Dagur - 15.09.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 15.09.1981, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Málflutningur til minnkunar Það er algegn áróðursherferð þeirra sem höllum fæti standa, að reyna að finna höggstað á and- stæðingnum í þeirri von, að með því megi leiða athuglina frá eigin erfiðleikum. Þannig hefur íhalds- pressan eins og hún leggur sig, með Morgunblaðið í broddi fylkingar, gert geysimikið veður út af meintum ágreiningi Ingvars Gíslasonar, menntamálaráðherra, við forystumenn iðnaðardeildar Sambandsins á Akureyri. Með því er reynt að ieiða athygli fólks frá átökunum í Sjálfstæðisflokknum og svoköliuðum sáttaviðræðum flokksbrotanna, sem eru sýndar- mennskan ein og munu ef að lík- um lætur reka endahnútinn á klofninginn í flokknum. Meintur ágreiningur milli Ingvars Gíslasonar og forystu- manna iðnaðardeildar Sam- bandsins um erfiðleika út- flutningsiðnaðarins og leiðir til úrbóta er ekki fyrir hendi. Efnis- legur ágreiningur er enginn, held- ur eru skiptar skoðanir um það, hvaða aðferð var notuð til að kynna ástandið og koma málum á framfæri. Tilbúnar deilur á síðum íhaldsblaðanna milli Ingvars og sambandsmanna leysa hins vegar ekki ágreininginn í Sjálfstæðis- flokknum og þaðan af síður vandamál útflutningsiðnaðarins, sem sjálfstæðismenn virðast láta sig engu varða. Sá vandi hefur fallið í skugga uppblásinna auka- atriða. Sem dæmi um málflutninginn og vilja sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu til að takst á við og leysa vanda útflutnjngsiðnað- arins má nefna kostulegt „viðtal“ við Halldór Blöndal, þingmann Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra, sem birtist í málgagni hans á Akureyri. Erfið- leikar iðnfyrirtækja og áhyggjur fólks af atvinnuöryggi þess er þar einskis metið og fellur í skugga iágkúrulegs áróðurs og persónu- legs skítkasts. Þingmaðurinn gleymir hagsmunum umbjóðenda sinna í ákafanum við að koma höggi á samvinnuhreyfinguna. Hann apar eftir áróðursmál- flutning Morgunblaðsins og er eins og Ketill skrækur í Skugga- Sveini. Þegar Mogginn drynur þá skrækir Blöndal, til að þóknast húsbóndanum. Halldóri væri nær að halda áfram að leika sér með jó-jóið sitt, eins og hann greindi frá í umræddu „viðtali“, í stað þess að vasast í alvarlegum mál- efnum, sem hann virðist engan skiíning hafa á. Málflutningur af því tagi sem hér hefur verið gerður að umtalsefni er þeim til minnkunar er hann ást- unda. ÞROUN OHUGSANDI Á BREYTINGA NORÐURLAX H.F. Á LAXAMÝRI „REKSTURINN GENGIÐ VEL UNDANFARIN ÁR“ — segir Halldór Davíð Benediktsson starfsmaður stöðvarinnar „Þróun er óhugsandi án breytinga, og þeir sem geta ekki breytt huga sínum, geta engu breytt." Ég varð svo sem ekkert hissa, þegar ég las þau ummæli, sem höfðu voru eftir menntamála- ráðherra í 68. tölublaði Dags þann 8. sept. s.l. Hins vegar sýna þau svo sannarlega hvernig sumir stjórn- málamenn bregðast við, þegar fólki finnst nóg komið, og leyfir sér þau ósköp að standa upp og andmæla. ,,Ég er svo aldeilis steinhissa," segja stjórnmálamenn. Við höfum verið mjög hógvær og þolinmóð fram til þessa, en erum nú loks búin að fá nóg. Við teljum þennan iðnað ekkert einkamál eins eða neins, þetta er samvinnurekstur og við viljum hafa þau áhrif, sem eðlileg geta talist í þeim efnum, gerum að okkar mati réttlátar kröfur, en sitjum ekki á rassinum og bíðum eftir því að eitthvað