Dagur - 02.02.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 02.02.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKFIIFSTOFUFI: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SÍMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Næg atvinna tryggð fyrir alla landsmenn Öflugt atvinnulíf og næg atvinna fyrir alla landsmenn. Hjöðnun verðbólgu. Trygging kaupmáttar. Þetta eru höfuðmarkmið ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum. Þessi höf- uðmarkmið eru hin sömu og lögð voru fram í efnahagsáætlun frá 31. desember 1980 og á liðnu ári tókst að ná þessum markmiðum í stærstum dráttum. í þessari nýju efnahags- áætlun segir m.a.: „Langvarandi samdráttur í efnahagslífi víða um heim gerir íslendingum erfiðara að halda uppi nægri atvinnu. Þetta tókst þó á nýliðnu ári og ríkisstjórnin mun áfram hafa það að leiðarljósi við mörkun efnahagsstefn- unnar, að tryggð verði næg atvinna fyrir alla landsmenn. Ríkisstjórnin mun miða aðgerð- ir sínar í efnahagsmálum við það, að þessu höfuðmarkmiði verði náð. Vegna ytri aðstæðna verður torsóttara en í fyrra að ná stórum áfanga í hjöðnun verð- bólgu. Á síðasta ári lækkaði verðbólgan eins og að var stefnt úr um 60% sem hún hafði verið undanfarin tvö ár, niður í um 40%. Ríkisstjórnin hefur nú að nýju sett sér markmið í efnahagsmálum, sem hún telur raunhæf við núverandi aðstæður í þjóðar- búinu. Stefnt verður að því, að verðbólgan frá upphafi til loka ársins 1982 verði ekki meiri en um 35% og að hraði verðbólgunnar verði kominn niður í um 30% á síðari hluta ársins. Á liðnu ári tókst með hjaðnandi verðbólgu að verja kaupmátt ráðstöfunartekna al- mennings, en án sérstakra aðgerða í upp- hafi ársins hefði kaupmátturinn rýrnað. Ríkisstjórnin mun einnig á þessu ári leggja áherslu á að verja kaupmátt eins og kostur er.“ I ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar eru síðan taldar upp þær leiðir sem fara skal til að ná þessum markmiðum. Meðal þeirra má nefna viðræður við samtök launþega og aðra hags- munaaðila atvinnulífsins um nýtt viðmiðun- arkerfi í stað núverandi vísitölukerfis. Kapp- kostað verður að bæta og jafna starfsskilyrði atvinnuveganna með niðurfellingu gjalda og aðgerðum til styrktar samkeppnis- iðngreinum. Aðhald í peningamálum verður aukið, ráðstafanir verða gerðar til að draga úr erlendum lántökum og auka innlendan sparnað á nýjan leik. í verðlagsmálum verð- ur við það miðað að draga úr opinberum af- skiptum af verðmyndun og auka sveigjan- leika í verðmyndunarkerfinu. Þá verður dregið úr verðlagshækkunum með lækkun tolla og auknum niðurgreiðslum. Niður- skurður verður gerður á ríkisútgjöldum og sparnaður aukinn í rekstri ríkisins og stofn- ana þess. Nefndar eru ýmsar fjáröflunarleið- ir og athyglisvert er, að ríkisstjórnin mun taka til sérstakrar athugunar vanda þeirra sem í fyrsta sinn kaupa eða byggja eigið íbúðarhúsnæði. Ráostefna um atvinnumál á Norðurlandi Dagana 5. og 6. febrúar nk. verður haldin ráðstefna um atvinnumál á Norðurlandi á vegum Fjórðungssambands Norðlendinga í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Verður hún haldin í Félags- miðstöðinni í Lundarskóla á Akureyri og hefst kl. 20.00 þann 5. febrúar og daginn eftir byrjar hún kl. 10.00 ár- degis. Gert er ráð fyrir að henni Ijúki milli kl. 17 og 18 þá um daginn. Ráðstefnan er boðuð sveitarstjórnum, at- vinnumálanefndum, verka- lýðsfélögum, samtökum vinnuveitenda, framleiðslu- fyrirtækjum svo og öðrum sem hlut eiga að máli, en áhersla skai lögð á að hún er öllum opin. Dagskrá ráðstefnunnar er mjög fjölþætt. Hún verður hafin með átta stuttum framsöguer- indum um ástand atvinnumála í fjórðungnum í dag. Verða þar kynntar niðurstöður atvinnu- málakönnunar Fjórðungssam- bands Norðlendinga, niðurstöð- ur rannsóknar, sem gerð hefur verið á vegum Kjararannsókn- arnefndar, einnig verða erindi um þörfina á nýjum atvinnu- tækifærum á Norðurlandi og er- indi um atvinnuleysisskráningu í fjórðungnum. Þá munu fulltrúar aðila vinnumarkaðarins skýra frá viðhorfum sínum til stöðu atvinnumálanna. Síðari dagur ráðstefnunnar hefst með