Dagur - 15.09.1981, Blaðsíða 2

Dagur - 15.09.1981, Blaðsíða 2
S CfffOO i/Cfftdo ft mOluaa Ugl. yomgd f Sala i Bifreiðir a* Húsnæði 10 gíra karlmannsreiðhjól til sölu. Lítið notaö. Upplýsingar í síma 22881. Barnavagn til sölu. Upplýsingar ísíma21872 eftir kl. 19. Magnon 8 mm tón sýningarvél ásamt 10 filmum til sölu. Upplýsingar í síma 22327 kl. 6-8 á kvöldin. Vegna brottflutnings er til sölu Candy þvottavél (Candy ’65), sófasett (4ra sæta sófi og 2 stólar), sófaborð, skrifborð, hjónarúm með dýnum og snyrtiborði, kvenmannsreið- hjól, kassettuútvarpstæki. Upplýsingar í síma 22060. ölgerðarefni, þrýstikútar, við- arkolssíur og essensar. Hafn- arbúðin. Frystikista til sölu, 300 lítra. Einnig sófasett 3-2-1. Upplýs- ingar í síma 25396 eftir kl. 20.00. Til sölu fjögur nýleg jeppa- dekk. Upplýsingar í síma 25910. Vel með farið Welson raf- magnsorgel til sölu. Upplýsing- ar í síma 21208 eftir kl. 19. Til sölu 1. flokks vélbundin taða. Súgþurrkuð. Upplýsingar á Mógili Svalbarðsströnd sími 25082. Tll sölu 3’/2 tonna trilla, smíðuð 1963. 22ja ha SAAB vél. Fjögurra manna björgunarbát- ur, tvær rafmagnsrúllur, dýpt- armælir o. fl. Upplýsingar í síma 61238 eftirkl. 19. tSJœmmtanjri Kvöldvaka verður fimmtudag- inn 17. september kl. 20.30 í sal Hjálpræðishersins að Strand- götu 19b. Á dagskrá m.a. kvik- mynd, veitingar og happdrætti (5 kr. miðinn). Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. Hjálp- ræðisherinn. Til sölu Volkswagen 1302 árg. '71. með mjög góðri vél. Verð kr. 11.000 (Fæst allur lánaður í 4 mánuði). Upplýsingar í síma 22027 eftirkl. 18.00. Toyota Crown árg. '68 til sölu. Upplýsingar í síma 24964. Dodge Svinger árg. '74 til sölu. Fallegur bíll. Skipti koma til greina á bíl ca. 25.000,00. Upplýsingar í síma 24964. Góð kjör. Til söiu Vauxhall Viva árg. 1972. Sumar- og snjódekk, útvarp, dráttarkúla. Einnig Sunbeam '71. Engin útborgun, aðeins viðráðanlegar mánaö- argreiðslur. Upplýsingar í síma 21606. Renault 16 árg. '74 til sölu. Góðir greiðsluskilmálar. Upplýsingar í síma 21606. Mótor í Fíat 128 til sölu. Ekinn 45-50.000 km. Getur selst með afborgunum. Einnig fleiri hlutir í Fíat. Einnig eru til sölu á sama stað Páfaguksbúr á fótstandi. Upplýsingar í síma 25920. Bifreiðin A-1608, sem er Mazda SP, ertil sölu. Árgerð 1979, ek- inn 32 þúsund km. Góður bíll. Upplýsingar í síma 22060. Cortina árg. ’71 klesst eftir árekstur til sölu til niðurrifs. Einnig Skoda pardus árg. '72. Upplýsingar í síma 21185 eftir kl. 19.00. Ta/jað Sú sem fékk skírnarkjól í mis- gripum í þvottahúsinu Mjöll geri svo vel að skila honum og taka sinn. Smáauglýsingar Sími24167 Óska eftir að kaupa 3ja her- bergja íbúð. Til greina kemur raðhúsaíbúð við Einilund, blokkaríbúð á fyrstu eða annari hæö við Víðilund eða Skarðs- hlíð sunnan Höfðahlíðar. Steinar Þorsteinsson sími 21740 eftirkl. 19. Er ein og vantar 2-3ja her- bergja íbúð helst strax. Er á götunni, get borgað eitthvað fyrirfram ef óskað er. Góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 25388 kl. 12.00-13.00 og18.00-20.00. 5 herbergja raðhús í Lundar- hverfi til leigu. Fyrirfram- greiösla óskast. Upplýsingar í síma 22650 á kvöldin. mjsfegt Skrifstofan er flutt að Eiðs- vallagötu 6, (Bólu) Opið þriðju- daga og miðvikudaga kl. 15-18. Nýtt símanúmer er 22506. Neytendasamtökin á Akureyri og nágrenni. Framvegis verður opið milli kl. 17 og 19. Hraðhreinsunin Langamýri 19, sími 23388. 2-3 karlmenn óska eftir að komast í ódýrt og gott fæði t.d. ein máltíð á dag, helst í Glerár- hverfi. Upplýsingar gefur Félagsmálastofnun í síma 25880 milli kl. 10 og 12. Þjónusta Teppahreinsun og hreingern- ingar á íbúðum, stigahúsum, veitingahúsum og stofnunum. Sími 21719. Stfflulosun og rafmagns- múrbrot. Ef stíflast hjá þér í vask, baði, klósetti og öðr- um frárenslisrörum þá get ég bjargað því. Tek einnig að mér allt múrbrot - 50% minna ryk. Fullkomin tæki. Geri við bilanir. Vanur mað- ur. Sími 25548. Video-leiga Kvikmynda- SHARP myndsegulband - Leigjum Videotæki fyrir V.H.S.