Dagur - 01.10.1981, Page 1

Dagur - 01.10.1981, Page 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDOIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 64. árgangur FÍLMUhúsib akureyri 76. tölublað BÆTIST I HÓPINN Nýlega bættist enn einn í hóp þeirra bæjarbúa á Akureyri sem uppvísir hafa orðið af þvi að stela heitu vatni í bænum. Er tala þeirra sem staðnir hafa ver- ið að þessum þjófnaði því komin upp í 10-12. Að sögn Ófeigs Baldurssonar rannsóknarlögreglumanns á Akur- eyri er ekki útilokað að fleiri eigi eftir að bætast í hópinn, því verið er að athuga með fleiri hús þar sem þjófnaður af þessu tagi gæti hafa átt sér stað. Ófeigursagði að enn hefðu engar kærur verið gefnar út í þessum málum, en það yrði gert. Ástæðan fyrir því áð það hefði ekki verið gert enn, væri sú að málin væru enn í höndum rannsóknarlögreglunnar. BÚIÐ AÐ SELJA „FLAKK- ARANN“? „Það er ekkert öruggt í þessu máli fyrr en við sjáum hann sigla út fjörðinn“ sagði Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvar- innar á Akureyri í samtali við Dag, um söluna á „Flakkaran- um“ svokallaða. Samningar hafa nú tekist um sölu á skipinu, og er kaupandi Hafliði Þórsson í Sandgerði. En það ber að taka fram að samningar voru undirritaðir með venjulegum fyrirvara, og sagði Gunnar að nú væri unnið að því að ryðja hindrunum ,úr vegi. Starfs- menn Slippstöðvarinhar vinna að því þessa dagana að breyta skipinu þannig að það verði tilbúið til tog- veiða. Áætfanir um útflutning á steinull standast ekki: Verður verksmiðjustaður ákveðinn í næstu viku? Líkur eru taldar á því að á ríkis- stjórnarfundi í næstu viku muni það ráðast, hvar steinullarverk- smiðju verður valinn staður. Sf- fellt hefur sigið á ógæfuhliðina fyrir sunnlendingum í þessu rnáli, þvi eftir því sem Dagur hefur fregnað þá ýmist standast ekki áætlanir þeirra um út- flutning á steinull eða forsendur hafa brostið. Þannig hefur heyrst að stór kaupandi í Hollandi og dreifing- araðili til annarra Evrópulanda hafi tilkynnt fyrir skömmu, að fyr- irtæki hans muni hætta’ að versla með steinull eftir áramótin, vegna erfiðleika á byggingamarkaði í Evrópu. Þá munu hafa komið í ljós veigamiklir gallar á útreikningum varðandi flutningskostnað til ann- ars heildsöluaðila í Evrópu, sem talið var að gæti annast sölu á steinull. Eins og nú horfir virðist út- flutningur á steinull úr sögunni, en sem kunnugt er vilja sunnanmenn setja á laggirnar stóra steinullar- verksmiðju með útflutning í huga, en Sauðkrækingar miða við innan- landsmarkað og hugsanlegri stækkun verksmiðjunnar síðar. Allt virðist því benda til þess að steinullarverksmiðja verði reist á Sauðárkróki og hafa menn látið að því liggja við Dag, að ekki vanti nema um eitt prósent upp á að lík- urnar verði alfarið með Króknum. Talið er að iðnaðarráðherra og rík- isstjórn muni leggja áherslu á að afgreiða málið fyrir þingbyrjun. Gangnamenn f Húnavatnssýslu. Myndina tók Magnús Ólafson, Sveinsstöðum, af gangnamönnum og fararskjóta eins þeirra. Til að fyrirbyggja misskilning skal tekið fram að f fleygnum er mjólk. Akureyri: INNBROTAALDA Innbrotaaida virðist nú ganga yfir á Akureyri, en síðan um helgi hafa verið framin 6 innbrot í bænum. Um helgina var brotist inn í Hið gamla hús endurhæfingarstöðvar Sjálfsbjargar við Hvannavelli og stolið þaðan um 1200 krónum úr peningakassa. Þá var einnig brotist inn í lager Sjafnar og reynt að opna þar peningaskáp en án árangurs. Um helgina voru einnig unnin skemmdarverk í nýbyggingu Dags við Strandgötu. I fyrrinótt voru síðan framin þrjú innbrot á Akureyri. Farið var inn í tvö fyrirtæki á Óseyri. Haga þar sem einhverju af peningum var stolið, og fyrirtækið Úretan, þar sem engu var reyndar stolið. Þá var brotist inn í verslunina Esju við Norðurgötu og stolið þaðan tóbaki. Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri vinnur nú að rannsókn þessara mála. Hvetur hún alla sem geta gefið upplýsingar um grunsam- legar mannaferðir á kvöldin og um nætur að undanförnu að láta vita, en álitið er að unglingar séu hér að verki. Síldveiðar ekki stöðvaðar Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að leyfa lagnetaveiðar á síld áfram til og með 4. október. Er þetta gert vegna þess að veður hef- ur hamlað veiðum og eins hefur aflast mjög misjafnlega á einstök- um verstöðvum. M.A. settur Menntaskólinn á Akureyri verður settur n.k. sunnudag á sal klukkan 14. Nemendur í reglulegu námi eru tæplega 600 talsins, en nemendur í öldungadeild eru nær 130. Að sögn Tryggva Gíslasonar, skólameistara, hafa nemendur aldrei verið fleiri í skólanum. Nauðsynlegt reynist að neita 60 manns um skólavist, bæði vegna þrengsla í heimavist og skólahúsnæði. „Best að gefa bænum húsið‘ f „Eða loka því“ — segir Sigurður Jóhannsson, forstjóri félagsheimilisins Tjarnarborgar á Ólafsfirði vegna skattheimtu ríkisins á félagsheimili „Skattstjóraembættið i Norður- landsumdæmi eystra er búið að skrifa okkur tvívegis. Við svör- uðum þeim reyndar í millitíð- inni, en í bréfum þeirra var sagt að Félagsheimilið Tjarnarborg muni verða skattlagt samkvæmt lögum“ sagði Sigurður Jóhannsson forstjóri félags- heimilisins Tjarnarborgar í Ólafsfirði í samtali við Dag. „Ástæðan fyrir þessu er vafalaust á rökum reist, þar sem það mun hafa fallið niður í nýju skattalög- unum ákvæði sem þar var áður um að félgasheimili skuli vera undan- þegin aðstöðugjaldi, eignarskatti og öðru. Þetta féll niður einhverra hluta vegna, hvort það er yfirsjón þeirra sem með málið fóru veit ég ekki, en það sem kemur mér mest á óvart er að það hefur ekkert félagsheimili í umdæmi skattstjór- ans á Norðurlandi eystra fengið bréf varðandi þetta mál nema Tjarnarborg í Ólafsfirði.“ „Það sem ég hef gert í þessu máli er að ég fór með þetta í Mennta- málaráðuneytið, og ráðuneytið mun vera að vinna eitthvað í þessu máli eftir því sem ég best veit. Einnig hef ég óskað eftir því við þingmenn að þetta verði lagfært, því ég held að þarna sé á ferðinni mikið óréttlætismál.“ „Ef þessi félagsheimili eiga að standa undir nafni sem menning- arstofnanir og félagsmiðstöðvar þá verður að stöðva þetta. Félags- heimilin verða ekki rekin með svona skattlagningu, þvi ég veit ekki um það félagsheimili sem hefur skilað hagnaði, án þess að greiða þessi gjöld. Stjóm félags- heimila á Norðurlandi hefur fjallað um málið og mótmælt þessu harð- lega.“ — Sigurður sagði að hans álit væri, að hér væri verið af hálfu Skattstjóraembættisins á Norður- landi eystra að koma af stað próf- máli. Eitt slíkt mál hefði verið rekið á Reykjanesi, en þar tapaði félags- heimilið Festi í Grindavík því máli. „En ef þeir ætla að skattleggja okkur svona, þá skulu þessir herrar aðeins hugsa sinn gang og gera sér grein fyrir afleiðingum þess. Þá væri sennilega best að loka bara þessum húsum. En réttasta svarið ef þeir ætla að fara þá leið er auð- vitað að gefa bæjarfélaginu húsin því þeir geta ekki skattlagt bæjar- félögin á þennan hátt.“ AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITST 4 $3íf\ 1

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.