gerist. Það höfum við gert nógu lengi. Við vitum, að forystumenn Iðn- aðardeildar Sambandsins eru allir af vilja gerðir til að bæta reksturinn með betra skipulagi, betri að- Júlíus Thorarensen. búnaði og upplýsingastreymi til starfsmanna. Ef menntamálaráðherra telur það gefa ranga hugmynd af ástandi iðnaðar í dag að menn skuli and- mæla, þeim líki ekki að horfa upp á minnkandi atvinnumöguleika og samdrátt í ákveðnum greinum iðn- aðar, án þess að stjórnvöld lyfti svo mikið sem fingrum anriarrar hand- ar, þó viðurkennt sé að rekstrarkjör útflutningsiðnaðarins séu óviðun- andi, þá er það hans mál. Ef menntamálaráðherra telur þetta eðlilegt ástand fyrir fullfríska menn og konur, sem hafa um árabil starfað í þessum greinum, og þar með lagt sitt af mörkum til eflingar íslenskum iðnaði, þá er það hans mál. Ef menntamálaráðherra ætlar hins vegar að halda uppi svona málflutningi, þá ætti hann fyrst að leita álits sinna umbjóðenda. Við höfum ekki áhuga á þeim ummæl- um, sem menntamálaráðherra hafði um fundinn í Félagsborg. Okkur finnst þau ógeðfelld, og það er okkar mál. Við teljum það ástand, sem ríkir í iðnaði í dag, óeðlilegt. Við teljum, að allt, sem bendir á minnkandi atvinnu, allt sem bendir á afturför, sé óeðlilegt framgangi og velferð mannsins. Þess vegna viljum við að allir viti það og vekjum athygli á því, að við tókum þátt í og mættum á þessum fundi vegna þess, að við trúum á íslenskan iðnað og ætlum að gera það áfram. Við þurfum ekki að láta mata okkur á skoðun- um. Við treystum okkar eigin dómgreind og sannfæringu. Júlíus Thorarensen, Formaður Starfsmannafélags Verksmiðja Sambandsins. „Reksturinn hefur gengið ákaflega vel undanfarin ár og á þessu ári seljum við 100 þús- und ársgömul seiði og 250 þúsund sumaralin auk þess sem við setjum 140 þúsund á“ sagði Halldór Davíð Bene- diktsson frá Laxamýri í sam- tali við DAG, en Halldór hefur verið starfsmaður laxeldis- stöðvarinnar Norðurlax h/f á Laxamýri í Aðaldal undanfar- in f jögur ár. Við litum við í stöðinni í síð- ustu viku en þá var unnið þar af fullum krafti við lagfæringar á stöðinni. Halldór tjáði okkur að það kæmi í kjölfar aukins og betri reksturs að rýmra húsnæði þyrfti fyrir starfsemina og væri m.a. fyrirhugað að byggja eina álmu til viðbótar þeim tveimur þar sem starfsemin fer fram. Fyrirtækið var fyrst til húsa á Húsavík en fluttist þaðan fyrir 1970 að Laxamýri og hefur verið þar síðan. Það er hlutafélag eins og áður hefur komið fram, og eru stærstu eigendur þeir Laxamýr- arbræður Bjöm og Vigfús Jóns- synir, Kristján Benediktsson frá Hólmavaði, Jóhannes Kristjáns- son frá Akureyri, Jóhanna Stein- grímsdóttir frá Árnesi auk bænda við Laxá og fleiri aðila. — Hrogn til starfseminnar eru eingöngu tekin úr löxum úr Laxá í Aðaldal og hefur svo verið frá upphafi. Hinsvegar tjáði Halldór okkur að illa horfði með veiðina í sumar, hrygnur hafa lítið veiðst og Norðurlax h/f hefur þegar tryggt sér seiði frá laxeldistöðinni í Kollafirði ef illa skyldi fara í sumar. Stöðin hefur aðallega fengið fisk á þann hátt að kaupa lax af veiðimönnum í Laxá sem notaður hefur verið við klakið. Komið hefur í ljós að sögn Halldórs að það er besta aðferð sem völ er á, því eftir að hrygnurnar hafa verið kreistar og þeim sleppt í ána í nóvember heidur fiskurinn kyrru fyrir í ánni og hefur veiðst sem hoplax að ári. Gengur þetta þvert á álit þeirra sem hafa talið