Dagur - 05.01.1982, Side 4

Dagur - 05.01.1982, Side 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Ár fatlaðra Ári fatlaðra er nú lokið. Að mati forráða- manna samtaka fatlaðra hefur töluvert áunnist á þessu ári, einkum þó það að við- horf almennings og ráðamanna hafa breyst til hins betra, vegna aukinnar kynningar á vandamálum fatlaðs fólks. Enn er margt ógert, en von til þess að áðurnefnd viðhorfs- breyting geri framhaldið auðveldara. Ár aldraðra er nú tekið við. Hér á árum áður voru aldraðir ekki sérstakur þjóðfélags- hópur eins og nú er litið á, heldur hafa gífur- legar þjóðfélagsbreytingar með byltingu í heimilisháttum valdið því, að nú er talin þörf á að gera sérstakt átak í málefnum þeirra. Áður dvaldist aldrað fólk í flestum tilfellum á heimilum afkomenda sinna, en það hefur sífellt farið minnkandi. Fjölmargir aldraðir kæra sig ekki um að vera upp á ættingja sína komnir; — finnst þeir vera fyrir eða að það samræmist ekki þeim sjálfstæðishugmynd- um sem þeir hafa öðlast með oftast árang- ursríkri lífsbaráttu eftirstríðsáranna. Auk þess gerir uppbygging nútímaheimila í fæstum tilfellum ráð fyrir stórfjölskyldum, þó svo að yngra fólk gæti vel hugsað sér að hafa gamla fólkið hjá sér. Þessi þróun hefur valdið því að aldraðir hafa í auknum mæli einangrast og búa því miður allt of oft við bág lífskjör og einsemd. Vandamál gamla fólksins verða ekki ein- vörðungu leyst með auknu fjármagni. Við- horfið til þeirra þarf að breytast með sama hætti og til hinna fötluðu í þjóðfélaginu. Hinu er ekki að neita, að aldraðir eiga vissu- lega rétt á stærri hlut í kökunni, sem sú kynslóð er þeir tilheyra, hefur átt hvað stærst an hlut í að skapa. Stórauka þarf rými fyrir aldraða og sjúka á sérstökum deildum, þar sem mannlegi þátturinn má þó aldrei gleymast. Stórauka þarf möguleika aldr- aðra, sem hafa til þess heilsu, til að búa í eig- in húsnæði og njóta heimilishjálpar. Megin- áherslu á að leggja á að aðstoða gamalt fólk til að hjálpa sér sjálft og gera því kleift að sinna einföldum störfum og verða áfram að gagni í þjóðfólaginu. Eins og áður sagði þarf viðhorfsbreytingu. Þeir sem nú eru upp á sitt besta og hinir sem taka við, þurfa að finna til þess þakklætis til gamla fólksins, sem það á skilið, og breyta í samræmi við það. Auðveldast er að hafa á- hrif á ungu kynslóðina í þessum efnum og því eiga skólarnir að gera stórátak í fræðslu um málefni aldraðra. Starfsmenn Dags og Dagsprents í nýjum húsakynnum á fýrsta starfsdegi eftir áramótin. Sitjandi eru Hermann Sveinbjömsson, Jóhanna Friðfínnsdóttir og Inga María Sverrisdóttir. Standandi frá vinstrí era Frímann Frímannsson, Jóhannes Mikaelsson, Aðalsteinn Óskarsson, Ríkharður Jónasson, Gylfi Kristjánsson, Ársæli EUertsson, Áskell Þórisson, Jóhann Karl Sigurðsson og Guðjón Sigurðsson. Dagur í nýju húsnæði Dagsprent hf. tekið til starfa Dagur hefur nú flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði að Strandgötu 31, en þar verður Dagsprent hf. einnig til húsa og mun það fyrirtæki annast aila prentun biaðsins. Á þessum tímamótum flyst ÖU gerð blaðsins undir eitt þak, sem væntan- lega mun gera alia vinnslu þess ein- faldari og hraðari. Samfara því að blaðið verður nú allt unnið á einum stað verður útgáfudög- um fjölgað og jafnframt verður blaðið stækkað. Dagur mun í framtíðinni koma út þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Búast má við einhverjum byrjunarörðugleik- um fyrst í stað, en vonandi verður þess ekki langt að bíða að þessum áformum verði að fullu komið í framkvæmd. Starfsmönnum Dags hefur verið fjölgað, auk þess sem Dagsprent hefur ráðið nýtt fólk til starfa. Við starfi aug- lýsingastjóra Dags hefur tekið Frí- mann Frímannsson. Jóhann Karl Sig- urðsson, sem áður annaðist þetta starf mun sjá um framkvæmdastjórn Dags og Dagsprents. Jóhannes Mikaelsson hefur verið ráðinn útbreiðslustjóri, en hann verður einnig að hluta starfs- maður í prentsmiðju. Jóhanna Frið- finnsdóttir mun annast almenn skrif- stofustörf, þ.