Dagur - 20.08.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 20.08.1981, Blaðsíða 6
Dalvík SÆTAÁKLÆÐI FYRIR FLESTAR GÉRÐIR BIFREIÐA * MARGIR LITIR £sso) nestin Císso Skipstjórnarbraut Að undanförnu hefur verið unn- ið að því að koma á fót skip- stjórnarbraut við framhalds- deild Dalvíkurskóla. Nú er ákveðið að kennsla hefjist í haust, og þurfa væntanlegir nemendur að hafa skilað um- sóknum sínum fyrir næstu mán- aðarmót en ráðgert er að kennsla hefjist um miðjan sept- ember. — Nú er ekki hægt að stunda skipstjórnarnám á Norðurlandi. Stýrimannaskólinn í Reykjavík hefur þó reynt að halda uppi kennslu á 1. stigi á Akureyri en að- sókn ekki verið sem skyldi. Nem- endur af Norðurlandi hafa fremur kosið að sækja skólann í Reykjavík eða í Vestmannaeyjum vegna erf- iðleika með heimavist á Akureyri. Hugmynd Dalvíkinga er að fengin verði heimild til að útskrifa nemendur með 1. og 2. stig skip- stjórnaprófs. Öll aðstaða til að taka Matvöruverslanir KEA á Akur- eyri sem verið hafa lokaðar á laugardögum í sumar verða nú aftur opnar á laugardagsmorgn- um frá og með laugardeginum 22. ágúst. Hér er um að ræða verslunina að Höfðahlíð 1, Byggðaveg 98, kjör- við nemendum úr öðrum sveitar- félögum er fyrir hendi á Dalvík því við Dalvíkurskóla er heimavist sem ekki er að fullu nýtt. markaðinn Hrísalundi 5 og kjör- búðina í Kaupangi. Um leið verður sú breyting gerð á opnunartíma verslananna á föstudögum að þær loka kl. 18 í stað 19, og gildir þetta um allar verslanirnar nema kjörmarkaðinn Hrísalundi 5, þar verður áfram op- ið til kl. 19 á föstudögum. Aftur opnar á laugardögum OPIÐ BREF til eigenda og dvalargesta að Vatnsenda í Ólafsfirði Víttu frjálsa og gengdarlausa sölu ölgerðar- efna Aðalfundur Kvenfélagssam- bands Norður-Þingeyinga var haldinn í Lundi í öxarfirði, 20. júlí, sl. Þar voru á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf og auk þess ýmis áhuga- og hagsmundamál kvenfélaganna. Sem oft áður voru bindindismál ofarlega á baugi. Lýstu konurnar áhyggjum sínum vegna síaukinnar áfengisneyslu, einkum unglinga, og töldu fræðslu og aftur fræðslu vera sterkasta vopnið til að hamla gegn þessari óheillaþróun. Þá víttu fundarkonur hina frjálsu og gengdarlausu sölu ölgerðarefna og fullyrtu að hún hefði stuðlað mjög að aukinni og almennri drykkju. Enda öllum tiltækt að kaupa þessi efni í næstu verslun og á umbúð- unum gefnar greinargóðar upp- skriftir og vendilega tekið fram hvað ekki megi setja i blönduna til að hún verði svo og svo mikið áfeng. Vill fundurinn krefjast þess af öllum ábyrgum aðilum er um þessi mál fjalla, að sala þessara efna verði tafarlaust stöðvuð. Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9 myndina Eyjan með Michael Caine og David Warner í aðal- hlutverkum. Myndin er byggð á sögu Peters Benchleys, þeim sama og samdi Jaws og The deep. Myndin er einn spenn- ingur frá upphafi til enda. Bönnuð börnum innan sextán ára aldurs. Kl. 11 sýnir bíóið myndina Táningur í einkatíma með Sylvía Kristel og Eric Brown í aðalhlutverkum. Mynd þessi er stórskemmtileg gaman- 'mynd er fjallar um táninga og fyrstu reynsluna. Ég finn mig knúða, til að taka mér penna í hönd, og leitast við, að túlka minn málstað. Og vona ég, að ég geti skrifað svo skýrt á spjöldin, að ekki verði misskilið. Ég get rétt ímyndað mér, hvað ykkur finnst um mig, af þeim kynnum, sem að þið hafið haft af mér, af því, að þið virðist ekki skilja, eða vilja skilja, sannleikann í málinu. Mér hefir ekki verið það létt, að þurfa að standa