Dagur - 29.09.1981, Blaðsíða 4
DAGUE
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaöamenn: Áskell Þórisson,
Gylfi Kristjánsson
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Besti kosturinn
Eins og mönnum er í fersku minni,
bar myndun núverandi ríkis-
stjórnar að með óvenjulegum
hætti. Stjórnarandstæðingar í
Sjáifstæðisflokknum hafa margir
hverjir haldið því fram, að þessi
stjórnarmyndun Gunnars Thor-
oddsen sé ástæða klofningsins í
fiokknum. Málið er hins vegar alls
ekki þannig vaxið, því það hefði
aldrei komið til þess að Gunnar
Thoroddsen reyndi þessa stjórn-
armyndun, ef allt hefði verið með
felldu í Sjálfstæðisflokknum. Af
þessum ástæðum er það hreinn
misskilningur, að allt falli í Ijúfa
löð í Sjálfstæðisflokknum, ef nú-
verandi ríkisstjórn fer frá. Ágrein-
ingurinn í Sjálfstæðisflokknum
snýst ekki eingöngu um persónur,
heldur er einnig um djúpstæðan
málefnalegan klofning að ræða,
sem verið hefur til staðar til fjölda
ára.
Utan núverandi ríkisstjórnar eru
flest þau öfl sem minnstan skiln-
ing hafa á þörfum landsbyggðar-
innar og þar á meðal beinir and-
stæðingar byggðastefnu. Því má
segja að fyrir landsbyggðina hafi
núverandi ríkisstjórn verið besti
kosturinn, auk þess sem hún var
eini kosturinn til myndunar meiri-
hlutastjórnar. Unnið hefur verið af
festu að því að ná fram markmið-
um stjórnarsamningsins um fulla
atvinnu, niðurtalningu verðbólgu
og að halda öllu landinu í byggð.
Það þurfti enginn að fara í graf-
götur með það, að ýmis Ijón yrðu í
veginum við framkvæmd stefn-
unnar, en fái þessi ríkisstjórn
starfsfrið mun áfram miða í rétta
átt. Allur þorri almennings viður-
kennir það, að árangur ríkis-
stjórnarinnar sé umtalsverður.
Hávær og öfgafuliur málflutningur
stjórnarandstæðinga breytir þar
litlu um, enda er hann tilkominn
vegna þess að þeir sjá ofsjónum
þann árangur sem náðst hefur,
svo og til þess að klekkja á for-
sætisráðherra, áður en til úrslita
dregur á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins.
Allt bendir nú til þess, að Sjálf-
stæðisflokkurinn fari klofinn til
næstu kosninga. Miðað við það
sem áunnist hefur á stuttum ferli
ríkisstjórnarinnar og fari sem
horfir má ætla að hún styrki stöðu
sína verulega í næstu kosningum.
Verðbólgan er á undanhaldi, full
atvinna hefur haldist og vantar
meira að segja stórlega fólk bæði
fyrir austan og vestan. Ekki er
ástæða til að örvænta yfir tíma-
bundnum atvinnuörðugleikum á
Norðurlandi, en að því máli þarf að
vinna sérstaklega. Ríkisstjórnin
nýtur trausts og ósanngjarn áróð-
ur stjórnarandstæðinga kemur
þeim sjálfum verst, áður en yfir
lýkur.
Magnús Olafsson i anddyri hússins. Eins og sjá má er mikið áhugi þeirra sem við húsið vinna væri mikili og það hefði
verk eftir óunnið — en Magnús var bjartsýnn — sagði að mikla þýðingu.
f I I
4
Rafvirkjar voru að vinna þegar Ijósmvndara Dags bar að Magnúsi Ásmundssyni, lækni og síðan sjáum við norður og
garði. Þeir tóku þvi Ijúfmannlega að sitja fyrir og hér er einn austurhlið Sjálfsbjargarhússins. Mynd:áþ.
þcirra að ganga frá raflögn i lofti salarins. Litla myndin er af
Merkur áfangi í sögu Sjálfsbjargar
Þessi vika mun verða starfs-
mönnum endurhæfingarstöðv-
ar Sjálfsbjargar minnisstæð. Á
fimmtudag er gert ráð fyrir að
endurhæfingarstöðin flytji úr
Hvannavöllum í hið nýja hús
sem Sjálfsbjörg er að reisa við
Bugðusíðu 1. Iðnaðarmenn
eru nú að leggja síðustu hönd á
þann hluta efri hæðarinnar
sem verður tekinn í notkun að
þessu sinni.