á m. símavörslu, en einn- ig auglýsingamóttöku. Aðrir fastráðnir starfsmenn blaðsins eru Herraann Sveinbjörnsson, ritstjóri, blaðamenn- irnir Áskell Þórisson og Gylfi Krist- jánsson og Aðalsteinn Óskarsson, sem unnið hefur ýmis störf á skrifstofu og við útréttingar. Lausráðnir starfsmenn eru við íþróttaskrif og ljósmyndun, ræstingu og pökkun. Fjölmargir aðilar munu rita greinar í föstudagsblaðið, svipað og verið hefur í Helgar-Degi. Nýir starfsmenn Dagsprents hf. eru Ársæll Ellertsson, sem annast rekstur prentvélar, Guðjón Sigurðsson annast umbrot og að nokkru setningu, Rík- harður Jónasson annast filmu- og plötugerð og Inga María Sverrisdóttir starfar við tölvusetningu. Dagur og Dagsprent hf. bjóða þessa nýju starfsmenn velkomna til starfa. ÞAKKIR TIL PRENTVERKS ODDS BJÖRNSSONAR HF. FYRIR ÁRATUGA SAMSTARF Mikil umskipti hafa nú orðið varðandi prentun Dags. Biaðið er nú í fyrsta sinn unnið og prentað í eigin prentsmiðju, Dagsprenti hf. Allt frá árinu 1920 hefur Dagur ver- ið prentaður í Prentverki Odds Björnssonar hf. á Akureyri, eða með öðrum orðum alla sína tíð nema tvö fyrstu árin, þegar biaðið var prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar hf. Eins og gefur að skilja hefur mikil breyting orðið á prenttækni á þessum langa tíma og má raunar segja að tækni-þróunin og sérstaða blaðaprent- unar ráðið mestu um þá breytingu sem nú hefur orðið á högum blaðsins. Þessi mál hafa haft nokkuð langan aðdrag- anda og upphafið má rekja til þess, er Dagur eignaðist eigin prentvél árið 1945, sem Prentverk Odds Björns- sonar annaðist rekstur á. Árið 1976 eignaðist blaðið svo fullkomna offset- blaðapressu og það sama ár var fest kaup á fyrsta húsnæðinu, sem Dagur eignaðist, Tryggvabrautf 12 á Akur- eyri. Nýja vélin var, eins og sú gamla, starfræict í POB. Á miðju ári 1980 var keypt viðbót við prentvélina, sem gerði kleift að prenta blaðið í lit og jafnframt fjölga blaðsíðum þess. Á síðasta ári gerðist það svo, að ákvörðun var tekin um að stofnsetja eigin prentsmiðju til prentunar á blað- inu. Stofnað var hlutafél. Dagsprent hf., húseignin að Tryggvabraut 12 seld og fest kaup á Strandgötu 31, þar sem bæði blaðið og prentsmiðjan verða til húsa í framtíðinni. Um síðustu áramót rann út samningur milli Dags og POB, en að samráði beggja aðila var prentvél Dags flutt í nýja húsnæðið og fyrsta blaðið prentað þar 12. nóvember. Setning, umbrot og filmugerð var áfram í POB til áramóta. En nú hefur sem sagt verið brotið enn eitt blað í rúmlega sex áratugasögu Dags með stofnun og starfrækslu Dags- prents hf., sem Dagur er stærsti hlut- hafinn í. Blaðið lagði. til hina full- komnu blaðapressu og Dagsprent hef- ur keypt tæki til setningar, umbrots og filmugerðar. Húsnæðið að Strandgötu 31 er í eigu blaðsins, svo og innrétting- ar, nema þær sem tilheyra prentsmiðju rekstrinum. Á þessum tímamótum færa starfs- menn og stjórnarmenn Dags stjórn- endum og öllu starfsliði Prentverks Odds Björnssonar fyrr og síðar þakkir fyrir vel unnin störf og samvinnu, með ósk um áframhaldandi velgengni þessa fyrirtækis, sem með tilvist sinni og prentgripum hefur lagt drjúgan skerf til menningarmála landsmanna, þau 80 ár sem það hefur starfað hér á Akureyri. Hermann Sveinbjömsson rítstjórí. 