Dagur


Dagur - 23.07.1981, Qupperneq 8

Dagur - 23.07.1981, Qupperneq 8
 Akureyri, fimmtudagur 23. MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Fjölmennt ætt- armót í Öxarfirði Um síðustu helgi var haldið hcilmikið ættarmót austur í öx- arfirði. Þar voru á ferð niðjar Sigvalda Sigurgeirssonar og Sigurlaugar Jósepsdóttur, sem bjuggu að Gilsbakka, en þangað fluttu þau í upphafi aldarinnar. Þann 3. júlí voru liðin 110 ár frá fæðingu Sigvalda. Niðjar þeirra hjóna, ásamt mök- um, komu til Gilsbakka á föstudag og voru gestir samtals 88 talsins. Margt var sér til gamans gert og þegar tíðindamaður DAGS kom á mótssvæðið á laugardag höfðu gestirnir nýlokið við að snæða vænan dilk sem var heilsteiktur á teini. Þau hjón eignuðust 12 börn og eru 7 þeirra á lífi. Að auki tóku þau að sér eina fósturdóttur. Sonur þeirra, Halldór Sigvalda- son, býr að Gilhaga, sem er nýbýli úr landi Gilsbakka, sem fór í eyði um tíma. Tvö börn Halldórs, Brynjar og Arnþrúður, settust að á sama stað og hafa bæði stofnað bú ásamt mökum. Arnþrúður tók aft- ur upp Gilsbakkanafnið. Niðjar þeirra Sigvalda og Sigur- laugar eru orðnir hátt á þriðja hundrað. Eins og á öllum góðum ættarmótum var tekin mvnd af þátttakendum. Mynd: á.þ. ÓLAFSFIRÐINGAR BfÐA SPENNTIR Vel gengur að malbika Gera má ráð fyrir að starfsmenn Akureyrarbæjar séu nú búnir að malbika u.þ.b. 35% af því sem áætlað var að gera í sumar. Af stærri verkefnum má nefna að eftir er að malbika Laufásgötu á Oddeyri og á Brekkunni er eftir að malbika Furulund. Gunnar Jóhannesson, verkfræð- ingur, sagði að vætutíðin að und- anförnu hefði stundum sett strik í reikninginn, en ef ekkert óvænt kemur upp á teninginn verður hægt að ljúka við áætlaðar framkvæmdir í sumar og haust. Starfsmenn malbikunardeildar- innar hafa þegar farið til Húsavíkur og lagt slitlag á götur og eftir versl- unarmannahelgi er gert ráð fyrir því að þeir fari til Ólafsfjarðar og Dalvíkur sömu erinda. „Það er búið að vera gott fiskerí svo lengi núna að maður er hættur að hugsa um það“ sagði Stefán Aspar skipstjóri á togar- anum Sólbak frá Akureyri í samtali við Dag. Við höfðum haft fregnir af því að óvenju- mikið hafísrek hafi truflað tog- ara við veiðarnar að undanförnu og spurðum Stefán hvað væri hæft í því. „Ég er búinn að sjá talsvert af ís núna síðustu dagana, en ég veit ekki hvort hægt sé að segja að hann geri okkur gramt í geði. ísinn kem- ur nefnilega upp á landgrunnið við sömu skilyrði og ýta fiskinum þangað." — Þið kvartið ekki? „Nei við gerum það ekki, og það er ekkert óeðlilegt að ís komi upp á slóðina norður af Vestfjörðum á þessum árstíma. Síðan er það aust- anáttin sem fleytir honum frá aftur og þegar það gerist má yfirleitt bóka mokveiði. Þá opnast slóðin „Jú ætli maður verði ekki að viðurkenna það að veturinn og næsta vor verða lengi að líða, við munum bíða spenntir eftir að sjá hvað kemur út úr þessum til- raunum okkar“ sagði Svein- björn Árnason bóndi á Kálfsá í Ólafsfirði, en hann er formaður Veiðifélags Ólafsfjarðar. Eins og Dagur hefur áður skýrt frá, hafa staðið yfir tilraunir með laxeldi í Olafsfjarðarvatninu að undanfömu. Þar voru 7 þúsund laxaseiði sett í tvær flotkvír í vor. Seiðin voru þá 20 g á þyngd, en þegarþeim varsleppt 12. júlí höfðu þau tvöfaldað þyngd sína. sem ísinn hefur lokað, sérstaklega fyrir flottroll. — Hafa veiðarnar gengið óvenjuvel að undanförnu? „Það er óhætt að segja að það fari nú miklu minni tími í fiskileit en áður fyrr, vegna þess að segja má að menn hitti alltaf í fisk þar sem þeir reyna.