Það starf sem hefur verið unnið
í endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar
er mikilvægt, svo ekki sé fastar að
orði kveðið og má í því sambandi
nefna að síðan endurhæfingar-
stöðin tók til starfa í október 1970,
hafa tæplega 4 þúsund manns
notið meðferðar þar.
Fleiri verkefni
Nýja Sjálfsbjargarhúsið er tví-
lyft og er hvor hæð um 900 m2. Á
þeirri neðri er Plastiðjan Bjarg,
sem er „verndaður vinnustaður."
Þar starfar nú fólk sem vegna ör-
orku ætti óhægt með að fá stöður
annarsstaðar. Sú bygging, sem nú
er risin er þó aðeins upphafið, því
eftir er að byggja aðra nokkuð
minni, en þar á t.d. að vera sund-
laug og leikfimisalur. Ætlunin er
að hefjast handa við hana næsta
ár, en nú er unnið við endur-
skipulagningu á því húsi.
En af hverju er Sjálfsbjörg að
byggja þetta stórhýsi og hverjir fá
meðferð? Þessar og fleiri spurn-
ingar voru lagðar fyrir þá Magnús
Ásmundsson, lækni og nafna
hans Ólafsson, sjúkraþjálfara.
Magnús Ólafsson sagði að nú
störfuðu þrír sjúkraþjálfarar hjá
stöðinni, en ætlunin er að fjölga
þeim svo fljótt sem kostur er.
Starfsmenn munu líka taka að sér
fleiri verkefni en var hægt í gamla
húsnæðinu og m.a. verður fljót-
lega byrjað á starfi sem miðar að
því að koma í veg fyrir atvinnu-
sjúkdóma. Líklega verður það í
námskeiðaformi. Það ætti ekki að
vera erfitt að fá sjúkraþjálfara til
starfa því húsnæði endurhæfing-
arstöðvarinnar er glæsilegt og
ekki byggt af neinum vanefnum.
Læra nýja lifnaðar-
hætti
„Við höfum aðallega tekið við
sjúklingum frá Akureyri og Eyja-
fjarðarsvæðinu, en starfssvæði
endurhæfingarstöðvarinnar er í
rauninni allt Norðurland. Það má
segja að vesturmörkin séu við
Holtavörðuheiði, en austurmörk-
in í Vopnafirði. Við höfum veitt
fólki þá sjúkraþjálfun sem æski-
legust hefur þótt hverju sinni, en
það má segja að sjúkraþjálfunin
sé aðeins einn þáttur í starfi
lækna. Sjúlingur er oft ekki heill
heilsu á ný fyrr en hann hefur
gengið í gegnum þá þjálfun sem
við getum veitt honum. Hingað'
kemur fólk með öndunarfæra-
sjúkdóma, eftir slys og allskonar
veikindi, það þarf að þjálfa t.d.
vöðva eftir beinbrot og síðast en
ekki síst kemur hingað fólk sem
þarf að þjálfa vegna einhæfrar
notkunar á vöðvurn," sagði
Magnús Ólafsson.
Magnús læknir sagði að á end-
urhæfingarstöðinni hefði verið
unnið mikið og merkilegt starf á
liðnum árum, en tók það jafn-
framt fram að starfið hefði verið
minna en æskilegt hefði verið
vegna skorts á sjúkraþjálfurum.
„Þegar þeim fjölgar verður hægt
að ná til fleiri sviða en verið hef-
ur. Til dæmis hefur endurhæfing
á hjartasjúklingum mætt afgangi
og iðjuþjálfun sömuleiðis. Hvort
tveggja getur orðið hér í nýja
húsnæðinu! Sem dæmi um fólk
sem þarf að fara í iðjuþjálfun eru
„slagsjúklingar“. Iðjuþjálfun
gengur út á það að kenna þeim
nýja lifnaðarhætti og að lifa hinu
daglega lífi á eðlilegan hátt þrátt
fyrir skerta getu. Fólkið verður að
læra að nota hjálpartæki og að
læra ný störf. Sumir verða líka að
læra að borða sjálfir eða skrúfa
frá krönum svo eitthvað sé
nefnt.“
„Forvarnarstarf“
Eftir að endurhæfingarstöðin
er flutt í nýja húsið verða ýmis ný
tæki tekin í notkun og vinnuað-
staða batnar til muna. í einu her-
bergjanna mátti sjá stóra pappa-
kassa og sagði Magnús Ólafsson
að þarna væru fyrstu nýju tækin
að koma.
sjúkraþjálfarans að „atvinnu-
sjúkdómar" tækju mikinn tíma
lækna og sjúkraþjálfara. Hér að
framan var rætt um einhæfa
notkun á vöðvum og í því sam-
bapdi má nefna sígilt dæmi.
