Dagur - 20.08.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 20.08.1981, Blaðsíða 8
Eins og sjá má eru framkvæmdir f fullum gangi að Spftalavegi 8. Gamalt hús klætt í sinn upp- runalega búning „Okkur langar til þess að koma húsinu i upprunalegt horf. Það var byggt 1903 en síðan forskallað 1930. Við keyptum húsið 1978 en fluttum hér inn árið eftir“ sagði Ellen Einarsdóttir Spítalavegi 8, en hún og maður hennar Þorleif- ur Jóhannsson standa nú i miklum framkvæmdum við hús sitt. Oft hefur orð verið haft á því að gömlu húsin í Innbænum og á Brekkunni séu mörg hver í nið- urníðslu, og víst er að sitthvað er til í því. En eins og sjá má eru það ekki allir sem láta húsin grotna niður, og Þorleifur og Ellen eru í þeim hópi. STJÓRNLEYSINGIFERST Ellen tjáði DEGI, að ein- angrun í húsinu hefði verið mjög slæm. Þau hafa unnið við það í sumar að brjóta steypuna utan af viðarklæðningunni og einnig hafa þau skipt um viðinn. „Þorleifur hefur gert mest af þessu sjálfur" sagði Ellen og bætti við að vinir þeirra hjóna hefðu einnig verið þeim mjög hjálpleg- ir. „Við hefðum aldrei ráðið við þetta ef við hefðum þurft að kaupa alla vinnu“ sagði hún. I sumar ljúka þau við að ganga frá þremur hliðum hússins að ut- anverðu og næsta sumar á að ganga frá fjórðu hliðinni, þakinu og lóðinni. Þá hafa þau skipt um gler í gluggum og sett þrefalt gler á neðri hæðinni. Getur bæjarráð reddað 1 millj.? Eins og komið hefur fram vantar tilfinnanlega fjármagn til nýju íþróttahallarinnar. Þetta mál kom til umræðti á fundi „svæðisíþrótta- húsnefndar". Nefndarmenn sömdu bókun á fundinum þar sem segir: „Nefndin fer þess á leit við bæjar- ráð Akureyrar að það kanni leiðir til þess að redda fjármagni til nauðsynlegra framkvæmda við íþróttahöllina til þess að búa húsið undir vetur og ljúka framkvæmd- um við íþróttaaðstöðu í kjallara, vegna fyrirhugaðrar notkunar n.k. vetur“. Eftir því sem blaðið kemst næst þarf „reddingin" að nema u.þ.b. einni milljón króna. Góð „redding" það! Rauða húsið Um helgina verða tveir fyrirlestrar á vegum Rauða hússins og Félags áhugamanna um heimspeki á Akureyri og ein sýning verður opnuð. Fyrirlestrarnir verða á laugardag ogsunnudagkl. 13,30 báða dagana. Fyrri daginn talar Reynir Axelsson og nefnist fyrirlestur hans „Reglu- legir hlutir“. Síðari daginn fjallar svo Þorsteinn Gylfason um frjáls- hyggju og nefnist hann „Rauður fyrirlestur". Kl. 15 á laugardag opnar Kristín Jónsdóttir sýningu og sýnir 30 verk sem gerð eru úr ýmsum efnum s.s. ull, hör, hrosshári, pappír o.fl. Heyskapar- tíð erf ið Gunnarsstöðum 18. ágúst. Heyskapur er mj'ög misjafnlega á veg kominn. Einstaka menn eru búnir, en flestir eru meira en hálfnaðir. Hcyskapartíð hefur verið fremur erfið því það rignir öðru hvoru. Ég geri ráð fyrir að 3 til 4 þurrk- dagar myndu hafa mikið að segja, því flestir eru langt komnir eða búnir að slá. Heyfengur er mjög misjafn. Sumir hafa fengið allt upp í meðallag, en aðrir verða að láta sér nægja minna. í töðunni er víða mikill arfi, sem kemur úr kalskell- unum, og tefur hann fyrir þurrk og spillir verkun