að fiskur sem hefur verið kreistur hrökklist niður í sjó og verði þar auðveld bráð fyrir sel. Halldór merkti laxa sem höfðu verið not- aðir við klak haustið 1979 og nokkrir þeirra fiska veiddust sem hoplaxar árið eftir og í vor hafa þeir einnig veiðst sem nýgengnir fiskar. Og þess má geta að á þessum tíma hafa þessir fiskar þyngst um 5-8 pund. — Norðurlax h/f hefur und- anfarin ár selt seiði bæði hér inn- anlands og til Noregs. Nú hefur verið tekið fyrir innflutning á seiðum til Noregs, en mest af framleiðslunni fer nú til norð- manna og íslendinga sem hafa komið á fót hafbeit og kvíeldi í Lónum í Kelduhverfi. Halldór með myndarlega hrygnu sem biður þess að verða kreist I stöðinni. Hrygnan er 20 pund að þyngd, og er stærsti flugulax í Laxá i Aðaldal í sumar. Ljósmynd: gk. Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra: „RÍKISSTJÓRNIN VINNUR AÐ UR- BÓTUM Á VANDA IÐNAÐARINS“ I viðtali við Dag, sem út kom s.l. miðvikudag 9. sept. gerði ég að umtalsefni erfiðleika útflutnings- iðnaðarins í framhaldi af fundi, sem forráðamenn samvinnuiðn- aðarins á Akureyri héldu til kynningar á vanda fyrirtækja sinna þriðjudaginn 1. sept. sl. þ.e. viku fyrr en viðtal mitt við Dag birtist. í þessu viðtali komu fram eftirfarandi meginatriði sem skoðun mín: 1. Útflutningsiðnaður á við mikinn fjárhagsvanda að stríða, sem bitnar á verksmiðjum SÍS. 2. Ríkisstjórninni ber að vinna að því fyrir sitt leyti að létta iðn- aðinum þessar byrðar. 3. Ég benti á að ríkisstjórnin er að vinna að þessum málum og hefur haft til meðferðar aðgerðir til þes að bæta rekstrargrundvöll útflutningsiðnaðarins, þ. á. m. ullariðnaðar. Nokkrar af þessum aðgerðum rakti ég, en alls ekki allar. Ég minntist t.d. ekki sér- staklega á velviljaða afstöðu rík- isstjórnarinnar í sambandi við erfiðleika skóverksmiðjunnar Ið- unnar, sem vel má þó nefna, og ég vona að forráðamenn SÍS kunni að meta. 4. Ég tel það fullkomjega eðlilegt og sjálfsagt mál að forystumenn iðnaðarins kynni mál sín sem rækilegast fyrir ráðamönnum og alþjóð. Þarf ekki um réttmæti slíks að ræða. öll þessi atriði viðtalsins voru. — eins og hver maður hlýtur að sjá, — jákvæð viðbrögð við efni og anda þess máls, sem forustu- menn iðnaðarins vildu koma á framfæri við alþingismenn, bæj- arfulltrúa og almenning í land- inu. Það kom fram hjá mér í við- talinu að ég er sammála forystu- mönnum samvinnuiðnaðarins um að rekstrargrundvöllur út- flutningsgreina væri veikur og að ríkisstjórnin verður að gera sitt til þess að bæta þar úr að svo miklu leyti sem henni er unnt. Og þessi mál eru til sífelldrar umræðu í ríkisstjórn. Viðtal mitt var því mjög jákvætt. Það er enginn ágreining- ur milli mín og forustumanna SÍS um eðli þess vanda sem við er að stríða hjá iðnaðinum, síst af öllu hjá Iðnaðardeild Sambands ísl. samvinnufélaga. Og ríkisstjórnin í heild er að sjálfsögðu sama sinnis og vinnur markvisst að undirbúningi frekari aðgerða í þessum vanda. Ég endurtek enn og aftur, að þessi mál eru ávallt til umræðu í ríkisstjórninni. Að gefa annað í skyn er rangtúlkun á raunveruleikanum. Gagnrýni á aðferðir Ekkert er eðlilegra en að for- ystumenn atvinnuvega geri grein fyrir ástandi mála í einstökum fyrirtækjum eða innan atvinnu- lífsins í heild. Slíkar umræður eru daglegt brauð í þjóðmálum hér sem annars staðar. Það var því sjálfsagður hlutur að forystu- menn verksmiðja SÍS á Akureyri kynntu