Dagur - 29.09.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 29.09.1981, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, þriðjudagur 29. september 1981 Fullmannað í Hólaskóla Gísli Eyland opnaöi stöðina aö Hrafnagili. Ljósmynd: K.G.A. SJÁLFVIRK SlMSTÓÐ AÐ HRAFNAGILI „Ég get ekki sagt annað en að þetta leggist vel í mig, það verð- ur spennandi að sjá hvernig til tekst“ sagði Jón Bjarnason, hinn nýi skólastjóri Bændaskól- ans að Hólum í Hjaltadal er Dagur ræddi við hann. Jón var áður bóndi að Bjamar- höfn á Snæfellsnesi, en hann hefur komið nálægt skólamálum áður og var m.a. kennari við Bændaskólann á Hvanneyri í fjögur ár. „Kennsla hefst hjá okkur viku af október. og það verða 29 nemendur Á þessu ári var hafin bygging á 12 íbúðum á Dalvík. l>ar af eru 6 í verkamannabústöðum. í bygg- ingu eru nú alls 33 íbúðir á Dal- vík. Á árinu er hafin bygging á færri einbýlishúsum en venja hefur verið, en séu verkamanna- bústaðirnir teknir með í dæmið er fjöldi þeirra íbúða, sem hafin er bygging á, svipaður og und- anfarin ár. Það er tvímælalaust þörf á auknu húsnæði á Dalvík, en að sögn Að- við skólann, eða eins margir og við getum tekið á móti. Þegar endur- bætur sem standa yfir á staðnum eru frá, reikna ég með að við getum tekið á móti 36 nemendum árlega.“ — Jón sagði að fitjað yrði upp á nýjungum í kennslunni í vetur, og yrðu.bæði fiskirækt og hrossarækt kenndar sem valgreinar. f sumar hefur verið unnið að ýmsum framkvæmdum að Hólum. Þannig er nú verið að tengja öll íveruhús við hitaveitu og 1. áfangi nýs hesthúss verður tekinn í notkun eftir áramótin. alsteins Gottskálkssonar, fréttarit- ara Dags, er ljóst að aukinn fjár- magnskostnaður kemur í veg fyrir að eins margir geta hafið byggingu eigin húsnæðis og þess æskja. Hann gat þess einnig að samkvæmt upp- lýsingum frá byggingartæknifræð- ingi Dalvíkurbæjar verða færri íbúðir kláraðar í ár en áður. „Það tekur lengri tíma fyrir fólk að byggja," sagði Aðalsteinn. „Síðast liðin ár hefur verið byrjað á 10 grunnum árlega og venjulega hafá verið þetta 30 hús í byggingu á ýmsum stigum.“ Á föstudag var opnuð ný 200 númera sjálfvirk símstöð á Hrafnagili í Eyjafirði og þjónar hún öngulsstaðahreppi og Hrafnagilshreppi og síðar munu númer f Saurbæjarhreppi verða tengd stöðinni. Gísli Eyland, stöðvarstjóri í Hrafnagili, opn- aði stöðina með samtali við Póst- og símamálastjóra, en hreppstjórar hreppanna þriggja ræddu einnig við sfmamálastjóra við opnunina. Nú hafa 141 númer verið tengd stöðinni og lagðar hafa verið niður símstöðvarnar á Grund og Munkaþverá. Þá hefur stöðin í Saurbæjarhreppi einnig verið lögð niður, en í staðinn verið komið á sólarhringsþjónustu í gegn um Ak- ureyrarstöðina. Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri á Akureyri þakkaði stöðvarstjórunum fyrir vel unnin, óeigingjöm störf, í hófi í Hrafna- gilsskóla í tilefni opnunarinnar. Heildarkostnaður við Hrafna- gilsstöðina er 1,7 milljón króna, eða 11-12 þúsund krónur á hvern not- anda. Hrepparnir lögðu til húsnæði fyrir stöðina og lánuðu einnig á sínum tíma 30 milljónir gkr. til eins árs vaxtalaust, til að flýta því að sjálfvirku símasambandi yrði kom- ið á. Stöðin í Hrafnagili er svoköll- uð innansvæðisstöð og slíkar stöðvar eru nú orðnar 97 á landinu. Langlínustöðvar eru 24 talsins og ein millilandastöð er í ’Reykjavík. Sjálfvirkar símstöðvar eru því samtals 122 í landinu öllu. Lundarhverfi VIÐSJÁR- KERFII NÓVEMBER Ljóst er að sameiginlegt víð- sjárkerfi getur verið komið upp f Lundarhverfi um miðjan nóvember með þátttöku liðlega 600 fbúða. ' Á fundi undirbúningsnefndar um víðsjártengingu hverfisins i gærkvöld var ákveðið að panta efni og búnað, þar sem ljóst er af við- brögðum íbúa að þátttaka verður því sem næst alger. Aðeins örfá húsfélög höfðu átt eftir að taka af- stöðu, en samkvæmt upplýsingum tæknimanna Heimilistækja s.f. í Reykjavík er mjög auðvelt að sam- tekngja hús við Víðilund og Eini- lund kerfinu. Þá höfðu húseigend- ur við Eikarlund óskað samteng- ingar. Að sögn forráðamanna undir- búningsnefndarinnar er tengi- kostnaðurinn hér á Akureyri sá lægsti sem um getur utan höfuð- borgarinnar, og er það stærð ein- ingarinnar að þakka. Það tekur um það bil mánuð að fá kapal og tæki hingað frá Dan- mörku, og liðlega viku að annast lagnir. Það gæti því orðið um eða fyrir miðjan nóvember, sem send- ingar efnis geta hafist, en eins og komið hefur fram í fréttum verður sjónvarpskapall víðsjárkerfisins jafnframt notaður sem loftnet fyrir íslenska sjónvarpið og fyrir FM-sendingar útvarps. MIKIÐ BYGGT Miklar endurbætur íSkógerð Iðunnar „Það setn stefnt er að með þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á starfssemi verksmiðjunnar er að framleiða færri tegundir, í nieira magni hverja“ sagði Kristján Jóhannesson iðnaðar- verkfræðingur, en hann hefur haft yfirumsjón með þeim skipulagsbreytingum sem nú eiga sér stað hjá Skóverk- smiðjunni Iðunn á Akureyri. „Þær breytingar sem fyrirhugað- ar eru, gera okkur kleift að vinna hvern skó með minni tilkostnaði, en um leið og við lækkum kostn- aðinn eigum við að geta boðið upp á mun betri vöru“ sagði Kristján. „Endurnýjun á tækjakosti Ið- unnar hefur ekki verið sem skyldi, vélarnar eru orðnar slitnar sumar hverjar og aðrar hreinlega úreltar. Við mununí því fá að miklu leiti nýjar vélar í verksmiðjuna og verða þær keyptar frá Þýskalandi, Bret- landi og Noregi. Við munum þó nota áfram eins mikið af eldri tækjakosti eins og unnt er.“ — Það var finnskt fyrirtæki sem gerði úttekt á rekstri Iðunnar og framtíðarskipulagi mála. Þetta fyr- irtæki heitir EA, og John Greefi starfsmaður þess hefur verið staddur hér á landi að undanförnu og unnið að málum í verksmiðj- unni. Úttekt þessa fyrirtækis leiddi í ljós að með því að fjárfesta fyrir 2,5 milljónir króna á næstu tveimur árum í nýjum tækjum og öðru, væri grundvöllur Iðunnar fyrir tryggri afkomu tryggður. „Við munum fjárfesta í tækjum fyrir 1-1,5 milljón krónur til að byrja með en förum að öðru leiti aðeins aðrar leiðir í uppbygg- ingunni en finnska fyrirtækið lagði til. Hinsvegar verða