Dagur - 14.01.1982, Blaðsíða 8
Það er einkum unga kynslóðin sem notfærir sér áætlunarferðir í Hlíðarfjall. Oft vill það brenna við, þegar búnaður
krakkanna er hver innan um annan, að skór og annað þvíumlíkt ruglist. Foreldrar eru hvattir til að merkja vel bún-
aðinn, svo krakkarnir komi ekki einn góðan veðurdag með tvo vinstrí fótar skó, svo sem dæmi eru um.
Betra er að vera vel búinn. Það verður vart fyrr en í aprfl, sem menn geta
veríð léttklæddir á skíðunum.
HEILSUUNDIN
HLÍÐARFJALL
Eins og fram hefur komið í
Degi er starfsemin í Hlíðar-
fjalli nú komin í fullan gang.
Venjulega hefur svo ekki ver-
ið fyrr en upp úr miðjum
febrúar, en sökum þess hve
snjór er góður í fjallinu, hefur
verið brugðið á það ráð að
opna fyrr en venjulcga. Að
sögn Ivars Sigmundssonar
forstöðumanns Skíðastaða,
hefur þó enn ekki verið full-
ráðið í starfslið eldhússins, en
ef svo fer sem horfir verður
það gert fljótlega.
„Nú þegar eru byrjaðar að
berast pantanir og fyrirspurnir
um gistingu fyrir hópa og hefur
eftirspurnin verið óvenjumikil
að þessu sinni. Nokkuð er um
það að nýir hópar leggi fram
fyrirspurnir, s.s. 80 manna hóp-
ur nemenda frá Akranesi og
einnig hópur frá Héraðsskólan-
um á Laugarvatni, en hópar frá
þessum skólum hafa ekki áður
komið í Hlíðarfjall,“ sagði ívar
ennfremur.
ívar sagði að snjór væri nægur
og eins og hann varð bestur í
nýr snjótroðari hefur verið
keyptur og tímatökutæki fyrir
keppnir. Vélageymsla hefur
einnig verið gerð fokheld, en þar
verður einnig spennistöð, snyrt-
ingar og veitingasala. Hins vegar
hefur ekki orðið aukning á því
sem mestu skiptir, þ.e. lyftum.
Fyrir síðustu kosningar þótti
Hlíðarfjall svo mikil heilsulind,
að það virtist ekkert mál að
byggja upp lyftuaðstöðuna.
Maður fékk jafnvel á tilfinning-
una að sjúkrahús og þvílíkt væri
nánast aukaatriði, þegar heilsul-
indin í Hlíðarfjalli var annars
vegar. Lyftubyggingin sem við
settum á oddinn er því miður
ennþá í deiglunni, en til stendur
að færa Stromplyftuna í Hjalla-
braut, sem lengist við það, og
gera síðan lengri Strompbraut.
Ég vona bara að þessar fyrir-
ætlanir fari að komast í
framkvæmd, því það sem snýr
að almenningi og mestu skiptir
varðandi aðsóknina í fjallinu,
eru lyfturnar," sagði ívar að
lokum.
fyrravetur. Menn gera sér því
góðar vonir um góða skíðavertíð
og að „óskir rætist um að enginn
sjór verði á Suðurlandi,“ eins og
hann komst að orði. Alltaf er
talsvert um að Reykvíkingan
og aðrir íbúar höfuðborgarsvæð-
isins komi á skíði í Hlíðarfjall,
og eins og gefur að skilja getur
aðsóknin að sunnan skipt veru-
legu máli fyrir afkomu þessa
rekstrar.
„Ýmislegt hefur náttúrulega
verið gert hér efra á síðustu
árum, s.s. viðbygging við Strýtu,
Beðið eftir því að hálfs-dagskortin verði seld, en sala þeirra hefst kl. 13.30. - Myndir: H.Sv.
I STRANDGÖTU 31
NÝTT SÍMANÚMER:
STRANDGÖTU 31 P.O.BOX 58 602 AKUREYRI
AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGASÍMI 24222 RITSTJÓRI OG BLAÐAM. s. 24169 OG 24167.
HÍL____--
8 - ÖÁölJftT 4! janúarl 982