málefni fyrirtækja sinna þingmönnum, bæjarfulltrúum og felri ráðamönnum á sérstökum fundi. En fundarfyrirkomulag og kynningaraðferð skiptir máli í slíku tilfelli ekki síður en öðrum. í viðtalinu við Dag gagnrýndi ég það, hvaða aðferöir forystu- menn samvinnuiðnaðarins kusu að viðhafa í kynningu sinni á erf- iðleikum fyrirtækja SÍS. Kynningaraðferðin ( fundur þar sem almennar umræður voru ekki leyfðar) hafði þann ann- marka að hún hlaut að leiða til ofsafrétta, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr eða hvort menn ætluðust til þess eða ekki. Fréttir af kynningarfundi SÍS á Akureyri fæddu því miður af sér þá trú hjá blaðalesendum, út- varpshlustendum og sjónvarps- áhorfenum að 500-900 manns væru að missa atvinnuna. Ef frétt af þessu tagi ætti við rök að styjast mundi það verða slíkt stóráfall í atvinnumálum að varla verður við'neitt jafnað. Hér varalltof hátt reitt til höggs. Þetta var í sann- leika sagt „varhugaverður" mál- flutningur, eins og ég leyfði mér að orða það í viðtalinu við Dag. Ég tel, að það sé ábyrgðarhluti, þegar forystumenn atvinnulífsins borða verkafólki fjöldauppsagnir og atvinnuleysi af hæpnu tilefni. Slíkar aðferðir heita ekki að „vara fólk við“ heldur að vekja ótta hjá verkamönnum, sem eiga allt sitt undir fyrirtækjunum, sem þeir vinna hjá. Mér þykir fyrir því að þetta fréttaslys skyldi henda forystumenn Sambands íslenskra ingvar Gíslason. samvinnufélaga. Þeir hafa jafnan verið þekktir fyrir að vera gætnir menn og umfram allt ábyrgir orða sinna og gerða. En öllum getur yfirsést, satt er það. Og það er engin minnkun að játa yfir- sjónir sínar. Það er rétt stefna að láta verkafólk fylgjast með fjárhag- málefnum fyrirtækja, sem það vinnur hjá. Verkafólk á að vera í hvívetna vel upplýst um vinnu- stað sinn. Samt verður að vanda til þess hvernig forráðamerin fyr- irtækja gera verkafólki grein fyrir rekstri og fjárhagsmálum. Það á ekki að gera með skyndifundum endrum og eins. Ætli það væri ekki hyggilegra að velja aðra hætti. í þessu sambandi væri freistandi að ræða svokallað at- vinnulýðrœði. Ég veit ekki hvern- ig forráðamenn SfS eru stefndir í því máli né heldur hvort verka- fólk lætur sig slíka hugmynd varða. En ég er í grundvallarat- riðum fylgismaður þess að verka- fólk eigi meiri ítök í stjóm sam- vinnufyrirtækja en nú á sér stað. Það er umræðuvert mál. Vinir og óvinir sam- vinnufféiaga Ég ætla ekki að þessu sinni að gera að löngu umtalsefni haturs- áróður Morgunblaðsins, fslend- ings og fleiri íhaldsblaða gagnvart samvinnuhreyfingunni sem magnaðist í kjölfar kynningar- fundarins margnefnda, sem haldinn var 1. september, fundar, sem átti að verða til þess að gera lýðnum ljós vandamál sam- vinnuiðnaðarins og vekja samúð með samvinnuhreyfingunni og þjóðnytjastarfi hennar. Ekki verður séð af skrifum Morgun- blaðsins, íslendings og Vísis, að samvinnuhreyfingin eigi sér bandamanna von í röðum íhaldsins. Morgunblaðsliðið er og verður höfuðandstæðingur sam- vinnuhreyfingarinnar. Þetta eiga samvinnumenn að vita og hegða sér samkvæmt því. Hins vegar er ríkisstjórnin vin- veitt samvinnuhreyfingunni og vill veg hennar sem mestan og þaðan er helst að vænta aðgerða, sem létta munu undir með sam- vinnuhreyfingunni, hvort sem er í iðnaðarmálum eða öðrum at- vinnu- og verslunarmálum, sem samvinnuhreyfingin hefur af- skipti af. Ríkisstjórnin hefur opið hús fyrir samvinnuhreyfinguna