Dagur - 20.08.1981, Blaðsíða 2

Dagur - 20.08.1981, Blaðsíða 2
wSmáauölvsinöar tSala-----— Frystikista til sölu, 340 lítra. Sími 22290. Vélbundin taða tii sölu. Verð 2 kr. per kg. komið að hlöðu kaupanda. Upplýsingar í Björk öngulstaðahreppi sími um Munkaþverá. Til sölu tril lubátur í góðu standi, 3,8 tonn. Báturinn er með stýrishúsi og lúkar. Rúm- lega ársgörhul vél Bukk 22 hestöfl. Nýlegur Furno dýptar- mælir, talstöð og 2 rafmagns- rúllur 24ra volta. Allar nánari upplýsingar gefur Auðunn Jónsson Norðurvegi 20 Hrísey, sími um Hrísey. Zetor með framdrifi árg. 79 til sölu. Tvívirk ámoksturstæki ásamt tveimur skóflum og ýtu- blaði. Upplýsingar á Draga s/f, sími 22466. Til sölu 41 ferm. af lítið slitnu ullargólfteppi. Upplýsingar í síma 23255. Þökur til sölu. Upplýsingar í síma 25913 milli kl. 10 og 12. Nýr súgþurrkunarblásari til sölu (H 12). Upplýsingar í síma 21926. AUGLÝSIÐI' DEGI Húsnæói Ungur rafvirki óskar eftir lítilli íbúð eöa herbergi með eldun- arstöðu. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 24434. Húsnæði. Get útvegað 4 her- bergja íbúð til leigu frá 1. októ- ber n.k. til 14. maí 1982. Einnig nokkur herbergi til leigu fyrir skólafólk með aögang að eld- húsi. Upplýsingar í síma 23657. 2-3 herbergja íbúð óskast frá 1. október. Upplýsingar gefur Brynjar Valdimarsson í síma 22300. Iðnskólanemi óskar eftir her- bergi í vetur frá og með 3. september. Góðri umgengni heitið. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 43561. Rafvirki óskar eftir herbergi eöa lítilli íbúð á leigu strax. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 22603. Atvinna Vanur sjómaður óskar eftir plássi á bát. Hefur skipstjórn- arréttindi á 30 tonna bát. Nán- ari upplýsingar í síma 25408 eftir kl. 19 virka daga. Bifreióir Birfreiðin A-926 sem er Sun- beam Hunter árg. 74 er til sölu. Ekinn 60.000 km. Vel með far- inn bíll. Sími 24692 kl. 12-14 og 17-19. Chevrolett Concord árg. 77 til sölu. Ekinn 53.000 km. Tveggja dyra. Upplýsingar í síma 25814 eftir kl. 19. Skipti koma til greina á jeppa. Bifreiðin A-1055 er til sölu. Bif- reiðin er Peugeot station 504, 5 manna árg. 78 ekin 28. þús. km. Bíllinn ergóður og mjög vel með farinn. Upplýsingar í síma 21890. Volvo 244 GL árg. 79 til sölu. Sjálfskiptur með vökvastýri. Upplýsingar í síma 24543. Til sölu Volvo F 88, 6x4 árg. 71. Mikið uppgerður bíll. Upp- lýsingar í síma 61532. Til söiu Mazda 929 árg. 76. Ekinn 58 þús. km. Upplýsingar í síma 25035 eftir kl. 19.00. Ýmisleqt Takið eftir. Sumarbústaður með rafmagnsupphitun er til leigu á Hraunum í Fljótum ásamt berja- og veiðileyfum. Upplýsingar í síma 73232 eftir kl. 20.00 á kvöldin. Við óskum eftir að kaupa tvö notuð reiðhjól, karl og kven. 28 tommu. Einnig óskast lítil tré- smíðavél, helst