Konur sem halda á litlu barni í
vinstri hendi og vinna með þeirri
hægri fá gjarnan vöðvagigt í
brjóstvöðvana.
hver sem er tekið verð á flugfar-
seðli í dag og margfaldað með
þeim fjölda sem hingað hefur
leitað. Útkoman yrði há svo mik-
ið er víst,“ sagði Magnús Ólafs-
son.
Áður er við sláum botninn í
tunnuna er rétt að geta um fjár-
öflum fyrir endurhæfingarstöð
Sjálfsbjargar, sem mun fara fram
10. október. Hennar var getið í
síðasta tölublaði, en sjaldan er
góð vísa of oft kveðin. Fjáröflun-
in að þessu sinni er nefnd „áheit
og útivist." Áheitablöðum verður
m.a. dreift í alla skóla á Norður-
landi og þeir sem ganga eða hjóla
ákveðna vegalengd munu, áður
en þeir leggja af stað, safna
áheitum. Á Akureyri verður
endastöðin við Bugðusíðu 1, en
nánar verður tilkynnt um enda-
stöðvar annarsstaðar á Norður-
landi þegar upplýsingar um þær
berast blaðinu.
Þess skal getið að framkvæmd
„áheit og útivist“ er í höndum 3ja
klúbba: JC, Kiwanis og Lions.
Einnig hafa skólastjórar í
grunnskólum á Norðurlandi
heitið aðstoð. En þeir sem fá
hvergi áheitablöð þurfa ekki að
hafa miklar áhyggjur, því
Magnús Ólafsson sagði að hver
og einn gæti tekið þátt og látið
skrá sig og afhent áheit eftir að
hafa gengið í 20 mínútur eða
hjólað 5 kílómetra vegalengd
þann 10. október — góða ferð.
Hvernig munifi þiö haga ykkar
störfum í nýju húsi?
Það er Magnús Ólafsson, sem
verður fyrir svörum: „Starfsliðið
mun einkum sinna sjúkliugum
frá því klukkan 8 á morgnana og
fram eftir degi. Þessir sjúklingar
eru sendir af læknum. Seinni part
dags og á kvöldin munum við t.d.
bjóða upp á „forvarnarstarf", en
það er samheiti yfir fyrir-
byggjandi starf. Þetta orð bjó
hann Gísli Jónsson til og mér
þykir það ágætt. Með forvarnar-
starfinu er ætlunin að koma í veg
fyrir sjúkdóma og er það ekki svo
lítils virði. Þá geta vinnuhópar
eða einstaklingar komið, en við
munum miða við 10 manns í
hvert skipti og leggja mikið upp
úr bakþjálfun og réttri likams-
beitingu. Almenn þrek og lík-
amsþjálfun og slökun mun líka
skipa mikinn sess. Það veitir víst
ekki af því síðast nefnda í stress-
uðu þjóðfélagi.
Magnús læknir gat þess í
framhaldi af svari nafna síns
Aheit og útivist
Endurhæfingarstöðin er dýrt
hús, en það skal tekið fram að
hvergi er að sjá neinn munað eða
óþarfa eyðslusemi. „Síðan fjár-
öflun fór af stað má segja að fjár-
framlög hafa verið með ólíkind-
um mikil. Skilningur á endur-
hæfingarmálum hefur aukist
mikið síðustu árin. Framlög hafa
borist frá stéttarfélögum, verka-
lýðsfélögum, bæjar- og sveitar-
félögum klúbbum og að sjálf-
sögðu almenningi. Það er ljóst að
starfsemi sem þessi er fjárhags-
lega hagkvæm, ef menn vilja bara
líta á þá hlið málsins. í því sam-
bandi má til gamans minnast at-
hugunar sem Þóroddur Jónasson
gerði einu sinni. Hann reiknaði út
sparnað í sambandi við ferðir —
þ.e. hve mikið fólk hér sparaði
með því að leita til þessarar
stöðvar í stað þess að fara til
Reykjavíkur eins og það myndi
gera í flestum tilfellum. Það getur
Hátt skal höggið reitt
„Ætlar KEA líka að kaupa Neyt-
endasamtökin?" spyr blaðið ís-
lendingur í forsíðufyrirsögn í fyrri
viku. f grein þeirri, sem á eftir fer,
er reynt að gera Neytendasam-
tökin tortryggileg í augum al-
mennings fyrir það, að þau hafi á
leigu húsnæði hjá KEA. Minna
má ekki gagn gera til að reyna að
koma óorði á þessi þörfu samtök
en að láta að því liggja, að þau
þiggi mútur frá stærsta verslun-
arfyrirtæki staðarins. Trúi hver
sem vill, en skrif af þessu tagi
sýna best hug þeirra til Neyt-
endasamtakanna, sem að svona
skrifum standa. Orsökin skyldi þó
aldrei vera sú, að þessi samtök
hafi leitt fram í dagsljósið ein-
hvern þann sannleika, sem sumir
kæra sig ekki um að komi fram.
