Dagur - 16.02.1982, Síða 8

Dagur - 16.02.1982, Síða 8
LlMUM BORÐA RENNUM SKÁLAR OUIÍies veröur í kjöri Jón G. Sólnes, fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og fyrrverandi al- þingismaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri flokksins fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar á Akureyri. I forvali innan fulltrúaráðs flokksins á dögunum hafnaði Jón G. Sólnes í 12. sæti. Sjálfur hefur hann látið hafa eftir sér að þar hafi hann fengið óvæntan stuðning. Hann hefur sagt að þessi stuðn- ingur, ásamt því að margir sjálf- stæðismenn sem þykja áhrif flokksins lítil í bæjarstjórn, hafi hvatt sig til framboðs, hafi orðið til þess að hann verður í kjöri. „Enginn slasað sig hér“ „Við höfum heyrt þessar sögu- sagnir sjálfir, og erum að von- um mjög óhressir með þær,“ sagði Guðmundur Svansson, annar eiganda Heilsuræktar- innar Pallas á Akureyri er við bárum undir hann þann orð- róm sem okkur hafði borist til eyrna að þar í stöðinni hefði fólk slasað sig við æfingar. „Við vitum ekki til þess að einn einasti af okkar viðskptavinum hafi slasað sig við æfingar, og reyndar höfum við ekki séð annað en fólk færi ánægt héðan. Þess vegna þykja okkur sem þessar sögusagnir séu af grófasta tagi. Vilji hinsvegar svo illa til að ein- hver hafi kennt sér meins eftir að hafa verið hér við æfingar, þá biðjum við þann að hafa samband við okkur hér í stöðinni,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist telja þessar sögu- sagnir komnar á kreik sökum þess að þeir sem reka Pallas eru ekki sérmenntaðir í líkamsrækt eða sem sjúkraþjálfarar. Beint flug til utlanda: Mikil aðsókn „Undirtektir hafa verið mjög góðar, og greinilegt að fólk kann að meta það að vera boð- ið upp á beint flug frá Akureyri til útianda,“ sagði Gísli Jóns- son forstjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar sem gengst síðar í mánuðinum fyrir helgarferð til Kaupmannahafnar. Fyrir helgina höfðu um 80 manns skráð sig í ferðina, og að sögn afgreiðslustúlku á Ferða- skrifstofu Akureyrar voru þá að- eins 10 sæti laus. Er því ljóst að Norðlendingar höfðu tekið vel við sér er þessi ferð var auglýst, enda er það forsendan fyrir því að áframhald gæti orðið á þessari þjónustu. „Tilgangurinn að koma í veg fyrir fordóma“ — og að kynna heilbrigðum málefni fatlaðra Fyrir helgi hófust sýningar á Akureyri á brúðuleikriti og verður verkið sýnt öllum börn- um í grunnskólum bæjarins á aldrinum átta til tólf ára. Til- gangurinn með sýningunni er að kynna ófötluðum börnum líf og starf fatlaðra. Það eru þær Helga Steffensen og Hallveig Thorlacius sem stjórna brúðun- um og flytja efnið. Þetta brúðu- Ieikrit er bandarískt að upp- runa og hófust sýningar á því í fyrra. Það kom hingað til lands fyrir tilstuðlan ALFA-nefndar- innar. Búið er að sýna það í nokkrum grunnskólum ■ Reykjavík, á Akranesi og sýn- ingum lýkur á Akureyri í þess- ari viku. Fyrsta sýningin var í Oddeyrar- skóía sl. fimmtudag og var ekki annað hægt að sjá en börnin fylgd- ust náið með því sem brúðurnar „sögðu“ og þau spurðu margs þegar sýningunni lauk. „í þessu leikverki er fjallað um fötluð börn, þarna er blindur strákur, heyrnarlaus stúlka, vangefin stúlka og lamaður piltur. Tilgang- urinn með þessu leikriti er að kenna heilbrigðum að umgangast fatlaða og að koma í veg fyrir for- dóma sem óneitanlega hafa verið til, hér sem annarsstaðar í gegn- um tíðina,“ sagði Helga er Dagur ræddi við hana um sýninguna. „Ég held að mér sé óhætt að full- yrða að sýningin hafi hér sem ann- arsstaðar náð tilgangi sínum. Börnin eru mjög upptekin af sýn- ingunni og spyrja mikið, en til þess er ætlast eftir að hver „tegund" fötlunar hefur verið kynnt. Þau vilja fá að vita hvernig blindi drengurinn geti klætt sig og borðað, svo dæmi sé gefið.