“ *mmt Flotkvírnar sem seiðin voru geymd í voru dregnar niður undir sjó og seiðunum sleppt þar. Við tekur árslöng bið eftir endurheimt seiðanna, en þó vonast menn til að meirihluti seiðanna muni ekki skila sér fyrr en eftir tvö ár. Komi þau eftir eitt ár til baka má gera ráð fyrir að þau verði orðin 4-6 punda þungir laxar, en að tveimur árum liðnum ætti þungi fiskanna að vera kominn í 12-14 pund. „Það er talið að ef um 8% seið- anna skili sér til baka þá muni þessi tilraun hafa sýnt að þetta borgi sig“ sagði Sveinbjörn. „Annars vil ég að það komi skýrt fram að þetta eru einungis tilraunir. Ég vil að þeim sé Miklir kuldar hafa verið í sjón- um út af Norðurlandi í sumar. Þannig mældist hitinn í yfirborðs- sjó þann 20. júlí ekki nema 6 gráður við Kolbeinsey og 6 gráður norður og austur af Vestfjörðum. Á sama tíma er hitinn 10 gráður við Suður- land og norður með Vesturlandi að Patreksfirði. þakkað sérstaklega dr. Birni Jóhannssyni og dr. Unnsteini Stefánssyni sem hafa undanfarin 3 ár unnið við rannsóknir í vatninu.“ — Þaðhefurvakiðmiklaathygli þeirra sem hafa unnið við rannsókn á vatninu og almennings að sjávar- vatnið aðskilur sig alveg frá fersk- vatninu úr Ólafsfjarðará. Saltvatn- ið er undir, mun heitara. Þannig mældist hitinn á 2,5 metra dýpi 12. júlí 10,4 gráður, en á tveggja metra dýpi var hitinn einungis 6,5 gráður. £ Vandræða- barnið Smyrill Að undanförnu hafa menn deilt nokkuð hart um Smyril og einstaka látið þau orð falla að það bæri að leggja niður siglingar skipsins til íslands. Sem dæmi um afstöðu sýslu- mannsins á Höfn má nefna að hann sagði í viðtali: „Smyrill er hrein plága og ég tel hann eitt versta vandamál, sem hingað hefur borist síð- an spánska veikin og svarti dauði herjuðu hér.“ Bæjar- stjórinn á Seyðisfirði fékk og pillu og hann svaraði fyrir sig með langri grein í Tímanum. Eftaust er nokkuð til í því að með Smyrli berist eitt og annað sem landið væri betur iaust við, en okkur ber að minnast þess að þegar Smyrlll hóf siglingar hingað til lands voru menn yfirleitt ákaflega ánægðír. Sumir sáu t.d. fram á að ódýrt yrði að fara með bílinn til útlanda og aka þar um. Hins vegar er eins og þeir og aðrir hafi ekki gert sér grein fyrir því að út- lendingar væru líka vísir til að notfæra sér þjónustu ferj- unnar. £ Umgengni útlendinga Það er ekki ætlun Dags að verja umgengni útlendinga við landið. Það er ekki heldur ætlun blaðsins að halda því fram að fslendingar séu Margir spádómar Ytra-Hvarfi, Svarfaðardal 21. júlí. Það lítur nokkuð vel út með grassprettu, en þurrkur er ákaflega lélegur. Þeir fyrstu hófu slátt í fyrstu viku júlí, en almennt er sláttur ekki haf- inn og lítið hcfur náðst inn Að sjálfsögðu eru margir spádómar á lofti. Sumir hafa spáð því að þurrkurinn komi með nýju sumartungli, sem kviknar 31. þ.m. og enn aðrir stóla á höfuðdaginn. Þeir svart- sýnustu gera ráð fyrir góðri grassprettu í sumar en engum þurrki. J.Ó. neinlr englar í þessum efnum, en það er rétt að ýmsir ferðamannastaðir hér á landi þola ekki þúsundir ferða- manna án þess að nokkuð sé að gert. Ferðir útlendinga til landsins á einkabílum verða vart stöðvaðar hér eftir, en eflaust væri hægt að sjá svo til að þeir og aðrir gengu bet- ur um með því að stórauka gæslu á vinsælum stöðum. Við gætum t.d. lært af Bretum sem selja aðgang að flestum, ef ekki öllum, sínum náttúru- undrum — verði því viðkom- ið. Að vísu kæmi það e.t.v. íslendingum spánskt fyrir sjónir ef þeir yrðu krafnir um greiðslu fyrir að fara inn í Ás- byrgi, Hljóðakletta, Lysti- garðinn og fyrir að skoða Herðubreiðalindir. 0 Þjónustuer ábótavant Sú þjónusta, sem ferða- mönnum er víða boðið upp á hér á landi, er því miður langt frá því að vera nógu góð. Á ýmsa áningarstaði vantar góðar snyrtingar og það kostar mikið fé að koma þeim upp. Inngangseyririnn gæti hjáipað upp á sakirnar og ekki myndi skaða þótt út- lendlngar, sem koma hingað til lands á eigin bílum, yrðu látnir greiða væna fúlgu í vegaskatt þó það sé vafasamt að hirða fé af fólki sem leggur út t það ævintýri að aka eftir íslenskum vegum. Sólbakur hefur aflað vel að undanfömu. „ÞÁ MÁ YFIRLEITT BÓKA MOKVEK>l“ - spjallað við Stefán Aspar skipstjóra á Sólbak

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.