Dagur - 22.01.1982, Page 2

Dagur - 22.01.1982, Page 2
Lesendahomið Opnid „SjaUaim“ „Ballmaður“ skrifar: .Ég held að það hljóti aö vera kominn tími til að al- menningur hér á Akureyri láti í sér heyra varðandi Sjálfstæð- ishúsmálið, ef það er virkilega ætlunin að taka þetta hús undir skrifstofur eða aðra starfsemi en þar hefur verið rekin til þessa. Mcr finnst það alveg for- kastanlegt ef svo verður, og ætli það sé ekki kominn tími til þess að ráðamenn geri sér grein fyrir því hvaða áhrif það myndi hafa á ýmis mál ef Sjallinn leggðist niður sem skemmtistaður. Sjall- inn hefur sennilega haft eins mikið aðdráttarafl fyrir ferða- menn eins og Hlíðarfjall, upp á það þori ég að hengja mig. Svo hefur þetta verið nánast eini skemmtistaðurinn sem hefur ris- ið undir nafni hér í bænum. Nei, það bara gengur ekki að loka Sjálfstæðishúsinu og setia þar inn steingelda starfsemi. Eg er alveg hissa að fólk skuli ekki hafa risið upp á afturlappirnar og látið þetta mál til sín taka. Ég hef heyrt að einhleypar konur hafi haft það á orði að þær verði að negla einhvern kall og gifta sig ef Sjallinn kemst ekki í gagn- iö sem fyrst. Staðreyndin er nefnilega sú að Sjallinn hefur verið hjarta bæjarins, nauðsyn- legur staður þar sem fólk hefur getað skemmt sér saman, staður þar sem það allt byrjar, eins og þeir segja í auglýsingunni frægu. Nei góðir hálsar, ef það er erfitt að reka húsið þá verður bara að finna leið til að bæta það, ekki loka hjartanu í bænum. Hvernig er það annars með Hótel KEA, er ekki hægt að hafa það opið eitthvað meira? Þeir háu herrar þar gætu nú reynt að koma eitthvað á móts við þarfir fólksins í bænum, alla- vega væri hægt að gera tilraun með það og sjá hvernig til tækist. Eini staður bæjarins um þess- ar mundir, sem fólk yfir 25 ára aldri, og jafnvel yngri, hafa til að skemmta sér á er H-100 og er þar yfirleitt troðfullt af krökkum og engan veginn nógu góð aðstaða til að blanda samari öllum þess- um aldurshópum. Þjónustan þar hefur farið hríðversnandi undanfarna mánuði svo ekki sé meira sagt. Vona ég nú að allir þessir herrar reyni eitthvað til að koma skemmtanalífi bæjarins í viðun- andi horf, annars fara prestarnir að heimta nýja kirkju. „Balimenning“ hefur alltaf veríð til staðar á Akureyri. Áður en Sjallinn kom fóru menn t.d. í Allann og Lón, þar sem þessi myiid var tekinn fyrir fjöldamörgum árum. Þeir sem þarna dansa eru orðnir ráðsettir borgarar, . en áð sjálfsögðu dansa þeir enn og nú vantar þá tilfinnanlega gott danshús. Alversti tími í'yrir sveitafólkið Nú langar mig til þess að koma kvörtunum á framfæri í lesenda- hornið. Það er í sambandi við sýn- ingar hjá Leikfélagi Akureyrar á Dýrunum í Hálsaskógi. Þctta er sá alversti tími sem hugs- ast getur fyrir sveitafólkið, það er kl. 5 eða 6 síðdegis. Það er vonlaust að öll fjölskyld- an geti farið þarna saman í leikhús, því einhver þarf að vera heima og gera verkin. Er ekkcrt verið að hugsa um þá sem í sveitunum búa í þessu tilviki? Því er ekki hægt að hafa sýningar kl. 3, minnsta kosti um helgar. Svona var þetta líka þegar myndin um Jón Odd og Jón Bjarna var sýnd hér. Og svona er þetta alltaf ef ein- hverjir tónleikar eru, sama hvort það er hjá tónlistarskólanum eða öðrum. Ávallt kl. 5 eða 6. Þökk fyrir birtinguna, Sveitakona. Hvemig væri að skreppa til Reykjavíkur einhverja helgina og veita sér upp úr dásemdum borgariífsins svoiita stund. Láta stjana við sig á Esju, Loftleiðum eða einhveiju öðru hóteli, smeila sér í hamborgara eða pizzu, eða fá sér