Dagur - 11.08.1981, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
' AKUREYRI
64. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 11. ágúst 1981
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
60. tölublað
HHlHHHHHHHHHHÉBHíHflBBHBHDBHHHHHHHHHHIi
Meira af samningum heim í hérað?
Verður tekið til
umræðu
innan AN
Hitaveita Akureyrar og Hrafnagilsreppur:
„Einungis samninga-
viðræður á frumstigi“
„Um þessi mál hefur ekki verið
fjallað og ég get því ekki gefið
neinar yfirlýsingar um það hvernig
verkalýðsféiög i Alþýðusambandi
Norðurlands koma til með að ráða
sinni samningagerð. Ég geri hins
vegar ráð fyrir að við komum til'
með að halda áfram að reka enda-
hnútinn á samninga einstakra
starfshópa,“ sagði Hákon Hákon-
arson, formaður Alþýðusambands
Norðurlands I samtali við Dag. Á
kjaramálaráðstefnu Alþýðusam-
bands Vestfjarða, sem haldin var í
fyrradag, var samþykkt að næstu
kjarasamningar verkalýðsfélaga og
atvinnurekenda á Vestfjörðum færu
fram heima í héraði. Þá var sam-
þykkt að stefnt yrði að því að ná
sama kaupmætti og i sólstöðu-
samningunum 1977. Þar var enn-
fremur samþykkt að ná fram 10%
kauphækkun til handa fólki í fisk-
vinnslu.
Hákon sagði að þó Vestfirðingar
hefðu tekið þessa ákvörðun væri
það á engan hátt bein vantrausts-
yfirlýsing á ASI. Hann sagði jafn-
framt að það yrði eflaust tekið til
umfræðu innan AN hvort stefna
bæri að því taka heim meira af
samningum félaga.
„Ég held að menn þurfi að hafa
Veiði í vopnfirskum ám hefur
verið mjög dræm í sumar. Til að
fá nánari fréttir af Selá, sem er
mörgum Norðlendingum að
góðu kunn, leitaði blaðið til
Þorsteins Þorgeirssonar, Ytri-
Nípum, og var hann í upphafi
spurður um heildarveiðina í
sumar.
„Það eru komnir á land rétt um
100 laxar. Þetta hefur ekki verið
nærri því svona lélegt undanfarin
ár. Skýringar á þessu ástandi eru
engar, en getgátur nokkrar. Það er
staðreynd að það vantar laxinn,
sem átti að ganga í sjó 1979. Sá
árgangur hefur nálega horfið. En
þetta skýrir ekki alla söguna —
fleira verður að koma til. Það sem
menn óttast einna mest er það að
Færeyingar séu búnir að veiða
þennan fisk,“ sagði Þorsteinn.
„Einhversstaðar er þessi fiskur
kominn sem Færeyingar veiða.
Hann er ekki úr færeyskum ám svo
mikið er víst.“
Þorgeir sagði að nokkrir 17
punda laxar hefðu komið upp úr
ánni í sumar. Ekki hafði hann haft
spurnir af þyngri fiskum.
það í huga að Alþýðusamband
Vestfjarða er öðru vísi saman sett
en AN. I því fyrrnefnda er aðallega
fólk í sjómanna- eða verkamanna-
sambandinu, en innan AN er all
stór hópur iðnaðarmanna, Iðjufólk
og félagar í F.V.S.A. Fyrir all löngu
síðan tóku félögin þá ákvörðun að
ráða sínum málum til lykta ineð
sínum landssamböndum.“
— Má þá gera ráð fyrir að þau
sambönd, sem eru innan AN, muni
halda áfram að standa með sínum
landssamböndum?
„Það er ekkert sem bendir til
þess að t.d. iðnaðarmannafélögin,
verslunarmannafélagið og Iðja
breyti því.“
í síðustu viku fengu Ólafsfirð-
ingar nýtt malbik á þrjár götur.
Aðalgata var malbikuð í báða
enda, malbik var Iagt á Hrann-
arbyggð og á Ægisgötu að hluta.
„Við viljum að það sé tekið
tillit til þess hvernig þetta var
hér áður en þessar boranir
hófust. Okkur finnst það ekki
óeðlilegt að slíkt sé gert,“
sagði Haraldur Hannesson,
oddviti í Hrafnagilshreppi, er
DAGUR ræddi við hann um
mál sem upp er komið á milli
hreppsins og Hitaveitu Akur-
eyrar.
Eftir því sem næst verður
komist snýst málið um það að
heitar laugar i Hrafnagilshreppi
„duttu út“ þegar Hitaveita Akur-
eyrar hóf boranir að Laugalandi í
Öngulsstaðahreppi. Nokkur hús í
Hrafnagilshreppi voru hituð upp
Samtals voru malbikaðir u.þ.b. 7
þúsund fermetrar eða rétt um
850 metrar.
