Dagur - 14.01.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 14.01.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJORNSSON BLAÐAMENN: ASKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJANSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÚHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Á krossgötum Fæðing nýs fiskverðs hefur ekki verið þrautalaus. Sjaldan hefur fiskverðsákvörð- un hlotið jafn mikla umfjöllun fjölmiðla og einmitt nú og kemur þar einkum tvennt til. í fyrsta lagi tengist þessi ákvörðun mjög launamálum sjómanna sem nú eru í verk- falli. Verkfall þeirra hefur haft geysileg áhrif á atvinnuástandið í landi. Fiskverkunin hef- ur stöðvast og fjöldi manns atvinnulaus af þeim sökum. Þetta minnir okkur á það, hversu gífurlega mikilvægur sjávarútvegur- inn er hér á landi. Þetta minnir okkur einnig á það, að frumvinnslugreinarnar draga á eftir sér langan slóða úrvinnslugreina, bæði sjávarútvegur og landbúnaður. Því er nán- ast ekki hægt að tala um þessar atvinnu- greinar sem einangruð fyrirbæri. í öðru lagi tengist fiskverðsákvörðun svo mjög allri þróun efnahagsmálanna, að segja má að úrslitum skipti hvernig til tekst. Við stöndum nú á krossgötum. Að baki er ár fullrar atvinnu og niðurtalningar verð- bólgu. Kaupmáttur ráðstöfunartekna rýrn- aði ekki, þrátt fyrir hrakspár og þrátt fyrir það, að vikið hafi verið út af víxlverkunar- sjálfvirkninni, með nokkurri skerðingu verð- bóta á laun. Framundan er óvissa, en eitt er ljóst; ef ekki verður haldið áfram niðurtaln- ingarstefnu Framsóknarflokksins af fullri hörku fer allt í óefni og það sem þegar hefur áunnist verður að engu gert. Atvinnuvegirnir verða að hafa rekstrar- grundvöll. Annars skapa þeir ekki atvinn- una. Full atvinna og úrbætur í málefnum atvinnurekstrar landsmanna fer því alveg saman. Niðurtalning verðbólgunnar getur því miður þurft að hopa um set fyrst um sinn, svo tveimur áðurnefndum markmiðum verði náð. Eins og oft hefur verið bent á er siglingin erfið og vandratað milli skerjanna, eigi ekki að steyta á þeim. Finna verður millileið, þannig að atvinnuátandið verði tryggt og áfram verði haldið niðurtalning- unni eins og frekast er kostur. Ef okkur tekst þetta ekki núna, er viðbúið að allir missi trúna á að við nokkuð verði nokkurn tíma ráðið. Leiftursóknarleið íhaldsins kemur ekki til greina. Við höfum allt of skýr dæmi um þau mistök sem slík stefna leiðir af sér erlendis frá. Nú er kreppa í efnahagslífi hins vestræna heims. Við munum ekki fara og höfum ekki farið varhluta af henni. Hins vegar hefur okkur tekist ásamt Norðmönnum og Sviss- lendingum, að halda uppi fullri atvinnu. Takist okkur að halda uppi fullri atvinnu næstu árin er það vel af sér vikið. Það er stór- kostlegt afrek, ef jafnframt tekst að dragaúr verðbólgunni. „Það er ein- hver þraut í hverju spili“ Rætt við Ólaf Ágústsson formann Bridgefélags Akureyrar Bridge hefur alltaf átt miklu fylgi að fagna hér á landi. Þús- undir karia og kvenna hafa rýnt í spil sín með misjöfnum árang- ri, en þó er óhætt að fullyrða að bridge hefur veitt fólki mikla ánægju í gegnum tíðina. Röng sögn hefur valdið vöku fyrir mörgum spilamanninum löngu eftir að spilastokkurinn er kominn niður í skúffu, og það er hreint ótrúlegt að hlusta á Ólafur Ágústsson. gamalreyndan spilara rekja löngu liðið spil, lið fyrir lið. Bridgefélag Akureyrar hefur starfað með miklum ágætum síð- an 1944, en þá var félagið stofnað uppúr bridgeklúbb. Samkvæmt fundargerðarbók var stofnfund- urinn haldinn þann 5. júní 1944 og var Steinn Steinssen, bæjarstjóri, settur fundarstjóri, en aðalfund- urinn var haldinn 26. október sama ár. Samkvæmt umræddri fundargerðarbók var á þeim fundi skipuð stjórn sem í áttu sæti eftir- taldir menn: Halldór Ásgeirsson, Óskar Sæmundsson og Vernharð- ur Sveinsson. Ef að líkum lætur eignaðist félagið sína fyrstu fjár- muni, þegar Þórður Sveinsson, gjaldkeri gamla spilaklúbbsins, afhenti kr. 87.09 í sjóð Bridgefé- lags Akureyrar. En