Dagur - 15.09.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 15.09.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI 64. árgangur Akureyri, þriðjudagur 15. september 1981 KodaK FIL-MUhúsið akuheyhi Kartöfluverksmiðjan á Svalbarðseyri: Verð- mætum fyrir 4 bjargað Ef kartöfluverksmiðjan á Sval- barðseyri hefði ekki verið komin til, hefði trúlega þurft að henda 500-600 tonnum af kartöfluupp- skeru síðasta sumars á haugana. Því má segja að verksmiðjan sé nú búin að bjarga verðmætum fyrir hartnær 4 milljónir króna. Þetta kom fram í viðtali sem Dagur átti við Sveinberg Laxdal, kartöflubónda á Svalbarðseyri. Eins og menn muna var uppskeran mjög góð í fyrra, svo mikil að von- laust var að koma stórum hluta hennar í verð með hefðbundnum hætti. Nú eru hins vegar blikur á lofti í uppskerumálum við Eyja- fjörð, því talið er að kartöfluupp- skeran verði allt að þriðjungi minni nú en I fyrra. Óttast menn nú að uppskeran á Svalbarðsströnd verði ekki næg til að sinna þörfum svæðisins og kartöfluverk- smiðjunnar, þannig að jafnvel þurfi að flytja kartöflur að, t.d. frá Þykkvabæ og jafnvel erlendis frá. Stórhuga í gatnagerð á Blönduósi: Slitlag á nær allar götur Ekki verður annað sagt, en Blönduósbúar séu stórtækir í gatnagerðarmálum bæjarins þetta sumarið, því nú er senn að hefjast lagning bundins slitlags á nær allar götur bæjarins, sem enn hafa ekki fengið slíkt slit- lag. Samtals verður lagt slitlag á um fjóra kílómetra, en gatna- kerfið á Blönduósi er eitthvað á milli 5 og 6 km að lengd. Lagt verður á 12 götur eða gatna- hluta og heildarflatarmál nýja slitlagsins er um 33 þúsund fer- metrar. Eyþór Elíasson, sveitarstjóri á Blönduósi, sagði í viðtali við Dag, að lagt yrði á allar göturnar sem eftir væru, nema þær allra nýjustu, sem enn væri verið að byggja við og raunar væri ekki nema ein heil gata skilin eftir. Hluti af þessum miklu gatnagerðarframkvæmdum er endurnýjun slitlags á aðalgötu bæjarins, Húnabraut, sem er tæp- lega km á lengd. Allt hitt eru ný- framkvæmdir. Undirbúningsvinnu er nú lokið o'g framkvæmdir áttu að hefjast í þessari viku, en þeim hefur seinkað nokkuð, m.a. vegna þess að beðið hefur verið eftir tækjum til blöndunar og útlagningar. Fyrir- tækið Miðfell annast lagningu slit- lagsins, sem verður olíumöl og svokallað olíumalbik, sem er milli- stig á milli olíumalar og malbiks. Gert er ráð fyrir að það taki um 10 daga að leggja slitlagið, eftir að verkið er hafið. Eyþór sagði, að kostnaðaráætlun vegna þess verks næmi 4,5 milljón- um króna og það er fjármagnað með gatnagerðargjöidum, úr hreppssjóði og með lántökum upp á um 1,5 milljón. Hann sagði að þar sem dýrt væri að fá tæki til lagn- ingar slitlagsins, en þau eru ekki til á Blönduósi, frekar en á flestum minni stöðum úti á landi, væri nauðsynlegt að framkvæma eins mikið í einu og frekast væri mögu- legt, því minni framkvæmdir væru óhagkvæmari. Hann sagði að það væri hins vegar verulegt vandamál, að skuldabréfakaup Byggðasjóðs vegna gatnagerðarframkvæmda minnkuðu hlutfallslega eftir því sem framkvæmdirnar væru stærri. Byggðasjóður ynni því nánast gegn hagkvæmni í gatnagerð bæja þar sem tæki til lagningar slitlags væru ekki fyrir hendi. Ekkert slökkvilið á staðnum Sveitarfélagið hefur vanrækt framkvæmd laga um brunavarnir, segir Þórír Hilmarsson brunamálastjóri Eins og kunnugt er brunnu úti- hús i Ártúni í Grýtubakkaheppi í síðustu viku. Þegar slökkvibíll hreppsbúa kom á vettvang tókst ekki betur tii en svo að vatns- slöngur rifnuðu. Ástæðan er notkunarleysi, segir Þórir Hilmarsson, brunamálastjóri, sem telur að sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hafi ekki farið að lögum hvað varðar siökkvilið í hreppnum. í einu sunnanblaðanna var rætt við „slökkviliðsstjóra“ á Grenivík, „Ég harma það mjög að einstaka þingmaður þessa kjör- dæmis skuli temja sér þau lágkúrulegu