Dagur - 14.01.1982, Blaðsíða 11
Jónas í Brekkna
koti látinn
Jónas Jónsson, frá Brekkna-
koti lést á F.S.A. 12. janúar.
Jónas var fæddur að Brekkna-
koti í Suður-Þingeyjarsýslu
þann 1. júní 1901. Hann lauk
kennaraprófi 1940 og starfaði
sem kennari við Barnaskóla
Akureyrar frá 1943. Hann
kvæntist Borghildi Einarsdótt-
ur árið 1954 og eignuðust þau
tvær dætur. Jónas Jónsson var
mikill félagsmálamaður og eftir
hann liggja margar greinar um
ýmis málefni í blöðum og tíma-
ritum. Dagur þakkar honum
samstarfið á liðnum áratugum.
Sérstakl lóðatökugjald:
Fellt í bæjar-
stjórn Akureyrar
Nýtt fyrirtæki
á Akureyri
I síðasta mánuði var stofnað
nýtt fyrirtæki á Akureyri,
Endurskoðunarþjónustan sf.
Tilgangur fyrirtækisins er að
annast bókhaldsvinnslu,
uppgjör, löggilta endurskoðun,
áætlanagerð, skattskil og skatt-
framtöl, rekstrarráðgjöf og
aðra viðskiptaþjónustu.
Að sögn eigendanna er mikil
þörf fyrir fyrirtæki sem þetta,
m.a. vegnanýrra lagaertóku gildi
Alþýðuflokkurinn:
Opið prófkjör
Aðalfundur Fulltrúaráðs Al-
þýðuflokksfélaganna á Akur-
eyri, samþykkti á fundi 9.
janúar sl. að prófkjör um skip-
an framboðslista Alþýðu-
flokksins við bæjarstjórnar-
kosningar á Akureyri 1982, fari
fram sunnudaginn 28. febrúar.
Kosið verður um skipan sex
efstu sæta og verður um opið próf-
kjör að ræða, sem þýðir að allir
sem orðnir eru 18 ára og ekki eru
bundnir félagar í öðrum flokkum
mega greiða atkvæði í þessu próf-
kjöri. Frambjóðendur þurfa 25
flokksbundna meðmælendur.
Framboðsfrestur rennur út laug-
ardaginn 6. febrúar. Á fundinum
var kosin ný stjórn Fulltrúaráðs-
ins, en hana skipa: Snælaugur
Stefánsson formaður, Hulda Egg-
ertsdóttir, Freyr Ófeigsson, Unn-
ur Björnsdóttir og Ásiaug Einars-
dóttir.
í byrjun janúar, en nú verða árs-
reikningar stærri hlutafélaga að
vera endurskoðaðir af löggiltum
endurskoðendum. Auk þess fær-
ist það í vöxt að einstaklingar leiti
til endurskoðunarfyrirtækja.
Sömuleiðis hafa ný bókhaldslög
leitt til þess að t.d. menn sem hafa
annast bókhald smærri fyrirtækja
leiti til sérfræðinga á sviði
bókhalds.
Eigendur Endurskoðunarþjón-
ustunnar sf., sem hefur aðsetur í
JMJ húsinu á 2. hæð, eru þeir Jón
Elelrt Lárusson, viðskiptafræð-
ingur, Ármann Sverrisson, við-
skiptafræðingur, Þorvaldur Þor-
. steinsson, löggiltur endurskoð-
andi og Hallgrímur Þorsteinsson
sem einnig er löggiltur endur-
skoðandi. Á myndinni eru þeir
Jón E. Lárusson (t.v.) og Þor-
valdur Þorsteinsson.
Fyrir dyrum stendur úthlutun
lóða í Síðuhverfi, en þar eru
lausar til umsóknar, í tveimur
nýsamþykktum reitum, lóðir
fyrir um 60 íbúðir. Einnig verða
15 lóðir við Jörfabyggð, sem er
sunnan Suðurbyggðar.
Eins og kunnugt er eru ákveðin
byggingarleyfisgjöld á Akureyri
og eru þau háð stærð og gerð
húsa. Mörgum hefur þótt ástæða
til þess fyrir bæjarsjóð að inn-
heimta mishá gjöld eftir því
hvernig lóðirnar eru sem bygging-
arlóðir. Til að ná þessu markmiði
að hluta, fluttu bæjarráðsmenn-
irnir Sigurður Óli Brynjólfsson,
Freyr Ófeigsson og Ingólfur
Árnason tillögu þess efnis í bæjar-
stjórn að innheimt yrði sérstakt
lóðatökugjald, auk venjulegs
byggingagjalds af lóðum við
Jörfabyggð og Háhlíð, sem er í
Glerárhverfi. Lögðu þeir þrí-
menningar til að innheimt yrði 50
þúsund af einbýlishúsalóð og 30
þúsund af hverri íbúð í raðhúsi.