þrem erindum um nýjungar sem ætla má að aukið geti fjölbreytni í atvinnulífinu. Kynntur verður þáttur iðnhönn- unar í framleiðslu, sagt frá nýj- ungum í fiskiðnaði og fjallað um úrvinnslu úr áli. Pallborðsumræður verða síð- an með þátttöku þeirra sem framsögu höfðu daginn áður. Bjarni Aðalgeirsson, bæjar- stjóri á Húsavík, formaður Fjórðungssambandsins, setur ráðstefnuna og slítur henni, en fundarstjóri ráðstefnunnar verður Helgi M. Bergs, bæjar- stjóri á Akureyri, varaformaður sambandsins. Á undanförnum árum hefur Fjórðungssamband Norðlend- inga staðið fyrir að jafnaði einni ráðstefnu á ári. Flestar tengjast þær atvinnumálum fjórðungsins á einhvern hátt og er þar skemmst að minnast ráðstefnu um orkubúskap og orkufrekan iðnað, sem haldin var á vegum sambandsins fyrir ári síðan. Nú eru þó liðin tíu ár frá því að gerð hefur verið heildarúttekt á atvinnumálum á þennan hátt af hálfu Fjórðungssambandsins. Það út af fyrir sig er verðugt til- efni þess að slík úttekt sé gerð nú. En vissulega er tilefnið jafn- framt annað og meira. Síðustu tíu ár hefur orðið mikil uppbygging á sviði atvinnumála á Norðurlandi, sem þýtt hefur að sæmilegt jafnvægi hefur haldist í byggð fjórðungs- ins í heild. Þessi uppbygging hef- ur byggst á eflingu sjávarútvegs og fiskvinnslu samfara yfir- ráðum yfir fiskimiðunum og stækkun fiskiskipastólsins. Nú eru flestir fiskistofnar lands- manna fullnýttir, og sumir raun- ar ofnýttir, og fiskiskip af sumum talin of mörg, þannig að nú þarf breytta stefnu og ný ráð. Þegar hefur orðið vart vetrar- atvinnuleysis á Norðurlandi eins og áður þekktist og því þurfa Norðlendingar nú að hefja nýja sókn í atvinnumálum, ef fyrr- nefnt byggðajafnvægi á ekki að raskast á ný. Þessi ráðstefna er hugsuð sem upphaf slíkrar sóknar í þeirri von að með víðtækri samstöðu Norðlendinga um úrlausnir á vandamálum atvinnulífsins tak- ist að snúa þeirri stöðnun og jafnvel afturför, sem merkja má á sumum tilfellum, upp í hag- stæða þróun fyrir íbúa fjórð- ungsins og landsmenn alla. DAGSKRÁ: Föstudagur 5. febrúar: kl. 20.00: Setning ráðstefnunnar. Bjarni Aðalgeirsson formaður Fjórðungssambands Norðlend- inga. Kl. 20.10: Atvinnumál á Norður- landi: Niðurstöður atvinnumála- könnunar Fjórðungssambands Norðlendinga - Pétur Eysteinsson iðnráðgjafi Norðurlands. Þörfin á nýjum atvinnutækifærum á Norðurlandi - Sigurður Guð- mundsson, Byggðadeild Fram- kvæmdastjórnunar ríkisins. Kynn- ing á meginniðurstöðum rannsókn- ar Kjararannsóknarnefndar - Sveinn Úlfarsson, Kjararannsókn- arnefnd. Atvinnuleysisskráning á Norðurlandi. Niðurstöður frá Vinnumáladeild Félagsmálaráðu- neytis kynntar - Guðmundur Sig- valdason, Fjórðungssamband Norðlendinga. Ástand og horfur í almennum iðnaði - Hjörtur Eiríks- son, vinnumálasambandi sam- vinnufélaga. Ástand og horfur í byggingavinnu - Ingólfur Jónsson, Landssamband iðnaðarmanna. Ástand og horfur í fiskvinnslu - Árni Guðmundsson, Vinnuveit- endasamband íslands. Viðhorf Al- þýðusambands Norðurlands - Þóra Hjaltadóttir, forseti. Kl. 22.30: Almennar umræður og fyrirspurnir. Laugardagur 6. febrúar: Kl. 10.00: Kynning á iðnhönnun. - Ástþór Ragnarsson.formaður Iðn- hönnunarfélags íslands. Kl. 10.20: Nýjungar í fiskiðnaði - Jónas Bjarnason, forstjóri Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Kl. 10.40: Úrvinnslaúráli-Ásgeir Leifsson, rekstrarverkfræðingur Iðntæknistofnunar íslands. Kl. 11.00: Almennar umræður og fyrirspurnir. Kl. 12.00: Matarhlé. Kl. 13.30: Pallborðsumræður. Stjórnandi: Helgi M. Bergs bæjar- stjóri. Þátttakendur: Þóra Hjalta- dóttir forseti AN, Bjami Einarsson framkvæmdastjóri, Árni Guð- mundsson framkvæmdastjóri, Sveinn Úlfarsson hagfræðingur, Hjörtur Eiríksson framkvæmda- stjóri, Þórleifur Jónsson fram- kvæmdastjóri. Kl. 15.00: Almennar umræður. Kl. 17.30: Niðurstöður ráðstefn- unnar og ráðstefnuslit: Bjarni Aðalgeirsson. Fundarstjóri ráðstefnunnar verður Helgi M. Bergs, bæjarstjóri Akureyri. Ráðstefnan verður hald- in í Félagsmiðstöðinni í Lundar- skóla á Akureyri. 4-QAGUR 2. febrúar s

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.