vinnubrögð, að nota mjög málefnalegan upplýs- ingafund Sambandsins, sem efni í pólitískan hráskinnaleik og sem tilefni árása á samvinnu- hreyfinguna, sem hefur verið helsta forystuafl i uppbyggingu atvinnulífs á því svæði sem þingmaðurinn er fulltrúi fyrir,“ en sá hinn sami, Hermann Ingólfsson, upplýsti í viðtali við Dag, að hann teldi sig alls ekki slökkviliðsstjóra og að á Greni- vík væri alls ekkert slökkvilið. Hins vegar hefði hann á sínum tíma lofað að aka bílnum á brunastað ef með þyrfti og ann- ast geymslu á bilnum. Þórir Hilmarsson, brunamála- stjóri, sagði að hann teldi að sveit- arstjórnin hefði ekki farið að lög- um, en í þeim segir m.a. að sveitar- félögum sé skylt að leggja fram og sagði Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, í tilefni um- mæla Halldórs Blöndals, þing- manns stjórnarandstöðunnar í Sjálfstæðisflokknum, í síðasta tölublaði málgagns hans á Ak- ureyri. „Ég vil mjög hvetja til þess, að þingmenn kjördæmisins snúi bök- um saman og leggist allir á eitt um að leita lausnar á erfiðum reksturs- grundvelli iðnaðarins. Það er það halda við nauðsynlegum tækjum og búnaði til slökkvistarfa og brunavarna. Einnig kemur fram í lögunum að slökkviliðum á smærri stöðum er skylt að halda slökkvi- æfingar 4 til 5 sinnum á ári, en það jafngildir um 24 klukkustundum á hvern mann í slökkviliðinu. „Engar æfingar hafa verið haldnar lengi vel á Grenivík,“ sagði Þórir. Þórir Hilmarsson sagði að ljóst væri að sveitarstjórn Grýtubakka- hrepps hefði sofið í málinu og ekki væri hægt að kenna neinum öðrum um hvernig slöngurnar fóru í Ár- sem iðnaðurinn þarf á að halda núna og það er það sem hið fjöl- marga starfsfólk í iðnaðinum getur krafist af þingmönnum sínum. Bregðist þeir þeirri skyldu sinni að snúa bökum saman og vinna að lausn mála eru þeir að bregast starfsfólki iðnaðarins, þeir eru að bregðast sínum kjósendum. Persónulegur skætingur Hall- dórs Blöndals í minn garð er ekki svaraverður.“ túni. f umræddu sunnanblaði kom fram að sveitarstjórnin hefði farið fram á það við Brunamálastofnun- ina að starfsmenn hennar gerðu úttekt á tækjabúnaði á Grenivík. Þórir sagði að starfsmenn sínir færu óreglulega í skoðunarferðir á hina ýmsu staði landsins, en ekki eftir pöntunum einstakra sveitarfélaga. Hins vegar gerði Þórir ráð fyrir því að fara til Grenivíkur innan skamms og athuga nánar hvernig ástand mála væri á staðnum. Ekki tókst að ná í sveitarstjórann í gær. í greininni gerir Halldór því skóna að ríkisstjórnin eigi mestan þátt í vanda iðnaðardeildar Sam- bandsins og annarra útflutnings- fyrirtækja í iðnaði, þegar allir aðrir vita að gengisbreyting Bandaríkja- dollars gagnvart Evrópumynt á þar stærstan þátt. Einnig gerir hann að umtalsefni og reynir að gera tor- tryggileg kaup KÉA á fyrirtækjum, þar sem nær undantekningalaust hefur verið falast eftir samningum við kaupfélagið. Ekkert verð komið á nýja kjötið Haustslátrun hjá Sláturhúsi KEA á Akureyri hefst á morgun miðvikudag. Að sögn Þórarins Halldórssonar sláturhússtjóra er áætlað að slátra rúmlega 39 þúsund fjár, sem er álíka mikið og í fyrra. Fyrr í þessum mánuði var slátrað um 300 nautgripum, og nautgripa- slátrun verður aftur á dagskrá að sauðfjárslátrun lokinni. Ekici gat Þórarinn tjáð okkur hvenær nýtt kjöt kæmi í verslanir. Haustverðið á kjötið vantar og er brýnt að sögn Þórarins að 6-manna nefndin ljúki störfum sem fyrst. Fyrr er ekki hægt að selja kjötið, og fyrr en verðið liggur fyrir er ekki hægt að hefja slátursölu til fólks. Slátrun hefst á Dalvík 22. sept- ember og þar er áætlað að slátra tæplega 15 þúsund fjár. Um önnur sláturhús á Norðurlandi er það að segja að slátrun er annaðhvort nýhafin eða um það bil að hefjast. „HARMA LÁGKÚRULEG VINNU- BRÖGÐ ÞINGMANNSINS“ - SEGIR VALUR ARNÞÓRSSON UM ÁRÓÐURSSTRÍÐ HALLDÓRS BLÖNDALS AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.