Dagur - 15.01.1982, Qupperneq 10
Dagbók
Hvað er hægt að gera?
Skíði: Skíðamiðstöðin í Hlíðarfjalli
verður opnuð í byrjun janúar verði
nægur snjór. Lyfturnar eru opnar
alla virka daga frá kl. 13.00 til 18.45,
nema þriðjudaga og fimmtudaga til
klukkan 21.45. Eftir 15. febrúar
verður einnig opið fyrir hádegi. Um
helgareropið kl. 10.00til 17.30. Veit
ingasala alla daga kl. 9.00 til 22.00.
Sími Skíðastaða er 22930 og 22280.
Sund: Sundlaugin er opin fyrir al-
menningsem hér segir: Mánudaga til
föstudaga kl. 07.00 til 08.00, kl.
12.00 til 13.00 og kl. 17.00 tii 20.00,
faugardaga kl. 08.00 til 16.00 og
sunnudaga kl. 08.00 til 11.00. Gufu-
bað fyrir konur er opið þriðjudaga
og fimmtudaga k I. 13.00 til 20.00 og
laugardaga kl. 08.00 til 16.00. Gufu-
bað fyrir karla er opið mánudaga,
miðvikudaga og föstudaga kl. 13.00
til 20.00 og sunnudaga kl. 08.(K) til
11.00. Kennsla í sundi fyrir karla og
konur er í innilauginni á fimmtudög-
um frá kl. 18.30 til 20.00, kennari er
Ásdís Karlsdóttir. Síminn er 23260.
Skemmtistaðir
Hótel KEA: Sími 22200.
H100: Sími 25500.
Sjúkrahús
og heilsugæslustöðvar
Sjúkrahúsið á Akureyri: 22100.
Heimsóknartími kl. 15-16 og 19-20.
Heilsugæslustöð Dalvíkur: 61500.
Afgreiðslan opin kl. 9-16. Mánud.,
fimmtud. ogföstud. kl. 9-12.
Sjúkrahús Húsavíkur: 41333.
Heimsóknartími: kl. 15-16 og 19-
19.30.
Sjúkrahús Siglufjarðar: 71166.
Heimsóknartími kl. 15-16
og 19-20.
Heilsugæslustöð Þórshafnar: 81215.
Héraðslæknirinn, Ólafsfirði.
Læknastofa og lyfjagreiðsla: 62355.
Sjúkrahúsið á Sauðárkróki: 5270.
Heimsóknartími: I5-16og 19-19.30.
Héraðshæli Austur-Húnvetninga:
4206, 4207. Heimsóknartími alla
daga kl. 15-16 og 19.30-20.
Læknamiðstöðin á Akureyri: 22311.
Opið 8-17.
Lögregla, sjúkrabílar
og slökkviliðið
Akureyri: Lögregla 23222, 22323.
Slökkvilið og sjúkrabíll 22222.
Húsavík: Lögregla 41303, 41630.
Sjúkrabíll 41385. Slökkvilið 41441.
Dalvík: Lögregla 61222. Sjúkrabíll,
á vinnustað 61200 (Eiríkur), heima
61322.
Ólafsfjörður:Lögregla og sjúkrabíll
62222. Slökkvilið 62115.
Siglufjörður: Lögregla og sjúkrabíll
71170. Slökkvilið 71102 og 71496.
Sauðárkrókur: Lögregla 5282.
Slökkvilið 5550.
Blönduós: Lögregla 4377.
Raufarhöfn: Lögregla 51222, heima
51232.
Hvammstangi: Slökkvilið 1411.
Þórshöfn: Lögregla 81133.
Bókasafnið á Raufarhöfn hefur nú
opnað aftur á Aðalbraut 37 jarðhæð.
Það er opið á miðvikudögum kl.
20.00 til 22.00 og á laugardögum kl.
16.00 til 18.00. StarfsmaðurerMarta
Guðmundsdóttir.
Apótek og lyfjaafgreiðslur
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek:
Virka daga er opið á opnunartíma
búða. Apótekin skiptast vikulega á
um að sinna kvöld-, nætur- og helgi-
dagavörslu. Á kvöldin er opið í því
apóteki sem sér um þessa vörslu til
kl. 19ogfrákl. 21-22. Áhelgidögum
eropiðfrákl. 11-12,15-16og20-21.
Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á
bakvakt. Upplýsingar eru gefnar í
síma 22445.
Hvammstangi, lyfsala: 1345.
Siglufjörður, apótek: 71493.
