Dagur - 15.01.1982, Side 7
BRIDGE
BoUi í bolla
útí á þekju
Presturinn í Laufási snerist eins og skopparakringla og honum virtist vel líka kveðjumynd Lýðs.
Samuel við eitt verka
smna
Hver kannast ekki við hann
Örn Inga, myndlista- og gjöm-
ingamann? Hann rekur sýning-
arsal að Klettagerði 6 á Akur-
eyri, þar sem hann hefur byggt
sér stórt einbýlishús og er
ennþá að byggja við. Allt fyrir
listina. Héimilið er ennþá í
kjallaranum, sem er að vísu svo
stór, að ekld ætti að væsa um
fjölskylduna. En þar er jafn-
framt eins konar hljómleikasal-
ur, því öll er fjölskyldan meira
og minna i listum. Konan tón-
listarkennari og börnin í tón-
listarnám. Á efri hæðinni er inn
römmunarverkstæði Arnar
Inga ásamt sýningarsal, auk
annarra herbergja. Þar verður
framtíðar inngangur og í hon-
um gosbrunnur. Nokkrir út-
valdir em mættir til að vera við-
staddir eitthvað, sem þeir vita
ekki enn hvað verður. Eins
konar gjörningur.
Myndir H. Sv.
Þeir sem eru viðstaddir eru
Bolli Gústavsson í Laufási, Lýður
Sigurðsson, smiður og sem jafn-
framt hefur getið sér gott orð fyrir
myndir sínar, Samúel Jóhanns-
son, forstöðumaður íþróttahúss
Glerárskóla, og nokkrir vinir
Bolla og velunnarar lista, þeir
Ágúst Þorleifsson, dýralæknir,
Jón Gíslason, húsasmiður og Sig-
tryggur Stefánsson, tæknifræð-
ingur, auk Arnar Inga.
Þegar menn hafa fengið sér
kaffi og kökur og spjallað saman,
eftirvæntingarfullir um hvað ætti
að gerast, hallar Örn Ingi sér upp
að vegg - og heldur smá tölu.
Jú, hann hafði kallað þessa
menn saman til að verða vitni að
þremur atriðum. Hann fer nokkr
um orðum um þau, en í öllum
tilvikum er um að ræða afhjúpun
listaverka. Að öðru leyti vita
menn ekkert.
Fyrsta atriði
Fyrsta atriði byrjar. Örn Ingi
tilkynnir að Lýður hafi nú ákveð-
ið að hætta að handleika hamar-
inn, a.m.k. um sinn, og freista
gæfunnar á listabrautinni. Hann
fari suður til náms hjá Hringi Jó-
hannessyni við Myndlistaskólann
í Reykjavík og þar muni hann
einnig setja upp vinnustofu.
Undanfarið hefði Lýður verið að
vinna að nokkurs konar kveðju-
mynd, tileinkaðri Bolla heiðurs-
gesti dagsins, og nú ætti að af-
hjúpa hana.
Lýður biður siðan Bolla að að-
stoða sig við að taka brúnan um-
búðapappír af vegg, hvar myndin
hangir undir. Pappírinn fellur -
Bolli stendur andaktugur - hlær
og snýst um sjálfan sig og veit satt
að segja ekki almennilega hvernig
hann á að bregðast við. Engum
dylst þó að hann er ánægður.
Myndin sýnir Bolla í bolla á þekju
gamla bæjarins í Laufási.
„Mér þykir sérstaklega gaman
að vera á bestu myndinni sem ég
hef séð eftir þig, Lýður minn. Ég
held að þú sért að fara á rétt mið,“
segir Bolli kampakátur. Honum
virðist létt - hann vissi ekki á
hverju hann átti von og segir að
konan sín hafi ekki viljað koma
með á gjörninginn - ekki þorað.
Hver veit hverju hann kann að
taka upp á þessi Öm Ingi?
Annað atriði
Næsta atriði á dagskránni: Örn
Ingi tilkynnir að nú sé liðinn níu
mánaða meðgöngutími. Á síðasta
ári hafi sýnt hér listamaður, sem
hafi haft svo mikil áhrif á einn
meðbræðra vorn, að hann hafi
byrjað að mála af krafti. Nú verði
fæðingin. Afturer umbúðapappír
fékinn niður af vegg og við blasa
þrjú stórglæsileg olíumálverk -
merkt Samúel. Og þetta er sá
Samúel sem áður var nefndur.
Hinir útvöldu fara lofsorðum um
verkin og Sigtryggur muldrar í
barminn, þó svo að allir heyri eins
og ætlunin sjálfsagt var: „Eg verð
víst að fara að heilsa honum
Samma, þegar ég mæti honum á
götu.“
Þriðja atriði
Þriðja atriðið er það, að Örn
Ingi sviptir brúnum umbúðapapp-
ír af eigin verki, því fyrsta eftir
ákaflega sérstæða sýningu sem
hann hélt í Reykjavík í haust.
