Dagur - 05.01.1982, Síða 8
Akureyri, þriðjudagur 5. janúar 1982
DNY-FLEX
VATNSKASSAHOSUR
I
s
Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í Sjálfstæðishúsinu,
Vilj'a að áfram verði
skemmtistaður í SH
Eins og kunnugt er varð stór-
bruni í Sjálfstæðishúsinu á Ak-
ureyri þann 19. desember sl.
Talið er að þak hússins sé að
mestu ónýtt og innréttingar
skemmdust mikið af völdum
reyks og vatns. Eldsupptök
voru í útblæstri frá eldhúsi, sem
er í vesturenda hússins. Ahugi
er fyrir því hjá eigendum
hússins, að þar verði áfram rek-
inn skemmtistaður, en Ijóst er
að viðgerð mun taka nokkra
mánuði.
Tómas Búi Böðvarsson, slökkvi-
liðsstjóri sagði að erfiðlega
hefði gengið að slökkva eldinn
þar sem illt var að komast að
honum. Slökkviliðsmennirnir
urðu t.d. að skríða eftir loftinu
fyrir ofan danssalinn til að komast
að eldinum. Tómas sagði að ald-
rei áður í sögu slökkviliðsins hefði
verið notað jafn mikið af reykköf-
unartækjum. Alls þurfti 60 kúta af
súrefni og voru þeir hlaðnir jafn-
harðan á slökkviliðsstöðinni. „Ég
tel að mínir menn hafi staðið sig
mjög vel,“ sagði Tómas, „sem
dæmi má nefna að sumir voru
stanslaust í reykköfun í yfir þrjár
klukkustundir.“
Tómas sagði að kröfur um eld-
varnarbúnað í húsum hefðu
breyst mikið síðan Sjálfstæðishús-
ið var reist, en hefðu t.d. verið
eldvarnarveggir milli þaks og
gólfs á falska loftinu hefðu þeir
komið í veg fyrir eins mikið tjón
og raun varð á. Aðspurður um
ástand mála í öðrum samkomu-
húsum á Akureyri, sagði Tómas
að það væri víðast hvar viðun-
andi, en nefndi að undantekning
væri t.d. húsnæði Karlakórsins
Geysis, Lón við Glerárgötu. Er-
indi vegna þessa var sent bæjar-
ráði fyrir löngu síðan, en ekkert
svar hefur borist. Á meðan svo er
getur slökkviliðsstjóri ekkert
aðhafst. Tómas sagði að lokum að
hann væri nú að senda bæjaryfir-
völdum í 3ja sinn beiðni um að
keyptur verði tankbíll til slökkvi-
tiðsins. Slíkur bíll stuðlar að
auknu öryggi í brunavörnum Ak-
ureyrar, sagði Tómas.
Stórhækkað fasteignamat:
Mun dýrara
að þinglýsa
Akureyri:
Álfadans
og brenna
á Þórsvelli
á morgun
íþróttafélagið Þór á Akur-
eyri gengst að vanda fyrir álfa-
dansi og brennu á „þrettánd-
anuin" (annað kvöld) og hefst
skemmtunin við stúkuna á
íþróttavellinum kl. 19.45.
Þaðan verður gengið í heilmik-
illi skrúðgöngu undir forustu álfa-
kóngs, álfadrottningar, púka,
jóla-sveina, trölla og dansflokks
upp á Þórsvöll, en þar hefst
skemmtun kl. 20.
Þar verður stór og mikil
brenna, Hjáiparsveit skáta sér um
flugeldasýningu, Katla María
syngur, sýndir verða þjóðdansar
og margt fleira verður á dagskrá.
Þann 1. desember s.l. hækk-
aði fasteignamat íbúða á Akur-
eyri. Nokkuð var hækkunin
misjöfn, mun meiri á nýjum
húsum en eldri, en meðaltals-
hækkunin mun hafa verið um
50%.
Þessi hækkun veldur því að nú
er mun dýrara en áður að þinglýsa
kaupsamningum og skuldabréf-
um, því stimpilgjaldið af kaup-
samningum er 0,4% og af skulda-
bréfum 1,5%. Hinsvegar er þing-
lesningargjaldið ávallt hið sama
eða 28 krónur.
Ef tekið er dæmi af fjögurra
herbergja íbúð í Hjallalundi sem
er tæpir 90 fermetrar að stærð, þá
var fasteignamat hennar fyrir
hækkunina 264.800 krónur, en er
nú 410 þúsund krónur. Þinglesn-
ingargjald og stimpilgjald af þess-
ari íbúð var fyrir 1. desember
1.060 krónur en er nú 1.640
krónur.
Ef tekið er einbýlishús við
Bakkahlíð með bílskúr, þá var
fasteignamatið 611 þúsund, en
eftir hækkunina er það 955 þús-
und krónur. Þinglesningar og
stimpilgjald var kr. 2.448 krónur
en er nú 3.820 krónur. Þama
munar því hvorki meira eða
minna en 1.372 krónum.
Sem fyrr sagði er stimpilgjald af
skuldabréfum 1,5% af fasteigna-
mati viðkomandi íbúðar. Ekki er
óalgengt að lánaður sé þriðjungur
af kaupverðinu og ef keypt er t.d.
fjögurra herbergja íbúð sem kost-
ar um 600 þúsund þá má ætla að
lánaðar séu um 200 þúsund
krónur. Stimpilgjald af því skulda-
bréfi næmi þvf um 3000 krónum.