“ Sýningin er um 40 mínútur að lengd, eða jafn löng og kennslu- stund. Eins og fyrr sagði er efnið samið í Bandaríkjunum og þaðan komu einnig brúðurnar fyrir til- stuðlan ALFA-nefndarinnar. Helga og Hallveig þýddu handrit- ið og staðfærðu efrtið. Höfundur- inn er bandarískur sálfræðingur og sagði Helga að það hefði tekið hann ein þrjú ár að semja textann, enda er hann hnitmiðaður og ein- faldur, og sagði Helga að hann hitti beint í mark. „Það stendur til að fara a.m.k. í hvern landsfjórð- ung og við eigum mikið verk eftir óunnið í Reykjavík," sagði Helga að lokum. Frá sýningunni í Oddeyraiskóla. Myndá.þ. Gott ástand í byggingaríðnaði „Ástandið virðist vera nokkuð gott og það hefur ræst verulega úr frá því sem okkur sýndist í haust að það myndi verða,“ sagði Guðmundur Ómar Guðmundsson formaður Trésmiðafélags Akureyrar er við slógum á þráðinn til hans og spurðum um atvinnuástand hjá trésmiðum. „Það er ekkert atvinnuleysi hjá fullfrískum mönnum í stéttinni, og það virðist vera nokkuð ljós að næg atvinna mun verða áfram ef ekki kemur til verulegur sam- dráttur í peningamálum," sagði Guðmundur. Við spurðum hann hvað hefði ollið því að ástandið væri svo miklu betra en reiknað var með í haust að það myndi verða. „Það sem okkur leyst verst á, var hversu fáar íbúðir það voru sem byrjað hafði verið á í haust. En það sem hefur haft töluverð áhrif í þessu máli er að þessar íbúðir eru að meirihluta til á veg- um opinberra aðila, Bygginga- nefndar Verkamannabústaða og Leiguíbúðanefndar og þetta eru allt saman íbúðir sem á að fullgera fyrir vorið. Þess vegna hefur verið stöðug vinna í þessu. Þeir sem hafa annast þessar byggingar ganga alveg frá þeim.“ Við spurðum Guðmund að lok- um hvort hann hefði nokkuð heyrt um slæmt ástand í öðrum greinum byggingariðnaðarins. „Ég hef ekki heyrt það, og mér skilst að það sé allsstaðar nóg að gera.“ • Drepið í sjónvarpi Einhver mestu dráp sem sést hafa í okkar kæra íslenska sjónvarpi hafa átt sér þar stað undanfarin kvöld, og það jafn- vel áður en yngstu lands- mennirnir hafa verið sofnaðir með pelann sinn. Það hefur löngum verið kvartað undan erlendum glæpamyndum þar sem morð hafa verið framin og annar voðaverknaður, en í skýringaþftunum af X. Reykja víkurmótinu í skák hefur keyrt um þverbak. # Litlu peðin fjúka fyrst Raunar væri réttara að nefna þetta fjöldamorð en dráp, því á stuttum tíma er drepið grimmt á báða bóga. Venju- lega eru það litlu peðin sem voga sér út í lífið drepin fyrst, en það líður venjulega ekki á löngu þar til riddarar og fleiri fylgja i kjölfarið. Jafnvel biskupar eru ekki óhultir og svo langt hefur þetta gengið að þeim hefur hreinlega verið fórnað til þess að ná megi betri stöðu í valdakapphlaup- inu. Fyrir þessu öllu saman standa prúðir menn sem út- skýra drápin með spekings- svip og er óhætt að segja að í þessum þáttum ríði valda- græðgin ekki við einteyming. # Kóngurinn friðhelgur Gagnstætt því sem oft er þeg- ar barist er í fjarlægum lönd- um þar sem þjóðhöfðingjar eru skornir fyrst, eru kóng- arnir á skákborði sjónvarps- ins friðhelgir og ekki mögu- leikl að drepa þá. Eru þeir því betur settir til þess að stýra mönnum sínum í drápinu ef þeir hafa drottningu sína sér við hlið, og er það vel. Hefur það jafnvel komið fyrir að þeir hafa getað „vakið upp“ aðra drottningu. Er ekki nóg með að þeir njóti friðhelgi heldur virðist fjölkvæni einnig geta liðist átölulaust. • Ýmis brögð eru notuð Drepið er eftir ýmsum leiðum í þessu spili. Svo langt geng- ur að „gafflar“ eru settir á tvo eða fleiri aðila í einu og annar eða einn þeirra síðan drepinn. Þykir þetta einkar góð aðferð til að koma ofbeldisverkunum fram. Þá eru menn „leppaðir“ og mega síðan bíða dauða síns þótt stundum sleppi þeir með skrekkinn. Fórnað er á grimmilegan hátt til þess að ná sóknarfærum og þegar upp er staðið er maður hálf dasaður af öllu saman og þyk- ir einkar „mannúðlegt“ að fylgjast með er Tommi og Jenni reyna fólskubrögð sín hvor á öðrum. Þar er ekki drepið, enda væri annar atvinnulaus án hins.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.