Dagur - 22.01.1982, Side 4

Dagur - 22.01.1982, Side 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI. JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Máttur hinna mörgu Eins og kunnugt er, minnast samvinnu- menn aldarafmælis hreyfingar sinnar hér á landi á þessu ári. Hinn 20. febrúar verða liðin 100 ár frá stofnun Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík og sömuleiðis 80 ár frá stofnun Sambands íslenskra samvinnufélaga. Þessa verður minnst með margvíslegum hætti, m.a. á sjálfan afmælisdaginn, en auk þess verður aðalfundur Sambandsins næsta vor haldinn á Húsavík af þessu tilefni. Einnig verður haldinn sérstakur hátíðarfundur að Laugum, þar sem aldarafmælisins verður minnst. Samvinnumenn hafa kosið sér að kjörorði á þessu merkisafmæli „Máttur hinna mörgu“. Þetta kjörorð segir meira en mörg orð. Það lýsir uppbyggingu þeirrar félags- málahreyfingar sem samvinnustarfsemin er og jafnframt því, hverju hún hefur áorkað á liðnum áratugum. Virkjum Blöndu Nokkrir áhrifamiklir aðilar í Húnaþingi hafa ályktað um Blönduvirkjun og mælst til þess að ráðist verði í virkjunartilhögun I og að sanngjarnir samningar verði gerðir við bændur. Meðal þeirra má nefna sýslunefnd Austur-Húnavatnssýslu og Landeigenda- félag Austur-Húnavatnssýslu. Fyrr í þess- um mánuði var samþykkt samhljóða álykt- un á sameiginlegum fundi allra stjórna stéttarfélaganna í Austur- og Vestur- Húnavatnssýslu þar sem segir meðal annars: „Fundurinn skorar á samningsaðila um Blönduvirkjun að ná nú þegar samkomulagi um virkjun Blöndu samkvæmt tilhögun I, þannig að hagkvæmasti virkjunarmöguleiki landsmanna geti orðið að veruleika. Samhliða virkjunarframkvæmdum verði hafinn undirbúningur að markvissri upp- byggingu þróttmikilla, meðalstórra atvinnufyrirtækja á Norðurlandi, er nota mundu orku frá Blönduvirkjun sem aflgjafa. Með bættu vegakerfi og hæfilegri dreifingu þessara fyrirtækja gæti fólk úr öllum hlutum fjórðungsins sótt til þeirra atvinnu. Fundurinn bendir á, að á Norðurlandi vestra hafa löngum verið hvað lægstar með- altekjur á íbúa miðað við önnur kjördæmi landsins. Ungt fólk hefur í stórauknum mæli orðið að sækja vinnu utan kjördæmisins eða flutt þaðan alfarið, enda hefur fólksfjölgun orðið langt fyrir neðan landsmeðaltal á undanförnum árum. Fundarmenn telja því að sú framkvæmd að virkja Blöndu muni hvað best stuðla að bættu atvinnulífi í kjör- dæminu. “ Með köldu blóði Eins og menn vita blómstrar nú hið íslenska kvikmyndalíf. íslenskir gagnrýnendur mega vart vatni halda yfir ágæti ís- lenskra kvikmynda. Það er nú Ijóst að við erum mesta kvik- myndaþjóð veraldar, miðað við höfðatölu að sjálfsögðu. HÁKUR hefur nú tekið að sér með hjálp visindanna að veiita lesendum Dags innsýn í þessa huggulegu þróun í kvik- myndamálum okkar. Það varð sumsé úr að eg dreif mig á Útlagann. Það var stór stund. Sjálfur hef eg ekki lagt mig eftir íslenskum kvik- myndum síðan eg sá Gilitrutt og Síðasta bæinn í dalnum í senn, (bæði skiptin á fremsta bekk). Raunar átti eg ekki von á að neinar myndir kæm- ust í hálfkvisti við þessar, nema ef vera skyldi snilldar- verk Ósvaldar Knudsen um Heklugosið ’47, en þar vann Hekla gamla einn sinn stærsta leiksigur. Og þó var tónlistin svo fölsk að fólk með tóneyra féll í yfirlið. Að öðruleyti ólst eg upp með Roy, sem skaut alltaf beint upp í loftið, eða þá að hann skaut gat á einstaka vatnstunnu sem var orðin léleg. Þetta var víst svona vegna tómatsósuskortsins á eftirstríðsárunum, sögðu menn. Nú er semsagt farið að filma í lit og hleypur heldur betur á snærið hjá framleiðendum tómatsósu, en af henni er nóg nú á seinni tímum. Tómat- sósumenn áttu hinsvegar verulega bágt á tímum svart- hvítu myndanna. Um það vitna hagskýrslur. Það er nefnilega opinbert leyndar- mál að hér áður fyrr svikust kvikmyndaframleiðendur aft- anað áhorfendum með því að nota dökkt sýrópí stað tóm- atsósu. Þótti sumum það tíg- urleg sjón og menningarleg að sjá hetjur hníga í valinn, löðr- andi í sýrópi. Eftir að farið var að filma í lit þótti þetta hins- vegar ósiður og líkast til arg- asti sóðaskapur. Það hefði a.m.k. ekki farið Gunnari á Hlíðarenda vel. Var því gripið til tómatsósunnar sem í dag leggur grundvöllinn að kvik- myndagerð allra menningar- þjóða. Og fleira hefur skeð sem til framfara horfir. Gamli Mass- ey-Ferguson (bensín), sem ávallt var til staðar í söguald- armyndum hér fyrri, sést nú hvergi. Ekki heldur óvel- komnir símastaurar sem af harðfylgi áttu það til að koma sér á framfæri í hægra hornið efst. Slík er hin tæknilega full- komnun. Svo gerist það undur á sl. ári, að íslenska sjónvarpið nær sérlega hagstæðum samn- ingum við Efnagerðina Val og á þá ekki annars úrkosta en hefja kvikmyndagerð. Tókst það allt með ágætum og varð aðstandendum til mikils sóma, ekki síst tómatsósu- framleiðendum. Var ekki að sjá að leikarar söknuðu sýr- ópsins. Mér er nær að halda (án þess að fyrir því séu vís- indalegar sannanir) að Siggi Hall. hafi fengið stóran kon- fektkassa frá Val um jólin fyrir alla þá tómatsósu sem hann spanderaði þegar fúl- mennin huggu á belginn. Og meiri tómatsósa var í kúnni. Efnagerðin Valur, sem nú hafði rétt úr kútnum eftir margra ára taprekstur, hóf stórfellda flutninga fram- leiðslu sinnar vestur á firði. Gengu þar gusurnar yfir menn, og var því engu sinnt að tómatsósa er mesti óþverri að fá í föt. Allt var gert fyrir listina. Urðu menn því rauðir mjög og börðust hetjulega til síðasta tómatsósudropa. Þetta sá eg allt í Útlaganum, sem fyrr segir, og var sannar- lega hlýtt í huga til efnagerð- arinnar margnefndu eftir þá mynd. Þótti mér Gísli standa sig með afbrigðum karlmann- lega og satt að segja furðaði eg mig á því hversu lengi hann stóð uppréttur, eins og hann var búinn að missa mikla tóm- atsósu. Myndin var vel gerð og allar aðalpersónurnar drepnar. Ég slæ botni í þetta með því að varpa einni brennandi spurningu til lesenda: Hvers vegna kom ekki tómatsósa úr pung Eyjólfs gráa þegar Auð- ur stakk á hann gat? Átti það kannski að vera sinnep? 4 - DAGUR 22. janúar 1982

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.