Dagur - 23.07.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 23.07.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■■■■■■■■■■■■■■■■ 64. árgangur Akureyri, fimmtudagur 23. júlí 1981 56. tölublað WKmmmKmmmmmmmmmmmm Iþróttahöllin á Akureyri: Eru framkvæmd ir að stöðvast? „Við vitum ósköp lítið um það ennþá hvernig dæmið stendur, það er verið að vinna að því núna að reikna það út, og niðurstöð- Sýnd veiði - ekki gefin I byrjun mánaðarins hófst veiði í Svarfaðardalsá. Síðustu daga hefur veiði verið dágóð, en menn hafa eingöngu fest í silungi. Enn hafa engir laxar komið á land, en samkvæmt heimildum blaðs- ins hafa menn séð laxa stökkva í ánni. Þetta er því sýnd veiði en ekki gefin. í sumar verða sett 1000 laxaseiði í ána. Að sögn fréttaritara DAGS geta veiðimenn keypt veiðileyfi í versluninni Ýli á Dalvík. Þorgils Gunnlaugsson, Sökku, er formaður veiðifélagsins, sem sér um ána. urnar verða sendar til bæjar- ráðs“ sagði Hermann Sig- tryggsson formaður byggingar- nefndar nýju íþróttahallarinnar á Akureyri er DAGUR hafði samband við hann í gær. Heyrst hefur að fjárveiting sú sem vinna átti fyrir við byggingu hússins á þessu ári sé uppurin, og staðfesti Hermann að svo væri. Eins og kunnugt er, var höllin notuð til keppni og skemmtana- halds á Landsmóti UMFI á dög- unum, og fyrir það mót var unnið nótt og dag við framkvæmdir. En nú er ailt útlit fyrir að fram- kvæmdir við byggingu hússins leggist niður fram á næsta vor, ef ekki kemur til viðbótarfjárveiting. Upphaflega var reiknað með að húsið yrði tekið í nokun nú í haust, en ljóst er að framkvæmdir eru einu ári á eftir áætlun og verður húsið í fyrsta lagi tekið í notkun haustið 1982. Kvennaframboð Á þriðjudagskvöld var haldinn fundur í Möðruvöllum um kvennaframboð. Á fundinum var ákveðið að bjóða fram sérstak- an kvennalista við næstu bæjar- stjórnarkosningar á Akureyri. Til þessa fundar var boðað í framhaldi af fjölmennum fundi, sem haldinn var í Alþýðuhúsinu 8. þ.m. þar sem hugmyndir um kvennaframboð voru til um- ræðu. Fundinn í Möðruvöllum sóttu um 50 manns. í ályktun fundarins segir m.a. að fundarmenn telji rétt að bjóða fram kvennalista við kosningarnar næsta ár. „Teljum við nauðsynlegt að auka þátttöku kvenna til að stuðla að því að jafnrétti náist fyrr í reynd. ... Á fundinum er stofnaður áhugahópur um kvennaframboð. Fyrstu verkefni hans verða að kynna sér ýtarlega hin ýmsu bæj- armál. Unnið verður í starfshópum fram í september, en þá verða nið- urstöður hópanna ræddar og stefnumótun hafin.“ Hér er búið að bakka skipinu út úr skarðinu, sem kom í bryggjuna. F.ins og sjá má hefur bryggjan skemmst tnluvert. Kaldbakur sigldi beint á bryggjuna „Það er alveg greinilegt að eitt- hvað bilaði. Togarinn hélt áfram á fullri ferð og hafnaði að lokum Siglufjörður: Fara 10OO tunnur beint í sjóinn? „Það hefur sannast sagna hvarflað að okkur að brjóta landslög og reyna að losna við þetta í sjóinn í skjóli myrkurs, því við erum í vandræðum með hvernig við getum losnað við allar þessar tunnur“ sagði Ingi- mundur Einarsson, bæjarstjóri á Siglufirði er við ræddum við hann. Á fundi bæjarstjórnar Siglu- fjarðar 30. júní gerði bæjarstjóri grein fyrir málaleitun Sigló-síldar um losun og eyðingu á miklu magni af skemmdri síld frá verk- smiðjunni. Að sögn Ingimundar Einarsson- ar er hér um að ræða 1000 tunnur af síld frá árunum 1977 eða 1978. Ekkert mun hafa verið