Dagur - 23.07.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 23.07.1981, Blaðsíða 6
St. Georgsgildið bjóða fötluð- um aðstoð við að heimsækja landsmót skáta í Kjamaskógi laugardaginn 1. ágúst kl. 14-17. Þeir sem vilja þiggja þetta góða boð eru beðnir að hafa sam- band við skrifstofu Sjálfsbjarg- ar sem gefur allar nánari upp- lýsingar mánudaginn 27. og þriðjudaginn 28. júlí kl. 13-17 í síma 21557. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Akureyri og ná- grenni. Ferðafélag Akureyrar. 31. júlí til 3. ágúst, Herðubreiðarlindir og Askja. 1.-8. ágúst, Brúaröræfi. Vorhappdrætti LRA: Þessi númer hlutu vinning: Nr. 975 tveggja vikna ævintýraferð fyrir tvo til Krítar. Nr. 98 Sanyo ferðasterioútvarp og kassettu- tæki. Nr. 1000 skinnjakki að eigin vali. Nr. 506 Ritsafn Jóns Trausta. Nr. 1785 og 1867 Vöruúttekt frá Sportvöru og hljóðfæraversluninni að verð- mæti kr. 500,00. Nr. 1013, 994, 974, 2390 vöruúttekt í Sport- húsinu að verðmæti kr. 250,00. Vinninga má vitja í Gullsmíða- stofunni Skart. AUGLÝSIÐ í DEGI Nýja bíó sýnir í kvöld kl. 9 myndina „Á villigötum“ með honum Travolta, John Lansing og Andrew Rubín í aðalhlutverk- um. Nick Martin var fæddur óg uppalinn í óhrjálegu umhverfi í Bronx-hluta New-Yorkborgar. Hópar uppvöðslusamra unglinga settu svip á hverfið, og rán og Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9 myndina „Að sama tíma að ári“ er sýnd var við mikla aðsókn á vegum Þjóðleikhússins fyrir skömmu. í aðalhlutverkum eru Ellen Burstyn og Alan Alda er kunnur er fyrir leik sinn í sjón- varpsþáttunum M.A.S.H. Kl. 11 verður sýnd myndin „IDI AMIN“ með Joseph Olita og Denis Hills í aðalhlutverkum. Myndin hefst í Uganda árið 1979, og er byggð á atburðum, sem þar gerðust, valdarán og ógnarstjórn einvaldsins Idi Amin. morð voru þar tíð — Nick — var fyrirliði eins hópsins, hann bjó hjá móður sinni og átti tvo yngri bræður. öll þráðu þau að komast í annað og betra hverfi. Kring- umstæðurnar höfðu neytt Nick út á þessa hættulegu braut, því þarna urðu menn að berjast fyrir lífinu. Myndin er bönnuð fyrir ungri en 16 ára. Alþýðuleikhúsið sýnir: Kona eftir Dario Fo Leikstjóri Guðrún Ásmundsdóttir. Sýning í Samkomuhúsinu á Akureyri fimmtudaginn 23. júlíkl. 21.00. Aðeins þessi eina sýning. Miðasala frá kl. 17.00. Frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar Nokkur hundruð hestar af heyi til sölu. Vélbundið á túni eða úr hlöðu. Upplýsingar gefnar í síma 22455 milli kl. 9-10 f.h. Útförföður okkar, tengdaföður, afa og langafa KRISTJÁNS SIGURJÓNSSONAR, frá Eyri, Glerárhverfi, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 17. júlí s.l., verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 27. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður að Lögmannshlið. Blóm og kransar af- þakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á F.S.A. Börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir ástvinlr. F.v. Björn Eirfksson, framkvæmdastjóri Skjaidborgar, Árni Bjamarson og Svavar Ottesen. Glæsileg bók frá Skjaldborg: Minningarbók íslenskra hermanna 1914-1918 Bókaútgáfan Skjaldborg hefur gefið út veglega bók sem heitir Minningarbók Islenskra her- manna 1914-1918. Bók þessi var fyrst gefin út f Winnipeg í Can- ada árið 1923 og er sú útgáfa orðin mjög fágæt. Bókin er 527 blaðsíður að stærð bundin í mjög vandað band af einum Rauða húsið: TUMI SÝNIR Laugardaginn 25. júlí n.k. klukkan 15 opnar Tumi Magnússon sýningu á verkum sínum í Rauða húsinu. Þar verða til sýnis teikningar og hlutir, svokallaðir objectar. Tumi er mosfellskur og stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands auk þess