eitthvað-. Ó. H. Alþýðuleikhúsið er nú á leikferð um Norðurland með gamanleikinn STJÓRNLEYSINGI FERST AF SLYSFÖRUM eftir meistara hláturleikjanna Dario Fo, sem Norðlendingum er að góðu kunn- ur, því Alþýðuleikhúsið sýndi VIÐ BORGUM EKKI síðustu tvö sum- ur á þessum slóðum. Sýning verður í Tjarnarborg Ólafsfirði fimmtudag 20. ágúst kl. 21. Dalvíkurbíói Dalvik föstudag 21. ágúst kl. 21. Samkomuhúsinu Akureyri laugardag 22. og sunnu- dag 23. ágúst kl. 20.30. Aðgöngu- miðasalan á Akureyri verður opin frá föstudegi kl. 17-19. Sýningar- daganakl. 17-20.30. Gangnamannakofi á Öxarfjarðarheiði: Allt rifið og tætt á hverju einasta ári „Þetta er alveg hreinasta vand- ræðantál. Það er bókstaflega allt rifið og sundur tætt í kofanum ár eftir ár“, sagði Björn Karlsson, oddviti í Hafrafellstungu, öxar- firði um gangnamannakofa sem er á miðri öxarfjarðarheiði. Kofinn stendur rétt við þjóðveg- inn og leggja óvandaðir ferða- langar oft leið sína í kofann og fá þar svalað skemmdarfýsn sinni. Fátt er til varnar enda er langt í næstu bæi og illt að fylgjast með gangnamannakofanum. Björn sagði að hann hefði oft farið að kofanum á haustin og falið það sem tilheyrði gangnamönnum. Ekki hefði þýtt að skilja hlutina eftir á glámbekk því þá hefðu þeir horfið. Dagur fregnaði að einn ábúandinn í öxarfirði hefði gengið svo langt að binda steinolíubrúsa við reyk- háfinn, en þeir voru horfnir næst þegar heimamenn komu á staðinn. Kofinn er í landi Svalbarðs- hrepps, en hrepparnir sitt hvoru megin heiðarinnar hafa annast viðhald kofans. Einnig hafa starfs- menn Vegagerðar ríkisins rétt hjálparhönd. Þeir hafa t.d. endur- nýjað hluti sem hafa horfið. Aldrei hefur tekist að koma skemmdar- vörgunum og/eða þjófunum undir manna hendur. „Svo erum við líka með gangna- mannaskýli suður í Búrfellsheið- inni. Þar er Laufskáli, sem er aust- an við svokallaðan Laufskálafjall- garð, og Sandskáli í Hólsfjalla- afrétt. Fólk fer nokkuð um þessar slóðir, en þar hefur aldrei borið á neinu í líkingu við það sem við eigum að venjast frá öxarfjarðar- heiði, enda er umferð margfallt meiri um hana“ sagði Björn að lokum. Þórshöfn VILJA FA RÍKISBANKA Hreppsnefnd Þórshafnarhrepps hefur sent bankaráði Búnaðar- banka íslands bréf þar sem bent er á nauðsyn þess að ríkisbanki sé á Þórshöfn. Ólafur R. Jóns- son, sveitarstjóri á Þórshöfn, sagði að hreppsnefndarmenn væru þess fullvissir að margvís- leg vandræði fyrirtækja mætti rekja beint og óbeint til þess að ekki væri ríkisbanki á svæðinu. „Ástæðan fyrir því að við erum að athuga þessi mál er einfaldlega sú að fyrirtæki hér eru í fjársvelti enda er enginn ríkisbanki á svæð- inu. Ég get nefnt sem dæmi að deila eins og átti sér stað á Raufarhöfn vegna vangoldinna launa þekkist ekki þar sem ríkisbankar eru,“ sagði Ólafur. „Lánastofnanir lána ekki útfyrir sín svæði og við erum ekki nógu vel settir með útibú á Akureyri. Það er enginn ríkisbanki á svæðinu frá. Kópaskeri og allt austur að Vopnafirði." Á Þórshöfn er til Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis. Ólafur sagði að samþykkt hreppsnefndar- innar mætti