athugavert við þessa síld í upphafi, en vegna útflutningsbanns og vegna þess að samningar um sölu á síldinni töfð- ust, liðu hinir 6 mánuðir geymslu- Nýjung í smáauglýsingum: Nll BIRTAST ÞÆR ÓKEYPIS! Á blaðslðu sjö er að fínna eyðublað fyrir sérsfaka tegund smáauglýs- inga, sem við höfum kosið að nefna Markaðsauglýsingar. Þessar aug- lýsingar eru einkum hugsaðar fyrir fólk sem vill selja ýmsa hluti, en hefur fram til þessa ekki talið þá nógu verðmæta svo það tæki því að auglýsa þá. Lesendur Dags — notfærið ykkur Markaðsauglýsingar hlaðsins. þær birtast ykkur að kostnaðarlausu! þolstímans sem leyfilegur var sam- kvæmt samningum án þess að var- an seldist, og fór svo að Iðnaðar- ráðuneytið bætti Sigló-síld þessa vöru. Talið er að verðmæti hennar hafi þá verið tæpar 100 milljónir gkr. Síld þessi var lögð í dósir á sínum tíma og voru dósirnar settar í kassa. Einhverra hluta vegna voru síðan dósirnar teknar og settar í tunnur og fylltu þær 1000 slíkar. Taldi viðmælandi okkar á Siglufirði jafnvel hugsanlegt að tækifærið hefði verið notað til þess að losna við eitthvað af tunnum í leiðinni. En nú eru vandræði með að losna við þessar 1000 tunnur. Bæj- arland Siglufjarðar býður ekki upp á marga staði þar sem hægt væri að urða svo mikið magn af síldar- tunnum, og því hefur það hvarflað að mönnum að losna við þær í hafið. á bryggjunni. Á leiðinni reif skipið upp ankerið, sem sett hafði verið út,“ sagði Örn Halldórsson, starfsmaður Ú.A., en einn af togurum fyrirtækis- ins, Kaldbakur EA 301, sigldi á löndunarbryggju Ú.A. í gær- morgun. Fjöldifólks varvitni að því þegar áreksturinn átti sér stað. Togarinn var að koma úr veiðiferð og sam- kvæmt viðtölum við sjónarvotta er einna líklegast að bilun í vélarrúmi hafi átt sökina á því hvernig fór. Fólk, sem var á bryggjunni. átti nánast fótum fjör að launa og tvístraðist í allar áttir þegar Ijóst var hvað myndi gerast. Örn Halldórs- son sagði að bryggjan hefði nötrað. enda kom djúpt skarð í hana þegar stefni skipsins skarst í bryggjuna. Skömmu áður en áreksturinn varð stóð vörubíll á þeim stað sem skipið hafnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Ú.A. í gær var ekki búið að kanna skemmdir á togaranum og því ekkert hægt að fullyrða neitt um t.d. botnskemmdir. Ekki var hægt að sjá miklar skemmdir ofan sjólínu. Eins og teskeið Gunnarsstöðum 21. júlí. Spretta gengur ákaflega hægt. Til dæmis er hér grænfóöur sem hefur verið 60 daga í jörð og venjulega sprettur það á 80 til 90 dögum. En nú eru hafrarnir 10 til 15 cm háir! Stærstu blöðin á fóðurkálinu eru eins og mat- skeiðarblað, en flest eru eins og blað á teskeið. Ég veit til þess að á tveimur bæj- um er farið að slá nýræktir síðan í fyrra. Almennt á ég ekki von á að sláttur hefjist fyrr en um mánaða- mót. Miðað við árin um og fyrir 1960 má segja að þetta sé mánuði síðar en þá gerðist. En árið 1968 byrjuðu menn ekki að slá fyrr en í ágúst, svo við erum ýmsu vanir hérna og erum ekki að örvænta. Ég hef reyndar sagt það stundum að það sé skemmtilegra að búa í harðæri. Ástæðan er einfaldlega sú að sigrarnir verða svo stórir — og þeir stækka menn. Ó.H. Tannlæknir í Ólafsfirði Egill Kolbeinsson, tannlæknir er kominn til starfa í Ólafsfirði og hyggst vera þar a.m.k. um eins árs skeið. Ríkir almenn ánægja með það á Ólafsfirði að þar skuli loks vera tannlæknir. Mvnd:áþ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.