Á hitt er svo rétt að benda í
leiðinni, að KEA hefur enga þörf
fyrir að kaupa ein eða nein neyt-
endasamtök, þaðan af síður þörf
né vilja til að múta þeim.
Kaupfélag Eyfirðinga er sjálft
öflugustu neytendasamtök, sem
fyrirfinnast í þessu landi, og svo
hefur verið lengst af þessari öld.
Það er fyrsta boðorð í stefnuskrá
kaupfélagsins „að útvega félags-
mönnum góðar vörur og ná hag-
felldum kaupum á þeim.“ Að því
marki hefur alltaf verið keppt og
oftast með góðum árangri. Áð því
leyti fara stefna kaupfélagsins og
Neytendasamtakanna saman.
Engu að síður telur Kaupfélag
Eyfirðinga fulla þörf á starfi
Neytendasamtaka (með stórum
staf). Betur sjá augu en auga og
KEA er aðeins þökk á því, ef bent
er á eitthvað, sem betur mætti
fara félagsmönnum þess og öðr-
um til hagsbóta. Aðfinnsluraddir
er engin þörf á að þagga niður,
heldur taka vinsamlegar og heið-
arlegar ábendingar til athugunar
og eftirbreytni eftir því, sem við
getur átt að athuguðu máli.
Og til viðbótar er rétt að benda
á, að einmitt fyrir þá framsýni
eyfirskra bænda á sínum tíma að
efna til þeirra sterku og þrótt-
miklu neytendasamtaka, sem
Kaupfélag Eyfirðinga er, er
byggilegra við Eyjafjörð en ella
myndi vera og arðbær störf fyrir
fleiri hendur og huga, jafnvel
óarðbær störf fyrir nokkra.
Breytir þar engu um, þó að
skriffinnar íslendings þyrli upp
miklu moldviðri í kringum fréttir
af tímabundnum erfiðleikum
fyrirtækja í eigu samvinnufélag-
anna. Þeir vita eins vel og aðrir,
að erfiðleikarnir stafa aðeins af
verðbólgu og misvísandi gengis-
skráningu.
En í gegnum skrif þeirra öll
skín óvild þeirra í garð allra neyt-
endasamtaka, jafnt með stórum
staf sem litlum, og því gagni sem
af þeim leiðir fjöldanum til hags-
bóta.
28. september 1981,
Þorsteinn Jónatansson.
TTiní Umsjón: Ólafur Ásgeirsson
y 11' . TJL i , { - Kristjan Arngrivnsson g
EINAR
HÉLT
NÁMSKEIÐ
HJÁ ÞÓR
Einar Bollason, landsliðsþjálfari í
körfuknattleik var á Akureyri um
helgina og hélt þar námskeið á
vegum Þórs fyrir þjálfara félags-
ins og leikmenn.
Hann hélt tvær langar æfingar
með leikmönnum m.fl., 2. fl. og 3.
fl. og fór þar yfir fjölmargar æf-
ingar og lagði fram tillögur að
æfingaáætlunum fyrir þjálfara
félagsins. Var gerður góður róm-
ur að komu hans.
Sundmeistaramót Norðurlands:
Öruggur sigur Óðins
Einar Bollason í hópi ungra pilta sem sóttu námskeiðið hjá honum. Ljósm.
K.G.A.
Sundmeistaramót Norður-
lands var haldið á Akureyri á
dögunum. Fimm félög og hér-
aðssambönd sendu alls um 90
keppendur til mótsins, en
Sundmeistaramót Norður-
lands er einnig stigakeppni
milli félaganna.
Sigurvegarar í hinum ýmsu
greinum mótsins urðu sem hér
segir:
200 m fjórsund karla.
Ingimar Guðmundsson. Ó 2:38.9
100 m flugsund kvenna.
María Sævarsdóttir. UMSS 1:29.8
50 m baksund drengja.