alls ekki skilja sem árás á sparisjóðinn og starfsemi hans enda væri starfsemi sparisjóða tak- mörkuð samkvæmt lögum. Það mætti heldur ekki skilja ályktun hreppsnefndarinnar á þann veg að ekki mætti bæta þjónustu Lands- bankans á Raufarhöfn, en þar er afgreiðsla eins og frá var greint í síðustu viku. „Við teljum að það sé verk bankanna að taka ákvörðun um hvað beri að gera,“ sagði Ólaf- ur „En við viljum að málið sé kannað ofan í kjölinn." Ólafur sagði að erfiðleikar hrað- frystistöðvar Þórshafnar árið 1978 væru dæmigerðir um ástand sem gæti skapast þegar engin banka- þjónusta væri fyrir hendi á staðn- um. Það ár skorti fé til reksturs og sagði Ólafur að það hefði mátt draga úr erfiðleikunum með lið- legri bankaþjónustu í höndum manns sem býr á staðnum og gjör- þekkir þann vanda sem við er að etja hverju sinni. £ Aðganga frá lóðum Eins og lesendur hafa vafa- laust tekið eftir hefur Smátt og stórt haft sérstaklega mikinn áhuga á umgengni I bænum. f síðasta blaði var t.d. birtur hlutl bókunar náttúruverndarnefnd- ar svo dæmi sé tekið. Blaðið hefur oft bent á það sem miður hefur farið hjá bæjarfyrirtækj- um, en nú væri rétt að huga örlítið að einstaklingum. f ýmsum hverfum bæjarfns, og þó elnkum þelm sem hafa verið f byggingu undanfarin ár, er víða búið að ganga frá lóðum, gróðursetja tré og runna og þ.h. En tll eru þeir í þessum hverfum, sem rækta einkum njóla, fífla og arfa og virðast hafa unun af. Nágrannarnireru hins vegar oft á tíðum ekki eins hrifnir og síst þeir sem hafa lagt mikla vinnu í sína garða og vilja hafa þá sem fallegasta. Að sjálfsögðu er sárt upp á að horfa þegar fíflabreiðurnar koma á vel hirtar grasflatir og ef ástæðuna má rekja ti trassaskapar nágrannans. £ Hvernígá húsið að vera á litinn? E.t.v. kemur efnahagur fólks stundum í veg fyrir að það geti lokið umhverfi húsa sinna þ.m.t. pússningu, girðingu og málningu. Við því er ekkert að segja, en menn geta sýnt lit og t.d. jafnað úr stærstu moldar- haugunum og ekið burt drasli svo sem uppsláttartimbri. Ná- grannanum kemur við hvernlg þau hús líta út sem hann hefur daglega fyrir augum. Hámark tillitsseminnar er e.t.v. þegar sá sem f framkvæmdunum stendur, spyr þá sem næst honum búa hvernig þeir vilji að hann hafi húsið sltt á litinn. # Vím Sú saga barst Degi úr heita pottinum að menn hefðu upp- götvað merkingu orðsins „Vimmi“. f búðum er hægt að kaupa hreinsiduftið Vim og Vimmi mun því þýða hreinsi- krem. 0 Vélinerenn á sínum stað j síðustu vlku var í Smáu og stóru sagt frá aflóga aflvél úr stöðvarhúsinu í Glerárgili. Vél- in liggur á bakkanum sunnan Glerárskóla. Hún er svo sann- arlega ekkert augnayndi og ættu þeir sem ábyrgð bera á henni að kippa henni í burtu. Ef að líkum lætur ætti að vera hægt að koma hennl fyrlr í ruslasafninu við Lónsbrú. Vegfarendur hafa nefnilega ekki séð neinar vatnsaflsvélar á þeim slóðum, en þeir, sem gerst þekkja, segja að þarna eigi að rísa safn í framtíðinni og því veitir ekki af að byrja að öngla saman því dóti sem hægt er að ná í með góðu móti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.