það var' ekki ætlunin að rekja sögu Bridgefélags Akureyr- ar, þó svo hún sé eflaust fróðleg. Fyrir framan tíðindamann Dags situr nefnilega Ólafur Ágústsson, núverandi formaðurfélagsins. Og að sjálfsögðu var Ólafur í upphafi inntur eftir því hvenær hann kom fyrst við sögu í Bridgefélagi Akur- eyrar. - Ég byrjaði 1967 í keppnis- bridge, sagði formaðurinn. - Þá var ég að vísu búinn að spila heima, en það var þarna sem al- varan byrjaði. Hvað er svona skemmtilegt við bridge? Ólafur brosti og sagði að það væri með öllu útilokað að svara svona barnalegri spurningu. „En ég ætla þó að reyna. Maður fær nánast aldrei sömu spilin á hend- ina. Það er ekkert spil eins, og það er einhver þraut í hverju spili sem maður verður að leysa. Það er e.t.v. það skemmtilega við bridge“. - Er bridge erfitt spil? - Ég geri ráð fyrir að þeir sem eru sæmilegir í stærðfræði eigi auðveldar með að ná árangri í bridge en aðrir, en ég held ekki að það eigi að vefjast fyrir neinum að læra bridge. Menn verða að geta munað það sem gerist í spilinu. Það er ekki nóg að vita hvaða kóngar og gosar eru farnir, sjöan og áttan geta líka verið mikilvæg spil og skipt sköpum ef út í það er farið. Að sjálfsögðu getur hver sem er gengið í Bridgefélag Akureyrar, en Ólafur sagði nauðsynlegt að fólk hefði einhverja undirstöðu þegar það byrjaði. Félagið hefur að vísu ekki annast kennslu fyrir algjöra byrjendur, en Ólafur minntist þess að þeir Stefán Vil- hjálmsson og Magnús Aðal- björnsson hefðu verið drjúgir á þeim vettvangi. Alls eru nálega 80 félagar í B.A. og þar spila nú 14 sveitir og eru sumar með 5-6 spil- ara. Einhverju sinni heyrði skrá- setjari þá fullyrðingu að kvenfólk ætti ekki marga fulltrúa í félaginu og var Ólafur spurður nánar um það atriði. - Það er aðeins ein kona í félaginu, var svarið. Og þá var ekki erfitt að giska á konuna: Soffía Guðmundsdóttir. Hún kom strax í huga skrásetjara og sagði Ólafur að það væri rétt. Það er af sem áður var. Fyrir nokkrum árum, einum 15 hélt Ólafur, var sérstök kvennasveit innan vébanda B.A. Smám saman heltust konurnar úr lest- inni og nú er Soffía ein eftir og læt- ur engan bilbug á sér finna. Og þá skulum við snúa okkur að viðfangsefnum Bridgefélags Akureyrar. Nú stendur yfir Akur- eyrarmót í sveitakeppni og Thule- tvímenningurinn er búinn. Fyrir- hugað er Akureyrarmót í tví- menning, einmenningskeppni, firmakeppni, hraðsveitarkeppni og minningarmót um Halldór Helgason. Þetta eru árlegar keppnir hjá félaginu og í vetur verður auk þess spilaður einn rið- ill í íslandsmótinu á Akureyri. Einnig verður haldið Norður- landsmót um hvítasunnuna. Nú kann einhver að halda að félagar í B.A. láti þessi mót nægja, en það er þvert á móti. Spilakvöld eru á hverjum þriðjudegi klukkan 20:00 í Félagsborg og sagði Ólafur að sumir gætu vel hugsað sér að spila oftar. - Við höfum líka alltaf spilað bæjarkeppni við Húsavík og Siglu fjörð. Keppni við þá síðarnefndu er lokið með sigri okkar. Nú, og svo höfum við spiiað það sem kallað er „Fjórveldakeppnin“. Þá spila sex sveitir úr eftirtöldum fél- ögum: Bridgefélagi Akureyrar, Tafl- og bridgeklúbbnum í Reykjavík, Bridgefélagi Fljóts- dalshéraðs og Bridgefélaginu í Höfn í Hornafirði. Við spilum alltaf á mismunandi stöðum og næst verður spilað á Egilsstöðum. Þá er lokið upptalningu á keppnum, sem eru á vegum B.A. eða sem félagið tekur þátt í. Eins og sjá má geta allir venjulegir bridgespilarar: fengið nægju sína af spilamennsku. - Ég held að ég hafi fengið mest níu spil í einum lit á höndina. Átta spil af sömu sort fékk ég í gær- kvöldi, sagði Ólafur þegar farið var að hnýsast í endurminning- arnar. - Hvort ég hef orðið and- vaka vegna þess að eftir á sá ég að ég hefði getað spilað betur út. Ég man t.d. eftir sex hjörtum sem ég hefði getað unnið. Það uppgötv- aði ég hins vegar ekki fyrr en ég fór yfir spilið í huganum. Og við þökkum Ólafi fyrir komuna. Pass. 4~ DAGUR14. janúar 1$Q2;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.