Schappac. Upplýsingar í síma 61573. Vil kaupa notaðan sláttutæt- ara. Sá sem kynni aö hafa áhuga á sölu, vinsamlega hringi í síma 95-73225. Óska eftir að kaupa notaðan barnabílstól. Upplýsingar ísíma 25282. Barnagæsla Ég er eins og hálfs árs og mig vantar dagmömmu frá kl. 8-17, frá september til áramóta. Upplýsingar í síma 25986 eftir kl. 18,00. Dagmamma óskast til að gæta 9 mánaða drengs í vetur. Sem næst Tungusíðu. Upplýsingar í síma 24734. Þiónusta Teppahreinsun og hreingern- ingar á ibúðum, stigahúsum, veitingahúsum og stofnunum. Sími 21719. Múrbrotsþjónusta. Get tekið að mér múrbrot, hvar sem er norðanlands, 50% minna ryk, er með fullkomnasta raf- magnsmúrbrjót, sem samsvar- ar stærsta loftpressuhamri. Brýt sjálfur. Sanngjarnt verð. Nánari upplýsingar í síma 25548. Vanir menn. Kappreiðar á Vindheimamelum Björn Sveinsson á Gimsteini, efstur í B- flokki, með Steinbjörnsbikarinn, far- andbikar. Mikil þátttaka og góður árang- ur í skeiði var það sem vakti mesta athygli á kappreiðum hestamannafélaganna Léttfeta og Stíganda sem haldnar voru á Vindheimamelum nýlega. Ann- ars var þátttaka í mótinu í heild mjög góð og prýðilegur árangur ef á heildina er litið. Keppnin í skeiði vakti þó mesta athygli sem fyrr sagði. í 150 metra skeiði runnu 8 hestar á skemmri tíma en 16 sekúndum og í 250 metra skeiði náðu ekki færri en 12 hestar betri tíma en 26,2 sek. Geysileg keppni var um þrjú efstu sætin og svo fór að sjónarmunur réði því hver hlaut 1. verðlaun og hver 2. verðlaun. Annars urðu sigurvegarar í hinum ýmsu grein- um sem keppt var á mótinu þessir: 150 metra skeið: Skjóni, Helga Valmundarsonar fékk tímann 13,9 sek. sem er besti timi sem náðst hefur á þessu sprettfæri í skeiði (ísl.met). 250 metrci skeið: Sem fyrr sagði urðu þrír hestar jafnir. Það voru þeir Fannar, Harðar G. Albertssonar sem var dæmt I. sætið, Skjóni Helga Val- mundarsonar sem var dæmt ann- að sætið og Eljar Sigurbjörns Bárðarsonar sem hafnaði í 3. sæti. Allir hlutu hestarnir tímann 23.1 sek. 250 metra folahlaup: Hér var geysilega hörð keppni en svo fór að Mannsi Sigurjóns Ú. Guðmundssonarsigraði á 17,7sek., í öðru sæti varð Túrbína Hildar Einarsdóttur og á 17,9 sek. og Gullfaxi Jóhannesar Jóhannesson- ar varð í þriðja sæti á 18 sek. slétt- um. 350 metra stökk: Hér var einnig mjög jöfn keppni og aftur réð sjónarmunur úrslitum. Stormur Hafþórs Hafdal hlaut 1. verðlaun á 24,3 sek. en sama tíma fékk einnig Tvistur Harðar G. AI- bertssonar. 