Dagur - 02.02.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 02.02.1982, Blaðsíða 3
Eyfirðingafélagið í Reykjavík: Hefðbundið átthaga- félagsstarf Myndarlegt framtak Það má segja að starfið hjá okkur sé svona hefðbundið átthagafélagsstarf og við höf- um reynt að kynna félagið þeim Eyfirðingum sem búa hér. Auk þess höfum við reynt að halda uppi félagsstarfsemi, en það er því miður erfitt að halda fólkinu saman og fundir eru oft ekki nægilega vel sóttir,“ sagði Ásbjörn Magn- ússon formaður Eyfirðinga- félagsins í Reykjavík er Dagur ræddi við hann. „Félagar eru um 400, en þótt allt þetta fólk greiði ársgjöld þá eru ekki allir virkir. Við höldum einu sinni á hverju hausti kaffi- dag á Hótel Sögu, og þangað bjóðum við öllum Eyfirðingum hér sunnanlands sem eru 67 ára og eldri ásamt mökum þeirra tii kaffidrykkju. Þetta hefur verið gífurlega vel sótt. Konur x félag- inu sjá sjálfar um bakstur fyrir þessa kaffidrykkju og hafa reyndar séð um þetta að öllu leyti.“ „Þá höfum við haldið spila- kvöld svona 6-8 sinnum á vetri og er þá spiluð félagsvist. Þetta hefur verið mjög vel sótt og stendur einmitt yfir núna og alveg fram í mars. Þá er árshátíð fyrirhuguð á Hótel Sögu 5. febrúar og þar verður norð- lenskur matur á borðum eins og við höfum ævinlega haft, kon- urnar baka laufabrauð og boðið verður upp á þorramat ogeinnig kalt borð. Þá höfum við alltaf fengið ræðumann að norðan til „Þær hugmyndir sem fram hafa komið voru kynntar í bæjarráði fyrir nokkru, bæði hugmyndir um samvinnu við Félag fs- lenskra myndlistarmanna og Listahátíð í Reykjavík, og það var ákveðið að ég myndi vinna áfram í þessu ásamt forsetum bæjarstjórnar,“ sagði Helgi M.Bergs bæjarstjóri á Akur- eyri er við inntum hann eftir því hvort einhver atriði Listahátíð- ar í Reykjavík í sumar myndu verða flutt hér fyrir norðan. „Þetta er verulegt spursmál um peninga og við erum að fara að vinna við fjárhagsáætlunina þann- ig að það skýrist væntanlega áður en langt um líður hvað verður úr þessu. En það má segja að menn hafi tekið afskaplega vel í þetta þannig að ég tel miklar líkur á að af þessu geti orðið. „Ég skal ekki segja neitt um það í hvaða mæli þetta verður, rætt hefur verið um sýningu Fé- lags íslenskra myndlistarmanna og tvö atriði frá Listahátíð, hljómleika ítalsks þjóðlagahóps og tónleika London Sinfoniette." þess að mæta á þessa hátíð, og nú er einmitt verið að athuga með að fá mann til þess að sjá um þetta fyrir okkur og mun það skýrast áður en langt um líður hver það verður að þessu sinni.“ - Hver eru tengsl félagsins við heimabyggðina? „Við höfum verið að reyna að vekja athygli á okkur á ýmsan hátt. Við höfum gefið stofnun- um gjafir, færðum t.d. barna- deild spítalans peninga til tækja- kaupa, einnig peninga til Sól- borgar og litasjónvarp og fleira til Elliheimilisins. Ég vil nota þetta tækifæri og láta þess getð að verksmiðjur SÍS hafa reynst okkur alveg frábærlega vel og stutt okkur á allan hátt. Þær hafa t.d. fært okkur mjög góða vinn- inga á hlutaveltu auk margs annars." í tilefni af 60 ára afmæli sínu hefur Kvenfélagið Hlín í Grýtubakkahreppi, með að- stoð Lionsklúbbsins Þengils, gefið Heilsugæslustöð hrepps- ins margvísleg lækningatæki. Hreppsnefnd Grýtubakka- hrepps biður fyrir bestu þakkir til gefendanna, fyrir þetta myndar- lega framtak. Myndin var tekin þegar tækin voru afhent á lækningastofunni. Á henni eru talið frá vinstri: Stef- án Þórðarson sveitarstjóri, Sig- ríður Sverrisdóttir formaður kvenfélagsins, Jón Óskarsson formaður lionsklúbbsins og Þór- oddur Jónasson læknir. Gífurlegt úrval af kuldafatnaði í herradeild ———TISMÍÍllU i Við bjóðum upp á gífurlegt úrval af kuldafatnaði í karlmanna- og unglingastærðum. Jakkar og stakkar frá MELKA, STRATOS og MILES. íslenskar úlpur frá Heklu og Vír. Komið við í herra- deild og veljið góðan kuldafatnað. HAFHAHSTR. «1-95 ■ AKUREYRI - SlMI (W) 21400 2. febrúar 1982 -n DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.