Dagur - 14.01.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 14.01.1982, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, fimmtudagur 14. janúar 1982 4. tölublað Mikil aukning í notkun strætisvagna á Akureyri: Fluttu 10% bæjarbúa á hverjum degi í desember Farþegafjöldi hjá Strætisvögn- um Akureyrar nær fimmfald- aðist frá upphafi síðasta árs til áramóta. Samfara fjölgun far- þega hefur aksturstími á leið- unum lengst til muna, og svo virðist t.d. að það taki nú allt að 10 mínútum lengri tíma en áður að aka leiðir 3 og 5. í skýrslu Stefáns Baldurssonar, for- stöðumanns SVA, kemur einn- ig fram að nú er vaxandi þrýst- ingur á aukinn akstur í Síð- uhverfi. Stjóm SVA telur nauðsynlegt að keyptur verða a.m.k. einn nýr vagn á þessu ári. „Öðru vísi verður vart hægt að sinna strætisvagnaakstri um öll hverfi bæjarins, svo og lög- boðnum skólaakstri“. Jóhannes Sigvaldason, stjórn- arformaður SVA, sagði að í upp- hafi síðasta árs hefðu farþegar með vögnum SVA verið um 300 að meðaltali á dag. Fjöldi farþega steig jafnt og þétt á árinu og í lok þess var svo komið að vagnarnir fluttu að meðaltali 1300 manns á dag. „M.ö.o. ökum við 10% bæjarbúa á hverjum degi “, sagði Jóhannes, „sem er mun meira en við gerðum ráð fyrir í upphafi“. Tekjur SVA eru að sjálfsögðu mun meiri en ráð var fyrir gert og sagði Jóhannes ljóst að SVA myndi skila rekstrarafgangi. Fyrirtækið fékk á síðasta ári 980 þúsund í rekstrarstyrk frá Akur- eyrarbæ og hefur stjórn SVA nú beðið um 26% hækkun í rekstrar- styrk fyrir 1982. Beiðni um kaup á nýjum vagni er ekki inn í fram- angreindum tölum, en talið er að nýr vagn kosti hátt í tvær milljónir króna. Ef nýr vagn bætist við flota SVA verða ýmsar breytingar gerðar á akstursleiðum vagnanna, en Jóhannes taldi hæpið að far- þegafjöldi ykist til mikilla muna frá því sem nú er. SVA hefur nú yfir að ráða tveimur nýlegum Mercedes Benz vögnum, einum Mercedes Benz árg. 1971 og einum Volvo árg. 1961. Allsendis er óvíst hve lengi síðast taldi vagninn fær að aka um götur bæjarins því hann er orðinn hrumur og fyrirsjáanlegur við- gerðarkostnaður á honum. Sömu sögu er að segja um vagninn frá 1971. fjall Sjá bls. 5 Þó að útgáfustarfsemi Dags sé komin ■ fullan gang í nýjum húsakynnum við Strandgötuna, er enn ýmislegt ógert. Ham- arshöggin dynja í bland við ritvélaglamrið og þessir tveir, Héðinn Jónasson og Skapti Hannesson, sjást hér blanda málningu á gólflnu þar sem væntanlegt afgreiðsiuborð verður, eftir að nýr inngangur hefur verið tekinn í notkun. ^ Mynd: áþ. Arangurs- rik borun á Glerárdal Að undanförnu hefur Narfi verið að bora á Glerárdal og er nú kominn á u.þ.b. 600 metra dýpi. Að sögn Þorsteins Sig- urðssonar, tæknifulltrúa Hita- veitu Akureyrar, hefur vatn aukist í holunni undanfarna daga og er nú komin í um 20 Itr/ sek. af 50 til 60 stiga heitu vatni. í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir að bora allt að 1000 metra dýpi.Áframhaldiðræðst af niðurstöðum mælinga. Ef nauð- syn krefur er hægt að tengja þessa holu við kerfi Hitaveitu Akureyr- ar, með bráðabirgðaplastlögn. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir í því máli. Matvandur „Látum þessa kappa í Lista- hátíðarnefnd þá lönd og leið“ - segir Öm Þorsteinsson, sem á sæti í sýningarnefnd FÍM „Línur varðandi þetta mál skýrast vonandi næstu daga, en það er ósk okkar í Félagi ís- lenskra myndlistarmanna að setja upp stóra myndlistarsýn- ingu á Akureyri í tengslum við Listahátíð í sumar,“ sagði Örn Þorsteinsson, en hann á sæti í sýningarnefnd FÍM. „Þessi sýning, sem verður nokkuð stór, er hugsuð sem okkar framlag til Listahátíðar. Það er ekki endanlega ákveðið hvernig sýning þetta verður. Fyrst og fremst er ætlunin að sýna úrval af myndlistarverkum félagsmanna í FIM og sýningarnefndin var búin að ræða það, að æskilegast væri að stefna að blandaðri sýningu með ólíkum efnum og aðferðum. Okkur fannst tími til kominn að bjóða svona sýningu til Akureyr- ar. Ákveðinn kjarni úr félaginu fór til Akureyrar fyrir 10-12 árum með sýningu og það má segja að sýningin í sumar verði ekki ósvip- uð þeirri sýningu sem sett var upp þá. Örn sagði það vel koma til greina að fara með þessa sýningu eða hluta hennar víðar um Norðurland, þó enn ætti eftir að ganga frá ýmsu áður en það gæti orðið að veruleika. Ennfremur sagði Örn að Helgi Bergs bæjar- stjóri á Akureyri, hefði rætt við menn frá Listahátíðarnefnd varð- andi söng- eða tónleikahald, sem hægt yrði að bjóða upp á um svip- að leyti og sýning myndlistar- mannanna stæði yfir. Er þá helst verið að hugsa um að reyna að fá hingað einhverja erlenda tónlist- armenn sem sækja Listahátíð heim. „Það virtust vera einhver ljón f veginum varðandi það að heim- færa þessa sýningu á Akureyri undir Listahátíð. Til þess að fá þá margvíslegu fyrirgreiðslu sem Listahátíð fær þyrfti sýningin í rauninni að vera hérna í Reykja- vík. En við höfum fullan hug á því að fylgja þessu máli eftir og látum þessa kappa þarna í Listahátíðar- nefnd bara lönd og leið, ef þeir geta ekki samþykkt þetta,“ sagði Órn Þorsteinsson að lokum. LJngur maður sem hefur á leigu frystihólf í Frystihúsi KEA á Akureyri, hefur tvívegis í vetur fengið heimsókn þjófs í hólf sitt. í haust var brotist inn í hólflð á þann hátt að klippa í sundur net sem er i hugðinni, og var þá stolið fjórum niðursöguðum kjötskrokkum. Þegar eigandi hólfsins ætlaði síðan að fara í hólf sitt um jólin og sækja þangað jólahangi- kjötið sitt, kom hann að svo til tómu hólfínu. Hafði verið stolið úr því m.a. talsverðu af hangikjöti, tveimur lærum, þremur rúílupylsum og tveim- ur frampörtum. Hinsvegar hafði þjófurinn skilið eftir hækla og rif, og er greinilegt að þessi þjófur, sem væntanlcga hefur gætt sér og sínum á stolnu kjöti um jólin, er mat- vandur maður og stelur ekki hverju sem er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.