Dalvíkurapótek: 61234.
10 -DAGUR 15. jaríuar1d82
Sjónvarpsmyndin í kvöld er finnsk frá árinu 1980 og heitir á íslensku „Uppreisnin í mýrinni“. I myndinni er fjallað
á gamansaman hátt um viðleitni gamals bónda að afla sér skjótfengins gróða.
Laugardagur 16. janúar
16.30 íþróttir. Umsjón: Bjami
Felixson.
18.30 Riddarinn sjónum-
hryggi.
Áttundi þáttur. Spænskur
teiknimyndaflokkur um
farandriddarann Don
Quijote og skósvein hans,
Sancho Panza.
Þýðandi: Sonja Diego.
18.55 Enska knattspyrnan.
Umsjón: Bjami Felixson.
19.45 Fréttaágríp á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Shelley.
Breskur gamanmynda-
flokkur um Shelley, gaml-
an kunningja úr Sjónvarp-
inu. Fyrsti þáttur.
20.55 Hann var ástfanginn.
(Blume in Love).
Bandarísk bíómynd frá
1973.
Leikstjóri: Paul Mazur-
sky. Aðalhlutverk:
George Segal, Susan
Anspack, Kris Kristoffer-
son og Sheley Winters.
Myndin gerist í Feneyjum
og fjallar um Stephen
Blume, lögfræðing, sem er
skilinn við konu sína, en
elskar hana enn.
22.45 Syndir feðranna.
(Rebel Without a Cause).
Endursýning.
Bandarisk bíómynd frá ár-
inu 1955.
Leikstjóri: Nicholas Ray.
Aðalhlutverk: James
Dean, Natalie Wood og
Sal Mineo.
Miðaldra hjón, sem hvergi
virðast ná að festa rætur
til frambúðar, flytjast enn
einu sinni búferlum með
stálpaðan son sinn.
Mynd þessi var áður sýnd
í Sjónvarpinu 1. ágúst
1970.
00.35 Dagskrárlok.
Sunnudagur17. janúar
16.00 Sunnudagshugvekja.
Sóra Guðmundur Sveins-
son, skólameistari flytur.
16.10 Húsið á sléttunni.
Tólfti þáttur. Flótta-
menn.
Þýðandi: Óskar Ingimars-
son.
17.00 Saga járnbrautalest-
anna.
Fimmti þáttur. Brautin
langa.
Þýðandi: Ingi Karl Jó-
hannesson.
Þulur: Einar GunnarEin-
arsson.
18.00 Stundin okkar.
í þessum þætti verða
sýndar myndir frá árlegri
þrettándagleði, sem hald-
in er í Vestmannaeyjum,
tvær systur, Miriam og
Judith Franziska Ing-
ólfsson, spila á selló og
fiðlu, nemendur úr
Hvassaleitisskóla kynna
rithöfundinn Stefán
Jónsson, sýndar verða
teiknimyndir, áfram verð-
ur haldið með kennslu
táknmáls og Þórður verð-
ur á staðnum að vanda.
Umsjón: Bryndís Schram.
18.50 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Sjónvarp næstu viku.
Umsjón: Magnús Bjarn-
freðsson.
20.40 Nýjar búgreinar.
Fyrsti þáttur af þremur
um nýjar búgreinar á ís-
landi. Þessi þáttur fjallar
um kornrækt hérlendis.
Umsjón: Valdimar Leifs-
son.
21.00 Eldtrén í Þíka.
Sjöundi og síðasti þáttur.
Breskur framhalds-
myndaþáttur um land-
nema i Afríku snemma á
öldinni.
Þýðandi: Heba Júlíus-
dóttir.
21.50 Tónlistin.
Framhaldsmyndaflokkur
um tónlistina. Fimmti
þáttur. Öld einstaklings-
ins.
Leiðsögumaður: Yehudi
Menuhin.
Þýðandi og þulúr: Jón
Þórarinsson.
22.40 Dagskrárlok.
Síðasti þátturinn i framhaldsmyndaflokknum „Eldtrén í Þíka“ er á
dagskrá á sunnudagskvöld kl. 21. Myndin sýnir mæðgurnar sem mest
koma við sögu í þáttunum.
Föstudagur 15. janúar
19.45 Fréttaágríp á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Ádöfinni.
Umsjón: Karl Sigtryggs-
son.
20.45 Popptónlistarþáttur í um-
sjá Þorgeirs Ástvalds-
sonar.
