Dagur - 18.08.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 18.08.1981, Blaðsíða 1
64. árgangur Akureyri, þriðjudagur 18. ágúst 1981 62. tölublað mmmmmwmwmmMmmmmatwmuum TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR v SIGTRYGGUR 1 AKUREYRI & PÉTUR KodaK MINKAR FENGU HEIMSÓKN 97 drepnir á Melrakkasléttu „Við drápum miklu meira en 97 minka, en það er engin leið að segja til um hversu margir þeir voru. Við notuðum sprengiefni, og það var ekki alltaf svo gott að komast að grenjunum eftir sprengingarnar. Við fundum bara þessi 97 skott“ sagði Arn- kell Þórólfsson frá Hraunkoti í Aðaldal, en hann var á dögunum á minkaveiðum við Deildará og Ormarsá á Sléttu ásamt Vil- hjálmi Jónassyni frá Sílalæk. Þeir voru þarna við veiðarnar í hálfan mánuð. Vilhjálmur var einn fyrri vikuna en síðan slóst Arnkell með í förina. Voru þeir vel útbúnir til veiðanna höfðu t.d. sprengiefni, járnkarla, byssur og hunda með í förinni og minkarnir sem hafa fengið að hreiðra um sig í ró og næði á bökkum ánna, fengu heldur betur heimsóknina. Arnkell sagði í samtali við DAG að sennilega væri mikið eftir af mink á þessum slóðum, veiði þar hefði ekki verið sinnt sem skyldi. Ekki væri ákveðið hvort þeir héldu aftur á þessar slóðir í sumar, það færi eftir því hvað bændur á þess- um slóðum vildu kosta til veið- anna. Að sögn mun veiði í þessum ám hafa verið með allra minnsta móti í sumar. Ekki skal hér fjölyrt um ástæður þess, en ekki er ólíklegt að velmegun minkanna á árbökkun-. um eigi þar einhvern hlut að máli. Leggja niður „Kvenna- fangelsið‘ ‘ á Akureyri Dómsmálaráðuneytið athugar m.a. hvort ekki sé hægt að vista kvenfanga í sveit Þann 27. október 1980 kom fyrsta konan í svokallað „kvennafangelsi“ á Akureyri. Síðan hafa verið þar 7 konur í lengri og skemmri tíma. í byrjun mánaðarins var ein konan látin laus og önnur er nú á sjúkrahúsi. Það dvelur því enginn í „kvennafangelsinu“ og að sögn Þorsteins Jónsson- ar, í dómsmálaráðuneytinu, er ljóst að starfsemi þess verður breytt, en umrætt fangelsi er ekki talið hæft til að hýsa fólk sem þarf að sitja af sér langa dóma. „Það er spurningin um það hvort við finnum aðra lausn á kvennafangelsismálunum. Það er Ijóst að fangelsið á Akureyri hentar ekki fyrir langtímagæslu, hvort sem það eru karlmenn eða kvenmenn. Hér á landi eru konur sem þurfa langtímagæslu og við erum að leita annarra leiða, en enn hefur ekkert komið út úr okkar athugunum. Afplánunar- fangelsinu á Akureyri verður því breytt í sama horf og áður — þ.e. að menn séu þar í skamman tíma,“ sagði Þorsteinn. Athuganir starfsmanna dóms- málaráðuneytisins ná m.a. til þess hvort hægt sé að finna sveitabæi þar sem kvenfangar, refsifangar, gætu dvalið meðan þeir sitja af sér langa dóma. Hér á landi eru nokkrar konur, sem eiga yfir höfði sér langa dóma og svo getur farið að þeim verði komið fyrir í Akureyrar- fangelsinu til bráðabirgða, með- an leitað er annarra leiða. Þorsteinn sagðist ekki búast við að endanleg ákvörðun um fram- tíð kvenfanga, með langa dóma, lægi fyrir í þessum mánuði. Á sínum tíma voru 3 konur ráðnar í 2 fullar stöður kvenfangavarða og getur svo farið að þeim verði sagt upp innan tíðar. Erlingur Pálmason, yfirlög- regluþjónn á Akureyri sagðist vera ánægður yfir því að nú ætti að hætta að hýsa kvenfólk í fang- elsinu til langs tíma. „Það eru ýmsir annmarkar á þessu hús- næði,“ sagði Erlingur og undir þau orð geta víst allir tekið. Ætli dúkkurnar séu á útsölunni? Ætli ég eigi nóga peninga? Þessa skemmtilegu mynd tók Kristján í miðbænum i siðustu viku. Krossanes: Fyrsta loðnan Fyrsta loönan sem barst til Krossanesverksmiðjunnar á þessu sumri kom þangað s.l. laugardag, en þá kom Jón Finnsson þangað með 520 tonn. Að sögn Péturs Antonssonar forstjóra Krossanesverksmiðjunnar á hann von á meiri loðnu. og sennilega hefur hún borist þegar þetta blað kemur út. Pétur sagði að afköstin hjá verksmiðjunni væru 250-300 tonn á sólarhring, en þegar stækkun verksmiðjunnar yrði lokið myndu afköstin aukast verulega. Talsvert hefur borist af loðnu til hafna norðanlands að undanförnu. Þannig var ástandið til dæmis s.l. laugardag að verksmiðjurnar á Siglufirði og Raufarhöfn gátu að- eins tekið á móti afla eins báts til viðbótar. Loðnuvertíðin í ár hefur byrjað fyrr en venjulega og eru menn bjartsýnir á góðan afla. 10 ára strákur á veiðum: Beitti síld og fékk fjórtán punda urriða Tíu ára piltur, Ámundi Rúnar Sveinsson frá Víðimel í Seilu- hreppi fékk heldur betur á krókinn er hann var að veiðum í Húseyjarkvisl í Skagafirði fyrir helgina. Hann fór í kjöl- far veiðimanna frá Akureyri og kastaði í hyl þar sem þeir höfðu verið við veiðitilraunir án árangurs. Strákur hafði svo sannarlega erindi sem erfiði, því 14 punda urriði beit á hjá honum og var landað eftir harða baráttu. Frændi Ámunda, Jón Árnason frá Sauðárkróki, var að veiðum í Húseyjarkvísl um morguninn. Hann leyfði tveimur dætrum sín- um að taka í stöngina og þær Hallfríður Bára sem er 16 ára og Sigurlaug sem er 11 ára fengu sinn laxinn hvor. Jón gaf síðan Ámunda og frænda hans leyfi til að veiða með einni stöng eftir hádegið, og Ámundi hafði svo sannarlega heppnina með sér. Rúsínan í pylsuendanum er síðan sennilega það að agnið sem Ámundi notaði við „happadrátt- inn‘ var hvorki maðkur, fluga eða spónn, heldur beitti strákur síld. Verða æ oftar varir við hass „Því er ekki að leyna að við höfum heyrt meira talað um hass en venja var. Einnig má geta þess að á þessu ári hafa komið upp óvenjumörg tilfelli þar sem við höfum náð í efn- in,“ sagði Daníel Snorrason rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, en svo virðist sem eiturlyf s.s. hass og skyld efni gerist æ algengari á Akureyri. Daníel sagði að Akureyrarlög- reglan hefði nána samvinnu við fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavik. Eins og skýrt var frá á sínum tíma leiddu handtökur 3ja manna að sunnan á Akureyri í vor til þess að maður í Reykjavik var handtekinn. Við nánari at- hugun kom í Ijós að sá hinn sami hafði umtalsvert magn af eitur- efnum í sínum fórum. AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.