Jón Friðriksson, bæjarstjóri,
sagði að þar með væri malbikun-
arframkvæmdum lokið í ár. Ólafs-
með vatni úr þessum laugum og
eftir að þær urðu gagnslausar
hefur hreppurinn fengið vatn úr
borholu hitaveitunnar við Botn.
„Við höldum því fram að
ástæðan fyrir því að laugarnar
hér í hreppnum „duttu út“ séu
boranir hitaveitunnar hinu megin
árinnar að Laugalandi," sagði
Haraldur, „og við viljum að það
verði tekið með í reikninginn
þegar ákveðið verður hvernig
þessum málum verður háttað í
framtíðinni.“
„Þeir halda 'fram að ástæðan
fyrir því að laugarnar í Hrafna-
gilshreppi „duttu út“ séu djúp-
boranir okkar á Laugalandi, en
það er bara þeirra álit“ sagði
firðingar steyptu eitt sinn sínar
götur, en Jón sagði að það væri all-
mikið dýrari aðferð en að fá starfs-
menn Akureyrarbæjar á staðinn
með sín tæki, sem var gert í þessu
tilfelli.
Wilhelm V. Steindórsson, hita-
veitustjóri á Akureyri, er við
ræddum við hann. „Aðilar héldu
hins vegar með sér fund og
ákváðu þar að fá Orkustofnun til
þess að rannsaka málið. Orku-
stofnun hefur rannsakað hversu
mikið heitt vatn var fáanlegt í
Hrafnagilshreppi áður en boranir
hófust þar. Skýrsla þeirra er ný
komin til okkar og við munum
ræða málið í framhaldi af niður-
stöðum hennar.“
Bæði Haraldur og Wilhelm
lögðu á það nokkra áherslu að hér
væri ekki um deilur að ræða.
„Þetta eru einungis samningavið-
ræður á frumstigi" sagði Wil-
helm.
Kristinn
hættir
með
íslending
Kristinn G. Jóhannsson ritstjóri
fslendings mun innan skamms
láta af því starfi, og hefur hann
verið ráðinn sem kennari við
Glerárskóla.
Ekki er vitað hver tekur við
starfi Kristins sem ritstjóri fs-
lendings, en nýlega birtist í
Morgunblaðinu auglýsing frá
blaðstjórn, þar sem staðan er
auglýst laus til umsóknar.
SÓL-
BAKUR
SELDI
IHULL
Það heyrir til undantekninga ef
Akureyrartogari selur afla sinn
erlendis, en það gerðist í gær-
morgun að Sólbakur seldi 134
tonn í Hull. Ástæðan fyrir söl-
unni var einfaldlega sú að mikill
afli hefur borist á land og tæp-
lega hægt að vinna hann hjá
Ú.A.
Einar Óskarsson hjá Ú.A. sagði
að salan hefði verið í meðallagi, en
alls fengust tæp 73 þúsund pund
fyrir aflann, sem er rétt um ein
milljón króna. Meðalverð er 7.43
kr. fyrir hvert kíló.
f fyrra fór Kaldbakur í söluferð
til Þýskalands og var það eina
söluferðin sem togari Ú.A. fór það
árið. „Það er stefna félagsins að
vinna úr afla togaranna hér
heima,“ sagði Einar Óskarsson.
Kettir drepnir með boga
,,Bogaalda“ í Lundarhverfinu
„Um daginn var ég að passa
kött fyrir fólk og týndist kött-
urinn. Þegar ég fann hann s.l.
föstudag var greinilegt af
áverkum sem voru á kettinum
að hann hafði verið skotinn
með boga, enda sögðu krakk-
ar, sem vísuðu mér á hann, að
svo hefði verið. Þeir sögðu
einnig að þetta væri þriðji
kötturinn á 10 dögum sem væri
drepinn á þennan hátt af
krökkum í hverfinu,“ sagði
Anna Hermannsdóttir, Heið-
arlundi, þegar hún hafði sam-
band við blaðið í gær.
Anna taldi að hér væru að verki
krakkar á aldrinum 7 til 12 ára. í
fljótu bragði er ekki hægt að sjá
hvað kemur börnunum til að
fremja óhæfuverk sem þessi, en
barnaskapur eða óvitaháttur eru
líklegustu skýringarnar.
„Bogaalda" mun hafa gengið
yfir Lundarhverfið að undan-
förnu, en það þarf ekki að hafa
um það mörg orð hve hættuleg
slík tæki geta verið í höndum
þeirra sem ekki kunna með þau
að fara.
Það er því óhætt að beina þeirri
áskorun til foreldra að þau láti
börn sín ekki hafa boga undir
höndum.
Meöfylgjandi mynd var tekin á Ólafsfirði s.l. fimmtudag. Á henni má sjá útlagningarvél Akureyrarbæjar á Aðalgötu. Mynd: á.þ.
Malbikað á Ólafsf irði