4-DAGUR5. janúar 1982 KR-sigur í hörkuleik Fyrstí leikurinn í fyrstu deild í handbolta á þessu ári fór fram í íþróttaskemmunni á sunnudaginn. Þá áttust við KR-ingar og KA-menn, en KR-liðið er borið uppi af bræðrunum Alfreð og Gunn- ari Gíslasyni sem báðir hafa gert garðinn frægan með KA. Leikur þessi var fjörugur og skemmtilegur ailan tímann, þrátt fyrir sanngjarnan KR sigur 25 mörk gegn 21, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 11 gegn 9, KR í vil. Það voru hátt á fimmta hund- ruð áhorfendur sem fylltu áhorf- endabekki skemmunnar, og hvöttu þeir heimamenn oft á tíð- um vel. Sérstaklega var það þeg- ar allt gekk í haginn, en þegar illa gekk heyrðist lítið í áhorf- endum, en þá er það sem leik- menn þurfa hvatningarhrópin! Alfreð Gíslason gerði fyrsta markið í þessum leik með hörku skoti eins og raunar hann gerði öll sín mörk. Sigurður Sigurðs- son, sem var marka-kóngur KA í þessum leik, jafnaði strax með laglegu skoti. Síðan komst KR í tvö gegn einu, en aftur jafnaði Sigurður. Þá fá KA-menn víti sem raunar var það eina sem dæmt var í þessum leik og Frið- jón skoraði örugglega, og kom KA yfir í leiknum. Þá jafnar Gunnar Gíslason fyrir KR, en Sig*urður kemur KA í fjögur gegn þremur, og skömmu síðar bætir Jóhann Einarsson fimmta markinu við fyrir KA. Alfreð lagar aðeins stöðuna fyrir KR, en þá komu tvö KA-mörk frá Sigurði og Friðjóni og staðan orðin sjö gegn fjórum fyrir KA, og áhorfendur alveg að tryllast. Þá gerði Alfreð tvö mörk fyrir KR og lag*aði stöðuna nokkuð, og skömmu síðar bætti Þorleifur áttunda markinu við fyrir KA og staðan átta gegn sex. Þá kom leikkafli sem KA-menn gleyma sennilega seint, því KR-ingar gerðu fimm næstu mörk, án þess að KA tækist að skora, og stað- an orðin ellefu gegn átta. Undir lok hálfleiksins bætti Sigurður einu við fyrir KA og lagaði stöð- una í ellefu gegn níu þegar flaut- að var til hálfleiks.. KR-ingar gerðu fyrsta markið í síðari hálfleik en Sigurður og Jóhann gerðu síðan tvö næstu fyrir KA. Þá var tveimur KA- mönnum vísað af leikvelli svo til samtímis og þá var leiðin í KA- markið auðveld fyrir þá bræður Gunnar og Alfreð, en þeir gerðu þá sitthvort markið. Síðan skor- uðu þeir sín tvö til skiptis Sig- urður fyrir KA og Alfreð fyrir KR. Þegar um það bil sjö mín. voru til leiksloka var staðan orð- in 22 gegn 16 fyrir KR og stefndi í stórsigur. Þá tóku KA-strák- arnir sig til og gerðu fjögur mörk í röð án þess að KR tækist að svara fyrir sig og staðan allt í einu orðin 22 gegn 20. Þá setti Jóhann Ingi þjálfari KR, Alfreð aftur inná, en hann hafði þá fengið að hvíla sig um stund og ekki leið á löngu áður en boltinn söng í netamöskvum KA eftir hörkuskot frá Alfreð. Þegar flautað var til leiksloka var stað- an 21 gegn 25 og öruggur og sanngjarn KR-sigur var í höfn. KR-ingar eru í toppbaráttu í deildinni en staða KA vægast sagt mjög erfið. Þeir hafa aðeins hlotið tvö stig, jafnmörg og HK og Fram en þessi þrjú lið munu berjast um tilveru sína í deild- inni. Nánast öll önnur lið eru í toppbaráttu. Sigurður var besti maður KA-liðinu, og gerði alls 8 mörk. Friðjón gerði 4, þar af eitt úr víti. Erlingur gerði 3, og Jakob, Jóhann og Þorleifur 2 hvert. Al- freð var markhæstur hjá KR með 8 mörk og bróðir hans Gunnar gerði 5. Fimm sinnum var KA-leik- manm vísað af leikvelli í tvær mín. en tvisvar sinnum KR-ing. Áhorfendur voru um 450 og er það „Skemmumet“ á þessu keppnistímabili. Klæðist Gunnar KA- peysunni aftur? Þórsarar sigursælir Nú um jólin var haldið í íþróttaskemmunni Akureyr- armót í innanhússknatt- spyrnu. Keppt var í öllum flokkum karla, og í meistara- flokki kvenna. Keppendur voru frá Akureyr- arfélögunum Þór og KA. Keppni var oft á tíðum jöfn og spennandi og þurfti að fram- lengja nokkra leiki til þess að úrslit fengjust. Alls voru leiknir tólf leikir og sigruðu Þórsarar í átta þeirra en KA í fjórum. Annars urðu úrslit einstakra leikja þessi: 4. flokkur B 4. flokkur A 3. flokkurB 