Þessi tillaga var felld með 6 at-
kvæðum gegn 4.
Lán til K.
Jónssonar og Co
Bæjarstjórn samþykkti á fundi
fyrr í mánuðinum, að tillögu
bæjarráðs, að Niðursuðuverk-
smiðju K. Jónssonar & Co.
yrði veitt lán úr Framkvæmda-
sjóði Akureyrar. Hluti Iánsins,
520 þúsund krónur, á að endur-
greiðast með 5 jöfnum greiðsl-
um á 5 árum. Lánið á að vera
vaxtalaust en verðtryggt sam-
kvæmt lánskjaravísitölu. Auk
þess fékk fyrirtækið 400 þús-
und krónur sem eiga að endur-
greiðast í einu lagi eftir 5 ár.
Það lán er verðtryggt með
2,5% vöxtum. Samtals fékk því
fyrirtækið 920 þúsund krónur
að láni. Þessi lán eru veitt til
þess að fyrirtækið geti greitt
gamlar skuldir við bæjarsjóð
Akureyrar, sem urðu til á erfið-
leikatímabili því sem gekk yfir
hjá fyrirtækinu fyrir nokkrum
árum.
skrifuðu
undir
Einhvers misskilnings hefur
gætt meðal fólks um það,
hverjir undirritað hafí yfírlýs-
inguna, þar sem mótmælt var
rakalausum dylgjum Guð-
mundar Sæmundssonar um
stjórn Einingar. Því þykir rétt
að birta nöfn þeirra sem hana
undirrituðu, en það voru eftir-
taldir:
Sævar Frímannsson varafor-
maður Einingar, Úlfhildur Rögn-
valdsdóttir ritari, Unnur Björns-
dóttir gjaldkeri, Þórarinn Þor-
bjarnarson og Ólöf V. Jónsdóttir
meðstjórnendur, Ágúst Kolbeinn
Sigurðsson form. Ólafsfjarðar-
deildar, Guðrún Skarphéðins-
dóttir form. Dalvíkurdeildar,
Matthildur Sigurjónsdóttir form.
Hríseyjardeildar, Jenný Jóakims-
dóttir form. Grenivíkurdeildar.
LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA
samtök atvinnurekenda í löggiltum iðngreinum.
Landssamband iðnaðarmanna - samtök atvinnurekenda í löggilt-
um iðngreinum minnir á fund í tilefni 50 ára afmælis Landssam-
bandsins á Hótel KEA, Akureyri laugardaginn 16. jan.
1982. Fundurinn hefst kl. 13.30 stundvíslega.
Fundarstjóri verður Haraldur Sumarliðason, formaður afmæl-
isnefndar Landssambandsins.
DAGSKRÁ
1.
2.
3.
Setningarávarp - Haraldur Sumarliða-
son, byggingameistari.
Saga Landssambandsins og stefna
- Sigurður Kristinsson, forseti Lands-
sambands iðnaðarmanna.
Ástand og horfur í einstökum greinum
innan Landssambands iðnaðarmanna.
Byggingaiðnaður - Ingólfur Jónsson,
framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Reyn-
is s.f., Akureyri.
Málmiðnaður - Gunnar Ragnars, for-
stjóri Slippstöðvarinnar h.f., Akureyri.
Raf- og rafeindaiðnaður - Hannes
Vigfússon, rafverktaki, Reykjavík.
Húsgagna- og innréttingaiðnaður
- Haukur Árnason, framkvæmdastjóri
Haga h.f., Akureyri.
Brauð- og kökugerð - Júlíus Snorra-
son, bakarameistari, Brauðgerð Kr.
Jónssonar & Co., Akureyri.
Þjónustugreinar - Guðlaugur Stefáns-
son, hagfræðingur Landssambands iðn-
aðarmanna.
Erindi: Starfsskilyrði iðnaðar- Þórleifur
Jónsson, framkvæmdastjóri Landssam-
bands iðnaðarmanna.
Almennar umræður.
11 - DAGUR 14. janúar 1982
. Ú. » i I 4 » 1 4 " >í ' i- t i i i.‘ t * 1 i ?