Dagur - 22.01.1982, Page 11

Dagur - 22.01.1982, Page 11
Það á að athuga með flugið seinna í dag — Rætt við Sigurð Öm Brynjólfsson sem opnar sýningu á verkum sínum í Rauða húsinu á laugardag. Nýlist eða ný list „Auðvitað eru nýjustu mynd- irnar mínar nýlist,“ segir Sigurður Örn Brynjólfsson teiknari, þar sem við sitjum yfir kaffi bolla skömmu eftir hádegi síð- astliðinn sunnudag. Sigurður Örn, eða SÖB, eins og hann signerar teikningarnar sínar, ætlaði að opna sýningu á verkum sínum í Rauða húsinu laugárdaginn 16. janúar sl. Meiningin var, að hann kæmi norður með myndir sínar föstu- daginn 15., en þá var ekki flog- ið frá Reykjavík til Akureyrar. „Maður er ekki vanur því, að snjórinn skipti svona miklu máli,“ heldur SÖB áfra. „Þetta er í fyrsta sinn sem fylgst er svo náið með veðurfregnum á mínu heimili. í morgun var loksins. flogið. Pakkarnir með myndunum var komnir út í flugvélina með fraktinni. Það var kallað út í vél, en þegar ég var á leiðinni þangað, sá ég að verið var að fara með pakkana mína til baka inn í flugstöð. Mér varð ekki um sel, en fékk þá skýringu, að þeir kæmu með næstu vél. Ég var búinn að borga tvöfalt undir þá sem hraðsendingu, en þeir sögðu að fólk, farangur og póstur gengi fyrir. Hálftíma hringsól Flugvélin með fraktina kom rétt á eftir þeirri sem ég kom með. Og þarna sveimuðu myndirnar mínar yfir Akureyr- arflugvelli, en vélin gat ekki lent. Eftir hálftíma hringsól var vélinni snúið aftur til Reykja- víkur.“ Og þarna situr Sigurður Örn hinum megin við borðið, loks- ins kominn til Akureyrar, en myndirnar ennþá í Reykjavík. Það er ekki á honum að sjá að hann þjáist af streytu. „Það á að athuga með flug seinna í dag,“ segir SÖB og fær sér aftur í bollann. „Við erum búnir að ákveða að fresta sýn- ingunni um eina viku, úr því sem komið er. Ég ætla að hengja myndirnar upp í dag, þegar þær koma og fara sjálfur til Reykjavíkur annað kvöld.“ Máttarvöldin ráða Það er óvenjulegt að sjá lista- mann taka örðugleikum með slíku jafnaðargeði og sjálfsagt að hafa orð á því. „Það er vissulega skrýtið að vera búinn að ganga frá öllu í tíma, innramma myndir, láta prenta plaköt og sýningarskrár, en komast svo ekki af stað. En é£ get ekkert við þessu gert. Enginn ræður við máttarvöld- in, þegar þau taka sig til. Það voru 6 ferðir sem féllu niður frá því á föstudag, þangað til í morgun.“ Gunnar fjórir SÖB er það eiginlegt að hugsa myndrænt. „Ég sé fyrir mér stóra hvíta mynd. örlítill haus stendur upp úr þessum stóra hvíta fleti. Það minnir mig á mynd, sem mig hefur lengi langað til að gera. Sviðið er manntaflið við Lækj- argötu, útitaflið fræga. Allt er á kafi í snjó og skafrenningur að norðan. Þar sem taflmennirnir ættu að vera, ganga um úlpu- klæddir menn, sem leita með löngum stöngum að taflmönn- unum undir fönninni. Við lítið taflborð í einum skaflinum sitja þeir stórmeistararnir Friðrik og Kortsnoj, kappklæddir með lambhúshettur og belgvettl- inga. Friðrik æpir upp í storminn: „Gunnar fjórir til Gunnar fimm!!!“ Fólkið drífur að, forvitið um það sem er að fara fram þarna í hríðinni." Ókrýndur konungur Laugardaginn 23. janúar verður sýning á 50 verkum SÖB opnuð í Rauða húsinu. Listamaðurinn verður sjálfur viðstaddur, ef veður leyfir. Þetta er önnur einkasýning SÖB, en sú fyrri var haldin í Norræna húsinu árið 1979. Ekki spöruðu gagnrýnendur hólið urn þá sýningu. Eftirtalin dæmi segja sína sögu: „Sigurður Örn er ókrýndur konungur á sínu sviði. Skrýtlur hans og myndasögur eru tví- mælalaust það besta sem gert er í þessum efnum á íslandi. ísmeygileg fyndni hans blandin sterkri ádeilu nýtur sín einkar vel í liprum og öruggum teikn- ingum hans.“ „Sigurður Örn hefur sjald- gæfa kímnigáfu, er honum tekst fullkomlega að koma til skila. Hann er vandvirkur og hefur mikið vald á línu og myndbyggingu.“ Að lokum má geta þess, að Þrymskviða, fyrsta íslenska teiknimyndin, verður sýnd í Rauða húsinu á meðan sýning SÖB stendur yfir. Að sjálf- sögðu er SÖB höfundur þeirrar kvikmyndar. Góða skemmtun. R. Lár. SKIÐATRIMM Stofnuð hefur verið skíða- trimm-nefnd á Akureyri, sem er skipuð fulltrúum frá útivist- arsvæðinu í Kjarna, íþrótta- hreyfíngunni, Skíðastöðum, skátum o.fl. Fyrsta verkefni þessarar nefnd- ar er að bjóða almenningi upp á leiðsögn í meðferð gönguútbún- aðar og gönguáburðar. Fer þessi leiðsögn fram í Kjarna nk. sunnu- dag kl. 2^1. Síðan er gert ráð fyrir að leiðbeini verði tvö kvöld í viku í Kjarna næstu vikurnar. Utsalan hefst á mánudag Fatnaður á alla fjölskylduna á niðursettu verði, Gerið góð kaup Sigwtkir GÆmmissotmrhf. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-24423 AKUREYRI Auglýsing Laugardaginn 30. janúar n.k. kl. 14.00 verður selt á nauðungar- uppboði við lögreglustöðina á Akureyri, ýmiskonar lausafé s.s. bifr. A-5873, A-5891, jarðýta „Case 850“, trésmíðavél „Camo“, þvottavél „Lava Lux“, sófasett, þriggja og tveggja sæta sófar og einn stóll með brúnu plusáklæði, borðstofuborð og sexstólar, „Kenwood" magnari með útvarpi, plötuspilara og tveir hátalarar, málverk, hvít hillusamstæða, þvottavél „Philips" og ca 30 fm af notuðu ullargólfteppi (brúndrappað). F.h. bæjarfógetans á Akureyri, Erlingur Óskarsson. sealskin 22. janúar 1982 - DAGUR -r 11

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.