Dagur - 12.01.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 12.01.1982, Blaðsíða 5
T rjáreitur í Glerárhverf i 14. september 1981 birtist greinar- kom í Degi eftir Loft Meldal, þar sem hann óskar eftir því að einhver taki sig til og skrifi sögu trjáreitsins í Glerárhverfi. Þar sem ég hef verið í kvenfélaginu Baldursbrá í nær 30 ár og veit nokkuð um sögu trjáreitsins vil ég gjarnan verða við þessum til- mælum eftir því sem ég get. Félags- ins vegna, sem fyrir 45 árum sýndi það framtak og stórhug að ráðast í framkvæmd sem þessa má þetta ekki falla í gleymsku. 27. janúar 1936 kemur fram tillaga á aðalfundi kvenfélagsins um að fé- lagið komi sér upp garði til matjurta og trjáræktar. Eftirfarandi setningar eru upphaf bréfs frá bæjarstjóra Steini Steinsen þar sem veitt er land undir garðinn: „Bæjarstjórn Akureyrar gerir kunnugt með bréfi þessu samkvæmt tillögum jarðeignanefndar 13. febr. 1936 og fundarsamþykkt bæjar- stjórnar dags. 18. des. 1936 er kven- félaginu Baldursbrá í Glerárþorpi seld á erfðafestu til ræktunar land- spilda sú er lýat er í tölulið 1 hér á eftir. Hið selda erfðafestuland er 6528 metr. að flatarmáli samkvæmt mælingu og uppdrætti Helga Stein- ars dags. 25. okt. 1936. Landið liggur í Bandagerðislandi milli býlanna Harðangurs og Garðshorns". Til- vitnun lýkur. Að fengnu þessu leyfi hófust kven- félagskonur handa og komu þarna upp matjurtagarði til ágóða fyrir fé- lagssjóð. Ekki varð þó gróðinn mikill því dýrt var að vinna landið og girða. Vorið 1941 voru gróðursettar 500 trjáplöntur í brekkunni efst í garðinum en sléttunni skipt í reiti sem lánaðir voru fólki í Torpinu undir matjurtagarða. En reitirnir voru misjafnlega hirtir og brátt kom að því að garðurinn varð ónothæfur. Var þá sáð í sléttuna og 1941 fengin teikning af trjágarði hjá Jóni Rögn- valdssyni garðyrkjustjóra. Smám saman voru gróðursettar mörg hund- ruð trjáplötur sem með tímanum urðu vöxtuleg tré. Nærri má geta að mikil vinna lá í þessari ræktun og unnu félagskonur af ótrúlegri þraut- segju að þessu áhugamáli sínu. Var þá ólíkt erfiðara með alla aðdrætti en nú er og stritvinnan meiri. Lögð var vatnsleiðsla í reitinn og settur stopp- krani á svo ekki frysi í rörum á vet- urna. Með aukinni vinnu félagskvenna utan heimilis höfðu þær minni tíma til að hirða garðinn og gæta hans fyrir skemmdarstarfsemi utanaðkomandi aðila. Girðingin var orðin ónýt og fjármunir ekki til að endurnýja hana. Á aðalfundi félagsins 25. jan. 1959 verða fyrstu umræður um að afhenda Akureyrarbæ garðinn ef það mætti verða til að bjarga honum frá eyði- leggingu. Það var svo mikið starf framundan við grisjun trjáa og fleira að félagskonur fundu vanmátt sinn, en máttu ekki til þess hugsa að garð- urinn níddist niður vegna vanhirðu. Ekki var samt horfið að því ráði, en sótt um styrk til Bæjarins til að girða reitinn og fá aðstoð garðyrkjustjóra viðvíkjandi hirðingu hans. 1. maí 1960 kom Jón Rögnvaldsson þáver- andi garðyrkjustjóri Bæjarins á fund í kvenfélaginu Baldursbrá og gaf það ráð að skrifa bæjarstjórn mótmæla- bréf gegn því að garðurinn yrði skert ur því heyrst hafði að tekið yrði af honum undir húsagrunna. Til er í eigu Baldursbrár uppdrátt- ur Jóns, eins og hann hafði hugsað sér að garðurinn yrði fullgerður, með blómareitum og velhirtum gras- flötum, Lystigarður Glerárhverfis. Jón lagði einnig alltaf ríka áherslu á að reiturinn þyrfti að vera vel girtur. „Þéttriðað