ærlega máltíð á einhverjum úrvals veitingastað. Sjá nýjustu myndimar í bíó, bregða sér í leikhús og enda á diskóteki, - og lesa mogunblöðin klukkan átta að morgni. Helgarreisur Flugleiða eru ódýrar, - þú færð einstök kjör á flugfari og gistingu. Leitaðu upplýsinga: FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR RÁÐHUSTORGI 3 - AKUREYRI SlMI: 25000. FLUGLEIDIR Trutist lolkhþ goöu lelagi Rltstjóra E>ags svarað Hermann Sveinbjörnsson ritstjóri Dags gerir að umtalsefni í Helgar- degi sl. föstudag pistil frá mér í út- varpsþættinum „Á vettvangi“ sem var á dagskrá miðvikudaginn 13. janúar sl. í grein sinni ræðst Hermann að mér með persónulegum dylgjum, og þeim þætti greinar hans læt ég því ósvarað. Maður sem telur sig þurfa að grt'pa til slíkra vopna hefur slæman málstað að verja. Nokkur orð vil ég hins vegar segja um aðra hluta greinar rit- stjórans. Hann telur mig hafa við- haft „vísvitandi ósæmileg vinnu- brögð“ með því að hafa flutt um- ræddan pistil í útvarp. Einnig les ritstjórinn það út úr pistli mínum að ég sé að flytja áróður um kvennalistann. Hvernig ritstjórinn fer að því er mér hulin ráðgáta og hlýtur að þurfa meira en fjörugt ímyndunarafl til að sjá slíkt. En til að lesendur geti sjálfir dæmt um, þá er umræddur pistill hér orðrétt- ur. „Bæjarstjórnarkosningar nálg- ast nú óðum og því við hæfi gð beina augunum aðeins að sölum bæjarstjórnar. Yfirleitt fara störf bæjarstjórnar- manna ekki f hámæli. Almenning- ur fylgist lítið með því sem gert er í bæjarstjórn og stjórnmálamenn- irnir virðast ekki hafa mikinn vilja til að upplýsa kjósendur sína, alla vega ekki þá óflokksbundnu. Reyndar eru bæjarstjórnarfundir opnir almenningi, en yfirleitt sjást þó mjög fáir í bæjarstjórnarsalnum til þess að hlusta á það sem þar fer fram, enda eru fundirnir á vinnu- tíma. Hér á Akureyri hefjast þeir klukkan fjögur á þriðjudögum, þegar allt venjulegt fólk er í vinnu. Þar að auki eru þessir fundir ekki auglýstir opinberlega. Hvort fund- artíminn er valinn með tilliti til þess að almenningur geti ekki mætt skal ósagt látið, en hver maður hlýtur að sjá að tíminn er ekki sérlega hentugur. En hvernig á fólk þá að fylgjast með því sem er að gerast í bæjar- stjórn, þar sem verið er að ráðskast með mál sem snerta íbúa bæjarins alla að meira eða minna leyti. Bæjarblöðin eru bæði flokkspóli- tísk málgögn og því dálítið erfitt að treysta frásögnum þeirra af gangi mála í bæjarstjórn, þó þessi blessuð blöð séu ekki alvond. Einn möguleiki er að gerast áskrifandi að fundargerðum bæjar- stjórnar, en það er fjölritað hefti sem kemur út fyrir hvern bæjar- stjórnarfund og inniheldur fundar- gerð fundarins áður, ásamt fundar- gerðum nefnda og ráða bæjarins. í þessu hefti má oft finna gagnlegar upplýsingar, þó gangur mála og meðferð þeirra í bæjarstjórn sé lítils getið, aðeins hver endalok mál hafa fengið, hafi þau þá hlotið ein- hver. Þeir sem þessa leið velja þurfa að vísu að borga 450 krónur fyrir forvitni sína um störf bæjar- stjórnarmanna, því slíkt er áskrift- argjald fundargerðanna fyrir eitt ár. Niðurstaðan er sú, að það er erf- itt að fá einhverjar upplýsingar að gagni um störf bæjarstjórnar fyrir hinn almenna bæjarbúa, sem ekki nennir að leggja á sig mikið erfiði, fjárútlát og vinnutap, til að fylgjast með. Hvers vegna bæjarfulltrúar hafa ekki enn gert ráðstafanir til að bæjarbúar fylgist betur með störf- um þeirra er ekki á hreinu. Sumir þeirra kæra sig ef til vill alis ekki um að almenningur sé vel upplýstur, aðrir hafa kannski aldrei hugsað út í þetta.