Dagur - 20.08.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 20.08.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR ) SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI 64. árgangur Akureyri, fimmtudagur 20. ágúst 1981 63. tölublað „FLAKK- ARINN LOKSINS SELDUR? Flest bendir nú til þess að samningar séu að takast um sölu á skipi Slippstöðvarinnar á Ak- ureyri, „Flakkaranum“ svokall- aða. í samtali við DAG, sagði Stefán Reykjalín formaður stjórnar Slipp- stöðvarinnar að hann vildi ekkert ræða þetta mál á þessu stigi. Vænt- anlegur kaupandi væri að athuga með lánafyrirgreiðslu hjá viðkom- andi stofnunum og það yrði senni- lega ekki fyrr en í lokvikunnar sem málin myndu skýrast. Okkur tókst því miður ekki að ná í Pétur Valdimarsson á Akureyri sem mun vera hin væntanlegi kaupandi ef mál þróast eins og að er stefnt, en eiginkona hans tjáði okkur að þessi mál myndu senni- lega ekki skýrast fyrr en á morgun, föstudag. — „Flakkarinn“ er byggður sem nótaskip, en þó þannig úr garði gerður að auðvelt mun að breyta honum til annarra veiða ef henta þykir. Hann getur borið um 800 tonn af loðnu. Eldsvoði á Raufarhöfn Einn mesti þjófnað- ur í sögu Akureyrar Tæpum 140 þúsundum krónum stolið: Aðfararnótt s.l. mánudags var framinn þjófnaður hjá Bílalcigu Akureyrar við Tryggvabraut. Þeir sem þama voru að verki höfðu á brott með sér tösku sem í var öll sala ESSO nestanna á bensíni og sælgæti s.l. sunnudag. í töskunni voru peningar og ávísanir og önn- ur verðmæti, að upphæð tæpar 140 þúsund krónur. Riflega helmingur var í peningaseðlum. Talið er að þetta sé mesti þjófnaðurinn sem framinn hefur verið á Akureyri, segir Daníel Snorrason rann- sóknarlögreglumaður, sem vinnur nú úr þeim gögnum sem fundust á innbrotsstað s.l. mánudag. Hús bílaleigunnar var mann- laust frá miðnætti á sunnudag fram til kl. 08 á mánudagsmorg- un. Starfsmenn fyrirtækisins uppgötvuðu fljótlega að brotist hafði verið inn um nóttina, en hvarf töskunnar uppgötvaðist ekki fyrr en um kl. 10 þegar átti að fara að gera upp. Eigendur bílaleigunnar báðu Dag um að koma því á framfæri að þeir myndu veita hverjum þeim veg- leg verðlaun sem kæmi fram með upplýsingar er leiddu til lausnar málsins. Þessa dagana er verið að flyíja starfsemi bílaleigunnar úr húsinu nr. 14 í nr. 12. Eftir var að fara með skjalaskáp þann sem af- rakstur sunnudagsins var geymd- ur í yfir nóttina og fátt húsgagna í gamla skrifstofuplássinu annað en skápurinn. Ljóst er að þjóf- arnir hafa brotið rúðu á norður- hlið hússins og komist inn í þvottasal. Þaðan hafa þeir farið inn á dekkjaverkstæði og m.a. stolið skiptimynt. Hurð milli þvottasalar og stiga er liggur upp á skrifstofur á annarri hæð reyndist ekki mikil hindrun og því síður skrifstofuhurð að her- bergi því sem skápurinn var. inni var fátt annað sem gat freistað þjófanna en skjalaskápurinn, sem var kviklæstur. Vilhelm Ágústsson, einn eig- enda bílaleigunnar, sagði að í töskunni sem er svört væru auk peninga og óvísana, kassauppgjör og beinsínnótur. Vilhelm sagði að tap bílaleigunnar væri tilfinnan- legt. Daníel sagði að mikilvægt væri að fók, sem t.d. hefði orðið vart við mannaferðir aðfaranótt mánudagsins léti lögregluna vita umsvifalaust, en að sjálfsögðu er hver sé sem eitthvað veit um málið beðinn um að snúa sér til lögreglunnar. Á myndinni má sjá Vilhelm Ágústsson við hlið skjalaskápsins sem taskan var i. Á innfelldu myndinni er húsnæði Bilaleigu Akureyrar við Tryggvabraut 