3. flokkur A 2. flokkur 1. flokkur Meist. fl. „Old boys“ Kvennafl. KA4-Þór2 Þór 6 - KA 2 Þór4-KA3 Þór7-KA5 KA6-Þór5 Þór 5 - KA 4 Þór 8 - K A 5 KA5-Þór3 Þór3-KA 1 Margir hafa velt fyrir sér þeirri spurningu eftir að Gunnar Gíslason var valinn í íslenska landsliðið í hand- knattleik, hvort hann myndi koma aftur hingað til Akur- eyrar í vor eftír að hann lýkur námi í íþróttakennaraskólan- um. Gunnar hefur undanfarin ár verið einn af máttarstólp- um KA, bæði í knattspymu og handknattleik. Hann ákvað hins vegar í haust að leika frekar með KR í handboltan- um í vetur þar sem það er nær ógjörningur að leika með liði hér á Akureyri meðan á námi stendur í skólanum. Frami hans í handboltanum í Reykjavík var hins vegar mjög skjótur og nú er hann kominn í landsliðið og var 6. flokkur 5. flokkurB 5. flokkur A KA4-Þór2 Þór3-KA0 Þór5-KA3 Göngumót í Ólafsfirði Á laugardaginn héldu Ól- afsfirðingar skíðagöngumót í blíðskaparveðri og góðu skíðafæri. Gengnir vora um 11 kflómetrar, og urðu úrslit þessi: 1. Haukur Sigurðsson 30-06 2. Gottlíeb Konráðsson 31.10 3. Jón Konráðsson 31.22 4. Axel Pétur Ásgeirsson 33.36 með í að leggja Dani nú um jólin eins og menn muna. Þá var hann einnig mjög at- kvæðamikill í unglingalands- liðinu fyrr í vetur þegar þeir kepptu á Heimsmeistaramót inu. Gunnar var að því spurður hvort landsliðssæti í handknatt- leik skipti einhverju um framtíð- aráform sín. Hann svaraði því til að víst gæti svo farið að það skipti fyrir sig máli. Hann hefði hins vegar verið ákveðinn í að koma hingað til Akureyrar í vor, og fara síðan að starfa við íþróttakennslu hér í bæ. Hann kvaðst búast við að íþróttakenn- arastaða við Gagnfræðaskólann losnaði nú í vor og ætlunin væri að sækja um hana. - Ég er ákveðinn í að koma í vor og leika með KA í fótboltan- um í sumar, en hvað gerist í haust er ennþá óráðið. Ef ég verð áfram valinn í landsliðið í handknattleik nú í vetur er ekki ósennilegt að ég verði í Reykja- vík næsta vetur. Það er nánast ómögulegt að leika með liði á Akureyri og ætla sér að eiga möguleika á að komast í lands- liðið í handknattleik, sagði Gunnar. Þá var hann að því spurður hvort það kæmi ekki illa niðri á náminu að vera svo mikið frá í keppnisferðum, bæði með fé- lagsliði og landsliði. - Við erum þrír KR-ingar á íþróttaskólan- um að Laugarvatni, sagði Gunnar, - við förum til Reykja víkur tvisvar í viku og síðan alla helgina. Það tekur um einn til þrjá tíma að aka frá Laugarvatni til Reykjavíkur eftir veðri og færð, þannig að lítill tími verður eftir til lestrar. Ég á ennþá eftir að^taka þrjú próf sem ég átti að taka fyrir fyrir áramót, sagði Gunnar. Gunnar hældi mikið þjálfara sínum, Jóhanni Inga, og sagði að hann væri frábær þjálfari. Hann sagði líka að sér hefði komið á óvart hve KA-liðið væri sterkt. - Þetta er allt annað en í fyrra, sagði Gunnar. Roger Berents til Þórsara Tilþrif hinna ungu knattspyrnumanna voru oft mjög skemmtileg. Ljósm. KGA Þórsarar fá innan skamms tíl liðs við sig bandarískan körfuknattieiksmann, og mun hann leika með liðinu það sem eftir er keppnistímabilsins. Leikmaður þessi heitir Roger Berents, og er 24 ára að aldri. Hann þykir vera mjög sterkur leikmaður undir körfunum, harður í fráköstum og skorar jafnan mikið af stigum. Hann er 1.97 m á hæð og leikur ýmist sem framherji eða miðherji. Upphaflega ætluðu Þórsarar að fá Mark Christensen hingað til lands á nýjan leik, en þegar til kom treysti Mark sér ekki til að koma. Það var svo með aðstoð þeirra Danny Shouse sem leikur með UMFN og Tim Higgins sem leikur með ÍBK að samningar tókust við Roger Berents, og er hann væntanlegur til Akurreyr- ar eftir viku til 10 daga. 5. janúar 1982 - DAGUR 5

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.