Dagur - 12.01.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 12.01.1982, Blaðsíða 12
ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA o a 8 £ w Gífurlegur snjómokstur á Akureyri: Mokað fyrir um tvær milljónir Kostnaöur vegna sjómoksturs á götum Akureyrar á síðasta ári nam um 2 milljónum króna, eða nánar tiltekið 1.950 mill- jónum. Er þetta að öllum lík- indum mesta fjárhæð sem varið hefur verið til snjómoksturs í bænum á einu ári. Til viðmið- unar má geta þess að árið 1980 nam kostnaðurinn vegna snjómostursins um 520 þúsund krónum. Hjá Guðmundi Guðlaugssyni verkfræðingi hjá Akureyrarbæ fengust þær upplýsingar að á tímabilinu janúar- apríl á síðasta ári hafi kostnaðurinn numið 980 þúsundum króna, en á síðara tímabilinu, október-desember hafi þessi kostnaður verið um 970 þúsund krónur. Desembermán- uður var þar hæstur, en október var ekki langt að baki. Hilmar Gíslason yfirverkstjóri hjá Akureyrarbæ segist ekki muna annan eins snjómokstur eins og átt hefur sér stað nú í haust. Guðmundur Guðlaugsson tók undir þetta, enda sagði hann að það hafi komið í ljós í yfirliti frá Veðurstofu íslands að meðalúr- koman á síðasta ári hefði verið töluvert yfir meðalári, og þá hafi tíðarfar verið mjög risjótt, oft hvassviðri. Þessir tveir þættir valda því eins og gefur að skilja að miklar annir voru við snjó- moksturinn og hann því óhemju dýr. STARF- SEMIN í HLÍÐAR- FJALU KOMIN í FULLAN GANG Starfsemin í Hlíðarfjalli er nú komin í fullan gang. Frá og með deginum í gær verður opið alla virka daga frá klukkan 13- 18.45, en auk þess verður opið á þriðjudögum og fimmtudög- um á kvöldin til klukkan 21.45. Skíðanámskeiðin hefjast 18. janúarnk. Hvert námskeiðstend- ur í viku, samtals 10 tíma, þ.e. tvo tíma í senn frá mánudegi til föst- udags. Námskeiðin verða frá 10- 12, 14-16 og 17-19 og einnig verða sérstök námskeið fyrir full- orðna kl. 20-22. Skíðanámskeið- in verða í allan vetur, eftir því sem aðsókn leyfir. Mjög góð skilyrði fyrir haf ísmyndun „Það var þannig um áramótin, að hafísjaðarinn var við mið- línu, en þegar flogið var sl. mið- vikudag hafði orðið mikil ný- myndun vestur af landinu. Is- jaðarinn var þá í 40-50 mílna fjarlægð frá Vestfjörðum,“ sagði Þór Jakobsson veður- fræðingur sem hefur umsjón með hafísdeild Veðurstofunn- ar. Sjórinn úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi hefur í allan vetur verið mjög kaldur, og því miður virðast vera nokkuð góð skilyrði fyrir hafísmyndun. Ef hann rekur að, er mikil hætta á að hann hald- ist við eitthvað meira en í meðal- ári. Annars er erfitt að koma með langtímaspár, og ég held að það þurfi nokkuð óvenjulegt vindafar til þess að koma honum alveg að landinu. Gerist það hinsvegar, er algengast að hann komi fyrst að Vestfjörðum allra nyrst, og síðan austar og inní Húnaflóann.“ Þór sagði að venjulega væri gerður munur á svokölluðum vestur og austur ís. Þannig eru mun meiri líkur á að hafís verði landfastur við norðanverða Vest- firði og inni í Húnaflóa heldur en austar við Norðurland. Bæjarmálafundur F.A.: RÆTT UM MÁL- EFNI F.S.A. Framsóknarfélag Akureyrar hefur ákveðið að gangast fyrir kvöldverðarfundum annan hvern þriðjudag í vetur. A hverjum fundi verður tekið fyrir ákveðið málefni varðandi stjórn bæjarins og framsögum- enn fengnir til að opna um- ræður. Fyrsti fundurinn verður í kvöld kl. 19.30 í gildaskála Hótels KEA. Til umræðu verða málefni Fjórðungsksjúkrahússins á Akur- eyri, nýbyggingar þess, staða og framtíðaráform. Framsögumaður verður Ásgeir Höskuldsson, framkvæmdastjóri FSA. Á boðstólum verður léttur kvöldverður á vægu verði og eru allir velkomnir. Ci cr ni—i—i r~\t—^ t—'i— — X trp X 'Ti rof XT? ii Jm S. uL JÚ_ # Fall er farar- heill Þessi málsháttur á vonandi vel við um útgáfu Dags. Dagsprent festi kaup á ný- jum setningartækjum frá Þýskalandi og þau voru ekki búin að vera lengi í notkun þegar þau biluðu. Viðgerðarmaður var kall- aður til frá Reykjavík en allt kom fyrir ekki og tækin harðneituðu að starfa eðli- lega. Þessi bilun gerði það að verkum að útgáfa Helg- ar-Dags féll niður og fimm- tudagsblaðið færðist yfir á föstudag. Það er af setning- artækjunum að segja, að þau voru send suður til Reykjavíkur á fimmtudag með flugvél frá Flugfélagi Norðurlands og viðgerð lauk á föstudag. Það er ein- læg von starfsmanna Dags- prents og Dags að bilun af þessu tagi geri ekki vart við sig aftur, og að útgáfa blað- sins komist í samt lag. # Áskrifendum fjölgar Það er Ijóst að almenningur fylgist vel með fram- kvæmdum Dags, a.m.k. ef marka má þann kipp sem kom í tölu áskrifenda í síð- ustu viku. Að sögn Jóhann- esar Mikaelssonar, útbreið- slustjóra Dags, komu hvorki fleiri né færri en rösklega 20 nýir áskrifend- ur eftir hádegi sl. þriðjudag. Þessari þróun ber að fagna og munu starfsmenn Dags og Dagsprents leggja sig alla fram til að fullnægja kröfum lesenda um fjöl- breytt blað. Þaðeru til marg- ar leiðir að því marki, og ein er sú að lesendur hafi vak- andi auga með því sem ger- ist í næsta nágrenni við þá og láti vita ef þeir telja eitt- hvað fréttnæmt á ferð. Það er svo ótal margt sem blað eins og Dagur getur fjallað um og lesendur vita af, en starfsmenn Dags ekki. # Norðlenskt málgagn Dagur er og verður málg- agn allra Norðlendinga, en sú staðreynd að blaðið hef- ur sínar höfuðstöðvar á Ak- ureyri, leiðir til þess að fréttir frá Akureyri verða ríkjandi i blaðinu. Starfs- menn Dags hafa hins vegar mikinn áhuga á að auka til muna fréttafiutning frá byggðarlögum annarsstað- ar á Norðurlandi, en það tekst varla nema með öflug- um stuðningi heimamanna á hverjum stað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.