í stöðugu kvarti og klagi, vegna þess ágangs, og yfir- gangs, sem að við eigendur Hól- kots, höfum orðið fyrir, síðan eig- endaskipti urðu á Vatnsenda. Um þann ágang, eru blátt áfram engin orð, hann hefir verið alveg óþolandi. Ég hefi enga löngun haft, til að standa í illdeilum, þess vegna hefi ég farið sumar eftir sumar, suður á Vatnsenda, og reynt að benda þeim gestum, sem að þar hafa dvalið I það sinn, á það, að þeir ættu ekki netarétt að vatninu, nema í sínu afmarkaða landi. Og að þeir séu búnir að brjóta gegn lögum þegar þeir leggi net í annarra landi. Ég hefi ætíð mætt góðu fólki, sem að hlustað hefir á orð mín, en full- yrt þó, að því hafi verið leyft, að leggja net, hvar sem að það vildi. Ég hefi þá, sýnt því frammá, að þetta sé ekki rétt, og leyft þeim að sjá landamerkjabréf Hólkots. En nýtt fólk kemur næstu viku, og svo koll af kolli, og mætti það æra óstöðugan, að eltast við hlutina, á þennan hátt. Þessir blessaðir huldumenn, sem aðalhöfuð eru að þessum ósköpum, hafa ekki látið svo lítið, að heimsækja mig, til að ræða málin. Ég hefði þó haldið, að þeim ætti að finnast full ástæða til þess, álíti þeir sig í raun og sann- leika, eiga rétt, á framferði sínu, og annarra. Tel ég þá ábyrga af öllum þeim yfirgangi, sem framinn er, og hefir verið framinn, á undanförn- um árum, síðan síðustu eigenda- skipti urðu á Vatnsenda. Því að ég þykist vita, að þessir dvalargestir, hafi leyfi frá höfuðpaurum aðal- stöðvanna. Mig hefir svo sannar- lega langað til, að ná tali af þessum mönnum, og fá svar við því, hvar og hvenær, hefir það leyfi fengist? Mér er satt að segja, ómögulegt, að trúa því, að óreyndu, að Sveinn Stefánsson, sá er þeir keyptu Vatnsenda af, hafi látið þá á sér skilja, að Vatnsendi ætti netarétt að vatninu hvar sem að þeim sýndist. Hann er fæddur þar og uppalinn, og vissi vel, að sá hluti af vatninu, sem að tilheyrði Vatnsenda, voru GRYNNINGAR EINAR, og ald- rei lagt þaðan net út fyrir merkin, nema með leyfi ábúenda Hólkots. Hefi ég í höndum yfirlýsingu, ekki ómerkari manns, en Björns Stefánssonar, fyrrverandi skóla- stjóra. Hann bjó mörg ár á Vatns- enda, ásamt bróður sínum, Stefáni, og er Björn föðurbróðir Sveins Stefánssonar. Segir þar, að ekki var farið út fyrir merkin án leyfis ábú- enda Hólkots. Sjálf er ég undirrit- uð, fædd og uppalin í þessari sveit, að Garði, og þekki því vel, frá blautu barnsbeini, þau lög og þann rétt, sem hver jörð hefir átt, og á við þetta vatn. Eigandi að Hólkoti, hefi ég verið í 30 ár. Jarðarbréf Hólkots sýnir nákvæm merki, og hefir sitt gildi í dag. Þetta bréf, geta allir fengið að sjá, sem vilja. t því stendur eftirfarandi, og gríp ég þar inn I, sem að merkin liggja, milli Hólkots og Vatnsenda. Það stendur svo: „AÐ SUNNAN RÆÐUR LÆKUR, SEM KALL- AÐUR ER SYÐRILAMBEYR- ARLÆKUR, BEINA STEFNU Á FJALL UPP, AÐ AUSTAN. AÐ VESTÁN RÆÐUR ÓLAFS- FJARÐARÁ." Þessum merkjum hefir ekki verið breytt. Þetta bréf, hefir sitt forna gildi. Það stendur í veiðilögunum, 8. grein 2. málsgrein. Nú er forn venja til þess, að veiðiréttur í al- menningi, fylgi tiltekinni eða til- teknum landeignum, og skal sú venja gilda framvegis, eigi sé öðru- vísi um mælt. Um þetta hafið þið fengið mér vitandi, bréf frá FÓGETA í ÓLAFSFIRÐI. Hversvegna er því ekki hlýtt? Ég bið ykkur innilega að skilja mál mitt. Um leið, og þið erum komnir út fyrir merkjalækinn, eyrina litlu, sem gengur fram í vatnið rétt utan við Vatnsenda, eruð þið komnir í Hólkotsland. Frá eyrinni liggja merkin beina línu í vestur að