Ármann Guðmundsson. Ó 36.0
Norðurl.met (Ak.met).
50 m flugsund telpna.
Ragnheiður Valgarðsd.. Ó 44.3
50 m baksund sveina.
Guðmundur Ragnarss.. USAH 43.3
50 m flugsund meyja.
Kolbrún Björgvinsdóttir. KS 40.7
100 m bringusund karla.
lngimarGuðmundsson. Ó 1:18.7
100 m skriðsund kvenna.
Harpa Guðbrandsd.. UMSS 1:14.5
100 m bringusund drengja.
Gunnar Árnason. Ó 1:36.6
50 m skriðsund telpna.
Guðrún ÝrTómasdóttir. Ó 37.5
100 m baksund karla.
Ingimar Guðmundsson. Ó 1:19,3
100 m skriðsund telpna.
Guðrún Alfreðsdóttir. KS 1:23.5
50 m bringusund sveina.
Svavar Þ. Guðmundsson. Ó 46.7
4x100 m skriðsund kvenna.
SveitUMSS 5:21.8
4x50 m skriðsund drengja.
Sveit Óðins 2:11.9
4x50 m bringusund meyja.
SveitKSA. ' 3:15.9
200 m fjórsund kvenna.
Svanfríður Jóhannsd.. KS 3:05.0
100 m flugsund karla.
Ingimar Guðmundsson. Ó 1:08.6
Norðurl.met (Ak.met).
50 m baksund telpna.
Ragnheiður Valgarðsdóttir. Ó 45.5
50 m flugsund drengja.
Eiríkur Jóhannsson. Ó 36.9
50 m baksund mevja. Kolbrún Björgvinsdóttir. KS 43.6
50 m flugsund sveina. Svavar Þ. Guðmundsson. Ó 42.0
100 m bringusund kvenna. María Sævarsdóttir. UMSS 1:29.5
100 m skriðsund karla. Geir Baldursson. Ó 1:02.6
100 m bringusund teipna. Ragnheiður Valgarðsd.. Ó 1:39.0
50 m skriðsund sveina. Svavar Þ. Guðmundsson. Ó 35.4
100 m baksund kvenna. Harpa Guðbrandsd.. UMSS 1:27.7
100 m skriðsund drengja. Ármann H. Guðmundsson. Ó 1:09.9
50 m bringusund mevja. Rut Valgarðsdóttir. Ó 46.3
4x100 m skriðsund karla. Sveit Óðins Norðurlmet (Ak.niet). 4:22.4
4x50 m skriðsund telpna. Sveit Óðins. 2:34.3
4x50 m bringusund sveina. Sveit Óðins. 3:27.2
Úrslitin í stigakeppni félag-
anna urðu þau að Óðinn á Akur-
eyri sigraði með 346,5 stig. Sund-
deild KS á Siglufirði varð í öðru
sæti með 164.5 stig. Ungmenna-
samband Skagafjarðar í þriðja
sæti með 88 stig. Ungmennasam-
band A-Húnvetninga Blönduósi
fékk 36 stig og Héraðssamband
S-Þingeyinga 5 stig.
KÖRFUBOLTI HJÁ ÞÓR
Æfingar körfuknattleiksdeildar
Þórs í vetur verða sem hér segir:
5. flokkur og Minni-bolti:
Mánudaga kl. 16 í Glerárskóla.
Föstudaga kl. 15 í Glerárskóla.
4. flokkur:
Þriðjudaga kl. 18.30 í Skemm-
unni.
Föstudaga kl. 16 i Glerárskóla.
3. flokkur:
Þriðjudaga kl. 22 í Glerárskóla.
Föstudaga kl. 19 í Skemmunni.
Mfl. og 2. flokkur:
Mánudaga kl. 21 í Glerárskóla.
Þriðjudaga kl. 19.30 í Skemm-
unni.
Fimmtudaga kl. 21 í Glerárskóla.
Fjölmennið og takið nýja
félaga með. Stjórnin.
Margar gerðir af nýtísku hornsófum
bæði leður- og plusáklæði
Eigum einnig fjölbreytt úrval af sófasettum.
Yfir 20 geróir fyrirliggjandi.
Lítið inn og skoðið okkar glæsilega húsgagnaúrval.
RKlvörubœc
▼W wri.qnAnNA\/FR.9l l J
HÚSGAGNAVERSLUN
TRYGGVABRAUT 24 AKUREYRI SlMI (96)21410
4 - DAGUR - 29. september 1981
29. september 1981 - DAGUR - 5