14. Slæmt ástand í byggingariðnaði á Akureyri: Sala á steinsteypu hefur dregist stórlega saman Síðdegis í gær kom upp eldur í mjölskemmu Síldarverksmiðju ríkisins á Raufarhöfn. Talið er að kviknað hafi í stafla af einangrun- arplasti, sem geymt var á skemmu- gólfinu. Byrjað er að bræða loðnu á Raufarhöfn og í skemmunni var talsvert af sekkjuðu loðnumjöli. Ekki er nákvæmlega vitað um skemmdir á mjölinu, en umbúðir blotnuðu í átökum við eldinn sem náði að eyðileggja máttarviði í þaki. Það tókst að ráða niðurlögum eldsins rétt fyrir kl. 19 í gærkvöldi. Dm tíma leit illa út með slökkvi- starfið því erfitt var að komast að eldinum vegna reyks. Af tölum sem Dagur hefur aflað sér frá Hólmsteini Hólmsteins- syni, framkvæmdastjóra hjá Möl og Sandi, er ljóst að bygg- ingaframkvæmdir á Akureyri hafa dregist verulega saman í sumar miðað við fyrri ár. Möl og Sandur er eina fyrirtækið, sem selur steinsteypu á Akureyri og sé miðað við fyrstu 7 mánuði ársins og sama tíma í fyrra kemur fram að salan er u.þ.b. 20 til 30% minni. í lok júlí í fyrra hafði fyrirtækið selt 9.464 rúmmetra af steinsteypu, en 7.451 rúmmetra í júlílok á þessu ári. Þetta er 78.8% af sölu síðasta árs, en 1980 var lítið selt af stein- steypu miðað við fyrri ár. „Það er líka rétt að hafa annað í huga. Nú er ein steypustöð á Akureyri, en í fyrra voru þær tvær. Að vísu var sú stöð með tiltölulega litla fram- leiðslu, en samdrátturinn er sem sagt meiri en framangreindar tölur gefa til kynna. Ætla má að sam- drátturinn fyrstu 7 mánuðina sé 20 til 30%“, sagði Hólmsteinn í samtali við Dag. Enn er töluvert af framkvæmd- um enn í gangi, en Hólmsteinn sagði að þær væru flestar á vegum opinberra aðila og að samdráttur- inn í byggingu íbúðarhúsnæðis á vegum einstaklinga væri mun meiri en sölutölurnar gæfu tilefni til að ætla. „Sala á steinsteypu hefur ver- ið að minnka stöðugt frá 1978. Fyrstu 7 mánuði þess árs var t.d. búið að selja 11.258 rúmmetra,“ sagði Hólmsteinn. Möl og sandur hefur nú mun færri starfsmenn en venja hef- ur verið undanfarin sumur. S.l. vetur vaf einungis unnin dagvinna og gert er ráð fyrir svipuðu ástandi næsta vetur. Fyrirtækið framleiðir m.a. rör og strengjasteypu og sagði Hólmsteinn að röragerð hefði stór- minnkað svo ekki væri minnst á strengjasteypuframleiðsluna. Til að fá verkefni bauð Möl og sandur í akstur á malbiki til Siglufjarðar, en það mun vera í fyrsta sinn sem bílar fyrirtækisins fara í slíkan akstur. „Framleiðsla á strengjasteypu er mun minni nú en í fyrra. Það hafa engin stór verkefni verið í gangi og eru ekki fyrirsjáanleg fyrr en á næsta ári,“ sagði Hólmsteinn að lokum. ÁÆTLUN SVA BREYTT Á mánudagsmofguninn veróur ferðatíðni þeirra vagna, sem aka um Glerárhverfi, aukin verulega. Hafinn verður akstur um Austur- sfðti, Bugðusíðu og Teigasfðu. í frétt frá SVA segir að bið- stöðvar verði í Bugðusíðu á móts við Bjarg og norðan gatnamóta Teigasíðu og Bugðusíðu. í Teiga- síðu verður biðstöð við gangbraut í Tungusíðu. Búast má við breytingum á komutímum vagna í Glerárhverfi og Oddeyri vegna þess að vagn- arnir verða nú að aka lengri leið, en tæplega verður seinkunin meiri en sem nemur 5 mínútum frá því sem nú er. Á mánudag verður ekið á 30 mínútna fresti allan daginn, en áður var ekið á klukkutímafresti milli kl. 09 og 12. Ekki verður gefið út ný leiða- bók vegna þessara breytinga, en hún fæst í biðskýlinu við Ráð- hústorg og í vögnum SVA. AUGLYSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.