Dagur - 11.06.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 11.06.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR > SIGTRYGGUR & PÉTU ' AKUREYRI tfodaVi 64. árgangur Akureyri, fimmtudagur 11. júní 1981 45. tölublað TRILLU- Verktakar standa ekki við gerða samninga við íbúðakaupendur: ÞURFA EKKIAÐ LEGGJA FRAM NEINA TRYGGINGU Verðugt verkefni fyrir Neytendasamtökin - segir byggingafulltrúi SUMARIÐ MIKLA tryggingafé áður en þeir fara að byggja." Og Jón tók dæmi af manni sem hæfi byggingu á húsum og seldi. Hann gæti fengið lóðir ár eftir ár, án nokkurra trygginga, og smám saman kæmi upp sú staða að fé frá nýjum kaupendum væri not- að til að ljúka við gömul verk — en fer samstundis, eða því sem næst, á hausinn þegar illa árar. Og þá er ekki að neinu tryggingafé að ganga og eins líklegt að blásaklausir kaupendur verði að þola verulegt fjárhagslegt tjón. Jón sagðist hafa hreyft því á fundi hvort ekki væri hægt að láta akureyrska verktaka leggja fram tryggingu, en slíkt hef- ur ekki náð fram að ganga, enda vantar lagabókstaf. „Mér finnst furðu gegna að samtök eins og neytendasamtökin skuli ekki beita sér í máli eins og þessu. Það er verðugt verkefni fyrir neytenda- samtökin að beita sér fyrir að sett verði lög um þessi mál,“ sagði Jón Geir að lokum. EITT BLAÐ I NÆSTU VIKU Dagur kemur út einu sinni í þessari viku. Blaðið kom ekki út s.l. þriðjudag sökum þess að frídagur var daginn áður, og í næstu viku kernur aðeins eitt blað út. Það blað kemur út á þriðjudag, en fimmtudagsblaðið fellur niður sökum frídagsins á miðvikudag 17. júní. Þeir sem þurfa að koma aug- lýsingum í þriðjudagsblaðið eru beðnir að hafa samband við aug- lýsingadeild Dags fyrir kl. 19 á mánudag. Kappakstur í Hafnarstræti? - Nei, þær voru bara á róli i biíðunni í gær mcð börnin sín. Ljósm. á.þ. REVlA Á AKUREYRII SUMAR Siglufirði 10. júní. Togararnir öfluðu vel í síðasta mánuði. Þe;-r komu að jafnaði inn vikulega. Atvinna hjá fisk- verkunarfólki hefur verið jöfn og enginn þurft að kvarta af þeim sökum. Skólafók hefur fengið vinnu við skreiðarverkun og í saltfiski. Nú er unnið við endurbætur á SR. Það er árviss atburður og gaman verður að sjá verksmiðjuna að lokum. Trillukarlarnir eru að byrja, enveðráttanhefurveriðóhagstæðað undanförnu. Áttin er stöðugt aust- læg og karlarnir hafa komið hel- bláir af kulda að landi. Aflinn er misjafn. Nú virðast menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að trilluútgerð sé arðbær því búið er að kaupa fimm nýjar trillur til bæjarins og fleiri væntanlegar. Þetta verður því „trillusumarið“ mikla og ekki það fyrsta því menn hafa áður fengið þessa flugu í höf- uðið en læknast fljótt. Annars eru trillukarlarnir að jafna sig eftir góða grásleppuvertíð. Þeir hafa þegar selt meiri partinn af hrognunum, öfugt við starfsbræður sína annarsstaðar á landinu. Kjart- an Friðbjarnarson hefur keypt hrognin og selt þau jafn harðan til Danmerkur. Dekkbátar eru margir hverjir í landi, en eigendur þeirra eru að pakka saltfisk og skreið. S.B. „Samskipti verktaka og kaupenda íbúða hafa komið til kasta bygg- inganefndar, en í mörgum tilfellum hafa verktakarnir ekki staðið við ákvæði í samningum — skilað íbúðunum og seint og/eða eiga eftir ákveðin verk við húsin. Til mín hafa komið fulltrúar úr þessum húsum og kvartað, og ég hef oftast beðið þá um að skrifa til bygginganefnd- arinnar og kvarta formlega ef þeim þykir verktakar hafa brotið á sér. Nefndin hefur ekkert dómsvald, en hún getur