800 metru stökk: Cesar Herberts Ólasonar sigraði eftir harða keppni við Reyk Harðar G. Albertssonar. Fékk Cesar tím- ann 57,9 sek. en Reykur 58,0 sek. 800 metra brokk: í þessu hlaupi var Faxi Eggerts Hvanndal í nokkrum sérflokki, 1 fékk tímann 1.39.5 mín. Annar varð Trítill Jóhannesar Þ. Jónsson- ar á 1,42,0 mín. Unplinpcikeppni: Sigurvegari varð Jóhann Magnússon Kúskerpi á Fjósa, í öðru sæti varð Anna Þóra Jóns- dóttir Vatnsleysu á Greifa og Gestur Stefánsson Borgarhóli varð þriðji á Pílu. Gœðingakeppni: í A-flokki varð sigurvegari Kol- skeggur Ragnhildar Óskarsdóttur Sauðárkróki, Tenór Sigurðar Ingimarssonar Flugumýri í 2. sæti og Svala Ingibjargar Stefánsdóttur Glæsibæ í 3. sæti. Gimsteinn Sveins á Varmalæk hreppti 1. sætið og Sveinn átti einnig næsta hest sem var Svipur. I þriðja sæti varð Lúkas Jósafats Þ. Jónssonar á Sauðárkróki. Eimskip kaupir tvö ekjuskip Einskip hefur keypt ekjuskipin ÁLAFOSS og EYRARFOSS, sem verið hafa á leigu hjá félaginu frá því í ágúst og september 1980. EYRARFOSS var afhentur fé- laginu 12. ágúst og ÁLAFOSS 19. ágúst. Kaupverð EYRARFOSS er ísl. kr. 51 milljón og kaupverð ÁLAFOSS ísl. kr. 50 milljónir. Efstu hestar í unglingakeppninni á Vindheimamelum. Jóhann Jónsdóttir á Greifa og Gestur Stefánsson á Pílu. Magnússon heldur á Vcrðlaunabikarnum á Fjósa, Anna Þóra 2 - DAGUR - 20. ágúst 1981 EIGNAMIÐSTÖÐIN OPIÐ ALLAN DAGINN FRÁ 9-18.30 mánudag- föstudag. Eikarlundur: Stórt og fallegt einbýlishús á góðum stað í bænum, skipti á raðhúsi möguleg. Grænagata: 150 ferm. íbúð í sambýlis- húsi, rúmgóð eign á góðum stað í bænum. Laus eftir samkomulagi. Skarðshlíö: 102 ferm. íbúð í svalablokk rúmgóð og snyrtileg eign. Laus 1. okt. 1981. Vsðilundur: 3ja herb. íbúð í fjölbýlis- húsi ca. 80 ferm. Snyrtileg eign. Möguleiki á að taka 2ja herb. íbúð í skiptum. Laus fljótlega. Smárahlíð: 2ja herb. íbúð á 3ju hæð í fjölbýlishúsi, ca 55 ferm. Laus fljótlega. Seljahlíð: 100 ferm. raðhúsaíbúð á einni hæð, búið að steypa grunn undir bílskúr. Sér- lega falleg eign. Laus eftir samkomulagi. Norðurgata: 4ra herb. íbúð í fjölbýlis- húsi, Snyrtileg eign á góð- um stað í bænum. Laus fljótlega. Hafnarstræti: Ný standsett 2ja herb. íbúð í tvfbýlishúsi. Laus strax. Þórunnarstræti: 90 ferm. 4ra herb. íbúð í fimm íbúða húsi. Snyrtileg eign. Laus eftir samkomu- lagi. Tjarnarlundur: 2ja herb. íbúð í fjölbýlis- húsi ca 50 ferm. Snyrtileg eign. Austurbyggð: Einbýlishús á tveim hæð- um á góðum stað í bænum. Laus eftir samkomulagi. Núpasíða: Grunnur undir 4ra herb. raðhúsaíbúð, afhendist strax. Hafnarstræti: 4ra herb. íbúð í þríbýlis- húsi. Laus um miðjan sept. Góð lán geta fylgt. Spítalavegur: 4ra til 5 herb. íbúð í tvíbýl- ishúsi, Laus eftir sam- komulagi. Víðilundur: 3ja herb. íbúð í fjölbylis- húsi. Skipti á 2ja herb. íbúð koma til greina. Vegna mikillar sölu undan- farið vantar allar stærðir og gerðir eigna á söluskrá. m EIGNÁMIÐSTÖÐIN Skipagötu 1 Simi24606 Sölustjóri: Björn Kristjánsson Heimasimi sölustj. 21776 Lögmaður: Olafur B. Arnason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.