Dagur - 15.09.1981, Blaðsíða 8
Akureyri, þriðjudagur 15. september 1981
Bílapernr
6-12 og 24 volta
FLESTAR
TEGUNDIR
SAMLOKUR
fyrir og án
peru
STRÆTISVAGNAR AKUREYRAR:
60-70% FJÖLGUN FARÞEGA
FRÁ SÍÐUSTU ARAMOTUM
1 ágústmánuði fóru að jafnaði
560 manns með Strætisvögnum
Akureyrar á hverjum degi og er
það milli 60 og 70% aukning frá
síðustu áramótum. Þetta kom
fram á blaðamannafundi sem
strætisvagnanefnd hélt í síðustu
viku til að kynna starfsemina.
Þar kom einnig fram, eins og
raunar hefur verið auglýst, að
ferðum á brekkuna og út í þorp
hefur verið fjölgað, þannig að
þær eru á hálftíma fresti frá kl.
9-12 í stað klukkutíma áður. Þá
voru kynntir tveir nýir vagnar,
sem SVA hefur nýlega tekið í
notkun.
Höfuðáhersla er nú lögð á það
hjá SVA að vagnarnir standist
áætlun og að fólk geti treyst á ferðir
þeirra. Með tilkomu nýju vagn-
anna hefur það tekist vel, enda
hefur notkun almennings á vögn-
unum aukist verulega, eins og áður
sagði.
Jóhannes Sigvaldason, formaður
strætisvagnanefndar rakti sögu
SVA, sem hófst fyrir um aldar-
fjórðungi. Jón Egilsson annaðist
ferðimar fyrir Akureyrarbæ fram
til síðustu áramóta, er bærinn tók
við rekstrinum. Fram til haustsins
1978 var lítið um eiginlegar ferðir
fyrir almenning, heldur byggðist
starfsemin mest á því að aka fólki í
og frá vinnu og skóla. Jóhannes
sagði að ýmsar úrbætur væru fyrir-
hugaðar í starfseminni. T.d. væri
aðstaða fyrir vagna til bráðabirgða
og miðasala þyrfti úrbóta við, en
hún er í húsi F.A. við Geislagötu. í
nýju skipulagi er gert ráð fyrir að-
stöðu fyrir SVA austan við Nýja
Bíó. Á s.l. ári voru reist 4 biðskýli
og áformað er að fjölga þeim næsta
sumar. Þá munu ferðir verða
lengdar og þær gerðar tíðari eftir
því sem fyrirtækinu vex fiskur um
hrygg og bærinn stækkar.
Á árabilinu 1975-78 óku vagn-
arnir um 50 þúsund km á ári, en
með nýja leiðakerfinu frá 1978
lengdist leiðakerfið upp í um 85
þúsund km á ári og þá var leiðum
fjölgað úr 3 í 5. Eftir að ferðum var
Landbúnaðarsýning á Akureyri:
Sú fyrstaí rösk 100 ár
Á næsta ári á Búnaðarsamband
Eyjafjarðar 50 ára afmæli. Nú
þcgar eru forráðamenn þess
farnir að huga að þvi sem mætti
gera í tilefni afmælisins og m.a.
hefur komið fram sú hugmynd
að halda landbúnaðarsýningu á
Akureyri. Ef þessi sýning verður
að veruleika má með sanni segja
að um tímamótaatburð sé að
ræða, en slík sýning hefur ekki
verið haldin á Akureyri s.l. 100
ár.
Sveinn Jónsson, formaður BSE,
sagði að nú þegar væru hafnar við-
ræður við ýmsa aðila vegna þessa
máls, en mikið verk er enn eftir
óunnið áður en hægt verður að slá
því föstu hvort sýningin verður
haldin. „Við þurfum að fá marga til
samstarfs ef þetta á að geta orðið að
veruleika," sagði Sveinn.
Samkvæmt þeim hugmyndum
sem nú eru uppi á sýningin að vera
í ágúst á næsta árL Ætlunin er að
þetta verði yfirgripsmikil sýning en
sérstök áhersla verður lögð á að
sýna þá möguleika sem eru á að
framleiða vöru úr því hráefni sem
landbúnaðurinn leggur til. Rætt
hefur verið um að fá nýju íþrótta-
höllina undir sýninguna, en Sveinn
sagði að höllin nýja myndi ekki
rúma nema hluta af sýningunni.
Ætlunin er að sýna landbúnaðar-
vélar og ljóst að þær a.m.k. verða
að vera annarsstaðar enda eru þær
rúmfrekar.
Eftir því sem Dagur kemst næst
eru nú liðin rétt rúm 100 ár síðan
landbúnaðarsýning var á Akureyri.
Gaman væri ef sögufróðir kæmu
að máli við starfsmenn ritstjórnar
Dags og segðu þeim ögn nánar af
þeirri sýningu.
Víða réttað um helgina
— Fé kom víða niður að girðingum í kuld-
unum á dögunum
Um þessar mundir er víða búið
að rétta. f kuldanum um daginn
kom fé að girðingum og notuðu
menn þá tækifærið. Um síðustu
helgi var m.a. réttað í innan-
verðum Eyjafirði og víða fyrir
austan.
Samkvæmt upplýsingum frá
Búnaðarsambandi Eyjafjarðar
verður n.k. laugardag réttað á eft-
irfarandi stöðum: Þórustaðarétt í
Glæsibæjarhreppi, Reistarárrétt í
Arnarneshreppi og að Stærra-Ár-
skógi. Á sunnudag verður réttað í
Þverárrétt í Öxnadal, í Höfða-
hverfi, í Melarétt í Skriðuhreppi og
Tungurétt í Svarfaðardal. Sama
dag verður réttað í Ólafsfirði.