- og Beta kerfi. Einnig myndbönd fyrir bæði kerfin. Mikið og fjölbreytt efni. Vekjum athygli á barnaefni, bæði á mynd- böndum og kvikmynda- filmum. Opi* alla virka daga kl. 17-19. Sunnudaga kl. 18-19. Sími 24088. Skipagata 13. Ásöluskrá Þriggja herbergja íbúðir. Tjarnarlundur. önnur hæð, laus strax. Víðilundur. Þriðja hæð, laus strax. Munkaþverárstræti. Efri hæð ítvíbýli. Fjögurra herbergja íbúðir. Smárahlíð. Þriðja hæð. Tjarnarlundur. Fjórða hæð. Þórunnarstræti. íbúð ífimm íbúða húsi. Fimm herbergja íbúðir. Akurgerði. Raðhúsaíbúð. Reykjasíða. Einbýlishús íbyggingu. Rimasíða. Fokhelt einbýlishús. Byggðavegur. Efri hæð ítvíbýli, bílskúrsréttur. Til sölu tveggja herbergja íbúð í Hafnarfirði, skipti möguleg á 3-4ra herbergja íbúð á Akureyri. Ath. Það vantar íbúðir á söluskrá. Fasteignasalan h.f. Brekkugötu 5, sími 21878 Hreinn Pálsson hdi., Guðmundur Jóhannsson viðsk.fr. Skammsýni Vellíðan og velgengni alls þorra landsmanna sýnir og sannar best hve landið okkar er gott og gjöfult þrátt fyrir lélega stjórnun ár eftir ár. Vísir segir á forsíðu fimmtud. 3ja sept. að æðstu menn Norsk Hydro hafi mikinn áhuga á að reisa álver á Hjalteyri við Eyjafjörð. Sagt er í greininni að þessir háttsettu bragðarefir hefðu átt viðtöl við forystumenn allra stjórnmála- flokka vorra, þar á meðal sjávarút- vegsráðherra. Ég vil hér með minna háttvirtan sjávarútvegsmálaráð- herra á þá staðreynd að á herðum hans hvílir meiri ábyrgð heldur en nokkurs annars ráðherra í þessari ríkisstjórn, því sjávarútvegurinn gefur af sér um 84% af þjóðar- tekjunum og það er í hans valdi að hækka það hlutfall með betri nýt- (Framhald á bls. 7). AKUREYRARBÆR Auglýsing um sölu íbúða í verkamannabústöðum Stjórn verkamannabústaða á Akureyri auglýsir hér með til sölu eftirtaldar íbúðir, sem nú eru í smíðum. A: Sex einbýlishús, byggð úr steinsteyptum ein- ingum, við Borgarsíðu. Stærð ca. 145 ferm. (hæð og ris). B: Tvær fimm herbergja íbúðir í raðhúsi við Móasíðu nr. 4. C: Tvær fjögurra herbergja íbúðir í raöhúsi við Móasíðu nr. 8. E: Eftirtaldar íbúðir í fjölbýlishúsi við Keilusíðu 7-9: Ein þriggja herbergja og ein tveggja herbergja íbúð, báðar sérhannaðar fyrir íbúa í hjólastól. Sex tveggja herbergja íbúðir. Fimm þriggja herbergja íbúðir. Fimm fjögurra herbergja íbúðir. F: Eftirtaldar íbúðir í fjölbýlishúsi við Sunnuhlíð nr. 23: Fimm þriggja herbergja íbúðir. Tvær tveggja herbergja íbúðir. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til af- hendingar á tímabilinu júní 1982-janúar 1983. Greiðslukjör eru eftirfarandi: Kaupandi greiðir 10% byggingakostnaðar og skal hafa lokið greiðslunni eigi síðár en fjórum vikum fyrir afhendingardag íbúðarinnar samkvæmt nán- ara samkomulagi við stjórn verkamannabústaða. Eftirstöðvarnar, 90% endanlegs byggingakostnað- ar, fær kaupandi að láni hjá byggingasjóði verka- manna. Lánið er verðtryggt miöað við lánkjaravísi- tölu og ber 0,5% vexti. Lánstími er 42 ár. Rétt til kaupa á íbúðum í samræmi við framanritað hafa þeir sem uppfylla eftirtalin skilyrói: Eiga lögheimili á Akureyri. Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. Hafa haft lægri meðaltekjur sl. þrjú ár en 59.520,00. Tekjumarkið hækkar við hvert barn á framfæri um- sækjanda um 5.260,00. Með tekjum er átt við heildartekjur umsækjanda, maka hans og barna, samkvæmt skattframtali. Umsóknareyðublöð eru afhent á eftirtöldum stöð- um: Á skrifstofu Iðju félags verksmiðjufólks, Brekku- götu 34. Á skrifstofu Einingar Skipagötu 12. Á skrifstofu T résmiðafélags Akureyrar Ráðhústorgi 3. Á skrifstofu Alþýðusambands Norðurlands, Brekkugötu 5. Á skrifstofu STAK, Starfsmannafélags Akureyrar- bæjar, Strandgötu 9. Hjá Félagsmálastofnun Akureyrar, Strandgötu 19b. Á bæjarskrifstofunum, Geislagötu 9. Á skrifstofu Verkamannabústaða í Kaupangi við Mýrarveg. Skrifstofa Verkamannabústaða er opin mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 10-12. Síminn er 25392. Umsóknarfrestur er til 30. september n.k. og ber að skila umsóknum til Stjórnar verkamannabústaöa fyrir þann tíma. Stjórn verkamannabústaða Akureyri. 2 - DAGUR - 15. september 1981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.