sem hann fór um lönd í listnámi sínu og var um tveggja vetra skeið í Enschede á því blauta Hollandi. Sýning Tuma í Rauða húsinu mun standa til sunnudagsins 2. ágúst, og er opin frá kl. 15-22 alla daga. Að venju eru engin boðskort send út, en allir eru boðnir velkomnir. Rauða húsið. ZENIT TTL myndavél til sölu. Með fylgja: 45 mm linsa, 135 mm zoom aðdráttar- linsa, 35 mm breiðlinsa, Rallei flash og leður- taska. Veró samtals kr. 3.600,00. Upplýsingar í síma 23704 milli kl. 7 og 9 á kvöldin. besta bókbindara íslands Ragn- ari Einarssyni. Hún er með kjöl úr skinni og með upphleyptu ietri sem er mjög óvanalegt. Bók þessi hefur að geyma myndir og æviágrip allra Vestur- íslendinga sem til náðist, er tóku þátt í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 eða voru skráðir í her- inn. Þá eru í bókinni myndir og æviágrip hjúkrunarkvenna, sem þátt tóku í styrjöldinni eða skráðar voru til þjónustu. Ennfremur eru í bókinni ítarlegar ritgerðir um heimsstyrjöldina eftir þá séra Rögnvald Pétursson og séra Björn B. Jónsson. I bókinni er gífurlegur fróðleikur um fjölda Vestur-ís- lendinga og upplýsingar sem al- menningur hér á landi hefur lítinn aðgang haft að fram að þessu. Til dæmis má sjá í ritgerð Björns B. Jónssonar, upplýsingar sem unnar eru úr skýrslum sem Jóns Sigurðs- sonar félagið i Winnipeg gerði og taldar eru þær ábyggilegustu heimildir sem menn hafa um þessa sögu. Hinn 1. sept. n.k. tekur að nýju til starfa skóladagheimilið Brekkukot, Brekkugötu 8. Starfsemi þess fer fram sam- tímis skólum, þ.e. frá 1. sept. til maíloka, en heimilið er þó jafn- an opið á virkum dögum kring- um stórhátíðir, þegar leyfi eru í skólum. Á skóladagheimilinu dvelja börn á skólaaldri frá kl. 7.30 til kl. 17.30 og fá þau máltíðir á heimilinu. Þau sækja þaðan skóla í heimahverfi sínu. Þau sem langt eiga að sækja eða ekki er óhætt að fari ein, eru flutt milli skóla og heimilisins. Auk Þar kemur meðal annars fram að 1245 íslendingar gengu í herþjón- ustu í Canada og Bandaríkjunum á stríðsárunum. Eftir því sem næst verður komist létu 144 lífið f stríð- inu. Af þeim féllu 94 í orrustu, 2 dóu af slysum, til tveggja hefur al- drei spurst, 19 dóu af sárum og 27 af sjúkdómum. Árni Bjarnarson bókaútgefandi á Akureyri, sem löngu er landskunnur fyrir útgáfu á bókum eftir Vestur-íslendinga og af fjölþættum störfum í Þjóð- ræknisfélaginu, hefur haft milli- göngu um útgáfu bókarinnar og ritar hann itarlegan formála í bók- ina. Það er trú þeirra sem þessa veg- íegu bók hafa skoðað að sem flestir vilji eignast hana. Bókin verður eingöngu seld til áskrifenda og verður gefin út í takmörkuðu upp- lagi. Hægt er að gerast áskrifandi að bókinni hjá Bókaútgáfunni Skjaldborg. Ennfremur mun Árni Bjarnarson sjá um söfnun áskrif- enda og mun hann gefa allar upp- lýsingar um bókina í síma 96-24334. Bókin kostar 600 krónur. umönnunar á heimilinu fer þar fram kennsla og aðstoð við heima- nám í samvinnu við skólann. Aug- lýst hefur verið eftir umsóknum um vist veturinn 1981/82 og hafa þær borist áð undanförnu. Enn eru þó nokkur rými laus. Forgang hafa börn einstæðra foreldra og börn sem vegna skólaerfiðleika þurfa sérstaklega á dvöl að halda. Gjald er hið sama og á dagheimilinu Pálmholti, þ.e. nú í sept., 650,- kr. á mán. fyrir börn einstæðra foreldra en 815,- kr. á mán. fyrir önnur. Umsóknum skal beint til Félags- málastofnunar Akureyrar, s. 25880, þriðjudag og miðvikudag kl. 10-12. Hús til sölu: Til niðurrifs eða brottflutnings ca 100 m2 timburhús. K. Jónsson & Co. h.f. Niðursuðuverksmiðja Sími21466 Brekkukot tekur til starfa á ný 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.