skoðað kvartanir og tekið tillit til þeirra við úthlutun lóða til fyrirtækjanna,“ sagði Jón Geir Ágústsson, byggingafulltrúi Akur- eyrarbæjar, en eins og getið var um í síðasta blaði er töluvert um að verktakar gangi ekki frá íbúðarhús- um — s.s. raðhúsum og fjölbýlis- húsum, sem þeir hafa selt einstakl- ingum. Jón tók það fram að fáir hefðu í rauninni haldið málinu áfram eftir þessari leið, en ástæðan kann að vera sú sem Jón gat um — nefndin hefur í rauninni ekkert vald til að krefja verktaka um umsamdar framkvæmdir. Um langa hríð hefur sá siður viðgengist að verktökum er greitt fyrir íbúðina meðan verið er að byggja hana. Gjarnan tekur fólk við henni fokheldri og lýkur greiðslum til vérktakans um svipað leyti þrátt fyrir að verktakinn eigi ýmislegt eftir. Þess eru dæmi að verktaki hafi lagt upp laupana og að fólk hafi tapað verulegum fjárhæðum. En hvað er til ráða og hver ætti að hafa forgöngu um að koma þessum málum í betri farveg? Jón sagðist hafa látið þá skoðun í ljós á fundum bygginganefndar að hér þyrfti löggjafinn að grípa í taum- ana. „I þessum lögum þyrfti að gera þeim skylt að leggja fram Nú er afráðið að sett verði upp revía í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri í sumar. Stefnt er að því að hefja sýningar um eða upp úr næstu mánaðamótum. Sjálfstæðishúsið stendur að þessari revíusýningu en upphafs- menn og höfundar efnis eru Her- mann Arason og Þorvaldur Þor- steinsson, báðir kennarar á Akureyri. Þeir félagar vildu lítið tjá sig um efni revíunnar að svo stöddu, en sögðu að hún fjallaði m.a. um ferðamála-,,bransann“ á gamansaman hátt, þannig að ferðamenn á Akureyri ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Efnið væri ekki staðbundið og ætti því við hvort sem væri á Ak- ureyri, í Papey eða á Broadway. Flytjendur verða allir frá Ak- ureyri og hafa fæstir komið fram opinberlega áður. Æfingar eru hafnar. Tilgangurinn með revíu- sýningunum er fyrst og fremst sá, að lífga upp á bæjarlífið, að sögn höfundanna. Frá Húsavfk. OLDRUNARMAL í BRENNIDEPLI Það er víðar en á Akureyri sem öldrunarmálin eru í brennidepli og nú hefur verið ákveðið að breyta húsnæði gamla sjúkra- hússins á Húsavík og koma þar upp hjúkrunar- eða langlegu- deild, að sögn Egils Olgeirsson- ar, bæjarfulltrúa. f byrjun maí var tekinn í notkun fyrsti hluti dvalarheimilis fyrir aldraða, sem ber nafnið Hvammur, og verður það formlega vígt 20. júní n.k. Jafnframt þessu var lögð niður ellideildin á gamla sjúkrahúsinu, en sú stefna hefur nú verið mörkuð af sjúkrahússstjórn, að koma þar upp hjúkrunar eða langlegudeild. Þar á að vera pláss fyrir a.m.k. 12 sjúklinga. Þar sem ekkert fé er ætlað til þessa verkefnis í fjárlögum verður leitað á náðir Þingeyinga með fjár- framlög, en verið er að gera teikn- ingar að þeim breytingum sem gera þarf á húsnæðinu. Enn er ekki ljóst hversu mikill kostnaðurinn verður. Hótel Norður- Ijós opið aftur eftir breytingar Hótel Norðurljós á Raufar- höfn hefur nú opnað eftir nokkrar breytingar og lag- færingar innanhúss og utan. Raufarhafnarhreppur keypti hótelið á sínum tíma og var það opnað seinnipart júlí 1980 og starfaði það nokkuð fram á s.l. vetur. í hótelinu eru nú 40 gistiher- bergi, eins, tveggja og þriggja manna. Alls geta 76 manns gist í hótelinu. Það býður upp á fjöl- breyttar veitingar frá kl. 7.30 til 23.30 í rúmgóðum veitingasal auk þægilegrar setustofu. Hótelstjóri er Sigrún Jónsdóttir. mm AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.