allar breyting- ar unnar í samráði við færustu sér- fræðinga erlendis" sagði Kristján. — Það kom fram í spjalli okkar við Kristján að þær breytingar sem gera á á rekstri fyrirtækisins eiga að verða að fullu komnar til fram- kvæmda næsta haust. Hinsvegar munu fyrstu breytingarnar eiga sér stað strax upp úr næstu áramótum og þær siðan koma til framkvæmda fram á haustið ein á eftir annarri. En að ári mun Iðunn bjóða nýja framleiðslu úr nýjum tækjum, væntanlega ódýrari og betri vöru en áður þótt framleiðsla fyrirtæk- isins hafi hingað til þóttst standast samanburð við það innflutta skó- tau sem hefur verið á markaði hér. Richard Þórólfsson framkvænidastjóri Ióunnar, John Green og Kristján Jóhannes- son. Ljósmvnd: K.G.A. % Enn ein versiunin. . . . Reykjavfkurblöðin, og feilnóta íhaldsins fyrir norðan, hafa gert sér mikinn mat úr umsvif- um KEA. Vart líður sá dagur að ekki sé eitthvert íhaldsmál- gagnið með frétt um frekari fasteignakaup kaupfélagsins — eða sölu á fasteign. Síðustu rósirnar á þessu svlðl eru fréttlr í tveimur reykvískum dagblöðum þess efnis að KEA hafi í hyggju að opna stór- markað í Þórsharmi. önnur fréttin var örlítið ónákvæm því rætt var um Þórshamar á Gleráreyrum, eða „gamla" Þórsharmar eins og Akureyr- ingar kalla gömlu bygginguna, sem verkstæðið var í hér á ár- um áður. Það hús er ekki leng- ur elgn KEA sem getur þá tæplega rifið húsið eins og kom fram í fréttinni að ætlunin væri að gera. % Á fundi f bygginga- nefnd var rætt um þá þróun sem orð- ið hefur við Furuvelli og Tryggvabraut. Þar var gert ráð fyrir iðnaði, en undanfarin ár hafa fleiri og fleirl verslanir opnað á þessum slóðum. Nú síðast var fjallað um umsókn Skapta h.f. þar sem farið var fram á að leyfð yrði versiun á neðri hæð fyrirtækisins við Furuvelli. Einn nefndarmaður- inn sló því þá fram í gamni að tæplega yrði um fyrirstöðu að ræða ef KEA sæktl um að koma á fót verslun í Þórsham- arshúsinu við Tryggvabraut. Það mun hafa slegið þögn á viðstadda nefndarmenn og að lokum sagði skipulagsstjóri eitthvað á þá leið að slfkt gengi ekki. 0 Rauði kross- inn „undir áhrífum<( Og úr því að kaupfélagið hefur komið fyrlr f báðum klausunum hér að framan er ekki úr vegi að halda áfram. Þvf hefur verið haldið fram af forstokkuðum íhaldssálum að Neytendasam- tökin á Akureyri og nágrenni getl tæplega tallst trúverðug vegna þess eins að samtökin leigja hjá KEA! Með sömu rök- um er hægt að halda þvf fram að Rauði krossinn sé varhuga- verð stofnun vegna þess að Akureyrardeild hans leigir hjá KEA og sama máli gegnir um flelri fyrirtæki og stofnanir. Svo haldið sé áfram og beitt sömu rökum má allt eins komast að þeirri niðurstöðu að það hafi verið mikið glappaskot þegar KEA tók á leigu Kjörbúð Bjarna í Kaupangi. Þar svífur auðvitað andi Bjarna yfir vötnunum og hefur eflaust óheillavænleg áhrif á starfsemi Kaupfélags Eyfirðlnga. Ritstjórn feilnót- unnar er víst í sama húsi, en auðvitað er bara um jákvæð áhrif að ræða f því tilfelli—eða hvað?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.