eins og alla aðra, sem vinna að heill og hagsæld fólksins í land- inu. Hið sama má segja um viðhorf ríkisstjórnarinnar til atvinnu- möguíeika verkafólks. Það er höfuðsiefnumál ríkisstjórnarinn- ar að halda uppi fullri atvinnu í landinu og hlaupa undir bagga, þegar samdráttur vofir yfir. Það þarf enga ofsafréttamennsku til þess að tala við ríkisstjórnina um slík mál eða þegar atvinnuöryggi verkafóks kann að var ógnað. Eins og ég sagði í viðtali mínu við Dag s.l. miðvikudag, þá er mikið nauðsynjamál að hefja öfl- uga umræðu um atvinnumál í landinu, þ.á.m. á Akureyri. í því sambandi endurtek ég, að ríkis- stjórnin vill umfram allt styrkja stöðu núverandi atvinnugreina, ekki síst iðnaðarsamvinnumanna á Akureyri og láta hann ekki verða útundan í þeirri iðnaðar- uppbyggingu sem framundan er. Umsjón: Ólafur Ásgeirsson Kristján Arngrímsson Þórsarar féllu Það var svo sannarlega Valur sem afgreiddi Þór niður í aðra deild þegar liðin léku í síðustu umferð í íslandsmótinu á föstudagkvöldið. í fyrri um- ferðinni töpuðu Þórsarar mjög stórt fyrir Val og þannig fengu þeir mjög óhagstætt marka- hlutfall sem síðar kom á dag- inn að varð þeim að falli. ! leiknum á föstudagskvöldið sigruðu Valsmenn með tveim- ur mörkum gegn einu eftir að Þór hafði verið yfir í hálfleik. Leikurinn var ekki nema sex mín. gamall þegar Þórsarar höfðu tekið forustuna. Nóa Björnssyni var illa brugðið innan vítarteigs, og dómarinn dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Guðjón tók vítið, en Sigurður Haraldsson markmaður hjá Val gerði sér lítið fyrir og varði laust skot Guðjóns. Dóm- arinn lét hins vegar endurtaka OSIGUR HJÁ KA KA lék sinn síðasta leik í ís- landsmóti fyrstu deildar á þessu keppnistímabili á laug- ardaginn. Þá lék liðið við Fram í Reykjavík. Leikurinn var jafn framan af og hvorugur aðilinn betri en hinn. f hálfleik hafði hvorugu liðinu tekist að skora. Undir lok leiksins var dæriid vítaspyrna á KA. eftir að einn varnarmaður KA brá sóknarmanni Fram innan víta- teiks KA. Marteinn Geirsson skoraði úr vítaspymunni. Skömmu síðar bættu Frammarar öðru marki við eftir slæm varnarmis- tök KA manna. Á síðustu mín. Leiksins sóttu KA menn stift og misnotuðu tví- vegis dauðafæri. KA hlaut 18 stig í deildinni i ár og er það svipað og spáð var hjá stuðningsmönnum félagsins í byrjun keppnistímabils. spyrnuna þar er hann sagði að Sigurður hefði hreyft sig áður en Guðjón skaut, og í síðara skiptið skaut Guðjón föstu skoti sem þandi út netmöskvana áhorfend- um til mikillar ánægju. f fyrri hálfleik skiptust liðin á að sækja og skall hurð oft nærri hælum við bæði mörkin. Sér- staklega voru Þórsarar óheppnir að gera ekki fleiri mörk. Á 18. min. átti t.d. Guðmundur Skarp- héðinsson skot af löngu færi, sem fór yfir markmanninn en þver- sláin bjargaði Valsmönnum í það skipti. Nokkrum sinnum þurfti Eiríkur markmaður hjá Þór að taka á honum stóra sínum, sér- staklega bjargaði hann laglega með úthlaupi þegar Matthías var kominn innfyrir Þórsvörnina og var í dauðafæri. Vörn Vals var mjög þung og óörugg og flest skipti sem Dýri fékk boltann sendi hann boltann til markmannsins. Frekar leiðin- leg knattspyrna það. I hálfleik skipti þjálfari Vals tveimur nýjum inná hjá Val, þeim Hermanni Gunnarssyni og Þor- valdi Þorvaldssyni og við það frískaðist Valsliðið til muna. Á 20. mín. síðari hálfleiks jafna Valsmenn og var Þorvaldur þar Um