Dagur - 15.01.1982, Blaðsíða 5
GLÆÐUR
Loftslag
Jón Gauti Jónsson
hgin er reiknuð út mónaðcxrlega og hœkkunin
[œðuna í byrjuri nœsta mánaðar á eítir.
50.94%.
jamaður í Byggingasjóð
ávöxtun spariíjár sem ui
Því skal það hs
lignsína.þóttróttu
brýn nauðsyn
ÖUIrávlkiráþvige
Þettaerul
Skylduspamaður ro
O^HÚS
wmm
ú Islandi
Fyni hluti
Um 2.500 árum síðar seig
aftur á ógæfuhliðina, úrkoma
jókst og hitastig lækkaði. Hall-
aði þá mjög undan fyrir birki-
skóginum og skógamörk færðust
neðar. Stóru hjarnjöklarnir
tóku að myndast og hafa þeir
síðan haldist í horfinu, urðu
hvað mestir á seinni hluta síð-
ustu aldar.
Tímabilið frá 9.000 árum og
fram til fyrir 2.500 árum hefur
verið nefnt hlýviðrisskeið nú-
tímans. Meðalárshiti mun hafa
verið 2-3°C hærra en síðustu
áratugina. Þeir sem hér numu
land fyrir um 1100 árum hafa því
komið að hnignandi gróðurfari,
er fljótt lét á sjá, er búsmali var
hingað fluttur. Enn átti þó eftir
að syrta í álinn, og verður því
gert skil í næsta Glæðu-þætti.
Veðrið í öllum sínum marg-
breytUeik er ávallt hið vinsæl-
asta umræðuefni, og það sem
oftast er gripið til þegar hefja
á umræður eða í vandræða-
legum þögnum. Slíkt er að
mörgu leyti afar eðlilegt, lítil
hætta er á, að lýsing þess valdi
deilum og því visst öryggi að
hefja samræður á slíku tali. Á
þetta er minnst hér, að allt tal
um veðurfar hefur borið
óvenju mikið á góma í vetur
og ekki af ástæðulausu, því
síðastliðið ár var eitt það kald-
asta, er komið hefur síðan
veðurmælingar hófust hér á
landi árið 1845.
í þættinum að þessu sinni er
ætlunin að fjalla lítið eitt um
loftslag hér á landi, allt frá því að
landið tók að myndast fyrir um
20-30 milljónum ára og fram til
þessa dags. Verður efninu skipt í
tvennt og tekur þátturinn í dag
til umfjöllunar tímabilið fram að
landnámi, en í næsta þætti verð-
ur greint frá loftslaginu frá því
að menn tóku sér fasta búsetu
hér á landi fyrir rúmum 1100
árum. Helstu heimildir eru
„Veðurfar á íslandi" eftir Mark-
ús Á. Einarsson veðurfræðing
og Bókin „Hafísinn" er Al-
menna bókafélagið gaf út árið
1969.
Vitneskju um loftslag fyrir
landnámstíð má einkum lesa úr
menjum í jarðlögum og jarð-
myndunum. Gefa þær til kynna,
að það tímabil, er kallað hefur
veriðtertíer, en það hófst fyrir
um 70 milljónum ára og stóð þar
til fyrir 3 milljónum ára, hafi ein-
kennst af mjög hlýju og röku
loftslagi. Vitna leifar laufskóga
um það og er talið líklegt að
meðalárshiti hafi verið um 10-
15°C og meðalhiti hlýjasta mán-
aðar á bilinu 15-20°. Undir lok
þessa tímabils hefur þó tekið að
kólna nokkuð og barrskógur
orðið ríkjandi einkennisgróður.
Fyrir um 3 milljónum ára
gekk ísöld í garð. Ekki var hér
um eitt samfellt kuldatímabil að
ræða, eins og nafnið bendir til,
heldur skiptust á jökulskeið og
hlýskeið. Á jökulskeiðum var
landið að mestu hulið jökli og
meðalhiti líklega um 5-10°C
lægri en í dag. Á hlýskeiðum er
hins vegar talið, að loftslag hafi
verið svipað og nú. Síðasta jök-
ulskeið hófst fyrir um 70.000
árum, en fyrir um 18.000 árum
tók loks að hlýna verulega í
veðri aftur, en þá mun jökullinn
hafa hulið nær allt landið og
landgrunnið, og brotnað í sjó
fram af brún þess. Loftslags-
breyting til hins betra varð þó
ekki án afturkippa. Fyrir rúmum
12.000 árum kólnaði skyndilega
á nýjan leik í veðri, svo að jöklar
fóru aftur að stækka og skríða
fram. nefnist þetta kuldaskeið
Álftanesstig.
í kjölfar Álftanesstigsins kom
um 1.000 ára hlýindakafli, en
fyrir tæpum 11.000 árum kóln-
aði enn á ný. Jöklar gengu fram
og ýttu upp miklum jökulgörð-
um, sem víða má rekja t.d. í
Ljósavatnsskarði, um mynni
Reykjadals og norðan Mývatns
hjá Reykjahlíð og austur til
Hauksstaða á Jökuldal. Er
kuldaskeið þetta nefnt Búða-
stig.
Fyrir rúmum 10.000 árum
hlýnaði enn á ný„ og hörfaði þá
meginjökullinn svo hratt að um
2.000 árum síðar var hann alveg
horfinn af þeim slóðum, er hann
hafði verið hvað þykkastur.
Þessi mikla loftslagsbreyting
hefur verið sett sem þáttaskil í
jarðsögunni, ísöld var þar með
lokið og við tók nútími.
Á þeim hlýindakafla er hófst
fyrir rúmum 10.000 árum tók
gróður að breiðast mjög ört út. í
fyrstu voru það einkum blóm-
plöntur, en birki fylgdi síðan í
kjölfarið, er bendir til þess að
loftslag hafi verið þurrt. Er tíma-
bil þetta nefnt birkiskeið fyrra.
Fyrir um 6-7.000 árum jókst
úrkoma mjög, svo að mýrar
tóku að myndast. Birkið hörfaði
frá hinum rakari stöðum og
svarðmosi varð einkennisplanta
þessa tímabils, en það bendir til
þess að loftslag hafi haldist hlýtt
áfram. Er tímabil þetta kallað
mýrarskeið fyrra. Fyrir um
5.000 árum dró aftur úr úrkom-
unni og birki tók að breiðast út
á nýjan leik. Á þessu skeiði mun
um % hlutar landsins hafa verið
grónir og um helmingur þess
vaxinn skógi og kjarri.
Línurnar skýrast í
PALLAS
Við höfum upp á að bjóða öll tæki
til líkamsræktar fyrir hinn almenna
borgara og íþróttafólk.
Megrunarprógrömin og matarlistarnir
eru komnir.
Settu markid á það sem þú hefur ekki
gert áður og komdu í PALLAS.
Við opnum kl. 8 á morgnanna.
15. janúar 1982 - DAGUR 5