Dagur


Dagur - 05.01.1982, Qupperneq 1

Dagur - 05.01.1982, Qupperneq 1
Mynd: H.Sv. TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 5. janúar 1982 1. tölublað rfy ' \ *:AJbL Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Akureyri voru jólin og áramótin afskaplega róleg. Nokkrir árekstrar áttu sér stað í bænum og á gamlárskvöld var aðeins einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur. „Jólin og áramótin verða sífellt friðsamari,“ sagði Ólafur Ás- geirsson, aðstoðaryfirlögregl- uþjónn í samtali við Dag. „Það var mun meira um að vera hér á árum áður. Unglingavandamál í líkingu við það sem þekkist á sumum stöðum er óþekkt fyrir- bæri á Akureyri. Raunar má segja að samstarf lögreglu og unglinga sé mjög gott. Um jólin voru dan- sleikir í Dynheimum og í Lundar- skóla sem fóru mjög ve! fram. Sömu sögu er hægt að segja um aðra dansleiki á Akureyriu og nágrenninu." Guðmundur Sæmundsson um forystu Einingar: Einræðingsleg vinnu- brögð, leiðinlegir fundir „Mér hafa borist margar munnlegar og skriflegar áskor- anir Einingarfélaga af ýmsum vinnustöðum og úr ýmsum deildum félagsins um að vinna að því að settur verði fram mót- listi í komandi stjórnar- og trúnaðarmannaráðskosningum félagsins gegn þeim Iista, sem stjórnin og trúnaðarmannaráð munu setja fram. Ég hef ákveð- ið að verða við þessum tilmæl- um,“ segir Guðmundur Sæm- undsson í yfirlýsingu, sem barst blaðinu í gær. Tveir verða því í framboði til formanns, Jón Helgason, núverandi formaður og Guðmundur Sæmundsson. í yfirlýsingunni segir ennfremur: „Óánægja ríkir með núverandi forystu félagsins. Það sem fólk virðist helst gagnrýna eru ein- ræðisleg vinnubrögð, flokksholl- usta forystunnar, leiðinlegir fundir, ofríki gagnvart deildum félagsins, skortur á upplýsingum og fræðslu fyrir almenna félaga, tengslaleysi forystunnar við fólkið á vinnustöðunum og sitthvað fleira. Þá er ríkjandi álit að foryst- an hafi staðið sig illa í samninga- málunum og verið tilbúin til að éta ofan í sig kröfugerð félagsins og ýmis stór orð, strax og forysta ASÍ, stjórnmálaflokkarnir og ríkisvaldið óskuðu þess.“ Guðmundur segist sammála þessari gagnrýni í meginatriðum. Hann hafi setið í stjórn Einingar í eitt ár og reynt að koma málum fram þar, án nokkurs teljandi árangurs. Hann segist því hafa gert það upp við sig fyrir nokkru að sitja ekki áfram í stjórn sem Jón Helgason hefði forystu fyrir og undirtökin í. Að lokum segir Guðmundur að þeir sem hafi sko- rað á sig eigi nú leikinn. Nk. laug- ardag verður haldinn opinn fund- ur með „sem flestum áskorendum og öðrum áhugamönnum um mótframboð. Á þeim fundi verð- ur tekin ákvörðun um hvort af framboði verður, hver stefna list- ans eigi að vera, hvernig hann skuli skipaður og hvernig kosn- ingabaráttunni verði hagað,“ seg- ir Guðmundur Sæmundsson í yfir- lýsingunni. Mörg hundruð manns missa atvinnuna! Fleiri hundrað manns sem starfa að sjávarútvegi á Norðurlandi hafa misst atvinnu sína, eða gera það næstu daga. Astæðan er verkfall sjómanna sem skall á um hátíðirnar, en það hefur þegar haft þau áhrif að mikill fjöldi fólks sem starfar að fiskvinnslu í landi hefur misst kauptryggingu sína. Ekki er gott að segja til um það nákvæmlega hversu margir þeir eru sem nú eru atvinnulausir vegna verkfallsins. Á sumum stöðum hefur atvinna þegar stöðvast, á öðrum stöðum verður vinna eitthvað frameftir vikunni, og þar sem lengst verður unnið hefur fólkið vinnu fram í næstu viku, en þar er unnið við saltfisk og skreiðarverkun. Samkvæmt lauslegri könnun Dags frá í gær, er ekki fjarri lagi að ætla að á Norðurlandi verði um 700 manns sem starfa að fiskvinn- slu í landi orðnir án atvinnu þegar kemur fram í næstu viku. Flest starfar þetta fólk hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa hf., en að sögn Gísla Konráðssonar framkvæmd- astjóra þess fyrirtækis sögðu þeir upp um 100 manns, sem missa atvinnuna frá og með fimmtudeg- inum. Margir sjómenn eru í verkfalli, og þegar þetta er skrifað er engin leið að segja til um hversu lengi það verkfall kemur til með að standa. Þar spilar inn í að ekki hafa tekist samningar um fiskverð, en skriður mun ekki komast á samningaviðræður sjó- manna og viðsemjenda þeirra fyrr en það liggur fyrir. Þá mun vænt- anlega hafa talsverð áhrif á samn- ingaviðræðurnar til hvaða ráða ríkisstjórnin grípur til þess að tryggja hag útgerðarinnar og fisk- vinnslunnar. Þjófurinn ófundinn! „Það segir sig sjálft að ef þetta upplýsist ekki þá hefur þetta stórkostleg áhrif á okkar fyrir- tæki. Það er ekki hægt að sitja undir því að hægt sé að steia svona frá manni án þess að lög- reglan hafi nokkra einustu möguleika á að upplýsa það“, sagði Skúli Ágústsson hjá Höldi hf, í samtali við Dag í gær. Eins og kunnugt er var brotist inn hjá fyrirtækinu aðfararnótt Þorláksmessu og stolið þaðan Vilhelm Ágústsson við hurðina sem boruð var upp. Ljósm. gk- geysistórri upphæð í peningum, ávísunum og nótum. Alls var stol- ið upphæð sem nemur 340-360 þúsund krónum, en síðar fundust norðan við bæinn töskur með hluta ávísananna og nótum í að upphæð um 110 þúsund krónum. Tap fyrirtækisins, ef peningarn- ir finnást ekki og þær ávísanir sem ekki fundust í töskunum er því 230-250 þúsund krónur, og bætist við 140 þúsund krónur sem stolið var frá fyrirtækinu í ágúst sl. „Það má segja að okkur hafi á vissan hátt miðað við rannsókn málsins, við vitum aðeins um ferðir þjófsins en það er auðvitað ekki nóg og á meðan við höfum ekki handsamað þjófinn vinnum við að rannsókn málsins“, sagði Daníel Snorrason rannsóknarlög- reglumaður. Skúli sagði að fyrirtækið og rannsóknarlögreglan á Akureyri hefðu óskað eftir aðstoð Rann- sóknarlögreglu ríkisins við að leysa málið. Fyrirtækið bauðst til að senda flugvél eftir lögreglu- mönnunum en þeir voru ekki fá- anlegir til að koma norður. „Þetta er ekki hægt, Rannsóknarlög- regla ríkisins er ekki bara fyrir Reykja-víkursvæðið", sagði Skúli Ágústsson. Þess má að lokum geta, að forráðamenn Höldurs hf. hafa á- kveðið að verðlauna þann sem getur gefið upplýsingar sem leiða til þess að málið upplýsist. Nema þau verðlaun alls 50 þúsund krónum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.