helgina var annarrar deildar lið Stjörnunnar úr Garðabæ í heimsókn hér á Akureyri og lék liðið við KA og Þór. Á föstudaginn léku KA og Stjarnan og var það fyrsti leik- ur KA á þessu keppnistímabili. KA vann nokkuð auðveldan sigur í þessum leik skoraði 29 mörk gegn 20. Daginn eftir léku þessi lið aftur en þá snérist dæmið við og Stjarnan sigraði með 33 mörkuni gegn 23. f þessurn leik að verki. Þórsarar sem höfðu haft forustu allan leikinn fram að þessu og barist eins og ljón í sókn og vörn fóru nú að slaka á og það kom sigurmark leiksins á 37. mín. og það gerði Hilmar Sighvatsson. Á síðustu min. leiksins settu Þórsarar allt í sóknina og reyndu að knýja fram jafntefli, en þá tók markmaður Vals á honum stóra sínum og varði stórkostlega. Á síðustu mín. leiksins voru allir Þórsarar í sókn og Árni Stefáns- son átti hörkuskot í vinstra hornið en Sigurður náði að teygja fótinn í boltann og þá barst hann út til Bjarna Sveinbjörnssonar, sem lagði hann fyrir sig og skaut efst í hitt hornið. en þá hreinlega flaug Sigurður upp í það horn og varði. Ef Þórsurum hefði tekist að skora eitt mark í viðbót í þessum leik hefðu þeir tryggt áframhald- andi veru í fyrstu deild, svo naumt stóð það i hvaða deild vrði leikið á næsta ári. Þórsarar voru betri aðilinn í 60 mín. en Vals- menn í 30 og það nægði þeim til sigurs. Njáll Eiðsson fyrrum leik- maður hjá KA var bestur Vals- manna en Sigurbjörn og Guð- mundur Skarphéðinsson hjá Þór. Áhorfendur voru 780. gekk ekkert upp hjá KA mönn- um. og vildu sumir kenna um þrevtu hjá leikmönnuni. en þeir æfa tvisvar á dag og hafa gert nú undanfarið. enda mun ekki af veita þegar leika á í fyrstu deild. Á sunnudaginn lek síðan Stjarnan við Þór og var sá leikur jafn en endaði með sigri Stjörn- unnar. 30 gegn 27. Lið Þórs. sem nú leikur í þriðju deild. er skipað bæði gönilum og revndum leik- mönnum svo og ungum piltum sem nú í fyrsta sinn leika i meist- araflokki. Þjálfari þeirra er Arnar Guðlaugsson en KA þjálfar Birg- ir Björnsson. Þá mun það vera afráðið að lið Þórs í annarri deild kvenna verði með i íslandsmót- inu en í þeini flokki eru margar góðar handboltakonur. Fyrsti leikur KA í fvrstu deild verður 10. október við Val hér á Akurevri. en helgina áður leikur Þór sinn fvrsta leik í þriðju deild við Gróttu. sem í sömu ferð leikur við Dalvikinga. ÞÓR MEÐ SIGUR I 6. FL. Stjarnan kom í heimsókn EINHERJII 2. DEILD Einherji frá Vopnafirði hefur fryggt sér sigur í B riðli 3. deildar. Vopnfirðingarnir leika því í 2. deild á næsta ári. Þjálfari einherja í sumar hefur verið Ólafur Jóhannesson úr Haukum. Einherji hefur komist alls 5 sinnum í úrslit og er þetta í 4. sinn í röð á 8 árurn. Til úrslita um íslandsmeistaratitilinn i 3. deild leika Einherji og Njarðvík. en Njarðvík hefur tryggt sér sig- urinn í hinum riðlinum, en ásamt Njarðvík léku til úrslita Sindri. Hornafirði, H.V. og H.S.Þ.b, Mývatnssveit. Myndina tók Rún- ar Hreinsson. Vopnafirði, í leik Einherja og Grindavíkur. Á sunnudaginn kepptu drengir úr 6. flokki Þórs og KA um bikar sem Gísli Jónsson, ferðaskrifstofustjóri, gaf til keppni milli þessara aðila. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli og þurfti því aftur aö leika. Að þessu sinni voru það Þórsarar sem voru sterkari og sigruðu með einu marki gegn engu. 4 - DAGUR - 15. september 1981 15. september 1981* DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.