Eftir þá sýningu sagði hann, að
hann hyggðist færa sér í nyt þá
reynslu sem hann hafi öðlast við
undirbúning þeirrar sýningar og
svo málverkið í bland. Myndin er
ljómandi falleg - af gömlum hús-
um á Hjalteyri - og verður hluti
myndraðar um þróun bygginga-
listar á íslandi. Það var sko ekkert
annað. Örn Ingi sýnir hér á sér
alveg nýja hlið og enn eru hinir út-
völdu dolfallnir. Myndin er römm
uð inn í hvítan, gljándi kassa
og utan á honum eru hitamælar.
Það þarf Örn Inga sjálfan til að út-
skýra merkinguna.
Gjörningunum, eða hvað á að
kalia þessa skemmtilegu uppá-
komu, er lokið. Afhjúpaðar hafa
verið nýjar brautir Lýðs, Samúels
og Arnar Inga. Sumum kann að
finnast mikið við haft. Örugglega
ekki þeim sem nærstaddir voru.
H.Sv.
Já, þetta getur hann. Þetta er alveg ný hlið á Emi Inga“ sögðu hinir útvöldu er þeir sáu „hitastigs“-myndina af Hjalt-
eyri.
Eg verð víst að fara
að hettsa honuni Samma!“
Myndin sýnir Bolla í kaffíbolla á þekju gamla bæjarins í Laufási. Takið eftir hinum „súrrealiska“ prestakraga sem lek-
ur út úr bollanum.
m
Sveitakeppni Bridgefélags Ak-
ureyrar, Akureyrarmót, stend-
ur nú yfír. Níunda umferð var
spiluð sl. þriðjudagskvöld.
Sveitir Magnúsar Aðalbjörns-
sonar og Stefáns Ragnarssonar
hafa skipst á um að hafa foru-
stuna í mótinu, en í síðustu um-
ferð spiluðu þessar sveitir
saman og sigraði sveit Stefáns
með 13 stigum gegn 7.
Úrslit í 9. umferð urðu þessi:
Alfreð Pálsson -
Sturla Snæbjiörnsson 20-5
Kári Gíslason -
Anton Haraldsson 20-5
Páll Pálsson -
Stefán Vilhjálmsson 20-2
Jón Stefánsson -
Örn Einarsson 20-0
Símon Gunnarsson -
Sveit M.A. 19-1
Stefán Ragnarsson -
Magnús Aðalbjörnsson 13-7
Leik Ferðaskrifstofu Akureyr-
ar og Gissurar Jónassonar var
frestað.
Að loknum 9 umferðum er röð
efstu sveita þessi: stig
1. Stefán Ragnarsson 154
2. Magnús Aðalbjörnsson 152
3. Jón Stefánsson 144
4. Páll Pálsson 135
5. Símon Gunnarsson 113
6. Stefán Vilhjálmsson 107
í 10. umferð sem spiluð verður
nk. þriðjudagskvöld spila saman
sveitir Jóns Stefánssonar og Stef-
áns Ragnarssonar - og verður þar
hart barist ef að líkum lætur, því
undir lokin er hvert stig dýrmætt í
baráttunni um Akureyrarmeistar-
atitilinn.
verður í Kjörmarkaði
K.E.A., Hrísalundi 5,
mánudaginn 18. janúar
frá kl. 3-6 e.h. og í Kjör-
búðinni Höfðahlíð 1,
þriðjudaginn 19. janúar
frá kl. 3-6 e.h.
Kynntir verða
Goðaréttir
MNftatvörudeild
^______ ___ j
Aukin
Frá 1. janúar 1982 verða tryggingaíjárhœðir
allra eignatrygginga, slysa- og sjúkratrygginga hjá
Sanmnnutrygging^mver^tryggí^ar skv. vísitölu bg A
hœkka því á 3ja mánaða íresti.
i 1 j j----t ’ .
._.-L—^omvmiTatryggin&ar haia með I
þessu tekið upp verðtryggingu á
tryggingaíjárhœðum í ílestum
greinum trygginga.
Láttu verðbólguna ekki rýra
tryggingavemdina
- tryggðu hjá traustu tryggingaíélagi.
yj
a
¥
<
O
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÁRMÚIA3 SÍMI81411
UMBOÐSMENN UM LANDALLT
Biautryöjendur í bœttumtryggingum
6 - DAGUR 15. janúar 1982
15. janúar 1982- DAGUR 7