21.50 Uppreisn í mýrinni.
(Kátkáláinen).
Finnsk sjónvarpsmynd
frá 1980.
Myndin segir á gaman-
saman hátt frá viðleitni
fátæks bónda til að afla
skjótfengins gróða.
Þýðandi: Kristín Mántylá.
23.10 Dagskrárlok.
Sjónvarp um helgina
Lágmarkskrafa að
menn þekki fréttareglur
I fýrrakvöld kom forkostulegur
pistill í þættinum „Á vettvangi" í
útvarpinu. Pistilinn samdi Guð-
brandur Magnússon, sem undan-
farið hefur sent pistla frá Akureyri
í þennan þátt. í þættinum voru
reglur Ríkisútvarpsins um frétta-
flutning þverbrotnar með alls kyns
dylgjum og athugasemdum, svo vart
verður orða bundist. Þetta er
reyndar ekki í fyrsta sinn sem Guð-
brandur gerir sig sekan um óvönd-
uð, eða vísvitandi ósæmileg vinnu-
brögð, því hver man ekki einhliða
áróðurinn sem fram kom í „kant-
steinamálinu" margfræga, sem
reyndum útvarpsmönnum, sem
þekkja vinnureglur á þeim bæ,
hefði jafnvel ekki dottið í hug að
fara með á öldur Ijósvakans.
í reglugerð um Ríkisútvarp segir
orðrétt: „Fréttir þær sem Ríkis-
útvarpið flytur af eigin hvötum og á
eigin ábyrgð, mega ekki vera
blandnar neins konar ádeilum eða
hlutsömum umsögnum, heldur
skal gætt fyllstu óhlutdrægni gagn-
vart öllum flokkum og stefnum í
opinberum málum, stofnunum,
félögum eðaeinstaklingum." Hvað
segja menn um eftirfarandi máls-
grein úr oíangreindum pistli með
hliðsjón af þessari reglu? Hún
LJin
dagskrána:
hljóðaði svo: „Reyndar eru bæjar-
stjórnarfundir opnir almenningi,
en yfirleitt sjást þó mjög fáir í
bæjarstjórnarsalnum til þess að
hlusta á það sem þar fer fram, enda
eru fundirnir á vinnutíma. Hér á
Akureyri hefjast þeir klukkan 4 á
þriðjudögum, þegar allt venjulegt
fólk er í vinnu. Þar að auki eru
þessir fundir ekki auglýstir opin-
berlega. Hvort fúndartíminn er val-
inn með tilliti til þess, að almenn-
ingur geti ekki mætt, skal ósagt
látið, en hver maður hlýtur að sjá
að tíminn er ekki sérlega hentug-
ur. “ Ef þessi umsögn er ekki bland-
in ádeilum og hlutsömum umsögn-
um, þá hafa þessi orð breytt um
merkingu án minnar vitundar.
Annað dæmi úr sama pistli:
„Bæjarblöðin eru bæði flokkspóli-
tísk málgögn og því dáiítið erfitt að
treysta frásögnum þeirra af gangi
mála í bæjarstjóm, þó þessi bless-
uð blöð séu ekki alvond.“
Um bæjarmálefnin sagði enn-
fremur í pistlinum: „Hvers vegna
bæjarfulltrúarnir hafa ekki enn
gert ráðstafanir til að bæjarbúar
fylgist betur með störfum þeirra, er
ekki á hreinu. Sumir þeirra kæra
sig ef til vill alls ekki um að almenn-
ingur sé vel upplýstur . . .“
Það verður að gera þá lágmarks-
kröfu til þeirra sem vinna fyrir
ríkisfjölmiðlana, að þeir þekki þær
reglur sem gilda um flutning efnis.
Menn hvorki mega né geta flaggað
persónulegum skoðunum, sem
e.t.v. má rekja til þess að þeim hef-
ur misheppnast eitthvað á lífs-
hlaupinu.
Varðandi pólitík er rétt að það
komi fram, að til er annars konar
pólitík en flokkspólitík. Ég veit
ekki betur en kvennaframboðið á
Akureyri berjist fyrir opnara
bæjarkerfi. Er Guðbrandur að
draga taum og koma á framfæri
baráttumálum kvennaframboðs-
ins? Þau geta að vísu verið góð og
gild og verð fyllstu athygli, en „kaf-
bátahernaður“ til að stuðla að
framgangi einnar stefnu á kostnað
annarra á hins vegar ekki heima í
Ríkisútvarpinu. H.Sv.