“ Út úr þessu las Hermann Svein- björnsson, að ég væri að stunda „kafbátahernað" í þágu kvenna- listans. Lesendum til fróðleiks skal ég upplýsa, að ég er ekki og hef ekki verið stuðningsmaður kvenna- listans. Frábið mér allar tilraunir Hermanns Sveinbjörnssonar til að skipa mér þar í raðir. Ritstjórinn spyr í grein sinni: „Hver man ekki einhliða áróðurinn sem fram kom í „kantsteinamál- inu“ margfræga . . Kantsteina- mál þetta snerist um það þegar bæjarstjórn lét loka innkeyrslunni að bensínstöð Esso við Tryggva- braut. Og þó snerist það öðru frem- ur um yfirvofandi atvinnumissi fjölda manns vegna þessarar að- gerðar. Ég tók viðtal við einn eig- enda bensínstöðvarinnar, Vilhelm Ágústsson, þar sem hann gagn- rýndi þessa ákvörðun bæjarstjórn- ar. Ég hafði samband við bæjar- stjóra og spurði hvort hann hefði áhuga á að svara þeirri gagnrýni sem þar kom fram á Akureyrarbæ. Það hafði hann ekki. Málið endaði síðan með því að umræddur kant- steinn var fjarlægður. Um einhliða áróður í þessu máli var ekki að ræða af minni hálfu, hvað svo sem ritstjóri Dags segir. Að lokum ein ábending til rit- stjórans: Áður en þú ræðst næst að þeim sem á einhvern hátt fást við fjölmiðla, þá ættir þú að hugsa um það í fullri alvöru, hvort það getur virkilega farið saman að vera rit- stjóri pólitísks málgagns og að vera fréttamaður sjónvarps. Eða hvern- ig yrði þér við ef Styrmir Gunnars- son ritjóri Morgunblaðsins ynni rem fréttamaður hjá Sjónvarpinu i hjáverkum og læsi þar upp fréttir úr Morgunblaðinu. Með virðingu, Guðbrandur Magnússon. ATHUGASEMD RITSTJORA Nú þegar Guðbrandur hefur verið svo vænn að leyfa lesendum Dags að sjá hugarsmíð sína, er rétt að rifja aftur upp meginatriðið í frétta- reglurn Ríkisútvarpsins, sem hann ætti að útvega sér sem fyrst. Meg- inreglan er sú, að fréttir mega ekki vera blandnar neins konar ádeilum eða hlutsömum umsögnum, heldur skal gætt fyllstu óhlutdrægni. Eins og sést á svari Guðbrands er þar fjallað um aukaatriði málsins, en því í engu mótmælt, að frásögnin hafi verið hlutdræg ádeila. Út af fyrir sig nægir þetta sem svar við grein Guðbrands, en nokkur orð í viðbót. Ég benti á að til er annars konar pólitík en flokkapólitík og varpaði fram þeirri spurningu til skýringar, hvort Guðbrandur væri að drága taum og koma á framfæri baráttu- málum kvennaframboðsins, þar sem skoðanir hans og kvennanna virtust falla saman. Það að Guð- brandur telji mig hafa lesið það út úr pistli sínum, að hann hafi verið að flytja áróður fyrir kvennalistann segir töluvert. Með sömu rökum er enginn vafi að Guðbrandur lítur á sínar eigin hálfkveðnu vísur sem fullyrðingar - að fundartími bæjar- stjórnar sé valinn með tilliti til þess að almenningur geti ekki mætt - að ekki sé treystandi frásögnum bæjarblaðanna - að sumir bæjar- fulltrúar kæri sig ekki um að al- menningur sé vel upplýstur um gang bæjarmála. Þetta er einhliða áróður sem ekki á heima í útvarp- inu. Það er ekki von að Guðbrandur skilji það, að farið geti saman að vera ritstjóri blaðs og fréttaritari sjónvarps. Mér hefði aldrei dottið í hug að flytja pistil á borð við þann sem Guðbrandur flutti í útvarp. Ég þekki fréttareglurnar og reyni að fara eftir þeim. Enda hef ég ekki verið gagnrýndur fyrir hlutdrægni, heldur bara það að vera til og hafa þennan starfa með höndum. Slík gagnrýni er vindhögg og hefur ekk- ert að gera með fréttaflutning. Ritstjóri. 2 - DAGUR - 22. janúar 1982

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.