ánni. Allur sá yfirgangur, skemmdir og veiðispjöll, sem að við höfum orðið fyrir, er ólýsanlegur, og ég spyr oft sjálfa mig. Er ekki til í dag, heiðar- leiki, og drengskapur? Það hefir verið valsað um neta- svæðið okkar, á meðan netin hafa legið í vatninu. Stangir festar í þeim, og þau dregin svo í hnút, og önglarnir skildir eftir í flækjunni. Daglega var hringlað milli netanna okkar, og segir það sig sjálft, hvort ekki hefir hlotist veiðitruflun, að slíku framferði. Net hafa verið lögð hingað og þangað um vatnið. Auðvitað ávallt í landareign annarra, og svo langt hefir þetta gengið að net hafa verið lögð inná netasvæðið okkar og í fyrrasumar voru net lögð þvert fyrir netin okkar, fáum föðmum framan við! Þannig að okkar net voru lok- uð inni. Er það í það eina skipti sem að ég kærði, eða hefi kært. Fór ég þá fram á greidda sekt, þó mjög lága, en hún hefir ekki verið greidd ennþá. Vonaði ég, að það yrði þó til að farið yrði að kynna sér málin betur, en það hefir ekki séðst litur á því. Fyrir stuttu síðan, töldum við 10 netaból, sem að lögð voru, enda við enda, yfir miðbik vatnsins. f veiði- lögum stendur að göngusilungur skuli ætíð eiga frjálsa för, eftir miðju vatns, og nefnist það, gönguhelgi. (17. grein). Af þessum ástæðum leggjum við ekki net framar, en netalög segja um, teljum það brot á þessari grein. Þó ættum við, eigendur, hver fyrir sínu landi, einir rétt á slíku, ef að það væri leyfilegt. Eðlilega verðum við eigendur Hólkots, fyrir langmestum ágangi, þar eð við erum næsta jörð, við Vatnsenda, og okkar vatns hluti, sá sem að mest er farið um. Nú er stór sekt við því, að fara um annarra manna veiðisvæði, tel ég okkur því hafa sýnt þessu blessuðu fólki, mikið umburðarlyndi. Út yfir allt gengur þegar notaður er vélbátur, til allra óleyfilegra at- hafna. Hringlað á honum um vatnið, daginn út og daginn inn. Ég hélt að lög væru fyrir því, að ekki mætti valda slíkri truflun á veiði- vötnum. Ótal ferðir farnar daglega frá suðurenda vatnsins, (Vatns- enda) og þannig á móti silungs- göngunni. Silungurinn hefir hingað til, verið talinn viðkvæmastur allra fiska, og ætti því hver og einn, að geta skilið mál mitt og málstað, sem að opna vill eyru og augu fyrir sannleikanum. Enda er nú svo komið, að veiði er engin í vatninu, hjá því, sem var, og tel ég og aðrir, sem að ég veit að vit hafa á, jtessum málum, aðal ástæðuna vera þá kvekni sem að hann hefir orðið fyrir af þessum völdum. Ég vona að þessar línur verði lesnar af sem flestum sem að hlut eiga að máli og beri þann árangur, sem að ég von- ast eftir. 17. ágúst, 1981 ísól Karlsdóttir, Hólkoti Ólafsfirði. Hjartans þakkir sendi ég eiginmanni mínum, börnum, lengdabörnum, barnabörnum og öllum vinum og kunningjum, sem minntust mín á sjö- tugsafmœli minu 17. ágúst síðastliðinn með góðum gjöfum, blómum og árnaðaróskum. Lifið heil. ANNA SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR. Innilegar þakkir flytjum við hér með Kvenfélaga- sambandi Suður-Þingeyinga og öllum þeim, er heiðruðu minningu móður okkar, Huldu skáld- konu, á 100 ára afmœli hennar hinn 6. ágúst sið- astliðinn, þegar minnisvarði um hana var afhjúp- aður í Huldulundi að A uðnum í Laxárdal. Einnig þökkum við Kvenfélagi Laxdœla fyrir höfðinglegar veitingar í ógleymanlegum mann- fagnaði i Veiðihúsinu í Laxárdal. Forsjóninni þökkum við dýrlegan sólskinsdag í hinum fagra Laxárdal. SIGRÍÐUR S. BJARKLIND, -JÓN BJARKLIND. 6 - DAGUR - 20. ágúst 1981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.