 200 talsins en flestir af Suðurlandi, enda þótt vagga flugsins hafi raun- ar verið í Eyjafirði. Á stefnuskrá Flugsögufélagsins er m.a. varð- veisla gamalla flugminja, kvik- mynda, ljósmynda og heimilda um íslensk flugmál. Einnig er í lögum félagsins að gefa út ársrit, tengt íslenskri flug- Hinar vinsælu Grímseyjarferðir Drangs hefjast 23. þ.m. og standa til 18. ágúst. Miðnætur- sólarferðir Drangs hefjast hins vegar föstudaginn 19. júnf og verða á föstudögum allt fram til 31. júlí. Fjöldi fólks notfærði sér ferðir Drangs’ norður undir heimskautsbaug á s.l. ári og er því ráðlegt fyrir hópa að panta far hið fyrsta. Félagsheimilið í Grfmsey stend- ur farþegum Drangs til boða, en sögu eingöngu, og eru nú komin út tvö blöð er nefnast „Flugsagan" 1 og 2, sem eru prýdd fjölda mynda og eru upp á 80-100 síður. Flugsögufélagið hefur lagt í ýmis verkefni frá stofnun, m.a. hafið uppbyggingu á flugvélinni TF- ÖGN sem þeir Gunnar Jónasson og Björn M. Ólsen teiknuðu og smíðuðu á árunum 1930-1940 og flaug rétt fyrir stríð. Ennfremur safnaði félagið fé til kaupa á Waco flugvél frá Bandaríkjunum, sömu gerðar og fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar og síðar Flugfélags Is- lands, og 1979 stóð félagið að björgun Northrop flugvélar úr Þjórsá sem nú hefur verið gerð upp í Bandaríkjunum og verður sýnd hér væntanlega í sumar. Það er von Flugsögufélags- manna, að sem flestir sjái sér fært að koma á þennan fyrsta fund fé- lagsins á Akureyri. þar er hægt að fá hressingu og svefnpokapláss. Félagsheimilið opnar þann 16. júní. Drangur fer á þriðjudagsmorgn- um kl. 08 frá Akureyri og kemur til Grímseyjar um kl. 14. Farið er sama dag frá Grímsey kl. 18 og komið til Akureyrar um miðnætti. Miðnætursólarferðirnar eru hins vegar með nokkru öðru sniði. Lagt er af stað frá Akureyri kl. 15 á föstudegi og dvalið yfir nótt í Grímsey, en farið til baka kl. 12 á hádegi á laugardag. Dagana 5.-7. júní var spilað í Varmahlíð í Skagafirði Norður- landsmót í bridge. Sigurvegari nú varð sveit Stefáns Ragnarssonar frá Akureyri sem hlaut 150 stig af 180 mögulegum og sigraði með tals- verðum yfirburðum. í sveitinni eru allt ungir menn, sem auk Stefáns eru, PéturGuðjónsson, Þórarinn B. Jónsson, Páll H. Jónsson, Gunn- laugur Guðmundsson og Magnús Aðalbjörnsson. Alls spiluðu 10 sveitir víðsvegar að af Norðurlandi á móti þessu, sem tókst í alla staði mjög vel og var Skagfirðingum til sóma. Röð sveitanna varð þessi: $tig 1. sveit Stefáns Ragnars- sonar, Akureyri.....150 2. sveit Eiríks Helgasonar, Dalvík..............134 3. sveit Boga Sigurbjörns- sonar, Siglufirði...122 4. sveit Þórðar Ásgeirssonar, Húsavík. 5. sveit Páls Pálssonar, Akureyri. 6. sveit Kristjáns Blöndal, Sauðárkróki. 7. sveit Reynis Pálssonar. Skagafirði. 8. sveit Baldurs Ingvarssonar. Hvammstanga. 9. sveit Hallbjörns Kristjánss., Blönduósi. 10. sveit Skúla Jónssonar. Húsavík. Þess má geta að tvær efstu sveit- irnar töpuðu aðeins einum leik. en unnu alls 8. Keppnisstjóri var Al- bert Sigurðsson frá Akureyri. f veglegu hófi sem sýslunefnd Skagafjarðar bauð til að keppni lokinni voru verðlaun afhent og ávörp flutt. í Varmahlíð komu framámenn í bridgeíþróttinni á Norðurlandi saman og á fundi þeirra var ákveð- ið að næsta Norðurlandsmót skyldi haldið á Akureyri að ári. Grímseyjarferðir Drangs að hefjast Nýkomin sending af glœsilegum husgögnum ÍSLEN SKUM - RÚMENSKUM BELGÍSKUM - SÆNSKUM Sýningin verður opin kl. 10.00 til 15.00 á laugardag og kl. 13.00 iil 15.00 á sunnudag SÓFASETT SÓFABORÐ FATAHENGI INNSKOTSBORÐ VEGGSAMSTÆÐUR HL JÓMTÆK JASKÁPAR BLOMABORÐ Lftíð sýnishom af husgögnum þeim sem á sýningunni verða. Husgagnaverslunin EINIR HafnaLstrœti 81 Akureyri DAGUR•5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.