vírnet, refanet 90—110 sm á hæð með einum gaddavírs-- streng að ofan og neðan. Sterkir tré- ■ staurar með steyptum horn- og ■ styrktarstólpum, hlið vönduð með 1 sjálflæsingu" tilvitnun lýkur. Eftir áðurnefndan fund var sent mótmælabréf til bæjarstjómar. Svar barst 30. ágúst 1960 frá Magnúsi E. Guðjónssyni þáverandi bæjarstjóra þar sem hann fullyrðir að ekki sé hætta á að garðurinn verði skertur, frekar bætt við hann. Var garðurinn stækkaður til austurs og þar ætlað svæði til afnota fyrir þá sem dvöldu í garðinum, t.d. skilja þar eftir barna- vagna og þess háttar. Nokkur sumur hafði óviðkomandi aðilum verið leyft að heyja grasflötina, en sumarið 1969 var tekið fyrir það því þá var farið að planta trjám víðar um reitinn og því meiri vandi að um- gangast sléttuna. Jón Rögnvalds- sori beðinn að sjá um hirðingu gras- flatarins eins og í öðrum skrúðgörð- um í Bæjarlandinu. 1962vorusettir4 bekkir í garðinn smíðaðir af Þóroddi Sæmundssyni, svo fólk gæti setið þar í góðu veðri og notið hvíldar í návist við gróðurinn. í febrúar 1965 er safnað undir- skriftum félagskvenna undir áskor- unarskjal sem afhent er bæjarstjórn Tónleikar Arnar Magnússonar: EINLÆGNI OG NÆM TILFINNING Laugardaginn 19. des. hélt Örn Magnússon píanóleikari tónleika í Borgarbíó. Ekki var þar fjölmenni en góð skemmt- un veittist þeim sem komu til að hlýða á. Örn hefir orðið stórstígur á þroskabrautinni síðan hann kvaddi Tónlistarskólann hér með tónleikum í Borgarbíói vorið 1979 enda lofaði hann góðu þá. Mér virðist að leiðarstjörnur hans hafi einkum verið tvær, vandvirkni og einlægni. Vandvirknin birtist m.a. í fágaðri tækni og heilsteypt- ri túlkun bæði hvers verks og heildarsvip tónleikanna allra. Einlægni og næm tilfinning fyrir yiðfangsefninu setur mark sitt á hvaðeina sem hann gerir: það kom fram í túlkun hans á trú Bachs og föðurlandsást Chopins og ekki síst trega- og sársauka- fullri tónlist Brahms sem mér þótti bera hæst. Eflaust munu kunnáttumenn benda á margt sem svo ungur lista maður á ólært og óreynt en mér virðist hann nú þegar hafa tileink- að sér þau vinnubrögð og það við- horf til vinnu sinnar sem er aðals- merki góðra listamanna. Það var einkar vel við hæfi að þegar Örn hafði lokið leik sínum og áheyrendur fagnað honum stóð upp skólameistari, Tryggvi Gíslason, og afhenti honum styrk úr minningarsjóði Þórarins Björnssonar skólameistara. Styrkur þessi skal veittur efnileg- um námsmönnum sem braut- skráðst hafa úr M.A. og er það jafnan gert á afmælisdegi Þór- arinns heitins, 19. des. Megir þú veí njóta Örn, þakka þér fyrir komuna og vertu vel- kominn aftur. V.Gunn. þar sem eindregið er mótmælt skerð- ingu trjágarðsins. Enn er skrifað 12. apríl sama ár út af garðinum. Er þá enn búið að hanna nýtt skipulag hverfisins og verði það samþykkt verður trjáreiturinn skertur. Vildu konur fá skýr svör sem fyrst því verið var að smíða vandaðar hliðgrindur. Einnig er sama ár auglýst í bæjar- blöðum að garðurinn sé opinn al- menningi. Virtist fólk ekki átta sig á að þarna væri leyfilegt að dvelja fyrir aðra en kvenfélagskonur. Á aðalfundi kvenfélagsins 29. jan. Svanhildur Þorsteinsdóttir. 1967 sagði umsjónarkona garðsins Guðrún Amgrímsdóttir frá viðtali við Jónas Guðmundsson þáverandi garðyrkjustjóra bæjarins þar sem hann lofar að láta gera við girðing- una. Var það gert um vorið og settir nýir staurar þar sem þurfti. Enn- fremur endumýjaði Jónas teikningu Jóns Rögnvaldssonar af garðinum því hún var orðin svo máð. Á aðal- fundi 25. jan. 1970 eru enn umræður um garðinn. Upplýst af sjónarvott- um að stálpaðir krakkar geri sér að leik að saga og brjóta greinar af trjánum. 