Jólaverslunin á Akureyri:
Kaupmenn
ánægðir
Ekkí er annað að heyra á
kaupmönnum á Akureyri en aö
jólaverslunin hafi verið mjög
mikil að þessu sinni, en hún
þykir jafnan gefa nokkuð góða
vísbendingu um það hvernig
fjárráð fólks eru almennt.
„Það er óhætt að segja að
jólaverslunin hafi farið fram úr
öllum vonum hjá okkur,“ sagði
Björn Baldursson hjá Kaupfé-
lagi Eyflrðinga. „Þrátt fyrir að
tíðarfar væri ekki sem hagstæð-
ast í desember kóm jólaversl-
unin mjög vel út. Nokkuð bar á
því að fóik spyrði um verð og
velti því fyrir sér, en þegar á
heildina er litið var versíunin
mjög góð.“
„Ég er mjög ánægður með jóla-
söluna og varð ekki var við annað
en fólk hefði rúm auraráð," sagði
Sigbjörn Gunnarsson eigandi
Sporthússins. „Salan í nóvember
var léleg eins og venjulega, en
fólk heldur jól og virtist ekki vera
neitt aðþrengt. Það ber einnig að
líta á það að kaup á sportvörum
eru hagstæð um þessar mundir,
a
# Snjórog
snjómokstur
Óvenju mikill snjór hefur fall-
ið í Eyjafirði að undanförnu.
Háir ruðningar eru viða í út-
hverfum Akureyrar og öku-
menn hafa oft átt í erf iðleikum
með að komast á milli bæjar-
hluta. Snjómoksturstæki hafa
þó verið i gangi flesta daga og
starfsmenn Akureyrarbæjar
hafa staðið sig með mestu
prýði.
% Jólatrénæst
Kunningi blaðsins sagði að
hann hefði saknað jólatrés i
miðbæ Akureyrar. Hann benti
á að margir bæir hér á landi fá
jólatré að gjöf frá vinabæjum
sínum á Norðurlöndunum, en
þá sögu er ekki hægt að segja
um Akureyri. „Væri ekki tilval-
ið,“ sagði þessi kunningi
Dags, „að bæjarstjórn kæmi
þeim tilmælum á framfæri að
hún myndi þiggja svo sem eitt
fallegt jólatré fyrir næstu jól.
Það er miklu hagkvæmari
lausn en að kaupa tré.“
• Rýmri
opnunartími
Opnunartími banka og opin-
berra stofnana hefur áður ver-
iðtil umræðu í Smáu og stóru,
en sjaldan er góð vísa of oft
kveðin. Fólk sem vinnur fuil-
an vinnudag á oft í erfiðleik-
hækkun á skíðavörum frá des-
ember 1980 til desember 1981 var
t.d. ekki nema um 25% og hækk-
unin almennt á þessum vörum er
um 30-35%. Sportvörur eru því á
betra verði en áður,“ sagði
Sigbjörn.
„Ég vil halda því fram að jóla-
salan hafi verið mjög góð hjá
okkur, en hún fór seint af stað,“
sagði Róbert Friðriksson verslun-
arstjóri hjá Akurvík.
„Ég var að sumu leyti hissa á
því hvað fólk virtist hafa mikil
auraráð. Þó bar á því fyrr í mán-
uðinum að meira var óskað eftir
lánum en oft áður, en það hvarf
mikið til þegar leið á mánuðinn,
þannig að fólk virtist hafa peninga
á milli handanna.“
Róbert sagði að myndsegul-
bönd og sjónvörp hefðu selst
mikið í desember og þá hefði ver-
ið góð sala í svokallaðri tölvu-
saumavél frá Husqvarna þótt hún
sé dýrari en saumavélar eru yfir-
leitt og kosti um 7.500 krónur.
Á þessari stuttu úttekt má
glöggt sjá að jólaverslunin hafi
verið með líflegra móti.
um með að komast úr vinnu til
þessara aðila, enda oft lokað í
hádegi og snemma síðdegis.
Þetta þyrfti að færa til betri
vegar sem fyrst.
% Forvalvarð
ofan á
í síðustu viku héldu aðstand-
endur kvennaframboðsins
fund á Akureyri og tóku á-
kvörðun um að hafna sameig-
inlegu prófkjöri flokkanna, en
viðhafa forval og ákveða skip-
an lista síns á þann hátt. Þar
með er grundvöllurinn fyrir
sameiginlegu prófkjöri flokk-
anna brostinn, en áður hafðí
Alþýðubandalagið skorist úr
leik.
% Léleg sala
á flugeldum
Eins og undanfarin ár, sá
Hjálparsveit skáta að mestu
um flugeldasölu á Akureyri.
Samkvæmt þelm upplýsing-
um sem Smátt og stórt hefur
aflað sér var salan ákaflega
léleg, nánar tiltekiðekki nema
70% af sölu sfðasta árs. Á-
stæðan mun einkum vera sú
að síðustu dagana fyrir ára-
mót var veður slæmt og fáir á
ferli. Skátunum tókst þó að
selja nóg til að geta greitt fyrir
það sem þeír keyptu, en sitja
uppi með mikið magn flug-
elda, sem seljast tæplega fyrr
en um næstu áramót.