Lokastaðarétt í Fnjóskadal verður
á fimmtudaginn, en í dag á að rétta
í Þverárrétt 1 Öngulsstaðahreppi.
Á laugardag verður einnig réttað
í Hraunarétt í Fljótum, Holtsrétt í
Fljótum og Mánárrétt í Mánardal.
Daginn eftir verður réttað í Stíflu-
rétt í Fljótum og í Siglufjarðarrétt.
Um helgina verður réttað í Vest-
ur-Fljótum.
Stefán Hafsteinsson, fréttaritari
Dags á Blönduósi, sagði að á
morgun og fimmtudag yrði réttað í
Stafsrétt í Bólstaðahlíðarhreppi. Á
morgun verður þar mikið hrossa-
uppboð. Réttað verður í Skrapa-
tungurétt í Vindhælishreppi og í
Húnaversrétt í Bólstðahlíðarhreppi
á sunnúdag. Á föstudag og laugar-
dag verður réttað í Vatnsdalsrétt í
Ásahreppi.
Réttað i Auðkúlurétt þann 6. september s.l. Þetta var aukarétt vegna smulunar frá
afréttargirðingu. Myndina tók Birgir Ingólfsson, Ijósm. Dags á Blönduósi.
8 - DAGUR - 15. september 1981
fjölgað á leiðum 4 og 5 í haust og
byrjað að aka um fleiri götur í
Glerárhverfi má ætla að leiðakerfið
sé um 95-100 þúsund km á ári.
Leiðabækur eru afhentar í vögn-
unum og skýlinu við Geislagötu.
Standast þær upplýsingar sem þar
koma fram nokkurn veginn, nema
hvað ferðum hefur fjölgað og
nokkrum götum verið bætt við í
Glerárhverfi, eins og áður sagði, frá
því bókin var gefin út.
Auk almennra ferða annast SVA
ferðir með skólabörn, samtals 42
ferðir fram og til baka í viku hverri.
Þrír vegnstjórar annast aksturinn
og á síðasta ári var Stefán Bald-
ursson ráðinn framkvæmdastjóri
SVA. Fullorðinsmiðar kosta nú
3,80 kr og barnamiðar 1,10 kr.
Fullorðinskort með 25 miðum fást í
skýlinu fyrir 80 kr og 20 miða
barnakort fyrir 15 kr. Ellilífeyris-
þegar fá 25 miða kort fyrir 40 kr.
Gert er ráð fyrir að rekstur SVA
kosti um 900 þúsund kr. á þessu ári.
Strætisvagnanefnd á blaðamannafundi í öðrum nýja vagninum. Mynd: H.Sv.
O CJ
r? nr '/ÍYT irp 'T l'í (S 117j7
ö 11 iíL v_ ifl 0 JjLJ_
% Vetrarstarfið
að hefjast
Lelkfélag Akureyrar er að hefja
vetrarstarf sitt um þessar
mundir. Fyrsta verkið verður
sýnt um miðjan næsta mánuð
og er það „Skáiholt", en
barnaleikritlð „ Hlynur og
svanurinn“ verður annað verk-
efnið. Leikarar við L.A. hafa í
hyggju að gera góða hluti í
vetur og með samstilltu átaki
þeirra og bæjarbúa verður
hægt að festa atvinnuleikhús
enn betur í sessi í bænum.
% Stolið úr
skóla-
görðunum
Fingralangir óþokkar eru á
ferðlnni af og til í þeim tilgangi
að stela eigum annarra.
Venjulega eru það fyrirtæki
sem verða fyrir barðinu á þeim,
en því miður hefur ný tegund
þjófnaðar verið stunduð á Ak-
ureyri að undanförnu. Það var
á dögunum að það uppgötvað-
ist að einhverjir höfðu laumast
í skólagarða bæjarins, og þar
höfðu þeir, væntanlega í skjóli
náttmyrkurs, lagst svo lágt að
hirða hluta af uppskeru barn-
anna, sem hafa unnið að rækt-
un í sumar. Voru að það aðal-
lega kartöflur sem þjófarnir
sóttust eftir. Vonandi tekst að
komast að því hver, eða hverjlr,
áttu þarna í hlut, en takist það
ekki er varla hægt að óska
annars en að viðkomandi verði
illa bumbult af ránsfengnum.
% „Veriðað
syngja
síðasta
sálminn“
Viðtal Dags við Ármann Þor-
grímsson, húsgagnasmið í
síðasta blaði hefur vakið mikla
athygli. Það er Ijóst að inn-
flutningur húsgagna er að
tröllrfða innlendri húsgagna-
gerð, m.ö.o. er verið að
„syngja síðasta sálminn yflr
húsgagnagerð á Akureyri og
raunar landinu öllu“, eins og
Ármann komst að orði. Nú
vinna örfáir menn við hús-
gagnasmíði á Akureyrl, en þá
er ekki talinn með sá hópur
manna sem starfar við smíði á
eldhúsinnréttlngum. Þessirfáu
einstaklingar sem þrauka hafa
ekki náð eyrum fjölmiðla, en
stjórnvöld ættu ekkl síður að
huga að stöðu umrædds iðn-
aðar en annarra iðngreina. Það
væri saga til næsta bæjar ef
húsgagnasmíði legðist af í
landinu og að fslendingar yrðu
útlendingum háðir á þessu
sviði. Þátt verðlagsyfirvalda
þarf að kanna, en það er mað
öllu ófært að álagning á inn-
lend húsgögn geti fariðlangt
yfir 100% meðan útlendu hús-
gögnin eru seld með mun
mínni álagningu.