7. maí sama ár sent bréf til bæjarráðs með beiðni um aðstoð til að koma í veg fyrir eyðileggingu garðsins vegna stóraukinnar skemm- darstarfsemi. 25. júní sama ár enn tekið fyrir á fundi í Baldursbrá hvað helst sé til ráða varðandi garðinn og voru konur ekki á eitt sáttar. Bréf kom svo frá bæjarráði dags. 7. júlí sama ár. Þar er samþykkt að garðyrkjustjóri ræði við umsjónarkónu garðsins um hvað gera skuli til úrbóta. Á aðalfundi Baldursbrár 23. jan. 1972 samþykkt að afhenda Akureyr- arbæ garðinn „í trausti þess að það verði honum til bjargar". 2. febr. 1972 lesið afrit af gjafabréfi til bæjar- ráðs um afhendingu garðsins. 23. mars sama ár. Bréf frá bæjar- ráði sem þakkar fyrir gjöfina. 1. maí 1977 er enn rætt um garðinn á fundi í Baldursbrá. Þó búið sé að afhenda hann er konum mjög sárt um hann og mikil vonbrigði hve vanhritur hann er. Var samþykkt á þessum fundi að ganga með undirskriftar- skjal um hverfið þar sem mótmælt er vanhirðu á garðinum og skorað á bæjarráð að láta gera eitthvað raun- hæft í málinu. Á þennan lista skrif- uðu sig um 300 manns sem var þá töluverður hluti fullorðins fólks í hverfinu. Þetta sama sumar 1977 var öll girðing um reitinn fjarlægð að til- hlutan þáverandi garðyrkjustjóra, að undanskildum nokkrum staurum sem erfitt reyndist að losa og standa þeir enn til lítillar prýði. Þessi ár sem liðin eru frá afhend- ingu garðsins hafa orðið gefendum til mikilla vonbrigða. Garðurinn var gefinn í þeirri trú að þannig yrði hon- um best borgið frá eyðileggingu. Hann hlyti að verta girtur, trén grisj- uð og fleir í þeim dúr. Ekki bólar á girðingu, hver sem er getur troðið þarna á gróðri og eyðilagt að vild. Þeir 4 bekkir sem félagið lét smíða á sínum tíma voru fjarlægðir og not- aðir á öðru útivistarsvæði, að vísu skiluðu 2 sér aftur um tíma í sumar. Einnig hvarf hliðgrind sú sem félagið lét smíða með ærnum kostnaði og hefur ekki sést síðan. Þegar maður hugleiðir alla þá vinnu og fjármuni sem Baldursbrá lagði í þennan garð af litlum efnum og nú eru lítils metin verður manni þungt í skapi. Þetta er svo sem ekki eini reiturinn í eigu bæjarins sem skemmdur er, t.d. eru víst ótalin blómin sem kippt er upp á Eiðsvell- inum á hverju sumri, en þar gegnir þó öðru máli. Sumarblóm má endur- nýja árlega, en tré sem orðin eru ára- tuga gömul verða ekki bætt þó nýjar plöntur komi í staðinn. Þau eru svo lengi að vaxa. Vonandi tekur núverandi garðyrkju stjóri bæjarins af skarið og bjarg- ar því sem bjargað verður áður en allt er um seinan. Það dugir ekkert minna en samskonar girðingu og Jón Rögnvaldsson benti á. Eða hvernig ætli gengi með Lystigarð Akureyrar ef hann væri ógirtur?? Virðist skynsamlegra að viðhalda þessum reit heldur en byggja annan frá grunni. Það verður þó að viðurkennast að síðastliðin 2 sumur hefur garðurinn verið óvenju vel hirtur. Grasið slegið eftir þörfum og heyið fjarlægt. Einn- ig hefur ögn verið fjarlægt af ónýtum trjám og nýjum plantað. Vonandi verður framhald á þessu viðreisnar- starfi. Svanhildur Þorsteinsdóttir. JAKKAFOT 15% AFSLATTUR stadgreidslu afslattur greidslukiör CESAR fatadeild 12. janúar 1982 - DAGUR 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.